Morgunblaðið - 13.02.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976
13
Fundurinn
í Hveragerði
Kláða vart í sauðfé
Margar eru þær fréttir sem
flæða yfir vora kæru þjóð, flestar
válegar. Fréttir um eldgos, jarð-
skjálfta, hafís á siglingaleiðum,
slysfarir, sagnir af morðum og
misferli margskonar á æðri og
lægri stöðum.
Flesta setur hljóða við slæmar
fréttir en til er þó fólk, sem virð-
ist kætast þegar vandi þjóðar-
innar er hvað mestur og neytir þá
allra bragða til að gera illt verra
og eru ekki aðferðirnar alltaf
smekklegar.
Ríkisstjórn og Alþingi eiga nú
við mörg erfið viðfangsefni að
stríða, þar ber hæst landhelgis-
málið, efnahagsmálin og samning-
ana við vinnandi stéttir landsins.
En tilefni minna skrifa er land-
hélgismálið, eða réttara sagt
fundur, sem haldinn var um það
hér í Hveragerði í gær.
Sem formaður Sjálfstæðis-
félagsins „Ingólfs", vil ég gefa
örlitla skýringu á afstöðu stjórnar
félagsins vegna þessa máls, því ég
hef hlerað að okkur sé legið á
hálsi af andstæðingum okkar og
jafnvel nokkrum sjálfstæðis-
mönnum líka, að við vildum ekki
standa að áðurnefndum fundi. Já,
„þeim er láð sem stela og þeim er
láð sem ekki stela“, segir mál-
tækið.
Vegna þeirra félaga minna sem
ekki vita allan sannleikann í
þessu máli, skal hann rakinn hér,
en ekki er það vegna orða vinstri
manna, því þeirra þankagangur
kemur ekki mál við mig.
Fyrir rúmri viku, seint á föstu-
dagskvöldi, hringdi Páll Þorgeirs-
son, formaður framsóknarfélags-
ins, til mín og tjáði mér að nú
stæði mikið til, hann vildi koma á
fundi allra flokksfélaga um land-
helgismálið, ætlaði hann að fá
Ólaf Jóhannesson ráðherra til að
koma og átti ég að úthluta öðrum
ráðherra á móti.
Ekki gleypti ég þetta sem heita
lummu, en sagði honum að Iltinn
árangur til góðs teldi ég af sliku.
Hét ég honum þó að tala við
stjórn félagsins og leita eftir
hennar vilja, sem ég og gerði.
Svar kvaðst hann verða að fá á
mánudag. Stjórn „Ingólfs“ var á
einu máli um það að meðan Geir
Hallgrfmsson forsætisráðherra og
hans fylgdarlið væri úti í London
að kanna sáttaleiðir í deilunni,
væri ekki timabært að standa að
æsingafundi með vinstri
mönnum. Ekki töldum við að
nokkuð það yrði komið fram I
þessu máli, sem ekki hefði verið
margendurtekið og um fjallað í
fjölmiðlum, svo sem þetta mál
hefur að vonum legið öllum þungt
á hjarta. Við vildum biða og sjá
hvort málið skýrðist. Við munum
halda fund strax og eitthvað raun-
hæft er um það að segja.
Mitt álit er, að ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins hafi nú þarfari
málum að sinna en standa í til-
gangslausu málskaki við vinstri
menn austur í Hveragerði. Mér
sýnist Alþingi vera staðurinn sem
landhelgismálinu henti betur.
Gamalt máltæki segir: „Eftir
höfðinu dansa limirnir.“ Mér
finnst þvi heldur kollvarpað,
þegar höfuðin af Alþingi eru far-
in að dansa eftir limum Páls Þor-
geirssonar & Co.
En ekki gaf Ölafur Jóhannes-
son sér þó tíma til þess, enda stóð
hann í meiri stórræðum í þættin-
um „beinni linu“, sem „heims-
frægt" er orðið. Ég er sannfærð
um að forsætisráðherra og fleiri
góðir menn munu leysa land-
helgisdeiluna þó erfitt sé við að
eiga.
Mér er engin launung á minni
skoðun — ég vil semja við Breta.
