Morgunblaðið - 03.03.1976, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.03.1976, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976 31 Sigurði Haraldssvni hefur gengið vel í liðakeppninni f badmin- ton, en hann leikur í b-liði TBR. B-liðið betra en a-liðið ? I FYRRA fór f fyrsta skipti fram liða- eða deildakeppni í badminton. Er þessi keppni nú vel á veg komin f annað sinn. 1 1. deildinni hefur b-lið TBR forystu, en a-lið félagsins er hins vegar f öðru sæti. Þess verður þó að geta að aðeins hafa þrfr leikir farið fram f 1. deildinni og ýmislegt kann að gerast áður en yfir lýkur. Leikjum efri flokks eða 1. deildar hefur lyktað sem hér segir: TBR (a) — KR (a) 7:6 KA (a) — TBR (b) 5:8 TBR (b) — TBR (a) 9:4 I 1. deildinni hefur lið Sigl- firðinga enn ekki hafið keppni. I neðri flokknum keppa 10 lið í þremur riðlum. Að riðlakeppn- inni lokinni munu sigur- vegararnir í riðlunum mætast i keppni um sæti i 1. deildinni. 1 Norðurlandsriðli leikaTBS (b). og lið Akureyringa, en þar er keppni ekki hafin. I hinum riðlunum þessi: 1. riðill: er staðan hins vegar KR (b) 3 stig 27:12 TBR (c) 2 stig 23:16 Valur 1 stig 19:20 BH 0 stig 9:30 2. riðill: IA 2 stig 23:3 KR (c) 2 stig 20:19 Vlkingur 2 stig 20:19 Gerpla 0 stig 11:15 UMFN 0 stig 4:22 Opið mót á Akranesi BADMINTONRÁÐ Iþróttabandalags Akraness heldur opið mót í badminton laugardaginn 13. marz n.k. Keppt verður í einliðaleik og tvfliðaleik karla og kvenna og f tvenndarleik f A- og B-flokki. Keppnin hefst kl. 11.30 og verður henni lokið á laugardeginum og þau félög sem senda keppendur f þetta mót verða látin vita hvenær áætlað er að mótinu Ijúki. Er slfkt ekki hægt fyrr en f jöldi keppenda liggur fyrir. Þátttökugjald er kr. 1000,00 i einliðaleik og kr. 500,00 fyrir tvfliðaleik og tvenndarleik. Þátttöku þarf að tilkvnna til Hinriks Haraldssonar f sfma 93-1143 og 93-2117, ekki síðar en föstudaginn 5. marz. Hinrik mun einnig veita nánari upplýsingar um mótið. úr.KR ogFram Guðbrandur „Ég byrjaði í körfuknattleik 8 ára með Körfuknattleiksfé- laginu Kát sem var drengjafé- lag í Laugarnesinu. Eg var yngstur þar, en sumir þeir elztu sem voru í Kát leika með m.fl. Fram í dag. En síðan komu margir á mínum aldri þegar Fram stofnaði körfu- boltadeild og við höfum haldið hópinn síðan. Við höfum tapað einum leik í íslandsmótinu, fyr- ir KR, og ég held að þeir vinni mótið.“ Við spurðum Guðbrand um æfingaaðstöðu 3. fl. Fram. „Við höfum ekki haft nægj- anlega góða aðstöðu. Fyrir ára- mót höfðum við að vísu þrjár æfingar, en í allt of litlum sal. En þetta batnaði að vísu eftir áramótin. Þótt möguleikar okk- ar í Islandsmótinu séu orðnir litlir þá gefumst við ekki upp, við ætlum allir að halda áfram að æfa körfubolta." Eins og fram hefur komið þá stendur KR bezt að vígi í a-riðli 3. flokks. Í b-riðli eru Haukar með forystu og í Norðurlands- riðli eru allar líkur á að Tinda- stóll frá Sauðárkróki sigri. gk—. — Norrænu menn- ingarfjárlögin Framhald af bls. 14 renna 550—600 millj. til sam- vinnu á sviði vísinda, 250 millj. til samvinnu á sviði skólamála, til almennrar menningarstarfsemi yfir 200 millj. kr. Norræni menn- ingarsjóðurinn fær 180 