Morgunblaðið - 03.03.1976, Síða 23

Morgunblaðið - 03.03.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976 23 Guðmundur Marinó Jónsson — Minning Guðmundur M. Jónsson raf- magnseftirlitsmaður andaðist 22. febrúar s.l. á Borgarsjúkrahúsinu i Reykjavik, eftir nokkurra vikna sjúkdómslegu og verður útför hans gerð frá Keflavikurkirkju kl. tvö í dag. Hann var fæddur í Keflavik 2. september 1900. og var því aldamótaárs barn. For- eldrar hans voru Jón Jónsson sjó- maður ættaður austan úr hreppunum í Arnessýslu og kona hans María Sólveig Benedikts- dóttir ættuð austan úr Vik, Vestur-Skaftafellssýslu. Systur átti Guðmundur Kamillu, hún var fjórum árum yngri en hann, dó 1958. Foreldrar Guðmundar tóku í fóstur Herbert Kyjólfsson tiuðmundur missir föður sinn 1922 og tekur hann þá við forsjá heimilisins og uppeldi Herlærts. Þetta heimili var í litlu húsi er nefndist Nærströnd. Guðmundur byggði annað hús stærra, sem varð siðar Tjarnargata 4. Nýlega er búið að rífa það. Af sumum eldri Keflvíkingum var það nefnt Náströnd, annað hvort af gaman- semi eða fyrir hljóðbrengsl. Vörin þar sem Stapafell stendur heitir Nærströnd. Nýtt myndarlegt steinhús byggði Guðmundur svo síðar við Vatnsnesveg 26 og átti þar heima til dauðadags. Starfsferill Guðmundar ein- kenndist mikið af atvinnu- og tækni þróuninni, sem varð með þjóðinni upp úr aldamótunum. Hann byrjar strax og kraftar leyf a að hj álpa til og skólagangan var ekkí mikil tímaeyðsla. Til prestsins var gengið út i Garð að Utskálum. Núna eru börnin keyrð Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða aö berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. þó vegalengdin sé ekki nema steinsnar eftir hellulögðum göt- um. þannig er á flestu munur. þá og nú. Upp úr fermingu var Guðrnundur við fiskvinnu og róðra. Réri á opnum bátum, t.d. með Kristjáni Sveinssyni „Stjána Bláa” Seinna var hann á Skútum ,,á skaki" sem kallað var. Hjá Matthíasi Þórðarsyni. sem verkaði fisk sinn á Duusplani, vann Guðmundur 1922. þegar Matthías kaupir hingað 6 hestafla vél, sem látin var framleiða raf- magn fyrir fiskverkunarstöðina. Guðmundi er falin sú ábyrgðar- staða, að sjá um gæslu hennar og stjórna ljósadýrðinni, svo hann var þannig fyrsti rafveitustjórinn í Keflavík. Þegar Arni Geir, Ol. J. A. Olafs- son, Guðmundur Hannesson og fleiri stofna rafveitufélag hér, verður hann vélgæslumaður og línumaður hjá því fyrirtæki á ára- bilinu 1925—1930. Jafnframt vinnur hann að raflögnum í hús og skip með Kdvard Jensen „Stóra Jensen". Rafvirkja- meistararéttindi fær Guðmundur árið 1936. Kinhvern tíma á þess- um árum öðlast Guðmundur bílstjóraréttindi og ekur vörubíl, sem hann átti. Ökuskírteini hans var GK 3 en hefði alveg einsgetað verið GK 1, því þeir voru þrir, sem fóru samferða til Reykja- víkur í próftökuna. Hjá Rafveitu Keflavíkur byrjar hann svo aftur 1938 við vélgæslu, því þá þurftu mótarar sem fram- leiddu rafmagn að ganga oft allan sólarhringinn. 