Morgunblaðið - 13.02.1976, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Gagnger rannsókn —
staðreyndir og sannleikur
Um fátt hefur verið
meira rætt í fjölmiðlum og
manna á meðal undanfarnar
vikur en þrjú mál, sem verið
hafa til meðferðar I rannsóknar-
og dómstólakerfi okkar um
nokkurt skeið og manna á
meðal hafa verið nefnd Klúbb-
málið, spíramálið og Geirfinns-
málið. í opinberum umræðum
hafa þessi þrjú mál verið tengd
saman með ýmsum hætti.
Ástæðan fyrir þv! að þau hafa
vakið meiri almenna athygli en
títt er um afbrotamál eða meint
afbrotamál er vafalaust annars
vegar sú að grunsemdir hafa
vaknað um að á ferðinni séu
afbrot i stærri stíl en áður hafa
þekkzt hér á landi og hins
vegar, að pólitískir þættir hafa
spunnizt inn i þessar umræður
Sögusagnir hafa flogið um
borg og byggð í ríkara mæli en
oftast áður og er þó langt til
jafnað
Væntanlega geta menn orðið
sammála um, að opinberar
umræður um þessi mál eru
komnar á það stig að nauðsyn
ber til að hreinsa andrúmsloftið
þeirra vegna, eins fljótt og unnt
er Þessar umræður hafa |
skapað tortryggni og eitraðj
andrúmsloftið á þann veg, að
það er þjóðfélagsleg nauðsyn
að afgreiðslu þessara málefna í
rannsóknar- og dómstóla-
kerfinu verði hraðað, svo sem
unnt er. Umræður i fjölmiðlum
um þau hafa einnig einkennzt
af ónákvæmni. Þannig er t.d.
Ijóst, að þeir, sem unnið hafa
að rannsókn og annarri með-
ferð þeirra kannast ekki við
„spiramálið" sem svo hefur
verið nefnt sem eitt mál en
benda hins vegar á að til
meðferðar hafa verið 7 — 8
smyglmál af þessu tagi Slik
ónákvæmni er þvi miður að
verða of algeng í opinberum
umræðum á íslandi
Klúbbmálið svonefnda er til
meðferðar hjá saksóknara ríkis-
ins og hefur verið þar frá því í
októbermánuði sl. Smyglmálin
mörgu, hafa öll nema eitt verið
afgreidd þaðan, en Geirfinns-
málið er enn í rannsókn, eins
og kunnugt er. Sú spurning
hefur óhjákvæmilega vaknað
hvort nauðsynlegt væri að stór-
auka mannafla í rannsóknar-
og dómstólakerfinu til þess að
unnt sé að hraða afgreiðslu
þessara mála, svo að viðunandi
sé. Svarið við þessari
spurningu er ekki einfalt Sam-
kvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað
sér virðast það nokkuð almenn
vinnubrögð i rannsólcnar- og
dómstólakerfinu að þegar mál
af þessari stærðargráðu koma
upp sé öll áherzla lögð á að
hraða afgreiðslu þeirra, þótt
eðli málsins samkvæmt sé
Ijóst, að meðferð þeirra hlýtur
að taka nokkurn tíma. En um
leið og áherzla er lögð á það er
mannafli þeirra stofnana, sem
að málum þessum vinna, ekki
meiri en svo að önnur mál sitja!
á hakanum.
Þær umræður sem orðið
hafa um Klúbbmálið, smygl-
málin og Geirfinnsmálið hljóta
að leiða til þess, að allt skipu-
lag á rannsókn og meðferð af-
brotamála verður tekið til
endurskoðunar í þvi skyni að
gera þeim aðilum sem að þeim
starfa kleift að vinna svo hratt
sem kostur er að því að upp-
lýsa slík afbrotamál og leiða
þau til lykta fyrir dómstólum.
