Morgunblaðið - 06.01.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.01.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1976 5 FRA AFHENDINGUNNI — Sigurður Llndal, forseti lagadeildar, Jón Benediktsson, mvndlistarmaður, og Friðrik Sophusson, formaður stjórnar Minningarsjóðs um Armann Sveinsson, við mvndina „Innan vébanda“. r Lagadeild HI afhent gjöf til minningar um Ármann Sveinsson I DESEMBER s.l. var lagadeild Háskóla lslands afhent gjöf til minningar um Armann Sveinsson stud. juris. Gjöfin er stand- mvnd úr járni og eir eftir Jón Benediktsson og nefnist hún „Innan vébanda" og er af tvlftar- dómi að störfum. Fyrirmvndin er sótt í réttarsögulegar heimildir um slfka dóma. Friðrik Sophus- son lögfræðingur, formaður stjórnar Minningarsjóðs um Ar- mann Sveinsson, afhenti lista- verkið f Lögbergi fvrir hönd sjóðsins, og Sigurður Lfndal deildarforseti lagadeildar veitti þvf viðtöku, en viðstaddir voru kennarar lagadeildar. fulltrúar nemenda og nánustu ættingjar Armanns auk listamannsins. I ræðu formanns stjórnar minningarsjóðsins kom fram, að sjóðurinn hefur starfað í rúm sex ár. I samræmi við skipulagsreglur hans var tvivegis veittur styrkur úr sjóðnum til skrifa á ritgerðum. Fyrri styrkinn hlaut Ingvi Þor- steinsson magister fyrir ritgerð- ina „Gróðurvernd“, sem Land- vernd gaf út árið 1972, en seinni styrkinn fékk Ingólfur Hjartar- son fyrir að skrifa um atvinnulýð- ræði, og var sú ritgerð gefin út af Stjórnunarfélagi tslands á þessu ári. Þá gaf sjóðurinn út safn ræða og ritgerð Ármanns í bókinni Manngildi. Afhending listaverksins til lagadeildarinnar er annað af loka- verkefnum sjóðsins, en starfi hans lýkur með innréttingu bóka- safns- og rannsóknarherbergis í nýja Sjálfstæðishúsinu í sam- vinnu við Samband ungra sjálf- stæðismanna, en Ármann Sveins- son var framkvæmdastjóri þess um skeið. Kapphlaup um smíöi „ dauðageislavopna ” LONDON — Kapphlaup um smfði „dauðageislavopna“ er sennilega hafið milli Banda- rfkjamanna og Rússa sam- kvæmt sfðustu útgáfu herfræði- ritsins Jame’s Weapons Svst- ems. Slfk vopn gætu eytt gervi- hnöttum og kjarnaoddum utan gufuhvolfsins með orku leysi- geisla að þvf er ritstjóri hand- bókarinnar, Ronald Pretty, seg- ir f formála. Hann segir að i ritum banda- ríska landvarnaráðuneytisins hafi verið tæpt á því að leysi- geislarannsóknir væru stundað- ar, en Rússar hafi nánast ekk- ert sagt um málið. Vitnað er i dr. Malcolm Curr- ie, forstöðumann bandarískra hernaðarrannsókna, og sagt að hann hafi staðfest að Rússar hafi varið miklum fjármunum til leysigeislarannsókna. Dr. Currie segir að frá vís- indalegu sjónarmiði sé lítill múnur á Bandaríkjamönnum og Rússum á þessu sviði en tæknilega séð séu Bandarikja- menn nokkuð á undan Rússum í dauðageislakapphlaupinu. Pretty gefur i skyn að leysi- geislar muni koma að mestum notum i geimnum ef takast megi að yfirstíga mestu vand- kvæðin á smíði nýja vopnsins, en þau segir hann vera stærð og þyngd. Hann segir að í fyrsta lagi megi nota vopnið til að evða njósnahnöttum og öðrum gervi- hnöttum óvinarins og í öðru lagi sem lið í gagnflaugakerfi til að eyða kjarnaoddum á leið þeirra að skotmarki og meðan þeir eru utan gufuhvolfsins. I handbókinni er því bætt við að ef ieysigeislavopn reynist óhentug í geimnum mundu her- skipaflotar sennilega taka þeim fegins hendi, þar sem þau gætu reynst góð til varnar gegn eld- flaugum sem beitt er gegn her- skipum. Þó er tekið fram að forsend- an sé sú að vopnin geti sent frá sér nógu mikla orku við þau skilyrði, sem eru til staðar i sjóhernaði, hvort þau þoli raka og seltu. Heinz Bariiske sæmdur heiðursprófessorstitli Klaus Schutz borgarstjóri Vestur-Berlínar flvtur ávarp við athöfnina þar sem Heinz Bariiske var sæmdur titlinum „Professor e.h.“ Til hægri er eiginkona Bariiskes. HEINZ Baruske prófessor i Ber- lin var nýlega sæmdur heiðurs- prófessorstitli vegna framlags sins til útgáfu norrænna bók- mennta. Athöfnin fór fram í ráð- húsinu í Schöneberg i Berlin að viðstöddum allmörgum gestum, meðal annars ýmsum ráðherrum Vestur-Berlínar, þingmönnum og háskólaprófessorum og fleiri gest- um. Borgarstjórinn Kalus Schutz hélt ræðu og minntist lofsamlega þess mikla verks sem Barúske hefur innt af hendi með norræn- um útgáfum sínum. Þá er nýlega komið út nýjasta verk Barúskes sem heitir March- en der Eskimo og eru þar ævin- týri frá Siberiu, Alaska Kanada ogGrænlandi. Leyfðu óskunum að rætast Þær veröa aö fá tækifæri - mörg og góö tækifæri. SÍBS- happdrættið býöur þau. Þar hækka vinning- arnir um 50 milljónir og veröa 201 milljón og 600 þúsund. Og aukavinningurinn er sannkallað- ur óskabíll: Citroén CX 2000. Bifreið, sem kom fyrst á markað 1974, hönnuö til aö mæta kröf- Happdrætti um nútímans um öryggi, þægindi og sparneytni. Vinningarnir veröa 17500 talsins, frá 10 þúsund kr. upp í milljón. En kannski koma vinningar á 50 - 200 þúsund þægilegast á óvart. Hvaö finnst þér? < i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.