1947 gerist Guðmundur fyrsti rafmagnseftir- litsmaður fyrir Rafveitu Kefla- víkur og aðrar rafveitur á Suður- nesjum. Þessu starfi sinnti hann til æviloka — 5 síðustu árin vann hann hálfan daginn. Af þessari nokkuð styttu starfssögu Guðmundar má glöggt sjá hvernig hann fylgdist með i tækniþróuninni. Hann er orðinn fullgamall þegar þotuöldin byrjar, en þá tekur elsti sonurinn við merki föður sins, hann er vel- metinn þotuflugstjóri hjá Flug- leiðum h/f. Öll þau störf sem Guðmundur tók að sér vann hann af sérstakri hpurð og skyldurækni. Vanda tel ég vera að finna mann, sem er þægilegri og samvinnulipurri en hann var. Guðmundur giftist 1933 færeyskri myndarstúlku. Jóhönnu Malenu Kllefsen, og hefur þeirra hjónaband verið afar farsælt. Fyrstu hjúskaparárin. „kreppuárin", voru víst fjárhags- lega erfið. Börnunum fjölgaði ört, ein^og e.t.v. eðlilegt var í ástriku hjónabandí — þá var engin „pilla" og kemur það nú siður en svo að sök að mínu mati. Börn þeirra og tengdabörn eru: Reynir flugstjóri, kona hans Sjöfn Jóhannesdóttir, Sverrir raf- virkjameistari, k.h. Krla Helga- dóttir, Anna Katrín, m.h. S. Waene, búsett í Bandaríkjunum. Þórhallur vélstjóri k.h. María Karlsdóttir, Guðrún m.h. Karl Agústsson og Sveinbjörn vélstjóri ógiftur. Barnabörn eru orðin 18. Allt er þetta mesta myndarfólk. sem stutt hefur hvert annað við að menntast til munns og handa og koma sér upp eigin húsnæði með foreldrana að traustum bak- hjarli. Þetta finnst mér vera til fyrirmyndar. Kn ef til vill má líka þakka þetta góðri skapgerð sem þau fá í arf frá foreldrum og að heimilisbragurinn hafi verið hollur skóli. Kynni okkar „Gummanós" en það var gælunafn hans og sem flest allir Keflvikingar notuðu — byrjuðu 1958, þegar ég réðsl starfsmaður hjá Rafveitunnni. Kins og að likum lætur höfðum við náin samskipti i starfi og myndaðist fljótlega gagnkvæmur skilningur og vinátta á milli okkar. Nú þegar leiðir skiljast verður skaþið meyrt og minningunum skýtur upp i hugann af sérstak- lega elskulegum sámferóamanni. Guðmundur var meðalmaður á vöxt, friður sýnum og greindur. Börn hændust mjög að honum, sem segir meira um hans skap- gerð en mörg orð. A gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar og hafði yndi af söng, að öóru jöfnu FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆflRA Um megrun Hér í landi okkar, landi vel- megunar, þurfa margir að losa sig við nokkur kíló af líkams- fitu til þess að halda góðri heilsu. Hér birtist tafla um hæfilega líkamsþyngd, svo að hver og einn geti gert upp við sig, hvort nauðs.vnlegt sé að fara að grenna sig. Líkamsþvngd Líkaimvöxtui grannur hóricgur þrokinn cm kR kg 162 57 61 65 170 63 67 71 176 67 71 75 180 70 74 78 188 76 80 84 152 48 52 55 160 53 57 60 166 57 60 64 170 50 63 66 178 64 68 71 Besta aðferðin til að halda líkamsþunganum í skefjum er að borða skynsamlega, halda likamanum í góðri þ.jálfun og nota baðvog. Borða minna í nokkra daga, ef baðvogin sýnir að límasþunginn hefur tilhneigingu til að verða of mikill. Talsverða einbeitni þarf hins vegar til að losa sig við mörg kíló af líkamsfitu, því auðveldur og fljótvirkur megrunarkúr er ekki til. 1 kg af líkamsfitu samsvarar um 7000 hitaeiningum. Orkuþörf karla 19—50 ára er um 2800 hitaeiningar á dag en orku- þörf kvenna á sama aldri er um 2000 hitaeiningar. En að sjálfsögðu hefur vinna og önnur likamleg áreynsla ásamt hæð og líkamsb.vggingu áhrif á orkuþörf manna. Með aldrinum minnkar orkuþörfin smám saman, það er þvl oft erfitt fyr- ir fullorðið fólk að grenna sig og halda líkamsþunganum i skefjum ekki sist ef menn halda í matarvenjur frá yngri árum og borða svipað magn og þá. Með því að borða minna sér- staklega af orkurikum fæðuteg- undum eins og t.d. sælgæti kökum, feitu kjöti, smjöri, smjörlíki og majones og samtimis hreyfa sig meira er þó unnt að ná góðum árangri við megrunina. Ef menn fá um 500 hitaeiningum minna á dag en orkuþörf