Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976 — Air Viking Framhald af bls. 32 Sunna greiddi tiltekna leigufjár- hæð daginn áður og ef áhöfn vélarinnar fengist til að fljúga, en búið væri að segja starfsliði félagsins upp. Heyrzt hefur að hin nýstofnaða ferðaskrifstofa samvinnuhreyfingarinnar, Sam- vinnuferðir, kynni hugsanlega að taka við rekstri félagsins, en Unnsteinn kvað enga ósk um slíkt hafa borizt skiptaréttinum, enda væri þess naumast að vænta þegar á fyrsta degi. Hins vegar kvað hann forráðamenn þeirrar ferðaskrifstofu geta komið á framfæri tilmælum um það hve- nær sem væri, og yrði þá að kalla saman skiptarétt tii að ákveða slíkt. Unnsteinn sagði ennfremur, að sú ákvörðun að gefa Sunnu kost á að fá þotuna til afnota nk. laugardag hefði verið tekin án þess að kallaður væri saman skiptafundur nema hvað samráð hefði verið haft við fulltrúa lánar- drottnanna tveggja, sem þarna voru mættir, þar eð ekki hefði verið talið aó neitt væri í húfi enda þótt af þessu flugi yrði en eitthvert fé rynni með þessu móti inn i þrotabúið. Unnsteinn kvað ekki enn hafa komið fram kröfur í þrotabúið beinlínis frá neinum aðila, en þær kröfur sem lagðar hefðu verið fyrir hjá fógeta, er beðið var um löghald, hefðu verið um 60—70 milljónir króna frá Oliufélaginu og tæpar 25 milljónir frá Alþýðu- bankanum. Báðar þessar kröfur hefðu verið vegna óveðtryggðra skulda, þvi að með öðrum hætti fæst ekki löghald. GJALDÞROTASKIPTI ÞEGAR LÖGHALDSAÐGERÐ VARÐ ARANGURSLAUS Þá náði Morgunblaðið einnig tali af Vilhjálmi Jónssyni, for- stjóra Oliufélagsins. og spurði hann nánar um aðdraganda að kröfu fyrirtækis hans um gjald- þrotaskipti Air Vikings. Vilhjálm- ur sagði, að á mánudag sl. hefði Alþýðubankinn og Olíufélagið óskað eftir löghaldi í eignum Air Vikings. Vilhjálmur sagði, að á mánudag sl. hefði Alþýðubankinn og Olíufélagið óskað eftir löghaldi I eignum Air Vikings. Þá hefði komið í ljós, að þær eignir sem um var að ræða hefðu ekki verið nálægt því nægar fyrir þeim kröfum, sem framvísað var. Kyrr- setningargjörðin hefði þannig verið árangurslaus og þar af leið- andi hefði Olíufélagið óskað eftir því í gær að skiptaréttur tæki búið til meðferðar, og það hefði verið gert. Kvað Vilhjálmur kröfur þessara tveggja aðila vera eitthvað yfir 100 milljónir króna. Eignir Air Vikings hefðu hins vegar verið ein óveðsett flugvél, og sagði Vilhjálmur, að fallið hefði verið frá mati á vélinni en allir verið sammála um að hún nægði ekki fyrir þeim kröfum sem þarna var um að ræða. SKIPTARÉTTUR AKVEÐUR HVORTHLUTAFÉLAGIÐ STARFARAFRAM Vilhjálmur var að því spurður hvort einhverjar ráðstafanir hefðu verið gerðar af hálfu lánar- drottnanna tveggja í þá veru að halda rekstri félagsins áfram. Vil- hjálmur svaraði því til, að það sem gerðist er skiptaréttur tæki við fyrirtæki, væri að rétturinn kæmi í raun í stað stjórnar og framkvæmdastjórnar félagsins, og það væri þá á valdi hans að ákveða um framvinduna, ef fyrir lægju einhver verkefni sem talizt gæti hagur fyrir búið að full- nægja. Vilhjálmur kvaðst ekki vita til þess að nein áform væru uppi um að Samvinnuferðir tækju hugsan- lega við rekstri Air Vikings, eins og flogið hefur fyrir, og kvaðst ekki hafa vitneskju um að Saínvinnuferðir væru tilbúnar að hefja hér fJugrekstur. Allt væri óráðið uiii líamvindu rekstrar félagsins unifram ferð þá á laugardag, sem Sunnu hefur verið gefinn kostur á. FLJÖTLEGA EIGANDA- SKIPTl A AIR VIKING Morgunblaðinu tókst ekki i gær að ná tali af forsvarsmönnum Al- þýðubankans