Morgunblaðið - 13.02.1976, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.02.1976, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976 Önnum kafnir sjðlfboðaliðar oru hér við störf i kjördag I Sjálfstæ8ishúsinu vi8 Austurvöll. Á myndinni mé sjá Bjarna Benediktsson, báverandi borgarstjóra f Reykjavfk, fylgjast me8 störfunum. Spilakvöld VarSar hafa ðvallt variB mjog vinssi og tjolsótt. Hér er spilaS I. SjálfstæSishúsinu vi8 Austurvöll. Tveir elzti formenn Vi mundur Bi (t.v.) og Pálsson. Saga baráttu og gla VÖRÐUR í HÁLFA ÖLD Sá einn, sem farinn var að starfa veru- lega að stjórnmálum hér í Reykjavík áður en Varðarfélagið var stofnað, getur gert sér nokkra hugmynd um það hve mikils virði sú félagsstofnun var fyrir stjórnmála- stefnu Sjálfstæðisflokksins og flokksstarf- semi, og hvílík umskipti urðu við það á öllum vinnubrögðum Áður en félagið var stofnað stóðu menn eiginlega hálf ráðalausir uppi i hvert sinn, sem bera átti fram lista við kosningar eða yfirleitt ná til stuðningsmanna flokksins til eins eða annars. Þá vantaði flokkinn miðstöð hér í bæn- um, þar sem menn gætu komið saman, sagt skoðanir sínar, leitað álits flokks- manna og komið að nauðsynlegri póli- tískri fræðslu um þau mál, sem á döfinni voru Segja má, að stofnun Varðarfélagsins í sal K.F.U.M. 13 febr. 1926 megi telja með allra merkustu viðburðum í stjórn- málalífi Reykjavíkur og reyndar í sögu flokksins yfirleitt. Um tildrögin að stofnun Varðar munu nú engar heimildir til í blöðum En í fyrstu fundarbók félagsins skrifaði Magnús Jónsson, prófessor, fyrsti for- maður Varðar, á sínum tíma „inngang", þar sem svo segir: „Þriðjudagskvöldið 2. feb. 1926 boðuðu alþingismennirnir Jón Þorláksson, fjármálaráðherra, og Magnús Jónsson til fundar í K.F.U.M. til þess sérstaklega að tala um landskjörið sem f hönd fer Síðar á fundinum hóf Magnús Jónsson umræður um það, hvort ekki mundi rétt að efna til nýs landsmálafélags í bænum Væri það margra manna mál, að öflugum félagsskap f þessa átt þyrfti að koma á fót, og mundi verða farsælla að stofna til nýs félags, heldur en t d. að efla félagið „Stefni", vegna þess að hann var stofnaður á þeim tímum er borgararnir voru skiptir í flokka, og gæti i ýmsum setið, svo að þeir væru ófúsari að ganga inn í hann en nýtt félag Voru menn yfirleitt sammála um þetta, og var á fundinum kosin nefnd 7 manna til þess að undirbúa félagsstofnunina, gera frumvarp til félagslaga og boða siðan til fundar. í nefndina voru kosin: Frk. Sigurbjörg Þorláksdóttir, frú Stein- unn Bjarnason, Guðmundur Ásbjörns- son, kaupm , Gísli Jónasson, kennari, Björn Ólafsson, kaupm , Jón Guðnason, trésmiður og Magnús Jónsson, háskóla- kennari. Nefndin kom fyrst saman að heimili Magnúsar Jónssonar, mánudaginn 8 febr. og samdi frumvarp til félagslaga Var ákveðið að hafa fund eins fljótt og auðið væri, en svo reyndist, að ekki var hægt að fá húsnæði fyrr en laugardag 1 3. febr Var þá fundur boðaður um 500 manns með viðfestu spjaldi. . . Þessi stofnfundur fór svo fram eins og ráðgert hafði verið „Fundinn setti alþm. Magnús Jónsson. Bað hann séra Ólaf Ólafsson að taka fundarstjórn, en hann kvaddi til skrifara Björn R. Stefánsson" Hófust þá umræður og hafði M.J. framsögu um setningu