millj. kr. og ráðherranefndin fær til frjálsrar ráðstöfunar til eflingar ýmiss konar menningarstarfsemi 140 millj. króna. Gylfi Þ. Gíslason sagði að gert væri ráð fyrir auknum fjárveit- ingum til aukins samstarfs ýmissa almannasamtaka og á þessu ári á að undirbúa skipulag styrkveit- inga til norræns samstarfs á sviði almenningsíþrótta, þ.e. ekki keppnisíþrótta, heldur til íþrótta- samstarfs æskulýðsfélaga, fatl- aðra og fl. Þá skýrði Gylfi frá því, að nefndin legði mikla áherzlu á að Norðurlandaráð léti til sín taka það vandamál sem fylgdi miklu atvinnuleysi ungs fólks á ýmsum Norðurlandanna. Þetta er ungt fólk, sem fer beint út á vinnu- markað að lokinni skólaskyldu og er að mörgu leyti ekki sam- keppnisfært þar. Er atvinnu- leysishlutfall þessa fólks stundum og sums staðar 25%. Menningarmálanefndin lagði einnig til að ráðið afgreiddi endanlega byggingu norræns húss í Þórshöfn i Færeyjum, sem ráðherranefndin tók ákvörðun um i desembermánuði sl. Er reiknað með að bygging hússins hefjist 1977 eða 1978. Þá hefur ráðherranefndin samþykkt tillögu menningarmálanefnd- arinnar um norrænt hús í Finn- landi, en ekki er ákveðið hvar það verður reist, þótt líklegt sé að þaó verði í Sveaborg. — Litlar líkur Framhald af bls. 2 kvæmdastjóri sjávarafurða- deildar Samhandsins. Þeir sögðu báðir, að að visu hefði blokkin hækkað nokkuð fyrir skömmu, eins og fram hefði komið í fréttum, en lítið væri nú framleitt af henni miðað við það sem áður var. Ef einhverjar breytingar hefðu átt sér stað til batnaðar, væri það helzt i hinum svokölluðu aukategundum, sem sáralitlu máli skiptu. — Sat fyrir þjófunum Framhald af bls. 2 hans á mánudaginn um lyktir mála. Þess má geta, að þjófarn-1 ir voru á stolnum bfl þegar þeir frömdu innbrotið og þegar þeir sóttu góssið höfðu þeir stolið öðrum bil og voru þeir gripnir á honum. Mál þetta var upplýst með samvinnu lögreglumanna i Kópavogi, Revkjavík og Grindavik. — Ræða Ölafs Jóhanns Framhald af bls. 15 sé saman slungin úr fornri manngildi skyldi metið meira en auður og völd, gæzka og réttlætis- kennd meira en tign og frægð. Ég get um það borið að almúgafólk mótað og gagnsýrt af þessari menningu átti góðan bókakost, enda þótt það byggi einatt við slíka fátækt, að þegnar velferðar- ríkja svonefndra munu eiga ákaf- lega örðugt með að gera sér hana i hugarlund. An þessarar menn- ingar hefði ég að öllum likindum aldrei reynt að setja saman bók, því að þrátt fyrir fátæktina var hún þess megnug að ljúka upp fyrir börnum og unglingum hin- um óendanlega heimi skáld- skapar og fræða. Mér verður því dimmt fyrir sjónum, þegar ég hugleiði nú, með hvíliku offorsi sótt hefur verið að þessari menningu, sem flestir, ef ekki allir íslenzkir rit- höfundar eiga mest að þakka. Fari svo fram sem horfir, mun hún varla halda velli lengi. Það eru stórveldin, böl jarðar, sem að henni hafa sótt hálfan fjórða ára- tug samfleytt. Þau hafareynt með lævísum aðferðum að orméta sterkustu stoð hennar, sjálfa hina klassísku tungu. Þau hafa gert sér mikið far um að læða eða þrengja inn í vitund alþýðu glysmenningu sinni, prangmenningu sinni, of- beldisdýrkun sinni og ýmsum teg- undum þess lágmanningarhroða