til að leita álits þeirra á þessu máli, en síðdegis i gær barst Morgunblaðinu eftir- farandi fréttatilkynning frá Guðna Þórðarsyni, forstjóra Air Vikings og Ferðaskrifstofunnar Sunnu, um þetta mál: „Síðast liðinn mánudag gerðu Olíufélagið hf. og Alþýðubankinn hf, kröfu til þess, að flugfélagið Air Viking hf. greiddi að fullu allar viðskíptaskuldir fyrirtækis- ins við þessa aðila, og lögðu jafn- framt löghald á eignir félagsins. Eins og öllum er kunnugt, sem eitthvað þekkja til atvinnu- reksturs, mun leitun á þvf fyrir- tæki, sem eitthvað hefur um- •leikis, er gæti greitt fyrirvara- laust allar sinar viðskipta- og bankaskuldir. Þar sem Air Viking gat ekki strax greitt þessum aðilum allar viðskiptaskuldir sínar, óskaði Oliufélagið hf. eftir því, að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta, og varð skiptaráðandinn í Reykjavík við þeirri ósk Olíufélagsins hf. í dag. Munu þvi að öllum líkindum fljótlega verða eigendaskipti að flugvélum Air Vinings hf. Þó að okkur stofnendum Air Vikings hf, sem höfum aflað fyrirtækinu álits og viðtækra markaða í mörgum heimsálfum, sé að sjálfsögðu söknuður í huga við þessi þáttaskil, þá óskum við væntanlegum eigendum alls hins besta, þar sem við vitum, að þeir fá góð og afkastamikil atvinnu- tæki á hagstæðu verði. Auk þess er ég þess fullviss, að þeir munu mæta ríkari skilningi og vonandi rýmri fyrirgreiðslu en við hjá sumum æðstu stofnunum þjóðar- innar. Rétt er að taka fram, að þessi atburður hefur engin áhrif á starfsemi ferðaskrifstofunnar Sunnu hf., sem mun starfa af sama þrótti og áður sem Stærsta ferðaskrifstofa landsins. En undanfarin ár hefur Sunna hf., flutt rúman helming allra þeirra Islendinga, sem notið hafa orlofs í sólarlöndum. Ferðaskrifstofuna Sunnu mun ekki skorta farkosti fyrir farþega sína i framtíðinni, og næsta flug til Kanaríeyja laugardaginn 6. mars n.k. verður flogið eins og venjulega með flugvél frá Air Viking hf.“ SAMVINNUFERÐIR HAFA EKKI AKVEÐIÐ YFIRTÖKU AIR VIKINGS Loks náði Morgunblaðið tali af Erlendi Einarssyni, forstjóra Sambands Isl. samvinnufélaga og stjórnarformanni Samvinnu- ferða, og spurði hann hvað hæft væri í fregnum um að Samvinnu- ferðir hefðu í hyggju að taka við rekstri Air Vikings og að viðræð- ur væru þegar hafnar milli for- ráðamanna ferðaskrifstofunnar og starfsmanna Air Vikings. Hann kvað engar ákvarðanir hafa verið teknar um það innan stjórnar Samvinnuferða að taka við rekstri Air Vikings, en hann kvað það hafa verið yfirlýsta stefnu skrifstofunnar við stofnun hennar að leita samstarfs við Islenzka flugrekstraraðila um sem ódýrastar flugferðir, og kvað Samvinnuferðir þegar hafa rætt við Flugleiðir um þau efni. Einnig hefði komið til greina að leita samstarfs við Air Viking áður en til þessa kom, þar eð Samvinnuferðir hefðu viljað halda öllum dyrum opnum til að ná sem hagkvæmustum kjörum. Erlendur kvað engar viðræður hafa átt sér stað milli forráða- manna Samvinnuferða og starfs- fólks Air Vikings, en taldi að við- ræður hefðu farið fram milli fulltrúa Olíufélagsins sem eins helzta lánardrottins og starfs- fólksins um það hvað tæki við þegar félagið væri komið til gjald- þrotaskipta. — Herskipin út Framhald af bls. 1 sætisráðherra að það hefði komið til greina af Islendinga hálfu að semja um slíkt meðan viðræður stóðu yfir. Upp úr þeim viðræðum hefði þó slitnað vegna þess að Bretar sendu freigátur aftur inn fyrir 200 mílurnar. Það hefði verið gert eftir að íslenzk varð- skip hefðu klippt á togvíra tveggja brezkra togara, en