Morgunblaðið - 03.03.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976
13
Dr. Valdimar J.
Eylands 75 ára
I dag, hinn 3. marz á dr. Valdi-
mar J. Eylands 75 ára afmæli. Við
þau merku tímamót í lífi þessa
ágæta vinar míns koma fram í
huga mér margar ljúíar
minningar frá kynnum okkar í
gégnum áranna rás. Þessi kynni
hófust fyrir rúmiega hálfri öld í
heimahéraði heggja Húnaþingi,
en það ríkti góður kunnings-
skapur á milli æskuheimila
okkar.
Sem barni var mér vel kunnugt
um hans óslökkvandi námsáhuga
i æsku, gáfur hans og fráhæran
dugnað við að brjóta sér léið til
mennta, þrátt fyrir sára fátækt.
Var ungu fólki gjarnan bent á
þetta dæmi til fyrirmyndar og
eftirbreytni.
Arið 1913 stofnaði Asgeir
Magnússon alþýðuskóla á
Hvammstanga og varð sá skóli,
undir stjórn þessa mæta manns,
mörgum æskumanni hvöt og lyfti-
stöng inn á menntabrautina. Einn
þeirra var Valdimar. Hann nam
við þenna skóla og fékk þar viður-
kenningu á góðum hæfileikum
sínum. Þaðan lá svo leiðin til
frekara náms, bæði hér á landi og
vestan hafs, en til Kanada fluttist
hann árið 1922.
I Vesturheimi lauk hann
menntaskólanámi og háskólaprófi
í guðfræði og hefir síðan unnið á
þeim akri i hartnær hálfa öld, —
lengst af hjá Fyrsta lútherska
söfnuðinum i Winnipeg þar sem
hann var þjónandi prestur — já,
höfuóklerkur, n.k. biskup ísl.
þjóðarbrotsins vestan Atlants ála.
Við upprifjun þessa þykir mér
hlýða að geta þess, að Valdimar
var minn fyrsti kennari. Hann
mun þá hafa dvalizt vetrartima
við heimanám á skólaárum sinum
og þá jafnframt tekizt á hendur
að veita mér tilsögn. A ég góðar
minningar frá þessum stutta
námstima minum á heimili hans
og frá samvistum okkar þar.
Það er svo árið 1947, eftir 25 ára
útivist í fjarlægri heimsálfu, að
sr. Valdimar kemur heim, ásanit
fjölskyldu sinni, til ársdvalar að
Utskálum, í skiptum við sr. Eirik
Brynjólt'sson, er þá hafði nýlega
farið vestur um haf með sina fjöl-
skyldu og tekið þar við prests-
störfum sr. Valdimars í Winni-
peg, til sömu tímalengdar. Stóð
Þjóðkirkjan að þessum presta-
skiptum, sem voru ætluð til að
auka og efla kvnnin meðal Islend-
inga vestan hafs og austan.
Eg var þá kennari í Keflavik og
hafði auk þess á hendi ritstjórn
blaðsins Faxa, sem þá var einasta
málgagn Suðurnesjabúa. Það kom
í minn hlut að heimsækja hinn
nýja klerk að Utskálum, bjóða
hann velkominn fyrir blaðsins
hönd og kynna hann og íjölskyldu
hans lesendum Faxa. Með hlið-
sjón af fyrri kynnum okkar var
ekki laust við að i huga mér
blandaðist saman kvíði og eftir-
vænting, er ég knúði dyra á
prestssetrinu. Eg hafði raunar
komið þar áður i svipuðunt erind-
um, þegar sr. Eiríkur fór vestur,
án þess að slík óþægindatil-
finning angraði mig, en nú stóð ég
þarna með þenna leiða böggul
íyrir brjóstinu og beið þess sem
verðavildi.En þessi vanlíðan varð
skammæ, þvi mér var tekið opn-
um örmum, leiddur til stofu og
veittur beini að fornísl. sið og
meðan setið vai' að borðum, veitti
presturinn greið svör við
spurningum minum og eftir-
grennslan um Islendinga i Vest-
urheimi, siði þeirra, trú og lífs-
háttu og annað það er til fróðleiks
gat orðið fyrir lesendur Faxa.
Varð þessi hugljúfa samveru-
stund upphaf að nánum kynnum
milli heimila okkar og þannig
hygg ég að sr. Valdimar hafi með
sinni alúðlegu framkomu unnið
traust og vináttu þeirra er til hans
þurftu að leita. Hann átti auðvelt
með að setja sig i spor við-
mælenda sinna, ávallt skilnings-
góður og samúðarríkur, jafnt í
gleði og sorg.
