Morgunblaðið - 03.03.1976, Síða 1
32 SÍÐUR
47. tbl. 63. árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
V erkamannaflokk-
urinn missir Brown
— sagði sig úr flokknum í gærkvöldi
London 2. marz Keuter.
GEORGE Brown, Iávarður og
fyrrverandi utanrikisráðherra
Breta, litríkur og umdeildur
st jórnmálamaður, tilkynnti í
kvöld að hann hefði tekið þá
ákvörðun að segja sig úr Verka-
mannaf lokknum en hann var
fyrrum varaformaður hans. Hann
sagðist vfirgefa flokkinn vegna
þess að hann stæði ekki lengur
vörð um frelsi einstaklingsins og
kvaðst hann nú mundu ganga til
liðs við samtök sem hann kaliaði
„her almúgans" og hefði að mark-
miði að berjast fyrir frelsi eins og
sovézki rithöfundurinn Alexan-
der Solzhenitsvn hefði gert.
Bretar
„furða sig”
á orðum
Geirs
London 2. marz
Einkaskeyti til Mbl. frá AP.
BREZKA utanríkisráðuneytið
sagði í dag, að það furðaði sig á
ummælum Geirs Hallgríms-
sonar, forsætisráðherra, er
hann hefði látið falla um
„þorskastríð'* landanna f
Kaupmannahöfn f dag. Var
vitnað til þess, að Geir
Hallgrímsson hefði sagt á
blaðamannafundi að hann
myndi ekki útiloka möguleika
á bráðabirgðalausn ádeilunni,
sem ef til vill fælist i því, að
100 sjómílna fiskveiðilögsaga
gilti til þriggja mánaða ef við-
ræður um friðsamlega lausn
væru teknar upp að nýju. f
AP-skeytinu er tekið fram, að
Geir Hallgrimsson hafi tekið
fram að áður yrðu freigátur
Breta að hverfa út fyrir 200
mílurnar. „Við furðum okkur
á þessum orðum," sagði tals-
maður utanrikisráðuneytisins,
„sérstaklega ef Geir Hall-
grímsson hugsar sér þetta
sem eins konar framlag til að
viðræður geti hafizt að nvju.“
Talsmaðurinn sagði að deilan
hefði verið um aflamagn það
sem brezkir togarar mættu
veiða, og obbinn af þorskaflan-
um væri veiddur á svæði sem
væri 50—100 milur út af Is-
landsströndum.
George Brown er nú 61 árs.
Hann hefur nýlega látið i ljós
gremju sína með það sem hann
kallar vaxandi áhrif vinstriöfga-
manna í Verkamannaflokknum.
George Brown sagðist hafa
horft á sjónvarpsviðtal við Alex-
ander Solzhenitsyn i fyrrakvöld
og þar hefði rithöfundurinn varað
vestrið við því að það væri að
glata lýðræði sínu og hneigðist æ
meira til eins konar skriffinnsku-
alræðis. „Verkamannaflokkurinn
er orðinn þannig þenkjandi að
hann fúlsar við frelsi einstakl-
ingsins," sagði Brown við blaða-
menn í dag. Tilkynning hans um
úrsögn úr flokknum kemur að-
eins tveimur dögum áður en mjög
tvísýnar aukakosningar fara fram
í Coventry og vakti reiði meðal
forystumanna Verkamanna-
flokksins. Tekið er fram í skeyti
að Brown hafi orðið mjög reiður
þegar hann var ekki valinn full-
trúi flokks síns á Evrópuþingið,
en hann taldi sig sjálfkjörinn þar
sem fyrrverandi utanríkisráð-
herra kandsins.
GEIR HALLGRlMSSON, forsætisráðherra, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær, þar sem um
áttatíu blaðamenn voru samankomnir og spurðu margs. Til vinstri við forsætisráðherra er Guðmundur
Benediktsson, ráðuneytisstjóri, og til vinstri á myndinni er Agnar Kl. Jónsson, sendiherra íslands í
Danmörku.
Geir Hallgrímsson á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn:
Herskipin út og aukirai skilning-
ur Breta á málstað Islendinga
eru skilyrði fyrir
frekari viðræðum
Kaupmannahöfn 2. marz.
Frá blaðam. Mbl. Pétri J. Eirfkss.vni.
GEIR Hallgrímsson, forsætisráðherra, hélt í dag blaða-
mannafund f Kristjánsborgarhöll, þar sem þing Norður-
landaráðs er haldið. Rúmlega áttatíu fréttamenn frá
öllum Norðurlöndunum sóttu fundinn, sem tókst mjög
vel. 1 upphafi fundarins skýrði Geir Hallgrímsson frá
þvf, að hann hefði boðað til þessa fundar, þar sem svo
margir blaðamenn hefðu viljað ná við sig viðtali, en
hann hefði ekki möguleika á að tala við þá alla.