þess bæri að geta að þeir hefðu verið að veiðum á svæði, sem væri algerlega friðað. Beðið var um skoðun forsætis- ráðherra á þeim ummælum James Callaghans, utanríkisráð- herra Breta, að Bretar hafi gert tslendingum ákveðið tilboð en ekki fengið neitt á móti og svaraði hann því til að á meðan brezk herskip væru á íslandsmiðum yrði Bretum ekki gert neitt tilboð. Spurt var um, hvort tslendingar gætu hugsað sér að fallast á viður- kenningu Breta á 100 sjómílna fiskveiðilögsögu til bráðabirgða, eins og hann hefði minnzt á I ræðu sinni, ef Bretar drægju her- skip sln til baka. Sagði forsætisráðherra að þetta bæri að skilja fremur sem rök- semdafærslu en sem tillögu. Bretar hefðu farið fram á I Efna- hagsbandalaginu, að það viður- kenndi 100 mllna fiskveiðilög- sögu Breta og því væri ekki óeðli- legt, að þeir viðurkenndu fisk- veiðilögsögu af sömu stærð við ísland. Ef Bretar kölluðu her- skipin heim á réttan hátt mætti ræða alla möguleika. Þá var um það spurt, hvort ekki væru eðlilegt að Islendingar hættu áreitni við brezka togara ef herskipin færu út. Sagði Geir Hallgrímsson það vera heldur mikla rausn við Breta þvl þá myndu þeir geta mokað upp afla. Eðlilegra væri, ef Bretar vildu ná samkomuiagi, að þeir færu með togarana út fyrir 200 mílurnar á meðan samningar stæðu yfir eins og Vestur-Þjóðverjar hefðu gert. Spurt var um, hvort það væri raunhæft af Islendingum að krefjast skilyrðislausrar upp- gjafar af Bretum og svaraði Geir Hallgrimsson því til að það væri ekki skilyrðislaus uppgjöf þótt Bretar færu út með herskip sln. Þeir þyrftu bara að átta sig á þvi að I þessum hluta heimsins væru menn vaxnir upp úr því að beita vopnavaldi. „Yfirlýsingin bætir andrúmsloftið“. Mikið var spurt um þýðingu yfirlýsingar forsætisnefndar- innar og hvort Norðurlandaráð ætti yfirleitt að gefa út slíkar yfirlýsingar. Sagði forsætisráð- herra að yfirlýsingin hefði enn ekki breytt neinu en það væri sín skoðun, að hún gæti bætt andrúmsloftið. Taldi hann ekki óeðlilegt að ráðið sendi frá sér yfirlýsingar I málum, sem varða lífshagsmuni norrænnar þjóðar. „Munu Islendingar mæta á ráð- herrafundi Atlantshafsbandalags- ins,“ var spurt og sagði að ekki hefði annað verið ákveðið. Islend- ingar litu á NATO sem mikilvæg- an vettvang til að koma sjónar- miðum sínum á framfæri og vinna þeim áhrif. Um það hvort Atlantshafsbandalagið gæti aðstoðað íslendinga sagði Geir Hallgrímsson að NATO gæti ekki gefið Bretum skipanir. Það væri bandalag 15 sjálfstæðra þjóða, sem ekki þurfa að taka við skipunum frá þvi og einmitt þess vegna væru Islendingar aðilar. — Sjómanna- félög Framhald af bls. 32 fallinu. A fundinum var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Fundur I stjórn og trúnaðar- mannaráði Sjómannafélags Reykjavíkur, haldinn þann 2. marz 1976 kl. 20.30, samþykkir að fresta nú þegar vinnustöðvun sinni á bátaflotanum meðan skip- verjar kynnast i raun hinu nýja samningsuppkasti, enda verði lög- skráð samkvæmt því. Ástæður eru meðal annars þessar: „Sáralltil þátttaka var i at- kvæðagreiðslunni um samninginn eftir fund félagsins I gærmorgun og fjöldi félagsmanna SR er þegar kominn á veiðar frá öðrum út- gerðarstöðum. Þá hafa nokkur skip laumazt úr höfn og brotið þar með vinnubannið. Um borð I þessi skip hafa meðal annars farið skip- verjar sem nýbúnir voru að segja nei við hinu nýja samningsupp- kasti. Stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur er falið að viðhöfðu samráði við lögfræðing félagsins að kanna hvernig félagslögum verður