Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 32
AKilASIMiASÍMINN EK: 22480 JflorflimMníúö AKrLYSINíiASÍMFNN ER: 22480 Jfioraunblobiíi MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976. Báts með 9 manna áhöfn sakn- að Skipuleg leit hafin UM MIÐNÆTURSKEIÐ var skipuleg leit að hefjast að vélbátnum Hafrúnu ÁR-28, en þá var bátsins saknað með 9 manna áhöfn. Síðast heyrðist til bátsins kl. 01.15 í fyrrinótt, en þá var báturinn skammt vestan við Þorláks- höfn á vesturleið, á leið til loðnuveiða. Tilkynningarskyldan auglýsti oft eftir bátnum í gær og í gærkvöldi er ekki hafði heyrzt neitt frá honum hóf Slysavarnafélag íslands eftirgrennslan eftir Hafrúnu. Gert var ráð fyrir, að björgunarsveitir í Grindavík og víðar á Reykjanesi hæfu leit við birtingu í morgun og búast má við að mörg loðnuskip og fleiri skip svipist um eftir bátnum í dag, auk flugvéla. HALFUR OFAN I SKURÐ — Það bar til f Grindavfk um heigina, að bfll ók ofan f hita- veituskurð. Svo vel tókst tii að engin meiðsii urðu á fólki, en þarna hefði hæglega getað farið illa. Virðist svo sem merkingar sóu ekki scm skyldi á þeim hættum sem eru sam- fara hitaveituframkvæmdum þar á staðnum. Ljósm. Gurtfinnur. Þegar skipverjar á vélbátnum Jóhannesi Gunnari GK-268 frá Grindavík voru að draga þorska- net um kl. 16 í gær skammt frá Önglabrjóstnefi á Reykjanesi tóku þeir eftir líki á reki. Var þegar skorið á netin og líkið tekið um borð. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar í Grindavík reyndist likið vera af kvenmanni og hafði það auðsjáanlega ekki verið mjög lengi í sjó. Hélt Jóhannes Gunnar þegar með líkið til Grindavíkur og kom þangað um kl. 20. Þaðan var iíkið flutt til Keflavíkur. Þegar Morgunblaðið fór í prentun nokkru eftir mið- nætti lágu engar upplýsingar fyrir um það, hvort tengsl væru á milli líkfundarins og þess að báts- ins var saknað. Hafrún er 73 rúmlestir að stærð, byggð i Furstenberg í Austur-Þýzkalandi árið 1957 úr stáli. Hét þá báturinn Húni HU-1. Siðar hét báturinn Ölafur 2. KE- 149 eða þar til að hann var seldur til Eyrarbakka á s.l. ári. Sjómannafélög, sem felldu samningana, fresta verkfalli Hafrún AR-28 hét i fyrstu Húni HU 1. Neyzhifísk- ur hœkkar VERÐLAGSNEFND kemur saman til fundar í dag og mun hún þar fjalla um hækkunar- beiðnir, sem fram hafa komið. Meðal annars verður tekin fyrir hækkun á neyzlufiski til almennings, en sú hækkun fvlgir í kjölfar hækkunar á almennu fiskverði, sem ákveð- in var um s.l. helgi. Þar var um að ræða 25—36% hækkun á algengustu tegundum. Nær allur flotinn á veiðar á ný SJÓMANNAVERKFÖLLUM var ýmist frestað eða aflýst á öllum þeim stöðum við Faxaflóa í gær eða gærkvöldi, þar sem samningar höfðu áður verið felldir f félögunum. Var þetta gert á almennum félagsfundum eða af stjórn og trúnaðarmannaráði félaganna. Atkvæðagreiðsla fór fram um samningana á Snæfellsnesi í gær og þar voru þeir felldir með 121 atkvæði gegn 12. Sjómenn og útvegsmenn þar hófu þegar viðræður að nýju, en seint f gærkvöldi var ekki vitað hvernig þeim viðræðum lyktaði þar sem sfmasambandslaust var við Ólafsvfk, þar sem viðræðurnar fóru fram. Þrjú skip, Guðmundur, Gísli Árni og Jón Finnsson, sem voru í Reykjavikurhöfn og voru enn i verkfalli, laumuðust út úr höfn- inni til veiða i fyrrakvöld og i gær þrátt fyrir verkfall félaganna. Hafa þessar aðgerðir verið for- dæmdar í hinum ýmsu félögum. Air Viking úr- skurðað gjaldþrota Það var fyrst um kl. 18 í gær, sem stjórnir og trúnaðarmanna- ráð sjómannafélaganna í Sand- gtrði, Garðahreppi og Keflavík ákváðu að fresta verkfalli á skip- um gerðum út frá