Utskálaprestakall varum þessar
mundir meó fjölmennustu presta-
köllum landsins, náði yfir Miðnes
og Sandgerði, Garðinn, Keflavík
og Njarðvíkur að viðbættum
Keflavíkurflugvelli. En mannlíf
þar var þá i hröðum vexti. Verka-
hringurinn var því stór og skyldu-
störf prestsins rnikil og vanda-
söm. Þar við bættist svo að þetta
ár andaðist sóknarpresturinn í
Grindavík sr. Brynjólfur Magnús-
son, og kom i hlut sr. Valdimars
að vinna þar öll prestverk auk
þess að sjá um kosningu eftir-
manns sr. Brynjólfs i prestakallið.
Hér við bættist svo fyrirlestra-
hald í Ríkisútvarpið á presta-
stefnum og við ýmis önnur hátíð-
ieg tækifæri svo og erindi á sam-
komunt niargra félaga innan safn-
aðanna, þvi allir vildu hafa
prestinn rneð og alls staðar var
hann aufúsugestur, enda dáður
ræðumaður og hrókur alls
fagnaðar, mælskurog andríkur.
Þessum orðum til áréttingar
langar mig að segja frá skemmti-
legu atviki sem varpar ljósi á
ræðusnilld sr. Valdimars. Það
mun hafa verið á annan i jólum
þetta ár að hann á leið til messu-
gerðar í Grindavik og Höfnum,
renndi við hjá mér og bauð mér
með i þessa ferð, sem ég fúslega
þáðí. Sannast sagna hafði ég það
svona óbeint á tilfinningunni að
prestinum þætti ekki vanþörf á að
hressa dálitiö upp á fremur slæ-
lega kirkjusókn mína þá að und-
anförnu. En hvað urn það þá héld-
um við fyrst til Grindavikur og
þar predikaði sr. Valdimar í full-
setinnni kirkju. Flutti hann þar
andrika og áhrifamikla ræðu og
talaði um ljósió og mikilleika þess
í skammdegissorta mannlil'sins.
Ekki sá ég hann líta á blað, en
orðin féllu eins og sjálfsköpuð af
vörum hans og hugtóku svo
kirkjugesti að hvorki heyrðist
hósti né stuna meðan á flutningi
ræðunnar stóð. Og að messugerð
lokinni, veitti ég sérstaka athygli
hve innilega prestinum var
þökkuð koman þangað. Virtist
mér ekkert skorta á menningar-
lega framkomu Grindvíkinga þá
— né síðar, hvað svo sem sjálf-
skipaðir menningarvitar
nútimans vilja þar lil mála leggja
A heimleiðinni messaði sr.
Valdimar i Hafnai kirkju, einnig
fyrir íullu húsi. Þar talaói prest-
urinn um jólabarnið og kærleiká
guðs til mannanna. Var sú ræða,
að því er mér virtist, einnig flutt
blaðalaust, en framsett af sömu
málsnilldinni, þótt ræðuefnið
væri allt annað. Eins og fyrr er að
vikið stóð um þessar mundir yfir
prestskosning þar i „kallinu", en
þvi nefni ég þetta, að þarna við
hlið mér í kirkjunni sat gamall
maður sem ég kannaðist ekkert
við. en virtist hugfanginn af ræðu
prestsins. Þegar sr. Valdimar er
að ljúka máli sinu. heyri ég þenna
gamla mann segja. svona eins og
hálfpartinn við sjálfan sig: „Ef
slíkur maöur væri hér í framboði,
þá væri litill vandi að velja." Og
þannig hygg ég að fleiri hafi
hugsað ef marka má þann geðblæ,
sem mér virtist þarna ríkjandi.
Molar þeir sem hér hafa verið
til tindir snerta næstum ein-
vörðungu þetta eina ár sem
Eylandshjónin dvöldust að Ut-
skálum. en þá er lika ósagt frá
stórmerku æfistarfi þessa ágæta
krikjuhöfðingja i Vesturheimi.
Þar liggur mikið manndómsstarf
að baki, sem ég þykist vita að
aórir muni um fjalla nú á þessum
timamótum. Þykir níér trúlegt, að
þar verði m.a. ræ'tt um félagsmál
hans og ágæt ritstörf getið um
gjafir hans til isl. stofnana, t.d.
Hvammstangakirkju og Reykja-
skóla i Hrútafirði, en þangað
hefir hann nýverið gefiö allt
bökasafn sitt, mikið að vöxtum Og
gæðum.