Hann lýsti síðan ánægju sinni
með yfirlýsingu forsætisnefndar
Norðurlandaráðs og sagði hana
Forkosningar 1
Massachusetts
Boston 2. marz Reuter.
NlSTlNGSFROST og kafald var
víða f Massachusetts f dag og var
búizt við að veðrið yrði vatn á
myllu þeirra frambjóðenda úr
röðum fhaldsmanna sem sækjast
cftir útnefningu demókrata í for-
kosningunum þar sem fram fóru f
dag. Þeir eru Wallace rfkisstjóri,
Jackson öldungadeildarþingmað-
ur og Jimmy Carter fyrrverandi
rfkisstjóri.
P'réttariturunum ber saman
um, að yfir hafi grúft skuggi þess
manns sem ekki gefur kost á sé:,
en allra augu mæni á, þar sem er
Edward Kennedy, og niðurstöður
kosninganna verði markleysa ein,
ef hann ákveði síðar meir að gefa
kost á sér.
Búizt er við fyrstu tölum úr
forkosningunum um kl. 2 aðfara-
nótt miðvikudags og að línur
verði farnar að skýrast vel í fyrra-
málið. Meðal þeirra úr hópi frjáls-
Framhald á bls. 18
hafa mikla þýðingu fyrir Islend-
inga.
Forsætisráðherra var fyrst
spurður um, hvort ummæli sendi-
herra tslands í Moskvu um að
Sovétrikin styddu Islendinga i
fiskveiðideilunni væru rétt. Og þá
hvort samkomulag hefði verið
gert við Sovétrikin.
Geir Hallgrímsson sagði það
ekki rétt að Sovétríkin styddu Is-
lendinga, þvert á móti hefðu þau
mótmælt útfærslunni í 200 mílur.
Hins vegar hefðu þau virt hina
nýju fiskveiðilögsögu.
Aðspurður um hvort pólitiskar
ástæður lægju að baki og hvort
Sovétríkin væru að reyna að
skapa sér gott orð á tslandi á
kostnað Atlantshafsbandalagsins,
sagðist forsætisráðherra ekki vita
hvað lægi að baki. Hins vegar
væri það auðvitað vilji Sovétrikj-
anna að tslendingar gengju úr
NATO, en hvort það væri ástæðan
sagðist hann ekkert geta sagt um.
Hann gat þes's eir.nig, að veiðar
Sovétríkjanna við tsland fyrir út-
færsluna hefðu verið hverfandi
hluti af heildarafla þeirra.
Mikið var spurt um samninga-
viðræður við Breta og einn blaða-
maður benti á að Bretar hefðu
boðizt til aö ræða við Islendinga
hvar og hvenær sem væri.
Forsætisráðherra svaraði þvi
til, að spurningin væri ekki um
hvort menn vildu semja, heldur
hvað menn vildu semja um.
Bretar hefðu ekki viljað skilja
sérstöðu tslendinga og hve miklu
mikilvægari fiskurinn væri þeim
en Bretum, auk þess væru þeir
með herskip við ísland. Sagði
hann að tómt mál væri að tala um
viðræður fyrr en Bretar hefðu
uppfyllt tvö skilyrði: að draga
herskip sín út fyrir mörkin og
sýna meiri skilning gagnvart Is-
lendingum.
Þá var spurt um, hvort hægt
væri að treysta fullyrðingum Is-
lendinga um að herskipin stund-
uðu ásiglingar á íslenzk varðskip.
Benti Geir Hallgrimsson á, að her-
skipin væru þrefalt stærri en
varðskipin og að auki hrað-
skreiðari. Menn gætu því gert
upp við sig út frá þeim staðreynd-
um, hverju þeir vildu trúa.
Ekkert tilboð
meðan freigátur
eru á miðunum
Spurt var um hvort íslendingar
gætu ekki hugsað sér að semja við
Breta til bráðabirgða, til dæmis
til þriggja mánaða, og sagði for-
Framhald á bls. 18
Portúgal:
Yfirmaður flughers
varar við valdaráni
Lissabon 2. marz. AP.
MORAIS da Silva, vfirmaður
flughers Portúgals, sendi í dag
frá sér orðsendingu þar sem hann
varaði eindregið við valdaráni
„andlýðræðisafla" er hann
grunaði að gæti veríð í uppsigl-
ingu og gæti leitt til meira öng-
þveitis en ríkir nú í landinu og
valdið því að fvrirhugaðar kosn-
ingar vrðu alls ekki haldnar.
Yfirlýsing hershöfðingjans var
birt í nokkrum Lissabonblöð-
unum i dag og þykir athyglisverð,
þar sem upp á síðkastið hefur
verið furðuhljótt i stjórnmálum
landsins, þrátt fyrir mikla efna-
hagsörðugleika, atvinnuleysi og
verðbólgu. Da Silva gagnrýndi
einnig viðurkenningu Portúgals-
stjórnar á MPLA i Angóla og
sagði að viturlegra hefði verið að
biða átekta enn um hríð.