þessum stöðum, á þeirri forsendu að meirihluti fiskiskipa væri kominn til veiða, en um leið voru verkfallsbrot vítt. Stjórn og trúnaðarmannaráð Sjó- mannafélags Reykjavikur kom saman til fundar i gærkvöldi og var þar samþykkt að fresta verk- Framhald á bls. 18 48 skip með 13 þús. lestir: •• Onnur loðnuganga á að vera á leiðinni — segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur MJÖG góð loðnuveiði var allan sfðasta sólarhring, og á tfmabilinu frá kl. 22 f fyrrakvöld til kl. 21 i gærkvöldi tilkynntu 48 skip um afla, sum tvisvar, samtals 12830 lestir. Voru loðnuskipin á veiðum við Garð- skaga. Fóru skipin til flestra hafna á SV-landi og t.d. voru komin átta skip til Reykjavíkur skömmu eftir hádegi f gær, og var það fyrsta loðnan, sem þangað barst. Þá fór fjöldi báta til Keflavíkur, Grinda- vfkur, Akraness og Sandgerðis og mörg bfða eftir löndun við Nor- global. Margir sjómenn telja, að ekki takist nema i viku eða hálfan mánuð að veiða úr þeirri göngu, sem nú fer vestur með landinu. Hafa sumir látið í ljós þann ótta, að þar með sé loðnuvertíðin búin, en aðrir segjast treysta þvi, að ein Framhald á bls. 18 Eignir ekki til fyrir um 100 millj. kr. kröfu 2ja helztu lánardrottna félagsins FLUGFÉLAGIÐ Air Viking var úrskurðað gjaldþrota I gær og hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta að kröfu Olíufélagsins. I fyrradag höfðu hins vegar tveir helztu lánardrottnar félagsins — Olfufélagið og Alþýðubankinn — gert kröfu til þess að Air Viking greiddi allar viðskiptaskuldir fyrirtækisins við þessa aðila og lögðu jafnframt löghald á eignir félagsins. Kröfur Olfufélagsins og Alþýðuhankans nema samtais um 100 milljónum króna en eign Air Vikings er fyrst og fremst ein óveðsett þota, og var það sam- dóma álit að hún hrvkki hvergi nærri fyrir framangrcindum kröfum. I fréttatilkynningu frá Guðna Þórðarsyni, forstjóra Sunnu og Air Vikings, segir að þessi atburður muni engin áhrif hafa á starfsemi Sunnu. REKSTUR AIR VIKINGS STÖÐVAÐUR 1 samtali við Morgunblaðið í gær staðfesti Unnsteinn Beck, fulltrúi borgarfógeta, að Oliu- félagið hefði farið fram á í gær að Air Viking yrði tekið til gjald- þrotaskipta og félagið siðan verið úrskurðað gjaldþrota. Þar með væru allar eignir þess fallnar undir skiptaréttinn til meðferðar, og rekstur félagsins hefði verið stöðvaður. Unnsteinn tók hins vegar fram, að þetta hefði ekki áhrif á rekstur Ferðaskrifstof- unnar Sunnu, sem er einnig í eigu Guðna Þórðarsonar, þar sem þar væri um annað fyrirtæki að ræða. Unnsteinn sagði síðan að til álita kæmi hvort rétt væri að halda rekstri flugfélagsins áfram, en ákvörðun um slikt yrði að gerast á skiptafundi. Hann staðfesti, að afráðið væri að þota Air Vikings færi eina ferð á vegum Sunnu nk. laugardag, ef Framhald á bls. 18 IBM gefur háskólanum ókeypis tölvuafnot í 3 ár OTTÖ A. Michelsen, forstjóri IBM-útibúsins á tslandi, afhenti Háskóla tslands gjafabréf í gær, þess efnis, að háskólinn fái f þrjú ár endurgjaldslaust afnot af tölvusamstæðu frá IBM. Tölvu- afnotunum fylgir höfðingleg peningagjöf til styrktar kennslu og rannsóknum er tengd eru tölvunni og reiknifræði. 1 fréttatilkynningu. sem Morgunblaðinu barst seint í gærkvöldi frá Háskóia Islands, segir, að tölvusamstæða sú er skólinn fái endurgjaldslaus afnot af næstu þrjú árin sé af gerðinni IBM 360/30, sem sé miklu hraðvirkari og afkasta- meiri en tölva sú, IBM 1620, sem háskóiinn hefur nú átt í 10 ár. Þá segir að gjöfin bægi frá háskólanum miklum vanda er hann hefði annars staðið frammi fyrir. Kennsla í tölvu- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.