Morgunblaðið - 03.03.1976, Page 17

Morgunblaðið - 03.03.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976 17 ísland er stórveldi á sviði flugmálamta flókin, og þarfnast þess vegna mjög mikillar skipulagningar, ná- kvæmni og tæknilegrar fullkomn- uuar, jafnframt því sem hún krefst mikils fjármangs. 1 öðru lagi er sú staðreynd að „fram- leiðsla" flugsins er ekki varanleg, og er þvi ekki hægt að geyma hana eins og aðra framleiðslu- vöru. Sigurður segist með þessu eiga við að þegar flug er hafið eru óseld sæti eða óselt farrými farin forgörðum í eitt skipti fyrir öll. Nákvæm skipulagning á framboði sæta eða flutninga er því höfuð- nauðsyn í flugstarfsemi, enda seg- ir Sigurður að margir hafi farið ftatt á þessu og ófarir margra flugfélaga megi rekja til rangra ákvarðana varðandi þetta atriði Og margar og oft stórar flugvélar hafa verið pantaðar, og framboð sæta því of mikið. „Islendingar hafa hinsvegar á að skipa mikilli sérþekkingu í þeirri atvinnugrein sem flugmál eru,“ sagði Sigurður. „Ég hef þess vegna stundum haldið því fram, að við höfum nægilega sérþekk- ingu á þremur sviðum til útflutn- ings — þ.e. í sjávarútvegi (og héðan hafa líka farið sérfræðing- ar á því sviði til aðstoðar við þró- unarlönd sem eru að reyna að byggja upp sjávarútveg), nýtingu jarðhita og í flugmálum. Það er til að mynda ekki út í hött að ætla að islenzkir flugmálamenn gætu komið að liði við uppbyggingu flugstarfsemi í ýmsum þróunar- löndum, sem eru að reyna að koma undir sig fótunum á því sviði.“ Sigurður segir það skipta höfuð máli í allri skipulagningu að áætl- anir séu raunsæjar og standist. „I þessari atvinnugrein er mikið i húfi, og fari eitthvað úr skorðum, t.d. eins og það að flutningar eru ofætlaðir i upphafi og flugi síðan hagað í samræmi við það í langan tíma, þá getur það haft hinar af- drifaríkustu afieiðingar. Þegar litið er til baka hefur okkur tekizt að láta okkar áætlanir standast, að þvi er ég tel.“ HORFURNAR SÆMILEGAR Undanfarin ár hefur flugstarf- semin átt við mikla örðugleika að etja, og eru fýrir því ýmsar ástæð- ur, m.a. samdráttur i efnahagslifi á Vesturlöndum, mikil verðbólga og siðast en ekki sízt gífurleg hækkun á olíuverði. Fargjöld hafa þar af leiðandi hækkað mjög, og afleiðingin af þessu öllu saman orðið sú að verulegur aftur- kippur hefur komið i ferðalög fólks, sem áður höfðu aukizt ár- lega um 10—15% um langan tíma. Sem dæmi um áhrif oliu- hækkana nefnir Sigurður, að eld- neytiskosnaður Flugleiða var árið 1973 8.4 milljónir dollara eða 1.3 milljarður króna en var árið eftir 17.2 milljónir dollara, 2.6 milljarðar, eða hafði hækkað um 102% þrátt fyrir verulega minna flug það ár en árið 1973. „Við fórum i gegnum erfið- leikatímabil, sem segja má að hafi byrjað árið 1971 og staðið yfir allt til þessa. Um þetta leyti urðu breytingar, sem komu illa niður á fluginu, svo sem óraunhæf far- gjöld á N-Atlantshafsleiðinni og of mikið sætaframl5oð. Við urðum óneitanlega fyrir barðinu á þessu, þar eð fargjöld Loftleiða urðu að vera i samræmi við önnur far- gjöld á þessarileið. Þá hafði aukin samkeppni islenzku flugfélag- anna sin áhrif á afkomuna. Arið 1973 fór svo sameining flugfélag- anna fram en við vorum svo óheppnir að í sama mund kom til fjórföldun á olíuverði, svo að erf- iðleikarnir voru þar með ekki yf- irstaðnir en vonandi erum við að sjá fyrir endann á þeim núna, þar eð síðasta ár kemur sæmilega út.