þeirra er, tekur það hálfan mánuð að losa sig við 1 kg af líkamsfitu. Að vísu er unnt að losa sig fljótara við nokkur aukakiló með því að borða sama oRgkkert í nokkra daga. en þá er hætt við að fljótt sæki í sama horfið aftur, þegar menn taka upp fyrri matarvenjur á nýjan leik. Það þarf að „temja" matar- lystina ef svo mætti segja. Með þvi að borða minna í langan tíma minnkar matarl.vstin og mönnum veitist auðveldara að halda við þeim árangri sem náðst hefur við megrunar- kúrinn. Margir álíta að þeir grennist með því að fara í gufubað eða í sauna. Að vísu léttast menn þegar þeir svitna, en það fer ekki á þá leið að fitan bráðni úr líkamanum með svitanum. Sá vökvi sem menn losa sig við í gufubaðinu endurnýjast í líkamanum um leið og drukknir eru nokkrir kaffi- bollar eða þ.h. Hinsvegar hafa líkamsæfingar og gönguferðir á undan gufubaðinu megrandi áhrif ef ekki er ne.vtt þeim mun meiri matar. Sigríður Haraldsdóttir var hann hægur og prúður, vann störf sín af sérstakri trúmennsku og snyrtimennsku. Kannski er söknuður minn við fráfall vinar mins. Gummanós, sprottinn af eigingjörnum rótum því ég naut þess oft að vera i návist hans. En þegar giftudrjúgu lífshlaupi er að ljúka með þvi að heilsan bilar við 75 ára aldurinn þá er i raun og veru ekkert eðli- legra en að menn fái hvildina. Það tekur bara flest okkar nokkurn tíma að sættast við þetta lögmál, sem við öll erum þó svo háð. Guðmundur var trúmaður og starfaði töluvert fyrir Guðspeki- félagið, þó litið bæri á. 1 veikind- um eins og hans er ekki óeðlilegt að grunur læðist upp í hugann, að sennilega sé hérvist ardögu num að Ijúka. Þá er gott að hafa trú eins og hann hafði að óttast ekkert. Þegar ég nú kveð Guðmund með kæru þakklæti fyrir störf hans i þágu Rafveitunnar og vin- áttu við mig og mina fjölskyldu er hugurinn dapur. Eg veit þó að fljótlega verða minningarnar bjartar og þægilegar, sem munu vara í huga mínum, meðan mér endist andleg heilsa. Öllurn ástvinum og venslafólki Guðmundar votta ég mína inni- legustu samúð. Kári Þóröarxon. Félagsmála- námskeið á Eskifirði DAGANA 6.—8. febrúar var haldið félagsmálanámskeið i barnaskólahúsinu á Eskifirði fyrir forgöngu UIA. Námskeiðið sátu 16 manns. Leiðbeinandi var Sigurður Geirdal framkvæmda- stjóri Ungmennafélags Islands. Námskeiðið þótti í alla staði takast mjög vel. Undanfarin ár hefur félagslíf Eskfirðinga legið mjög í láginni og þótli því ekki vanþörf á að halda slikt nám- skeið, og binda menn miklar vonir við að það verði til þess að efla starfsemi hinna ýmsu félaga á staðnum, jafnvel auki samstarf milli þeirra. + Bróðir minn GUÐMUNDUR MARINÓ JÖRGENSSON andaðist að heimili sínu í Willerby, Englandi. sunnudaginn 29 febrúar s I Fyrir hönd aðstandenda Óskar Jörgensson + Faðir okkar og afi SIGUROUR ÓLAFUR LÁRUSSON frá Stykkishólmi. andaðist 1 marz Jarðarförin ákveðin siðar Börn, tengdabörn, stjúpdóttir og barnabörn. Eiginmaður + mmn séra KRISTINN STEFÁNSSON. f.v. áfengisvarnaráðunautur lést 2 marz Dagbjört Jónsdóttir. + Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar PÁLL S. PÁLSSON, Geitlandi 39, andaðist i Borgarspitalanum 2 marz Sigrún Eliasdóttir og börn. + Eiginmaður mmn, faðir okkar, tengdafaðir og afi. ÓSKAR HÖSKULDUR FINNBOGASON fyrrverandi sóknarprestur, Löngubrekku 19 Kópavogi. v/erður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4 marz kl 1 3 30 Rakel Veturliðadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.