Þannig er t.d. ekki óliklegt, að
afbrot séu orðin svo umfangs-
mikil í okkar þjóðfélagi, að
þegar mörg stór mál koma upp
á svipuðum tima sé álagið á
rannsóknarlögreglu og dóm-
stóla einfaldlega of mikið
Þessir aðilar kunna að ráða við
eitt mál af þessu tagi í einu
með því móti að láta önnur
smærri mál sitja á hakanum, en
augljóst virðist, að þeir ráði
ekki við mörg slik mál sem upp
koma á svipuðum tíma. Það er
lika óviðunandi, að hin smærri
mál sitji á hakanum, vegna
þess að öllum mannafla er
beint að hinum stærri. Þá má
og draga þann lærdóm af með-
ferð þeirra mála, sem hér hafa
verið gerð að umtalsefni, að
það getur valdið margvíslegum
erfiðleikum, ef þau koma upp i
mörgum lögsagnarumdæmum
og hlýtur það því að koma til
skoðunar, hvort endurskipu-
lagningar sé þörf á því sviði
Það er t.d. augljóst að höfuð-
borgarsvæðið og Suðurnes eru
orðin svo nátengd, að það get-
ur naumast orðið til annars en
tafa að mörg embætti þurfi að
fjalla um afbrotamál, sem upp
koma á þessu svæði.
Ástæða virðist til að leggja
áherzlu á tvennt: i fyrsta lagi að
hraðað verði meðferð Klúbb-
málsins og smyglmálanna í
dómstólakerfinu og Geirfinns-
málsins í rannsóknar- og dóm-
stólakerfinu. Sé það mat
þeirra, sem að þvi vinna að til
þess þurfi aukinn mannafla,
þarf hann til að koma. Það
skiptir miklu, að hreinsa and-
rúmsloftið í kringum þessi mál
öll. í öðru lagi er nauðsynlegt í
kjölfar þessara umræðna, að
fram fari rækileg endurskoðun
á rannsóknar- og dómstóla-
kerfinu i því skyni að auka
hæfni þess til þess að standa
undir auknu álagi vegna
vaxandi afbrota og til þess að
meðferð stórmála leiði ekki til
þess að smærri mál sitji á hak-
anum jafnvel árum saman.
í umræðum þessum hefur það
einnig komið fram að lögreglu-
menn sem unnið hafa að rann-
sókn ofangreindra mála, eða
komið að þeim með einum eða
öðrum hætti, greinir á um
þætti sem skipta máli í meðferð
þeirra. Slíkur ágreiningur
dregur úr trausti almennings á
rannsóknaraðilum og þess
vegna verður að upplýsa til
fullnustu hver sannleikurinn er
um þessi ágreiningsefni. Við
annað verður ekki unað
Gagnger rannsókn allra
þessara mála er hið eina sem
dugar. Við þurfum ekki á að
halda túlkunum eða áiyktun-
um, heldur staðreyndum og
sannleika.
Thorpe — Syrtir í
álinn fyrir kunnum
st j órnmálaforing j a
LONDON
Jeremy Thorpe leiðtogi Frjáls-
lynda flokksins i Bretlandi
hefur að undanförnu átt erfiða
daga, svo erfiða að vera kann,
að framtíð hans á stjórnmála-
sviðinu sé í hættu. I skýrslu frá
viðskiptaráðuneytinu hefur
hann verið sakaður um skort á
dómgreind í stöðu sinni sem
stjórnarmeðlimur banka, sem
varð gjaldþrota árið 1973. Sama
dag og skýrsla þessi birtist bar
maður nokkur það fyrir rétti,
að hann hefði átt kynferðislegt
samneyti við Thorpe árið 1962.
Maður þessi hafði verið ákærð-
ur fyrir að draga að sér með
ólöglegum hætti fjármagn, sem
átti að renna til velferðarmála í
kjördæmi Thorpes, Devon-
shire.
Þessari síðari ákæru hefur
Thorpe visað eindregið á bug.
Þingmenn, hvar i flokki sem
þeir standa, eru sárreiðir yfir
því, að hægt sé að bera fram
ósannaðan áburð á borð við
þetta, í réttarsölum án þess að
sá sem fyrir höggi yerður, fái
nokkurt tækifæri til þess að
hrinda honum formlega af sér,
svo að um muni.
Mjög skömmu eftir þessar
yfirheyrslur var haldin æsku-
lýðsráðstefna Frjálslynda
flokksins, en í þeim hópi eru
allróttæk öfl og hefur Thorpe
orðið fyrir harðri gagnrýni af
þeirra hálfu. Eigi að síður
fagnaði unga fólkið leiðtoga
sínum ákaft, er hann kom til
ráðstefnunnar, og forseti
hennar, Peter Hain, bar lof á
hann fyrir að hafa „staðizt
ógeðfelldar árásir og kjafthátt,
sem riðið hafa yfir þig að
undanförnu.“ Hain mun sjálfur
innan tíðar þurfa að svara til
saka fyrir rétti. Hann hefur
verið ákærður fyrir að hafa
gert tilraun til að ræna fé frá
banka einum í Lundúnum, en
þvertekur fyrir að ákæran eigi
við rök að styðjast.