komið yfir brotlega félagsmenn svo og forráðamenn þeirra skipa, sem nú hafa brotið 18. grein laga nr. 80 frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá bendir fundurinn á, að sjó- menn og útgerðarmenn eigi ekki einir hlut að þessu máli, heldur allt verka- og þjónustufólk, sem að fiskvinnslu, útgerð og þjón- ustu við hana vinnur, sömuleiðis bæjarfélagið sjálft og þjóðfélagið I heild. Fundurinn lýsir trausti á samningamenn félagsins og óskar fundurinn þess, að þeir leitist við að taka upp samningaviðræður að nýju við útgerðarmenn." Sjómannafélag Hafnarfjarðar boðaði til fundar um verkfalls- málið kl. 21 I gærkvöldi og lauk fundinum um kl. 22. Að sögn Ösk- ars Vigfússonar, formanns félags- ins, var samþykkt á fundinum að aflýsa vinnustöðvuninni og stjórn félagsins falið að leita eftir við- ræðum við útgerðarmenn á ný. Var þetta samþykkt með 36 at- kvæðum gegn 6, en 16 sátu hjá. Þá samþykkti fundurinn eftir- farandi ályktun: „Fundur haldinn I Sjómannafé- lagi Hafnarfjarðar 2. marz 1976 samþykkir að lýsa vanþóknun sinni á þeim sjómönnum, sem gerzt h5fa brotlegir I verkfalli. Þá vill fundurinn fordæma þá skip- stjórnarmenn, sem hafa kvatt undirmenn til að taka þátt I verk- fallsbrotum I skjóli stöðu sinnar.“ Emil Magnús$on, fréttaritari Mbl. I Grundarfirði, sagði, að sjó- menn á Snæfellsnesi virtust fyrst og fremst vera óánægðir með að sérkröfur þær, sem þeir settu fram s.l. haust, er samningavið- ræður voru að hefjast, fengu engan hljómgiunn. Því væru þeir ekki til umræðu um að hefja sjó- sókn á ný fyrr en eitthvað hefði verið komið til móts við þá. Þá sagðist hann hafa frétt, að einn Ólafsvikurbáta hefði farið á sjó I gær, og til einhverra stymp- inga hefði komið er báturinn lagði úr höfn. Atkvæðagreiðsla hófst I gær hjá yfirmönnum á bátaflotanum. Stendur hún fram til laugardags- kvölds og verður þegar atkvæðum hefur verið safnað saman talið sérstaklega og I einu lagi hjá sáttasemjara. — Loðnuganga Framhald af bls. 32 og jafnvel tvær loðnugöngur eigi enn eftir að koma á miðin. Af þessu tilefni hafði Morgunblaðið samband við Hjálmar Vilhjálms- son fisfcifræðing, sem nú er staddur um borð I rannsóknaskip- inu Bjarna Sæmundssyni, og spurði hann hvort fleiri loðnu- göngur ættu eftir að ganga á miðin. Hjálmar sagði, að hann tryði ekki öðru en að önnur ganga ætti eftir að koma á miðin og það bráðlega upp að SA-landi, en því miður hefði lltið verið hægt að rannsaka svæðið að undanförnu. Dagana 8.—10. febrúar hefði orðið vart við mikla loðnugöngu austur af Gerpi, en hún hefði ekki fundizt síðustu daga, en oft væri mjög erfitt að finna loðnuna þegar hún væri að ganga upp að SA-landi, þvl hún gengi mjög dreifð upp að landinu. Þessi ganga gæti þvf verið á svæðinu frá Hvalbak að bugtunum svo- nefndu. Eftirtalín skip tilkynntu um afla til Loðnunefndar frá kl. 22 I fyrrakvöld til kl. 21 I gærkvöldi: Ljósfari 220 lestir, Börkur 850, Sæberg 200, Óskar Magnússon 270, Hrafn 200, Arni Sigurður 350, Haraldur 170, Höfrungur 3. 