félagslaganna Um nafnið komu fram ýmsar tillögur og sigraði „Varðar'-nafnið Næst að at- kvæðamagni var nafnið „Fylkir". Að samþykktum lögum var samþykkt að stofna félagið og kosin fyrsta stjórn þess: Form. var kosinn sérstaklega og hlaut Magnús Jónsson kosningu. Aðrir í stjórninni voru: Frk. Sigurbjörg Þorláks- dóttir, Guðmundur Ásbjörnsson kaupm., Björn Ólafsson kaupm., Sigurgísli Guðnason verslunarm Varastjórn Haraldur Jóhannesson bankar., frú Guð- rún Jónasson, Kristján Albertsson ritstj. Endurskoðendur: Pétur Halldórsson og Þorlákur Arnórsson. Á fyrsta stjórnarfundi voru kosnir Varaform Guðmundur Ásbjörnsson, rit- ari Björn Ólafsson og féhirðir Sigurgísli Guðnason STEFNAN SKÝR OG ÁKVEÐIN Aldrei hefur Vörður kvikað frá þeirri stefnu, sem upphaflega var mörkuð í landsmálum. í þeirri baráttu hefur Vörður jafnan skipað sér f fylkingarbrjóst og barist ötullega, fyrst og fremst fyrir fullu sjálfstæði þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við, efnalega og andlega, á grund- velli hugsjóna lýðræðis og frelsis, jafn- réttis þegnanna til stjórnmálaáhrifa, hvar í flokki sem þeir voru, fyrir hagsmunum borgaranna, hvar svo sem þeir störfuðu innan þjóðfélagsins, á grundvelli einstakl- ingsfrelsis og sérgreinar. ÞÁTTASKIL í FUNDASTARFI Þegar i upphafi, eða tæpum mánuði eftir stofnun félagsins, gengst Vörður fyrir opinberum fundi í „Bárunni", þar sem Jón heitinn Þorláksson, ráðherra, hélt langt og fróðlegt erindi um stefnur I stjórnmálum, og þar sem andstæðingun- um var gefinn kostur á umræðum um þau mál. Fyrir sllkum fundarhöldum hefur Vörður slðan oft beitt sér, og þannig á stundum, fært hið pólitlska fræðslustarf félagsins, út fyrir takmörk félagsins sjálfs, og gefið Ibúum Reykja- vikur kærkomin tækifæri til að kynnast sem gleggst hinum pólitisku stefnum, sem efstar hafa verið á baugi, hverju sinni. Þessi þáttur I starfsemi Varðar varð ekki hvað sízt til þess að efla vinsældir og fylgi félagsins meðal bæjarbúa og gera það að langveigamesta stjórnmálafélagi landsins. Til þess hnigu að sjálfsögðu mörg rök Ýmsir snjöllustu forystumenn íslenzkra stjórnmála voru virkir og starfandi Varðar- félagar, sem nutu trausts og almenns fylgis Önnur ástæðan til þess hvað Vörður átti snemma mikil ítök og fylgi að fagna hjá Reykvíkingum var sú, að félagið var ætlð „á verði" og tók til meðferðar og krufði til mergjar þau mál, sem á hverjum tima voru efst á baugi og sóttu á hugi bæjarbúa, hvort heldur um var að ræða bæjarmálefni eða þjóðmálin sjálf. Loks er svo þriðja ástæðan til vel- gengni Varðar sú, að þegar á fyrstu starfsárum var starfsemi félagsins og félagsmanna I bænum, til viðreisnar og gengis stefnumálum félagsins, skipulögð á sérstæðan og frumlegan hátt, sem I grund/allaratriðum er óbreytt enn þann dag I dag, og fært hefur félaginu og þeirri pólitlsku stefnu, sem það berst fyrir, fjölda marga glæsilega sigra I hinni póli- tísku baráttu félagsins VIÐFANGSEFNI VARÐARFUNDA Á fyrstu tveim starfsárum Varðar kemur strax I Ijós, hvaða viðfangsefni voru eink- um tekin fyrir á fundum félagsins, og hefur sú skipan haldist mjög svipuð æ siðan Er þar um að ræða tvennskonar verkefni: Annars vegar hin politlsku við- fangsefni, sem uppi eru með