sem samvizkulausir dólgar þeirra framleiða til þess eins að græða fé. Aðan sagðist ég vona að íslenzk- ar nútímabókmenntir reyndust þess umkomnar að örva raunveru- legan vinarhug erlendra lesenda i garð smáþjóðar sem berst við ofurefli. Ég sagðist einnig líta svo á, að ísienzk alþýðumenning væri heiðruð með veitingu bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni. Ég hef því þegar nefnt það tvennt sem veldur því, að ég tek við þessum verðlaunum með þakklátum huga. Megi veit- ing þeirra nú verða landi minu og þjóð til nokkurrar gagnsemdar, hvað sem sjálfum mér líður. — Dreifa sér Framhald af bls. 2 unnar og var óspart hvatt til að togararnir tækju sig til og sigldu Tý í kaf, en ekki hafi orðið úr því að slikt væri reynt og hafi allir togararnir hift inn. Sömu sögu hafi verið að segja þar sem varð- skipin Ægir og Baldur hafi verið að og freigáturnar og dráttarbát- arnir hafi ekki getað haft minnstu stjórn á þeim, eins og ^ orðað er í skeytinu. I fréttum frá Hull i dag er haft eftir David Cairns, einum helzta forvígismanni flutningaverka- manna, að „ég hef þá bjargföstu sannfæringu að innan tveggja mánaða verður Island og veiðar þar minning ein“. — Fyrsta skuttogara Framhald af bls. 5 lok og verði þá afhentur eigend- um sínum. Þá má til tíðinda telja, að í gær hljóp af stokkunum í Flekkefjord í Noregi skipsskrokkur, sem Slippstöðin h/f kaupir og mun innrétta og ganga að öllu leyti frá hér heima. Hér er um að ræða skuttogara af sömu gerð og yngstu vestfirsku skuttogararnir, en þeir voru einmitt smíðaðir í Flekkefjord. Björgunarskipinu Goóanum er ætlað að draga skips- skrokkinn til Akureyrar, og er hann væntanlegur hingað um miðjan marzmánuð. Sv.P. — Ræða Atla Heimis Framhald af bls. 15 mun siðar og tónlistin var sú list- grein sem siðast vann sér sess í landinu. Því er enn álslandi talað um bókmenntir og aðrar listir. Tónlistarstofnanir á íslandi eru mjög ungar, aðeins nokkurra ára- tuga gamlar, og enn er verið að vinna brautryðjenda- og uppbygg- ingarstarf, sem fyrir löngu er lok- ið hjá frændum okkar á Norður- löndum. íslenzkt tónlistarlif hef- ur ekki enn slitið barnsskónum. Enn eru vaxtarverkir í íslenzkri tónlist, og það verður að telja alveg eðlilegt. v í ýmsu tilliti er Island einangr- að land. Við semþar búum höfum stundum á tilfinningunni að við búum á bak við veröldina. Einm- itt þess vegna hefur hin sívax- andi norræna samvinna haft mjög jákvæðar afleiðingar i för með sér fyrir Island. Eg þori að fullyrða að menningarsamstarfið á tónlist- arsviðinu hafi nú þegar haft mjög hvetjandi áhrif á tónlistarlifið á Islandi. Að mínu mati líkist hlutverk tónskáldsins í íslenzku samfélagi hlutverki þess í öðrum löndum. Nú er mikið rætt og ritað um þýðingu tónskálda og tónlistar. Ég tel mig ekki geta skilgreint þetta hlutverk i fáum orðum og ekki heldur gert grein fyrir vandamálum nútimatónlistar. Ekki má þegja yfir þvi að hin svokallaða nútímatónlist höfðar til tiltölulega fámenns hóps, sem að vísu fer mjög vaxandi. En þetta rýrir ekki þýðingu hennar. Það er ekki unnt að meta tónlist eftir þvi til hve margra hún höfðar. Það er líka óhemju erfitt að beita hér