Um það leyti sem sr. Valdimar
dvaldist að Utskálum, var hann
fyrir margháttuð menningarstiirf
sæmdur riddarakrossi Fálka-
orðunnar af fyrsta forseta
lslands. Sveini Björnssyni en
nokkrum árum siðar var hann
gerður að heiðursdoktor i
guðfræði við United ('.ollege i
Winnipeg m.a. vegna gagnmerkra
ritstarfa að kirkjulegum
málefnum.
I beinu framhaldi hér af og i
tilefni hundrað ára búsetu Islend-
inga í Vesturheimi nú á nýliðnu
ári bauð guðfræðidéild háskóla
lslands dr. Valdimar heint. til
erindaflutnings við háskólann um
kirkju og menningarlif Islendinga
i Vesturheimi. Þann þriggja
vikna tima sem þessi erinda-
flutingur stóð, bjó Valdimar i
ntinu húsi og galst okkur þá dýr-
mætt tækifæri til að rifja upp og
endurnýja gömul kynni.
1 lok þessa aímælisspjalis vil ég
geta þess að er þau E.vlandshjónin
yfirgáfu Suðurnesin og héldu
vestur um haf, var þeim sýndur
margháttaður sömi, eins og þau
höfðu lil unnið með elskuiegri
framkomu sinni. Erum við hjónin
meðal þeirra mörgu sem muna vel
„Eylandsárið að Utskálum". En
svo hefir þessi sérstæði og bráð-
fleygi dvalartími þeirra prests-
Stefán Olafur
Stefánsson stöðv-
arstjóri sextugur
Stöðvarstjóri pósts og sima á
Sauðárkróki, Stefán Ölafur Stef-
ánsson, er sextugur í dag. Hann er
fæddur3. marz 1916.
Mig langar til að biðja Morgun-
blaðið fyrir árnaðaróskir og af-
mæliskveðjur frá mér og mínum
til þessa vinar míns og frænda á
þessum tímamótum, þó ég hins
vegar viti, að fyrir þær fæ ég
litlar þakkir, því afmælisbarnið
hefur lítt viljpð flika tímamóta-
dögum ævi sinnar.
Ölafur Stefánsson litur ekki út
fyrir að vera orðinn sextugur —
en satt er það samt, svo segja
kirkjubækur Akureyrarsóknar,
en á Akureyri er hann fæddur.
Foreldrar hans voru Stefán
kaupmaður Sigurðsson, Jónsson-
ar bónda á Kjartansstöðum í
Skagafirði og kona hans Jóhanna
Sigríður Jónsdóttir, prófasts að
Hofi í Vopnafirði, Jónssonar.
Ölafur ólst upp í fjölmennum
systkinahópi á glæsilegu heimili
að Hafnarstræti 29, þar sem ein-
stök gestrisni og góðvild settu
svip á heimilið og fornar dyggðir
voru í hávegum hafðar.
Á Akureyri undi hann sér við
„Pollinn" og þá ekki síður sigl-
andi á honum í lítilli skektu og er
Eyjafjörðurinn og Akureyri hon-
um einkar kær.
Ölafur fór i Verzlunarskólann
haustið 1935 og lauk prófi þaðan
vorið 1938. Höfðu þá foreldrar
hans flutzt til Siglufjarðar þar
sem flest börn þeirra voru þá
búsett.
Ólafur hóf strax að loknum
prófum í Verzlunarskóianum
störf sem fulltrúi við pósthúsið i
Siglufirði og var þá þegar ráðinn
fastur starfsmaður Pósts og síma.
1 þjónustu þessarar stofnunar
nefur hann því verið í tæp 38 ár,
þegar þetta er ritað. Einnig
fékkst hann nokkuð við kennslu
þau ár er hann var í Siglufirði.
Ólafur gegndi fulltrúastarfi í
Siglufirði til ársins 1958 að hann
var skipaður stöðvarstjóri Pósts
og síma á Sauðárkróki. Þar fengu
Skagfirðingar trúverðugan em-
bættismann og ég efa að Póstur
og sími hefði getað fengið gætnari
og heiðarlegri stöðvarstjóra og
notendurnir liprari þjón.
Ólafur hefur unáð vel hag sin-
um á Sauðárkróki og tekið þar'
þátt í margvíslegum félagsmála-
störfum. Hann er formaður
stjórnar Tónlistafélags Skagfirð-
inga og hefur verið það frá stofn-
un félagsins, var í stjörn Spari-
sjóðs Sauðarkróks og fleira mætti
upp telja. Ólafur átti ríkan þátt i
þvi að Sauðárkrókssöfnuður eign-
aðist gamla Sjúkrahúsið sem safn-
aðarheimili og hefur þar verið
rekið á vegum Sauðárkrókssafn-
aðar myndarlegt félagsheimili
fyrir æskulýð Sauðárkröks og
fleiri.