þjóðinni. Hinsvegar fræðandi erindi um stjórn- málastefnur I heiminum. I fyrri flokkinum gætir mest erinda um: fjármál, skattamál. landbúnaðarmál, bæjarmál, þingfréttir, sjálfstæðismálið, stjórnarskrána, landskjörið og kosninga lögin, mennta- og skólamál, sjávarútvegs- og iðnaðarmál. Siðari þáttinn fylla erindi um: Stjórnmálastefnu fyrr og siðar, kommúnismann, einræði og lýðræði, skólaskipulagningu og önnur félagsmál. VARÐARHÚSIÐ OG HÚSNÆÐISMÁL VARÐAR Það, sem olli starfsemi Varðar mestum örðugleikum fyrstu starfsár félagsins, var að hagkvæmt húsnæði vantaði Félags- fundir voru ýmist haldnir I K.F.U.M.- húsinu eða Kaupþingssalnum, en stjórnarfundir venjulega á heimilum stjórnarformanna. Starfsemi félagsins varð skjótt það yfir- gripsmikil, að við þetta ástand varð ekki unað til lengdar. Þá varð það lán félags- ins I þessu máli sem öðrum, að eiga innan sinna vébanda stórhuga og djarfa framkvæmdamenn, er stofnuðu félag um húseign fyrir starfsemi félagsins, Varðar- húsið h.f., og upp úr þvi fékk félagið Varðarhúsið við Kalkofnsveg til afnota um nærri tvo tugi ára, einvörðungu i þágu félagsstarfsins, eða þar til Sjálf- stæðishúsið við Austurvöll var tekið I notkun og átti Varðarfélagið sinn stóra skerf I þvl glæsilega húsi Aðsetur Varðarfélagsins hafa verið frá upphafi sem hér segir: Varðarhúsið frá 1928—1941, Sjálfstæðishúsið við 7 „Vörður hefur leitt fjölmörg hags- munamál þjóðarinnar fram til sigurs” „VÖRÐUR hefur frá upphafi verið eitt aðalafl Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálabaráttunni i Reykjavik Á umliðnum árum hefur félagið haft mótandi áhrif á stefnu Sjálfstæðis- flokksins jafnt i þjóðmálum sem mál- efnum Reykjavikur. Stjórnmála- flokkur getur ekki starfað nema innan hans sé öflugt félagsstarf og með þetta að leiðarljósi hefur Varðarfélagið starfað til þessa dags." Þannig fórust Ragnari Júliussyni, skólastjóra og núverandi formanni Landsmálafélagsins Varðar, orð, þegar við ræddum við hann i tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Ragnar hefur verið formaður Varðar siðustu þrjú starfsár félagsins en hann var kosinn formaður i desembermánuði árið 1973. Fyrst var Ragnar spurður álits á því, hvort hann teldi að stjórnmála- félög innan stjórnmálaflokkanna ættu rétt á sér? „Stjórnmálafélögin eiga tvímæla- laust rétt á sér og kemur þar margt til. Félagsstarf stjórnmálafélaganna á hverjum tima er i senn rammi og aflgjafi stjórnmálaflokkanna. Innan stjórnmálafélaganna starfar það fólk, sem áhuga hefur á stjórnmálum og þar er tækifæri til að ræða þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni. Þar geta kjörnir fulltrúar við- komandi flokks, hvort sem um er að ræða alþingismenn eða sveitar- stjórnarmenn, kannað undirtektir við hugmyndum sinum og jafnframt hafa félagar stjórnmálafélaganna tækifæri til að ræða sinar eigin hug- myndir við stjórnmálamennina á fundum þeirra. Það skal að visu tekið fram að hlutverk stjórnmála- félaganna hefur breytzt mjög frá þvi, sem áður var." Hvernig hefur starfsemi Varðar einkum verið háttað á undanförnum árum? „Allt frá fyrstu árum Varðarfélags- ins hafa fundarhöld verið sá þáttur. sem mestan svip hefur sett á starf- semina. Þar hafa forystumenn flokksins gert grein fyrir