hlutfallsreglunni. Það eru forréttindi góðrar listar að höfða ekki eingöngu til einnar kynslóðar, heldur til margra. Evrópsk tónlist er eðli sínu samkvæmt dýnamisk. Hún er því síbreytileg. En til er virkilega stór hópur tónlistarunnenda sem á erfitt með að skilja nútímatón- list. Það er ekki endilega ókostur. Lágkúrulega og einfalda list er alitaf auðvelt að skilja, og hún hættir því að leita á fólk. Sú list sem er flóknari og erfiðari er manneskjunni vandamál sem þarf að leysa, þ.e.a.s. verðugt við- fangsefni. Því það er i eðli manneskjunnar að leita að reynslu, vizku og skilningi. Eg held að þetta sé ástæðan fyrir þvi að nútímatónlist hafi samfélags- legt gildí, þó að áhrif tónlistar- innar séu miklu flóknari en áhrif ýmissa annarra listforma. I mjög gömlu kínversku riti má finna eftirfarandi samtal: Hvers vegna tignar þú tónlist? spyr Me- ti, og einn af lærisveinum Konfúsiusar svarar: Til að tigna tónlist. Þá segir Me-ti: Þetta skil ég ekki. Ef ég hefði spurt bygg- ingarmeistara hvers vegna hann byggi hús myndi hann hafa svarað að hann gerði það til að verja fólk fyrir vindi og veðrum. Mér sýnist svo að tónskáld og tónlistarmenn hafi skilið þá stað- reynd, að nútimatónlist hafi mjög mikilvæga þýðingu í samfélaginu. í vaxandi mæli hafa þeir með list sinni reynt að vera virkari i formun og þróun samfélagsins. Það er mjög mikilvægt að við lítum á tónlist sem eðlilegan þátt í lífinu. Bandaríska tónskáldið John Cage telur að ef við skiljum að tónlistina og lífið þá fáum við það sem kallast list eða röð af meistaraverkum. Þessi aðgrein- ing hindrar okkur i að lifa, og þvi er nútimatónlist meira lif en list. Og það finnst mér mjög jákvætl En hvert er þá samfélagslegt hlutverk tónlistarinnar? Eg held ekki að til sé neitt eitt svar við þessari spurningu. Þó held ég að griska tónskáldið lannis Xenakis sé nálægt svarinu þegar hann segir: Tónlist hef- ur engan tilgang og möguleika, nema þegar hún leggur fram skerf til endurnýjunar grunn- byggingar hugsanagangs manneskjunnar og undirbýr mannkynið fyrir þau vanda- mál sem eru i vænduin. Eg sagði hér áður að tónlist okkar tæki stöðugum breytingum, — eins og lifið. Reyndar er leiðinlegur ávani að tala svona niikið um vanda nú- timatönlistar. Þessi vandamál þekki ég í raun og veru ekki. Eg á stundum erfitt með að semja tón- list. Það er mitt vandamál en ekki tónlistarinnar. Sú tónlist sem ég, vinir mínir og starfsbræður vildum hafa samið er ekki til. Við vitum heldur ekki hvernig hún myndi hljóma. Thomas Mann segir á fallegan hátt i bók sinni „Ðoktor Faustus": „Trúið mér, öll lífsstemmning tónlistarinnar breytist. Það er óhjákvæmilegt, og það er lán. Þunglyndisleg metnaðargirni hverfur. Við getum aðeins með erfiðismunum gert okkur það í hugarlund, og þó gerist það og verður eðlilegt: List sem er sálrænt heilbrigð, án þján- ingar, — list sem er í sátt við mannkynið." Eg held að einhvern tíma í framtiðinni muni einhverjum takast að heyra slika tónlist. Það verður öguð listræn hljömhugsun og hljómsköpun í hljómmeng- uðum heimi eins og okkar, þar sem tónlistin og þögnin verða huggun manneskjunnar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.