Morgunblaðið - 06.01.1976, Síða 1

Morgunblaðið - 06.01.1976, Síða 1
3. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÍJAR 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. r N-Irland: r Ohugnanlegt hryðjuverk Verkafólk murkað niður Lurgan N-Irlandi, 5. janúar. AP-Reuter. GRÍMUKLÆDDIR hryðju- verkamenn á N-Irlandi stöðvuðu í kvöld strætis- vagn sem var að aka verka- fólki heim frá vinnu skammt frá Lurgan og ráku fólkið út í tvo hópa og brytjuðu síðan mótmæl- endurna niður með vél- byssuskothríð, sem um fjöldaaftökur væri að ræða. Alls er vitað um 11 látna. Lögreglan á N-írlandi telur að hryðjuverkamennirnir hafi verið úr Provisional-armi írska lýð- veldishersins, IRA, og um hafi verið að ræða hefndaraðgerðir gegn morðum á 5 kaþólikkum á þessum slóðum í S-Armaghhéraði um helgina. Strætisvagninn var að flytja fólk heim frá vinnu í spunaverk- smiðju í Market Hill, um 16 km frá Lurgan, er hryðjuverkamenn- irnir stöðvuðu hann á afskekkt- um vegamótum á þjóðvegin- um. Er fólkið var komið út voru mótmælendur settir til hliðar og stráfelldir, sem fyrr segir. Er hér um að ræða eitthvert óhugnanlegasta hryðju- • verkið í borgarastríðinu í N-tr- landi, sem hefur kostað tæp- lega 2000 manns lífið á undan- förnum rúmum þremur árum. Ætluðu að ná sér í frítt far Manila, Filipseyjum, 5. janúar Reuter. TVEIR bræður frá Filipsevj- um, sem rændu þotu af gerð- inni DC-8 I eigu Japan Air Lines í dag, til þess að ná sér í frítt far til Tókíó, gáfust upp sfðdegis, 10 klst. eftir að þeir náðu vélinni á sitt vald, vopnaðir skammbyssum og sprengiefni. Bræðurnir gáfust upp gegn þvf skilvrði að ekki vrði gefið upp hverjir þeir væru. 220 manns, farþegar og flugliðar, voru um borð f þotunni, en engan mann sakaði. Tals- maður sendiráðs Japans í Manilla sagði að bræðurna hefði langað til að stunda nám íJapan. ______ Ofviðrið: Yfir 60 manns fórust Tugmilljarða tjón London, Kaupmannahöfn, Bonn, AP-Reuter. NÚ er talið vfst að um 60 manns hafði látið Iffið af völdum fár- viðrisins, sem gekk vfir NV- Evrópu um helgina, og að eigna- tjón nemi tugum milljarða fsl. króna. Er þetta eitt versta veður, sem gengið hefur yfir á þessum slóðum sl. 30 ár, að sögn veður- fræðinga. Um helmingur þeirra sem fór- ust voru Bretar og þar mun eigna- tjónið hafa orðið einna mest. Þús- undir V-Þjóðverja urðu að yfir- gefa heimili sín á norðurströnd V-Þýzkalands er flóðbylgjur brutu skörð í varnargarðana á ströndinni í dag. Talsmaður land- búnaðarráðuneytisins i Bonn sagði í dag, að endurbyggja yrði varnargarða á um 400 km svæði á strandlegjunni og verkið myndi taka 8 ár og kosta um 100 milljarða króna. I V-Þýzkalandi komst vindhraðinn ailt upp í 200 km á klst. I dag bárust fregnir frá A- Þýzkalandi um að þar hefði vind- hraðinn komist upp í 216 km á klukkustund og valdið gifurlegu eignatjóni, err enginn maður lét lífið. 56 særðust, sumir það alvar- lega að þeir eru enn í sjúkrahúsi. Talið er að um 25 þúsund hús hafi skemmst og vatnsleiðslur og raf- magnsleiðslur eyðilögðust á stóru svæði. Allar samgöngur í landinu lögðust niður. I Danmörku voru 20 þúsund manns fluttir á brott úr bæjunum Ribe og Tönder síðdegis á laugar: dag vegna hættu á fióðum á strönd S-Jótlands. I stórhríð, sem gekk yfir Danmörku á undan mesta veðurofsanum lamaðist allt samgöngukerfi landsins og nær allt atvinnulíf um leið. Miklir hlutar landsins á suðurhluta Jót- lands eru fyrir neðan sjávarmál og stór skörð brotnuðu í varnar- garðana á ströndinni. Ibúum var þó fljótlega leyft að snúa heim aftur, eftir að fjaraði. Ibúum S-Jótlands stendur mikill stuggur af Norðursjónum, er