þeim mál- um, sem hæst hefur borið á hverjum tima. Á siðustu árum hafa einnig bætzt við ráðstefnur af ýmsu tagi en funda- og ráðstefnuhald Varðar er haldið uppi i nánu samstarfi við hverfafélög sjálfstæðismanna í Reykjavik Varðarferðirnar hafa löngum notið mikilla vinsælda og hafa þátttakendur í þeim verið á öllum aldri. Fyrsta Varðarferðin var farin 31. mai árið 1953 og voru þá skoðuð mannvirki Áburðarverk- smiðjunnar i Gufunesi. sem þá var nýrisin, komið var við i bækistöð Hitaveitu Reykjavikur að Reykjum og síðan haldið um Þingvöll að Sog- inu, þar sem fólki gafst m.a. tæki- færi á að ganga um jarðgöngin að stöðvarhúsinu. Það er min skoðun að þessar Varðarferðir séu sjálf- sagður þáttur I félagsstarfinu og er nú unnið að undirbúningi ferðar i vor. Þess má geta að önnur stjórn- málafélög hafa tekið upp slík ferða lög og hafa þar sótt fyrirmyndina I Varðarferðirnar. Ennfremur hefur Varðarfélagið efnt til hópferða til Norðurlanda og sólarlanda fyrir félaga sina og hefur þátttaka í þess- um ferðutr verið mjög góð. Gerður hefur verið samningur um ferðir til sömu landa i sumar og verða þær á vegum Ferðaskrifstofunnar Úrvals. Auk þessa. sem hér hefur verið nefnt, hefur Vörður á liðnum árum haldið uppi fjölbreyttri félagsstarf- semi og má þar nefna spilakvöldin, sem jafnan hafa verið vel sótt." Þessu næst barst talið að upp- byggingu Varðar og Ragnar sagði: „Vörður er stofnaður árið 1926 eða þremur árum áður en Sjálfstæðis- flokkurinn. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn var stofnaður urðu Vörður og Heimdallur þegar höfuðvigi Sjálf- stæðisf lokksins hér I Reykjavik. Heimdallur hafði verið stofnaður árið 1927 fyrir atbeina Varðarfélagsins. Ekkert skipulag var þá til I flokks- starfi hvorki hjá Sjálfstæðisflokkn- um né hinum flokkunum og það varð þvl hlutverk forustumanna Varðar að byggja allt skipulag Sjálfstæðis- flokksins upp frá grunni." Hafði stofnun Varðarfélagsins I Reykjavlk ekki áhrif I þá átt að stofnuð voru stjórnmálafélög úti um land? „Það er rétt að I kjölfar stofnunar Varðar og Heimdallar fylgdi srofnun félaga um allt land og urðu félögin i Reykjavik fyrirmynd þeirra. Miklu skipti þó í þessu sambandi að menn úr Reykjavik ferðuðust um landið og héldu útbreiðslufundi og aðstoðuðu heimamenn við stofnun félaganna. Stofnun Varðarfélagsins varð þvi ekki einungis til að efla og styrkja starf Sjálfstæðisflokksins i Reykja- vik heldur fylgdi á eftir vakning um land allt. Siðan hefur Varðarfélagið jafnan verið félögunum úti á landi fyrirmynd, hvað snertir uppbyggingu og fyrirkomulag starfseminnar." Fyrir nokkrum árum voru gerðar breytingar á skipulagi Varðar. j hverju fólust þessar breytingar? „Á aðalfundi Varðar i nóvember 1973 var gerð sú breyting á lögum félagsins að Vörður er nú samband hverfaféiaga sjálfstæðismanna i Reykjavik en slik hverfafélög eru starfandi i öllum hverfum Reykjavik ur og eru félögin 11 að tölu. Jafn- framt var gerð sú breyting á lög- unum að fulltrúar allra hverfafélag- anna eiga sæti 1 stjórn Varðar ásamt 7 öðrum, sem kjörnir eru á aðalfundi félagsins ár hvert. Vörður hefur frá upphafi verið öflugasta og fjöl- mennasta stjórnmáiafélag landsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.