Framburður mannsins, sem
bar kynvillu á Thorpe, var eng-
um vitnum studdur. Hins vegar
sagði hann, að útgefandi nokk-
ur i Suður-Afríku hefði áhuga á
bók, sem hann hefði skrifað um
Frjálslynda flokkinn. Dag-
blaðið Daily Mirror í London
hefur skýrt frá því, að maður
þessi hafi staðið í sambandi við
blaðamann, sem talið er að sé á
snærum Leyniþjónustu Suður-
Afríku, BOSS. Thorpe hefur
einmitt gagnrýnt mjög heiftar-
lega aðskilnaðarstefnu í
kynþáttamálum.
Hitt atriðið, þ.e. ásökun um
mistök og skort á dómgreind í
viðskiptamálum, er litið sýnu
alvarlegri augum í stjórnmála-
heiminum. Er bankinn London
and County Security varð gjald-
þrota, dró hann með sér í fall-
inu ýmsa smærri banka og
hafði í för með sér alvarlegustu
fjármálakreppu í Bretlandi um
langt árabil.
Þeir sem haft hafa með hönd-
um rannsókn máls þessa á veg-
um viðskiptaráðuneytisins,
hafa ásakað formann banka-
ráðs um sviksemi. Þeir hafa
ekki gefið í skyn, að Thorpe
hafi gert sig sekan um óheiðar-
leg vinnubrögð, en þeir segja,
að hann og aðrir í stjórn bank-
ans „hafi ekki gert sér nægi-
lega grein fyrir þeirri skyldu
sinni að sýna varkárni og
samvizkusemi og gæta hags-
muna hluthafa, sem treystu
þeim í hvivetna.“
Þátt Thorpes í þessu máli
segja þeir, að sé viðvörun fyrir
háttsetta stjórnmálamenn
---í'Tk^---------
ám THE OBSERVER
f? .-tt"'. \ •
Eftir
Lawrance Marks
almennt. „Þvi að afli þeir sér
ekki viðtækrar vitneskju um
málefni fyrirtækja, sem þeir
eiga aðild að, geta þeir ekki upp
á eigin spýtur dæmt um kosti
og galla þeirra framkvæmda,
sem i er ráðizt, og það er rétt að
minna þá á, á sama hátt og
Thorpe- hlýtur að hafa verið
minntur á, að orðstír stjórn-
málamannsins er ekki einungis
Thorpe
eftirsóknarverðasti verðleiki
hans, heldur einnig sá, sem
hættast er við hnjaski.” Thorpe
hefur viðurkennt það hrein-
skilnislega, að sér hafi orðið á
vegna dómgreindarskorts.
Afskipti hans af fjármálum
hafa greinilega ekki orðið
honum til góðs. Hann hefur
boðizt til að láta af störfum sem
flokksleiðtogi, ef félagar hans í
þingflokknum telji, að hann
geti skaðað hagsmuni flokksins
með því að sitja lengur við
stjórnvölinn. Sem sakir standa
hafa félagar hans hnappast í
kringum hann og vottað honum
traust, en menn draga mjög i
efa, að hann eigi langa framtíð
fyrir sér sem flokksleiðtogi.
Þessi áföll, sem Thorpe hefur
búizt við um langa hríð, koma á
afar óheppilegum tíma, þvi að
um þessar mundir árar illa
fyrir Frjálslynda flokkinn.
Hann telur nú aðeins 13 þing-
menn og má muna sinn fífil
fegri í kringum siðustu alda-
mót, þegar hann var stór og
áhrifamikíll umbótaflokkur.
Undir forustu Lloyd George á
árunum fyrir fyrri heims-
styrjöld og meóan á henni stóð,
lagði flokkurinn grundvöll und-
ir nútima velferðarriki. A
árunum eftir 1920 bolaði
Verkamannaflokkurinn honum
smám saman frá, enda var hann
helzta stjórnmálaafl vinstri
stefnu.
