Morgunblaðið - 03.03.1976, Side 19

Morgunblaðið - 03.03.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976 19 CLIVÍA-ættkvislin sem nær yf- ir 4 aóaltegundir, á heimkynni sín í Suður-Afríku. A norður- slóðum eru aðallega ræktaðar tvær þessara tegunda: Clivia nobilis með fremur lítil drúp- andi blóm og Clivia miniata með stór upprétt blóm og er það hún sem hér verður gerð að umtalsefni. Jurtin ber nafn hertogafrúar nokkurrar sem einhverju sinni var uppi á þvi fornfræga Norðhumbralandi og bar tignarheitið Lady Clive, — miniata mun minsvegar þýða menjurauður og höfðar til litarins á blóminu. K.ivía er af páskaliljuætt (Amaryllidaceae) en þó ekki laukjurt eins og algengast er þegar um þá ætt er að ræða. Aldinið er rautt, safaríkt ber, einnig i því tilliti er hún frá- brugðin flestum ættingjum sínum. Fyrir kemur að klivía sem ræktuð er í stofu myndi fræ og hafa þá flögrandi skor- dýr séð um frjóvgunina. Klivía er að jafnaði góð stofu- jurt og auðveld í ræktun. í upp- runalegum heimkynnum sínum vex hún á skuggsælum, klettótt- um skógarsvæðum og kann því ekki sérlega vel við sig í sterku sólskini, sem getur haft þau áhrif á hin dimmgrænu gljáandi blöð aó þau gulni og fái á sig brúnleita bletti. Um og eftir blómgunartímann sem venjulega er snemma sumars þarf að vökva rækilega og spara ekki áburðargjöf en þetta týeTTnt má telja skilyrði fyrir góðri blómgun. Kiivia getur orðið æði langlíf ef vel er um hana hirt, en heldur er hún seinvaxin. Jurt sem alin er upp af rótarsprota ber tæplega blóm fyrr en á 3. eða 4. ári en þá blómstrar hún líka svo um munar. Upp úr blaðhverfingunni vex gildur blómstöngull sem í fyllingu timans getur borið 15—20 klukkulaga blóm sem hvert um sig er 5—6 sm í þvermál og álika langt, rauðgult á lit (menjurautt!) og hið glæsi- legasta ásýndum. Þegar liðið er á sumar er gott að hvila jurtina amk. í þrjámánuði (ág. okt.) og hætta þá vökvun eða minnka hana svo sem frekast er unnt, en vitanlega verður það að fara nokkuð eftir aðstæðum því búi jurtin við mikinn stofuhita getur lítilsháttar vökvun verið nauðsynleg. Einnig þessi meðferð stuðlar að rikulegri blómgun. Nægilegt er að skipta um mold með tveggja til þriggja ára millibili og samtímis má þá fjölga jurtinni með skiptingu og einnig með því að taka frá henni rótarsprota en gæta skal varúðar því að ræturnar eru viðkvæmar og þola illa hnjask. Klivia virðist hafa verið fremur lítið á stofublómamarkaðnum að undanförnu en að gömlum og góðum sið munu „afleggjarar" þeim mun fremur hafa gengið manna á milli. Jurt þessi mun hafa hlotið islenska nafnið röðulblóm en ekki er að sjá að það hafi náð að festast við þaó enn sem komið er. AB Öhagstæður vöruskiptajöfn- iiður í janúar var 1.896 millj. I fréttatilkynningu frá Hag- stofu lslands segir að vöruskipta- jöfnuður landsins í janúar var óhagstæður um 1.896,6 milljónir króna. Er það um fimm hundruð milljónum króna óhagstæðara en árið 1975. Það verður þó að hafa f huga að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar 1976 er talið vera um 36% hærra en það var í sama mánuði 1975. Verðmæti útflutnings i janúar 1976 voru um þrir milljarðar en flutt var inn fyrir nærri fimm milljarða króna. Af útflutningi bar mest á áli og álmelmi og var verðmæti þess um 410 millj. króna. Innflutningur Landsvirkjunar, að mestu vegna Sigölduvirkjunar, nam um241 millj. króna. íslenzka álfélagið flutti inn fyrir nálægt 278 millj. króna. Báðar þessar töl- ur eru miklum mun hærri en i janúar 1975 en innflutningur Landsvirkjunar og tslenzka ál- félagsins nemur samanlagt um 520 millj. kröna sem nemur rúm- lega 10% af heildarinnflutningi landsins. Ragnheiður Konráðsdóttir hjúkrunarkona — Minning Fædd 28. sept. 1936 Dáin 20. febr. 1976 Starf okkar hjúkrunarkvenna er yfirleitt skemmtilegt og þakk- látt, en hefur þó sínar skuggahlið- ar, eins og þegar við þurfum að horfa upp á fólk á öllum aldri berjast við ólæknandi sjúkdóma og dauða. Þá segjum við gjarnan: „Svona er lífið — hjá þessu varð ekki komist.“ En þegar ein bezta vinkona okkar er hrifin burt á aðeins 10 dögum og enginn mann- legur máttur fær bjargað lífi hennar, þá spyrjum við: „Hvers vegna? — Af hverju einmitt hún?