“ Sigurður kvaðst telja horfurnar sæmilegar, þó að ekki væri ástæða til mikillar bjartsýni. Ástæðan væri fyrst og fremst sú, að hins háa olíuverðs gætti enn, en flugfélögin væru öðrum rekstri viðkvæmari fyrir þvi, þar eð allt að 20% af öllum útgjöldum þeirra færu til eldsneytiskaupat Þá væru fargjöldin enn að hækka og markaðurinn hefði dregist saman, enda væri hlutfallslega dýrara að ferðast nú en áður. Kvaðst Sigurður þannig að öllu athuguðu ekki hafa trú á því, að flugfélögin ættu eftir að standa aftur andspænis vaxtarskeiði á borð við það sem var á áratugun- um milli 1960 og 1970 heldur yrði hér eftir hægur vöxtur. GETUM HALDIÐ OKKAR HLUT Sigurður var þá spurður að þvi hvort landfræðilegt mikilvægi Is- lands varðandi flugleiðina yfir N- Atlantshafið hefði ekki að ein- hverju leyti breyzt við tæknilegar framfarir, sem orðið hefðu i flug- vélasmiði á liðnum árum, og hvort ekki ætti eftir að draga úr hlut- deild íslenzku flugfélaganna í hinu alþjóðlega flugi því samfara. „Ég tel, að við getum áfram haldið þátttöku okkar í alþjóð- legri flugstarfsemi að vissu marki, enda þótt ég sé efins um að okkar hlutdeild í þvi eigi eftir að aukast frá því sem nú er, “ svar- aði Sigurður. „En við ráðum yfir mikilli sérhæfðri þekkingu á sviði flúgmála, en þess vegna held ég að það sé engin goðgá að ætla að við getum eftir sem áður beitt okkur verulega á alþjóðlegum vettvangi í þessum efnum og hugsanlega fært eitthvað út kvi- arnar. Ég nefni sem dæmi að um þessar mundir starfa um 100 Is- lendingar hjá Cargolux. Ég hef trú á því, að framgangur fragt- flugsins geti t.d. aukizt töluvert frá því sem nú er og búast megi við áframhaldandi jákvæðri þró- un í þeim þætti flutningaflugsins, hann eigi jafnvel eftir að aukast hlutfallslega meira en farþega- flugið. Áhrif þess að flytja vörur flugleiðis eru ekki svo veruleg á sjálft vöruverðið, þar eð á móti kemur margvísleg hagkvæmni því samfara, svo sem ódýrari um- búðir, lægri vaxtakostnaður, minna lagerrými og ýmis fleir atriði. CONCORDE HEFUR LlTIL ÁHRIF Þá kom það fram hjá Sigurði, að hann telur að tilkoma hinnar hljóðfráu Concorde-þotu eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif innan farþegaflugsins, en sem kunnugt er hafa ensk og frönsk ríkisflug- félög nýlega hafið sinar fyrstu áætlunarferðir með þessari flug- vélategund. „Áhrifanna frá tilkomu þessara flugvéla gætir fyrst og fremst á fyrsta farrýmis- flutningum á þessum leiðum. Avinningurinn af þessum vélum er í meginatriðum sá, aó flugtím- inn á leiðum þessara véla styttist i 3 tíma í stað 5—6 klst. eins og nú er. Þessar vélar eru hins vegar ekki eins hagkvæmar og þær sem fyrir eru, og að mínu viti geta þær ekki borið sig nema með mikilli nýtingu. Hins vegar eru fargjöld með þessum vélum um þrisvar sinnum dýrari en venjuleg far- gjöld. Það hefur I för með sér, að markaður þeirra er mjög lítill og þröngur, og eru vélarnar þannig að sumu leyti skaðlegar þeim flugfélögum, sem reka þær, þar sem þessar vélar munu fyrst og fremst taka til sin farþega, er ella hefðu flogið á fyrsta farrými ann- arra hagkvæmari véla, sem þessi sömu flugfélög hafa yfir að ráða. Sigurður Helgason Þess vegna sýnist mér að aldrei verði hægt að fá út úr þessu dæmi hagkvæma vél.“ Sigurður sagði ennfremur, að sér virtist ýmislegt benda til þess, að tæknin á bak við Concorde- vélina hefði ekki verið fullkomn- uð þegar ráðizt var í smíði henn- ar. Sigurður bent á, að Banda- ríkjamenn hefðu sjálfir verið með áform um smíði hljóðfrárrar þotu, sem hefði orðið fullkomnari en Concorde og ef til vil nokkru hagkvæmari, en þeir hættu við smíði hennar, þar eð þeir þóttust sjá að endar mundu ekki ná sam- an. „Þegar litið er á þróun þeirrar tækni sem liggur á bak við smíði flugvéla frá upphafi, má kannski benda á að þegar Bretar smíðuðu sina fyrstu