hann er í slíkum ham, því að 1362 hurfu 30 kirkjusóknir undir sjó í ofviðri og íbúarnir hafa margoft orðið að yfirgefa heimili sín vegna flóða- hættu. I síðasta stórviðri á Norð- ursjó 1962 biðu um 300 manns bana í Hamborg í V-Þýzkalandi, er flóðbylgjur skullu á borginni. V-þýzka strandgæzlan skýrði frá því í dag að leit hefði verið hætt að a-þýzka flutningaskipinu Capella, sem saknað er með 11 manna áhöfn, en skipið sökk und- an ströndum Hollands á laugar- dag. Þá var haldið áfram leit að brezka strandferðaskipinu Carnoustie, sem saknað er með 7 manna áhöfn undan norðurströnd Hollands. Ford varar Sovétmenn við: Plyushch ekki enn laus „Hættið íhlutun í Angóla eða við tökum til okkar ráða” Talið að 100 þús. St. Louis, Missouri 5. janúar Reuter. GERALD Ford Bandarfkjaforseti varaði f ræðu, sem hann flutti á fvlkisfundi bænda f Mis- souri f dag, Sovétrfkin við að ef þau hættu ekki hernaðarfhlutun f Angóla mættu þau eiga von á gagnaðgerðum frá Bandarfkjun- um. Hvatti Ford til þess að vopna- hlé yrði þegar lýst vfir f Angóla, en Sovétmenn og Bandarfkja- menn stvðja þar hvorir sinn deiluaðilann. Ford sagði að Bandaríkin mvndu ekki hætta umleitunum sfnum, eftir manns hafi fallið diplómatískum „og öðrum leiðum" til að koma á skjótu hernaðarlegu jafnvægi f landinu og friðsamlegum samningum. Ford sagði að Sovétmenn yrðu að gera sér grein fyrir því að einhliða tilraunir þeirra til að færa sér ástandið í Angóla í hag væru ekki í samræmi við grund- vallarreglur sambúðar Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. „Ef Sovét- menn halda uppteknum hætti mun það óhjákvæmilega hafa eyðileggjandi áhrif á sambúð okkar.“ Marxistahreyfingin i Angóla, á sl. ári MPLA, sem nýtur stuðnings Sovétmanna og Kúbumanna lýsti því yfir í dag, að hermenn hennar hefðu náð á sitt vald aðalstöðvum FNLA-hreyfingarinnar, sem ásamt UNITA nýtur stuðnings Bandaríkjamanna. Sagði í til- kynningu frá aðalstöðvum MPLA í Luanda, að aðalstöðvar FNLA hefðu fallið eftir harða bardaga. Leyniþjónustuupplýsingar höfðu bent til að leifturárás MPLA á höfuðstöðvarnar væri væntanleg til að tryggja stöðu MPLA sem best áður en leiðtogar Afríkuríkja hittast i Addis Ababa í næstu viku til aö ræða leiðir til að binda enda á átökin. Séu þessar fréttir réttar er um gífurlegt áfall að ræða fyrir FNLA, sem hefur beðið mikið afhroð i árásum MPLA-manna með sovézkum eld- flaugum, sem sovézkir ráðgjafar stjórna. Idi Amin, forseti Uganda og núverandi formaður Einingar- samtaka Afríku, sagði í ræðu í Monroviu, höfuðborg Líberiu i dag, við embættistöku Tolberts forseta Líberiu, að allir erlendir aðilar í Angóla yrðu að hverfa úr landi þegar í stað, vegna þbss að er Angóla hefði verið veitt sjálf- stæði hefði það ekki verið Framhald á bls. 35 Moskvu, 5. jan. AP. SOVEZKI stærðfræðingurinn og andófsmaðurinn Leonid Plyuschch hefur enn ekki verið Iátinn laus af geðsjúkra- húsinu, en frá þvi hafði verið skýrt að hann fengi að fara þaðan í dag og hann, kona hans og börn ættu að verða úr landi fyrir 10. janúar. Hafði eigin- kona hans keypt miða með lest nk. fimmtudag. Fór hún til sjúkrahússins í Dnepropetrovsk í dag, en var þá skipað að koma með föt handa honum, annað kæmi henni ekki við. Heimildir i Moskvu herma að sovézk yfir- völd muni draga að láta Plyushch lausan fyrr en alveg á síðustu stundu áður en hann á að verða úr landi. Ákvörðun stjprnvalda um að sleppa Plyushch er talin mikill sigur fyrir sovézka andófsmenn, en mál hans vakti einna mesta athygli við Sakharovréttar- höldin í Kaupmannahöfn í haust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.