“ Svona getur maður verið eigingjarn. Hugurinn reikar rúm 20 ár aft- ur í timann, þegar við hittumst á fögrum septemberdegi, 14 stúlk- ur, sem aldrei höfðum sést, en áttum allar sameiginlega drauma um að verða hjúkrunarkonur. Næstu árin liðu eins og fagur draumur við leik og störf og á þeim árum bundumst við órjúf- andi tryggóarböndum. I dag stöndum við í annað skipti á tæpum 10 árum harmi slegnar og kveðjum ástkæra skólasystur okkar, Rágnheiði, stóru, fallegu stúlkuna með bjarta brosið og brúnu augun. Otal minningar koma fram í hugann. 1 nærri fimm ár vorum við saman næstum daglega, í skól- anum, vinnunni fristundum, ferðalögum innanlands og utan. Vió vissum næstum allt hvor um aðra, lá við að við vissum hvað hin hugsaði. Svo kom að þvi að við giftumst báðar og eignuðumst börn, hún bjó i Reykjavík, en ég í Vestmannaeyjum. Samverustund- irnar urðu færri, en við hittumst þó alltaf þegar ég var á ferðinni. Þá var farið í bíó eða bara á kaffihús, rétt eins og i gamla daga. Þá urðum vió aftur tvítugar stutta stund og hlógum að lifinu í kringum okkur, rétt eins ogþá. Ragnheiður var fædd í Reykja- vík 28. sept. 1936, einkadóttir hjónanna Júlíönu Jóhönnu Guð- laugsdóttur og Konráðs Guðjóns- sonar vélstjóra. Hún átti einn bróður, Guðlaug, sem hefur verið vélstjóri á farskipum í mörg ár, og því langdvölum að heiman. Ragn- heiður var-því foreldrum sínum eitt og allt, og bjó alla tið í húsinu hjá þeim að Laugateig 60, þar til í september s.l., að hún fluttist í nýtt einbýlishús í Breiðholti. Var sérlega kært með þei’m mæðgum ög hjálpsemi þeirra hvor við aðra einstök. Ragnheiður útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Islands 29. okt. 1958, og vann siðan alltaf á Land- spítalanum, nema rúmt ár, sem hún vann i Sviþjóð og nokkur ár á meðan börnin voru litil. Hún gekk að störfum sinum með þeirri hlýju og góðsemi, sem einkenndu hana svo mjög enda eignaðist hún alls staðar vini, bæði meðal sjúkl- inga og starfsfólks. Nú eru áreið- anlega margir, sem hugsa til hennar og þakka hlý handtök og huggandi bros. Hún giftist 8. ág. 1964 eftirlifandi manni sínum Skúla Matthíassyni málara, mikl- um ágætis dreng, og voru þau afskaplega samhent að skapa fal - legt heimili fyrir sig og drengina sína, Konráð 11 ára og Matthías 9 ára. Sorg þeirra er meiri en orð fá lýst, og það er fátt sem við getum sagt til huggunar. Ég vil fyrir hönd skólasystr- anna og fjölskyldna okkar senda eiginmanni, sonum, foreldrum, bróður og tengdafólki okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Veri min elskulega vinkona Guði falin og ég þakka henni allt, sem hún var okkur. Hólmfr. Ölafsdóttir. Margaret Steinsson Minningarorð Fædd 23. júlí 1907 l)áin 25. febr. 1976 Margaret Steinsson andaðist á Landakotsspítala 25. f.m. Útför hennar fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavik i dag. Að skirnarnafni hét hún Margaret Jane Duthie Ritchie og var skozk að ætt. Hún var fædd í Fraserburgh i Aberdeenshire i Skotlandi. Foreldrar hennar voru hjónin James Ritchie, skipstjóri, og kona hans, Agnes Ritchie. Margaret ólst upp í góðum foreldrahúsum og í stórum syst- kinahópi tii 18 ára aldurs. Þá gerðist það, að ráðnir voru um nokkurn tíma nokkrir Islendingar, einungis ungir og hraustir menn, til þess að fletja fisk í fiskverkunarhúsi i heimabæ hennar, og var það raunar aðal- hlutverk þeirra að kenna heima- mönnum að fletja fisk með þeim hætti, sem Islendingar kunnu öðr- um betur. Ekki skal hér orðlengt og er ekki heldur kunnugt þeim, er þetta ritar, hvernig örlögin höguðu því svo, að einn Islending- anna, ungur og glæsilegur Árnesingur, Þorkell Steinsson, frá Skúfslæk, síðar um langt skeið lögreglumaður í Reykjavík, gerðist kunnugur á heimili Ritchie-fjölskyldunnar. En fljót- lega eftir það talaðist svo til að hin unga, glæsilega heimasæta, sem nefnd var Ríta, skyldi kenna Þorkeli, sem nefndi sig Kela, enska tungu. En þetta varð svo til aukinna kynna og vináttu, og síðar heitrar ástar, sem svo áreiðanlega aldrei brást. Unga, skozka skipstjóradóttirin ákvað það