þotu, Comet-þotuna, þá var hún í byrjun óhagkvæm en tæknin að baki hennar var síðan fullkomnuð þannig að nú er svo komið að þotur eru orðnar ráð- andi meðal flugvélategunda sem nú fljúga. En ég er samt ekki viss um að sömu lögmál gildi um Con- corde-þotuna," sagði Sigurður. „Sagan sýnir okkur að þegar kom- ið hafa fram fullkomnari flugvél- ar, þá hefur þar jafnan farið sam- an aukin tækni og aukin hag- kvæmni en hér er ekki um slíkt að ræða, þar eð Concorde-þotan er aðeins tæknileg framþróun — meiri hraði á kostnað hagkvæmn- innar og það er skref aftur á bak." I þessu sambandi sagði Sigurð- ur, að Loftleiðir og siðan Flugleið- ir hefðu jafnan valið sínar flug- vélar með tilliti til hagkvæmni vélanna, og nefndi sem dæmi að þær vélar sem Flugleiðir notuðu nú á N-Atlantshafsflugleiðinni — DC-8 63 — væru það hag- kvæmar að jafnvel breiðþoturnar svonefndu hefðu ekkert fram yfir þær. Þessar vélar héldu enn gildi sinu fyllilega, og ekki væri neitt fyrirhugað um kaup á öðrum flug- vélategundum. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það kemur að því að við verðum að efla flugvélakost okkar og huga að endurnýjun þessara véla, en slík áform eru þó ekki á dagskrá a.m.k næstu tvö árin.“ RISAVAXIN FLUGSTARFSEMI Sigurður veitti okkur ýmsar upplýsingar um flugstarfsemi Flugleiða hér á landi, sem gefur til kynna að borið saman við aðrar þjóðir er flugstarfsemin hér á landi risavaxin. Hann nefndi sem dæmi um umfang þessarar starf- semi, að með flugvélum Flugleiða hefðu á síðasta árí ferðast 712 þúsund farþegar. Velta félagsins nam um 83 milljónum dollara eða 13,7 milljörðum isl. króna. Heild- arstarfsmannafjöldi félagsins á þessu ári er 1.820 manns, og þar af starfa á Islandi 1.235 en erlend- is 585 manns. Samtals eru skrif- stofur félagsins 28 en þar af eru 8 skrifstofur vestanhafs en í Evrópu er 20 skrifstofur. Sölu- svæðum Flugleiða er skipt i þrjú svæði og er einn maður ábyrgur fyrir hverju svæói. I fyrsta lagi er Vesturálfan sem svarar til 41.5% af veltu félagsins, þá Island, Skandinavía og Bretland með 21.5% af veltunni og loks mcgin land Evrópu með 27% af veltunm. „Allt skýrist með samanburði," segir Sigurður, „og við berum okkur oft saman við frændur okk- ar á Norðurlöndum. Það félag, sem við á margan máta stöndum næst, er finnska flugfélagið Fin- nair. I samanburði við það má nefna eftirfarandi tölur en þá verður að hafa í huga, að Finnar eru liðlega 21 sinnum fleiri en við eða 4.700.000 á móti 217.000.Veita Finnair nam 132 milljónum doll- ara á móti 83 milljónum dollara hjá okkur eða aðeins 59% hærri en velta okkar, þótt þjóðin sé þetta miklu stærri.“ Sigurður sagði ennfremur, að algengasti mælikvarði á afköst i flugi væri farþegakílómetri, þ.e. farþegi fluttur einn kílómetra. Afköst Finnair á sl. ári voru 2.953.000.000 farþegakílómetrar en afköst Flugleiða voru á sama ári 2.617.000.000 farþegakilómetr- ar og er þvi Finnair aðeins með 13% meir afköst en Flugleiðir, þótt ibúatala þeirra sé rúmlega tvitugföld á vió Islendinga. „Það má líka gera annan sam- anburð, og hann er hver hlutdeild okkar er i öllu alþjóðlegu flugi. Alþjóðlegt farþegaflug i heimin- um á árinu 1974 nam 283,7 milljörðum farþegakílómetra. Flug okkar var 2.6 milljarðar far- þegakílómetra eða 0.9% af heild- inni. Ef gerður er samnaburður á fólksfjölda okkar sem hlutfall af heildarfólksfjölda í veröldinni, og gengið út frá því að þetta flug skiptist jafnt eftir fólksfjölda, kemur í ljós af framangreindum tölum að í alþjóðlegu flugi vegum við álíka og þjóð sem teldi 36 milljónir íbúa. Á alþjóðlegum Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.