Ólafur kvæntist 14. september
1950 Ölmu Björnsdóttur hinni
ágætustu konu. Hún er dóttir
Björns Björnssonar skipstjóra, er
lengi bjó i Siglufirði, nú i Reykja-
vík, og konu hans frú Önnu Frið-
leifsdóttur Jóhannssonar. Hefur
hjónaband þeirra þvi staðið i rösk
25 hamingjurík ár. Þau eiga 3
börn, Önnu Birnu, röntgentækni,
Stefán við nám og störf i Reykja-
vík, og Jóhann, sem er þeirra
yngstur og er enn i heimahúsum.
Öll sækja börnin góða eiginleika
til foreldra sinna.
Ég á frú Ölmu og Ólafi margt að
þakka. Þau ár sem ég var i fram-
boði i Norðurlandskjördæmi
vestra fyrir Framsóknarflokkinn
þá gisti ég oft Sauðárkrók og þá
jafnan hjá þeim hjónum. Þótti
sumum flokksbræðrum mínum
það kynlegt ef ekki tortryggilegt,
að frambjöðandinn gisti á heimili
eins styrkasta stuðningsmanns
séra Gunnars og Pálma á Akri og
siðar Eyjólfs Konráðs, en þetta
breytti engu — hvorugur lét af
trú sinni — sinni stefnu. Hvergi
var betra að vera og hvíla sig en á
þessu heimili eftir átakafundi og
vökur. Fyrir alla þá gestrisni, sem
ég þefi notið á heimili póstmeist-
arahjónanna á Sauðárkróki er hér
með þakkað og undir þær þakkir
taka kona min, börn og tengda-
börn, en heimili Olafs og frú
Ölmu hefur jafnan staðið okkur
öllum opið þegar við höfum heim-
sótt Skagafjörð. Það væri freist-
andi að skrifa lengra mál um sam-
eiginleg sumar- og sólskindaga á
Akureyri, Siglufirði og viðar, en
hér skal staðar numið.
Ólafur minn,
vinir þínir og frændur allir senda
þér sextugum, konu þinni og
börnum, hugheilar hamingjuósk-
ir og biðja að þú megir enn lengi
lifa við góða heilsu og hantingju-
samt heimilislif.
Heill þér sextugum.
Jón Kjartansson
hjónanna oft verið nefndur og
jafnvel verið notaður sem við-
miðun á timatali suður þar.
Nú sendi ég mínurn ágæta vini.
Valdímar, og Lilju konu hans
innilegar þakkir okkar hjónanna
fyrir vináttu þeirra og trvggð. um
leið og við færum þeim hamingju-
óskir og biðjum þeim blessunar
um ókomin æviár.
Hallgrímur Th. Björnsson
ALLTMEÐ
m w
IMSKIP
ANTWERPEN
Urriðafoss 3. marz.
Grundarfoss 10. marz.
Tungufoss 15. marz.
Urriðafoss 22. marz.
ROTTERDAM
Grundarfoss 9. marz.
Tungufoss 16. marz.
Urriðafoss 23. marz.
FELIXSTOWE
Dettifoss 6. marz.
Mánafoss 9. marz.
Dettifoss 1 6. marz.
Mánafoss 23. marz.
HAMBORG
Dettifoss 4. marz.
Mánafoss 1 1. marz.
Dettifoss 1 8. marz.
Mánafoss 25. marz.
PORTSMOUTH/
NORFOLK
Selfoss 4. marz.
Bakkafoss 1 7. marz.
Goðafoss 31. marz.
Brúarfoss 7. apríl.
HALIFAX
,,Skip" — marz.
WESTON POINT
Askja 1 6. marz.
Askja 30. marz.
KAUPMANNAHÖFN
Lagarfoss 3. marz.
írafoss 9. marz.
Múlafoss 1 6. marz.
írafoss 23. marz.
GAUTABORG
Álafoss 6. marz.
írafoss 10. marz.
Múlafoss 1 7. marz.
írafoss 24. marz.
HELSINGBORG
Álafoss 5. marz.
KRISTIANSAND
írafoss 1 1. marz.
GDYNIA/GDANSK
Álafoss 3. marz.
Reykjafoss 25. marz.
VALKOM
Reykjafoss 22. marz.
VENTSPILS
Reykjafoss 23. marz.
Reglubundnar^í
vikulegar
hraðferðir frá: |
ANTWERPEN,
FELIXSTOWE, Jö
GAUTABORG,
HAMBORG,