hiklaust að yfirgefa sitt fagra Skotland og fylgja elskhuga sínum til óþekkta landsins með kalda nafninu, og þau voru þvi gefin saman í hjónaband hinn 19. júni 1926 i heimabæ brúðarinnar. Heim til Islands var svo haldið og heimili stofnað þar. Ekki stórt í sniðum, eða með neinum glæsi- brag i fyrstu, því efni voru litil eins og hjá flestu ungu fólki hér á þeim tíma. Ungir Islendingar voru þá ekki, og sennilega Skotar ekki heldur, farnir að eygja þann möguleika að sem mestar skuldir væru líklegastar til góðrar af- komu. Þau undur gerðust heldur ekki fyrr en löngu eftir að heimili þeirra Rítu og Kela var orðið eitt af yndislegustu heimilum í höfuð- borginni. Ekki vegna flatarmáls íbúðarinnar, en í eigin húsnæði þar sem snyrtimennska og frábær myndarskapur húsráðenda var allsráðandi. Það var samstillt átak, fjölhæfni, atorka og ekki sist ástríki þeirra hjónanna, sem þetta heimili þeirra bar svo aug- ljósan vott um. Þessu heimili kynntust margir, því gestrisni þeirra hjóna var frábær og alþekkt. Það voru ekki aðeins vinir og kunningjar úr nágrenninu, sem nutu þeirrar gestrisni. Hennar nutu jafnt inn- lendir sem erlendir gestir. Og erlendu gestirnir voru ekki að- eins frá heimalandi húsmóðurinn- ar, heldur einnig víðs vegar að úr heiminum. Á siðari árum ferðuðust þau hjónin oft erlendis og fóru þá vitt um lönd og alls staðar eignuðust þau vini. Það var þvi likast sem þau hefðu bæði tileinkað sér full- komlega spakmælið, að vinar síns skuli maður vinar vinur vera. Hin sérlega vingjarnlega framkoma þeirra hjóna, og þeirra glaða og leikandi lund, hvort heldur var á heimili þeirra sjálfra, eða annars staðar, var ævinlega sá gleðigjafi til allra viðstaddra, sem til þeirra miklu vinsælda stofnaði. Við, konan min og ég, höfum um áratuga skeið verið meðal heimilisvina þessara hjónaog not- ið gestrisni þeirra oft og í ríkum mæli. Það var nú að sjálfsögðu hin látna heiðurskona, sem ég ætlaði hér að minnast. En það er bara svo erfitt að hugsa eða skrifa um annað hvort þeirra, Rítu eða Kela, án þess að hitt sé þar stöðugt með. Eg held að flestir, eða allir, sem þeim hafa verið vel kunnugir, muni vera sammála um að innilegra samfélagi hjóna eða ástríkara hjónabandi hafi þeir ekki kynnst. Rita var glæsileg kona og framúrskarandi myndarleg hús- móðir. Hún var músikölsk í besta lagi, elskaði bæði lög og ljóð og gat jafnvel brugðið fyrir sig að frumsemja hvort tveggja. Með það fór hún þó mjög dult og mun það fáum hafa verið kunnugt hér. En á heimabyggð hennar í Skot- landi hefur i sóknarkirkju verið sunginn sálmur með sinu lagi eftir hana. Hún var mikil trúkona og fór ekki dult með það. Hún hafði einnig mikið yndi af blóm- um, hlúði að þeim bæði úti og inni og flutti þau með sér á milli landa. Hún unni öllu, sem var fagurt og gott. Ekki þarf því hér að lýsa hvílík móðir slik kona var börnum sin- um, en þau hjónin eignuðust þrjá syni, sem hér skulu nefndir í aldursröð: Eric, lögreglumaður, kvæntur Sigríði Oddgeirsdóttur, Steinn dýralæknir, kvæntur Þor- gerði Friðriksdóttur, og Ray- mond, lögreglumaður, kvæntur Önnu Ingvarsdóttur. Ríta unni ættlandL sínu, Skot- landi, fólki sinu þar og þjóð, og fór hún þangað oft i heimsóknir. En ættlandi eiginmanns síns og drengjanna sinna, Islandi, unni hún einnig og æ meira eftir þvi sem stundir liðu. Hún mun því hafa verið farin að hugsa um það sem sitt annað ættarland áður en það nú, skartað sínum hreina, drifhvita vetrarskrúða, tekur hanasér i faðm. Rík og einlæg er okkur, konu minni og mér, nú í hugá samúðin með vini okkar, Þorkeli Steins- syni, sem svo mikið hefur misst að aldrei áður mun svo nærri hafa verið gengið karlmennsku hans og léttu lund. Við biðjum því Al- föður að veita honum styrk til að þreyja biðina til endurfunda. Son- um þeirra hjóna og öllum ástvin- um, bæði nær og fjær, vottum við einnig okkar innilegustu hlut- tekningu. Hinni látnu færi ég með þessum fátæklegu minningarorðum, okk- ar hinstu kveðjur og hjartans þakkir fyrir órofa tryggð og vin- áttu, allt frá fyrstu kynnum. Blessuð sé minning hennar. Ingólfur Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.