240, Þórkatla 30, Víðir 220, Snæ- fugl 150, Náttfari 150, Hrafn Sveinbjarnarson 150, Bjarni Olafsson 340, Sveinn Svein- björnsson 200, Lárus Sveins- sen 260, Kristbjörg 230, Flosi 220, Húnaröst 240, Grindvíkingur 600, Magnús 180, Alftafell 110, Gullberg 400, Andvari 130, Hákon 150, Þórður Jónasson 370, Þórkatla 70, Sæ- berg 240, Ólafur Magnússon 190, Súlan 600, Isleifur 30, Bergur 180, Rauðsey 390, Gunnar Jónsson 130, Sklrnir 290, Huginn 340, Hrafn Sveinbjarnarson 260, Hilmir 500, Árni Sigurður 410, Skógey 130, Vonin 170, Óskar Magnússon 350, Loftur Baldvins- son 500, Hrafn 360, Dagfari 170 og Guðmundur 650. — Forkosningar Framhald af bls. 1 lyndra sem keppa um hylli kjós- enda eru Fred Harris, öldungar- deildarþingmaður, Milton Shapp, rlkisstjóri, Morris Udall, þing- maður, og Sargent Shriver, fyrrv. sendiherra I Frakklandi. Forkosningar repúblikana fara einnig fram I ríkinu I dag en hvorki Ford forseti né aðalkeppi- nautur hans, Ronald Reagan, hafa háð kosningabaráttu þar og virð- ast ekki telja úrslit I forkosningu repúblikana skipta sköpum I þessu þekkta demókratariki. — IBM gefur Framhald af bls. 32 fræðum og kennsla og rannsóknir sem styðjast við tölvunotkun hafi aukizt hröð- um skrefum við háskólann á seinustu árum, og nú sé svo komið að eldri tölvan nægi ekki lengur þessum þörfum, enda sé hún tæknilega úrelt. Háskólinn hafi átt mjög erfitt með að endurnýja tölvukost sinn af eigin rammleik, en gjöfin full- nægi helztu þörfum háskólans I þessum efnum. — Blandið Framhald af bls. 14 verkalýðsforingja að leigja skip og senda Islendingum til hjálpar við gæzlu 200 mílna fiskveiðilög- sögunnar. I bréfinu segir Cairns: „Einsog þið höfum við í brezku verkalýðs- hreyfingunni mikla samúð með bræðrum okkar á Islandi og við höfum tilkynnt ríkisstjórnum beggja landa skoðanir okkar eftir að ófriður brauzt út. Hins vegar fáum við ekki séð hverju íhlutun bræðra okkar I Danmörku getur fengið framgengt nema að kynda enn undir fjandsamlega afstöðu bæði félaga okkar I verkalýðssam- tökunum sem eru að veiðum (á Islandsmiðum) og islenzku varð- skipanna sem fengið hafa skip- anir um að áreita þá. Samtök mín gera allt sem i þeirra valdi stendur til að beita brezku ríkis- stjórnina þrýstingi og fá hana til að endurskoða núverandi stefnu sína með tilliti til þess að unnt megi verða að draga úr vandamál- unum við ísland, en aðgerðir landa ykkar geta aðeins gert þetta starf okkar erfiðara og skaða stöð- una frekar." — Dönsku blöðin Framhald af bls. 14 orð, sem fram komu í urríræðum á þinginu. Yfirlýsingin verður túlkuð út um heim sem yfirlýsing frá Norðurlandaráði, er lýsi sjónarmiðum ríkisstjórna Norður- landa. Þetta segir blaðið vera ranga túlkun, þar sem Norður- lönd standi alls ekki sameinuð að baki Islendingum. Politiken er jákvæðari og kallar yfirlýsingu forsætisnefndarinnar „Hjálparaðgerð með fegurðar- galla“ Segir blaðið að I ákafa sín- um að komast hjá löngum um- ræðum um tillögu sósialista um að Norðurlandaráð lýsi yfir stuðn- ingi við Islendinga, hafi forsætis- nefndin komið fram með eigin yfirlýsingu, sem beri þess merki að vera unnin I fljótfærni. Gagn- rýnir blaðið yfirlýsinguna meðal annars fyrir það að hún hafi ekki verið send sendinefndunum, til umfjöllunar auk þess sem hún getur skapað innanlandsóró I löndum eins og Danmörku. Síðan segir blaðið „Hvlllkt skipbrot hefði það þó ekki verið fyrir norræna samvinnu, ef Norður- landaráð eða forsætisnefndin hefði ekki stutt við bakið á aðildarþjóð sem á i baráttu fyrir tilveru sinni.“ „Utanrlkismál eru almennt ekki til umræðu I Norðurlandaráði en það er sjálfsagt að fiskveiði- deila lslendinga og Breta sé efst á blaði þingi hinna norrænu þjóða,“ segir Dagens Nytheter I Stokk- hólmi. Svenska dagbladet segir að lýðræðisöfl innan Norðurlanda- ráðs hafi brugðist vel við tillögu vinstri sósialista, sem fremur var hugsuð til að spilla samstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins en að lýsa einlægum stuðningi við Island.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.