Auðvitað væri bezt að við gætum
átt allan okkar fisk i friði. En ef
um er að ræða að fórna varðskip-
um okkar og áhöfnum þeirra, já,
og fiskiskipum lika, fyrir nokkur
þúsund tonn af þorski þá vil ég
frekar samninga I stuttan tíma en
færa þær fórnir sem enginn getur
bætt. Betur trúi ég orðum skip-
herranna um möguleika land-
helgisgæzlunnar en fullyrðingum
Lúðvíks Jósepssonar o.fl. álíka
rökfræðinga.
Ég dáist að frammistöðu varð-
skipsmanna og æðruleysi og bið
þeim allrar blessunar í starfi,
einnig aðstandendum þeirra, sem
sjálfsagt eiga marga áhyggju-
stund. Ég hef verið sjómannskona
og veit hvað það er. Var þó bara
við náttúruöflin þá að stríða.
Að lokum sendi ég sjálfstæðis-
fólki um allt land kærar kveðjur
og heiti á það vel að duga á erfið-
um tímum.
Hveragerði 2. feb. 1976.
Sigrún Sigfúsdóttir.
Emily, sem handtekin voru ásamt
Patrieiu Hearst 1 haust, gáfu þá
vfirlýsingu til fjölmiðla 1 Los
Angeles, þar sem þau sögðu, að
Patricia hefði ekki verið neydd
til að taka þátt 1 bankaráninu eins
og hún sjálf hélt fram við vitna-
leiðslu i réttarhöldunum yfir
henni. Sögðu hjónin, að Patr-
icia hefði aldrei verið neydd
til eins eða annars, eftir að
hún gekk f Symbónesfska frelsis-
herinn, SLA. Segja Harrishjónin
að með framburði sfnum sé Patri-
cia að reyna að slfta öll tengsl við
þau og réttarhöldin, sem þau eiga
f vændum.
Þrír ungir blökkumenn í hreyf-
ingu Svörtu múhameðstrúar-
Síðústu vikuna hefur snjór
og klaki skammdegisins verið
að þiðna af jörðinni. Snjór er
horfinn af jafnlendi en svell
eru viða i mýrasundum og
hjarnskaflar i lautum. Vegir
eru orðnir auðir og sums staðar
hefur myndast aurbleyta. Klaki
er ekki mikill I jörðu, því þótt
stundum hafi verið verulegt
frost hefur snjór hlíft jörðinni
þannig að klaki hefur ekki
gengið langt niður. Borið hefur
á því að fjárhús hafi blotnað við
hlákuna og jafnvel sums staðar
að væta hafi náð að renna inn í
hús. Ekki mun það þó hafa orð-
ið að tjóni. Þessi vatnshætta er
nú liðin hjá að mestu, því vatn
hefur nú víðast fengið eðlilega
framrás.
Samkvæmt lögum ber að
baða sauðfé á tveggja ára fresti
og nú er baðár. Ekki er því
verki lokið og í sumum sveitum
er það skammt á veg komið.
Fyrir nokkrum árum varð
vart fjárkláða í austanverðri
Rangárvallasýslu og þá var
mannanna neituðu að bera
vitni við réttarhöldin yfir Patri-
ciu og eiga á hættu að verða sóttir
til saka fyrir að sýna réttinum
óvirðingu. Áttu þeir að svara
spurningum i sambandi við ferðir
eins af leiðtogum SLA Donalds
Defreeze, á þeim tíma, sem Patty
var i haldi hjá SLA.
19 ára háskólastúdent, Thomas
Mattews, var vitni við réttar-
höldin yfir Hearst og benti hann á
Patty og sagði að hún hefði ásamt
Harrishjónunum neytt sig til að
aka með þau um Los Angeles i 12
klukkustundir mánuði eftir
bankaránið. Sagði Mattews að
Patty hefði sagt sér, að hún hefði
tekið þátt i bankaráninu af frjáls-
um vilja.
framkvæmt kláðabað i allri
sýslunni. Á sl. hausti varð svo
aftur vart kláða á sömu slóðum
og fyrr þrátt fyrir kláðabaðið
um árið. Fer þar að sjálfsögðu
fram kláðabað aftur nú. Annars
verður það að segjast að kláða-
bað er of mikið og erfitt fyrir-
tæki til að það misheppnist.