Eftir 1945 hafa aðeins verið
eftir menjar um þetta mikla
stórveldi, og flokkurinn hefur
átt líf sitt að launa tryggð og
trúnaði kjósenda i nokkrum
kjördæmum Skotlands, Wales
og vesturhluta Englands, og að
nokkru leyti notið fylgis
óánægðra stuðningsmanna
Ihaldsflokksins og Verka-
mannaflokksins. Frjálslyndis-
hugsjónum flokksins, sem eitt
sinn þóttu afar róttækar, hefur
nú um langt skeið verið
hampað af langflestum stjórn-
málamönnum beggja stóru
flokkanna
Thorpe hefur verið flokks-
leiðtogi um 9 ára skeið, og hafa
á þvi tímabili orðið veigamiklar
breytingar til hins betra fyrir
flokkinn.
A árunum 1972 og 1973 vann
flokkurinn menn í kjördæmum,
þar sem íhaldsmenn höfðu
lengi ráðið lögum og lofum og
talið sig trausta í sessi. Þá tókst
honum að reyta verulegt fylgi
af Verkamannaflokknum i
kjördæmum, þar sem slíkt
hafði aldrei átt sér stað.
Þessi þróun mála var ekki
einungis Thorpe að þakka.
Nýjar og hressilegar baráttu-
aðferðir i kosningum höfðu
einnig sitt að segja. Megin-
áherzlan var Iögð á ýmsa þá
erfiðleika, sem kaldranalegt og
ópersónulegt skrifstofuveldi
bakar borgurunum, en hér var
um nýlundu að ræða, sem kom
ekki að ofan, heldur hafði
þróazt með óbreyttum flokks-
mönnum. Margir reikulir
stuðningsmenn íhaldsflokksins
og Verkamannaflokksins létu
telja sér trú um, að Frjálslyndi
flokkurinn hefði raunverulega
möguleika á því að vinna svo
mörg þingsæti, að hann gæti
velgt báðum stóru flokkunum
undir uggum og ógnað veldi
þeirra.
I almennum þingkosningum i
febrúar árið 1974 vann Frjáls-
lyndi flokkurinn ríflega 1/5
greiddra atkvæða og tæplega
1/5 i þingkosningunum, sem
fram fóru í október sama ár.
Slikt atkvæðamagn hafði
flokkurinn ekki fengið síðan i
stríðslok 1945.
Flokkurinn fékk hins vegar
ekki þingsætafjölda 1 samræmi
við atkvæðamagn þetta. Thorpe
tók heldur ekki boði Ihalds-
flokksins um myndun
samsteypustjórnar, sem hefði
getað komið í veg fyrir, að
Verkamannaflokkurinn kæm-
ist til valda árið 1974.
Löngu áður en Thorpe lenti í
þeim vandræðum, sem sagt
hefur verið frá, hafði hann
orðið fyrir harðri gagnrýni af
hálfu flokksmanna sinna fyrir
að hafa látið undir höfuð leggj-
ast að auka kjörfylgi flokksins
með því að leggja til ákafrar og
stórfelldrar atlögu við ríkis-
stjórn Verkamannaflokksins.
Þingmenn Frjálslynda flokks-
ins, 13 að tölu, eru í stjórnar-
andstöðu ásamt lhaldsflokkn-
um, sem er nú í lægð eftir að
hafa hrökklast úr stjórn vegna
verkfalls námamanna árið
1974. Hefur þessari stjórnar-
andstöðu engan veginn tekizt
að fá almenning gegn ríkis-
stjórninni, sem hefur beitt sér
fyrir mjög umdeildum aðgerð-
um í þágu opinberrar aðildar að
atvinnurekstrinum á tímum
mikillar verðbólgu, sem talin er
afleiðing af stjórnarstefnunni
að miklu leyti.
Sú gagnrýni, sem fram hefur
komið á leiðtoga Frjálslynda
flokksins, er á ýmsa lund órétt-
mæt. Það eru einkum brezku
kosningalögin, sem eru flokkn-
um þrándur í götu, en sam-
kvæmt þeim fær flokkur, sem
hlýtur 19% heildaratkvæða-
magns, aðeins 2% þingsæta.
Það kemur í sama stað niður til
hvaða ráða Thorpe grípur, því
að blöð og aðrir fjölmiðlar hafa
óhjákvæmilega minni áhuga á
Framhald á bls. 23