Vonandi tekst að uppræta
þennan ófögnuð að þessu sinrii.
Nú er tími þorrablótanna,
eru þau jafnan vel sótt og þykja
hin besta skemmtun; að öðru
leyti er dauft yfir skemmtana-
lifi, stafar það bæði af fámenni
og vetrarveðrum, sem eru vá-
lynd.
Fremur er dauft yfir atvinnu-
lífi hér i sýslu um þessar mund-
ir, þvi þegar frá er talin Sig-
ölduvirkjun en þar eru fram-
kvæmdir nú i lágmarki, er hér
ekki atvinna fyrir nema lítinn
hluta þess fólks, sem hér er á
vinnumarkaði. Hér hefur því
hópur fólks verið atvinnulaus
siðustu vikurnar. Það er þó
nokkur raunabót að árstekjur
þeirra, sem unnið hafa við Sig-
öldu, munu hafa verið dágóð-
ar siðasta ár. Hittersvo annað
mál að hér I sýslu vantar meiri
uppbyggingu á atvinnusviðinu,
þvi búskapurinn tekur við tak-
mörkuðum hluta þess fólks,
sem hér elst upp. Og áður hef
ég vikið að því að um íangt
skeið hefur Arngárvallasýsla
verið uppeldisstöð fyrir önnur
byggðarlög.
Vonandi stendur þetta til
bóta, enda þarf svo að vera.
M.G.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
^22480
J 2Ror0unb(«þiþ
Segja Patty ljúga
HARRISHJÓNIN William og
í blaðinu er fjallað um afkomu tryggingarfélaganna, hljómplötuútgáfu og
íslenzka framleiðslu á kasettum, stöðu heildverzlunar á Norðurlöndum og
stjórnmál í Noregi. Dr. Guðmundur Magnússon prófessor skrifar um
horfur íslenzkra efnahagsmála og Leó Jónsson tæknifr. ræðir í grein sinni
„Á krossgötum" um afkomuhorfur hjá íslenzka þjóðarbúinu.
í þættinum „Samgöngur" er sagt frá starfsemi flugfélagsins Vængja,
samanburður gerður á flutningskostnaði og birt er viðtal við Martin
Peterson, framkvæmdastjóra markaðsdeildar Flugleiða um ferðaáætlanir
félagsins og kynningarstarfsemi en félagið mun verja rúmlega 400 millj.
króna í auglýsingastarfsemi.
í byggðaþætti er fjallað um Vestfirði, framtíðarverkefni Fjóðungssam-
bands Vestfirðinga, rætt við forsvarsmenn fyrirtækja og sagt frá skóla-
málum á ísafirði og jarðhitaathugunum á Bolungarvík. í blaðinu er
eftirtektarverður markaðsþáttur um lyftara og dýrari tegundir bifreiða.
í þættinum „Um heima og geima" er streitueyðandi léttmeti. Ritstjórnar-
greinin fjallar um viðskiptahöft.
Gerist ðskrifendur að Frjálsri verzlun, eina sérritinu á
sviði viðskipta og þjóðmála. Frjáls verzlun kostar kr.
395,00 og er eingöngu seld í áskrift.
Um leið og þér veljið Frjálsa verzlun eignist þér
verðmæti, sem eykst með hverju ári.
Til Frjálsrar verzlunar, Laugavegi 178 pósthólf 1193.
Rvik. Óska eftir áskrift.
Nafn
Heimilisfang
Simi
FRJALS VERZLUN
Nýtt blað af Frjálsri verzlun komið ut
í þessu blaði birtist að vanda fjölbreytt efni. Samtíðarmaður að þessu sinni
er Snorri Páll Snorrason læknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum. Við
hann er rætt um hættuþætti kransæðasjúkdóma, — aðdraganda þeirra,
sem eru óhóflegar matarvenjur, of mikil þyngd, áhrif tóbaks og áfengis,
langvarandi streita og of lítil hreyfing. Einnig er rætt við Snorra um
lækningu og endurhæfingu á þessum sjúkdómum.
FRJÁLS VERZLUN