Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐlb. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976 11 Mikil hrifning á frumsýningu Húsavik i febr. PÉTUR Gautur, sjónleikur Ibsens var frumsýndur af Leik- félagi Húsavíkur þriðjudaginn 24. febrúar eða réttum 100 ár- um síðar en hann var frum- svndur í Kristjaníuleikhúsinu I Ósló. Titilhlutverkið leikur Gunnar Eyjólfsson þjóðleikari en svo skemmtilega vildi til að þann sama dag var Gunnar fimmtugur og var hann ákaft hvlltur af því tilefni og svo fyrir frábæran leik í hinu stór- brotna hlutverki Gauts. Þetta mun vera eitt stærsta viðfangsefni Leikfélags Húsa- víkur til þessa en jafnframt eitt af því bezta, sem það hefur af hendi leyst, þó Gunnar eigi þar auðvitað stærsta hlutinn, skila hinir leikararnir, heima- mennirnir, sinum hlutverkum vel og leikstjórinn, Sigurður Hallmarsson er öruggur í brúnni- ög með mikilsverðri að- stoð frá Þjóðleikhúsinu í sam- bandi við að leggja til aðalper- sónuna og lána útbúnað er sýningin sérstaklega vel heppn- uð og stór menningarviðburður úti á landsbyggðinni. Dr. Jón Gíslason: Gunnar Eyjólfsson og Einar Njálsson í hlutverkum slnum I sýningu Leikfélags Húsavíkur á Pétri Gaut. Margföld afmælissýning á Pétri Gaut á Húsavík Með önnur aðalhlutverk en Pétur Gaut fara Herdís Birgis- dóttir, Guðný Þorgeirsdóttir, Ingimundur Jónsson, Kristjana Helgadóttir og Einar Njálsson. Hallmar Sigurðsson, sem nú er við nám í leikhúsfræðum í Svíþjóð, hefur gert leiktjöldin og mun það m.a. verða eitt af hans prófverkefnum og hefur hann leyst sitt hlutverk vel af hendi. Að lokinni frumsýningu náði fréttaritari Morgunblaðsins stuttu viðtali við Gunnar Eyjólfsson áóur en hann fór i veizlu, sem Leikfélag Húsa- víkur hélt honum heiðurs — þar sem honum í ræðum og með gjöfum var þakkað hið mikla og örvandi framlag, sem hann hefur lagt til leiklistarstarf- semi á Húsavík. — Þetta tókst vel hjá ykkur, Gunnar. Hvernig er að leika með svonaólærðu áhugafólki? — Já, ég held að það sé rétt að þetta hafi tekizt mjög vel. Að leika með þessu áhugafólki? Það er bæði ánægjulegt og örvandi að kynnast slikum áhuga og dugnaði og fórnfýsi, sem mér finnst aðallega ein- kenna starfið hér í Leikfélag- inu. Leikarar í L.H. eru að mínu mati í sérflokki sem áhugaleikarar vegna þess hve þeir hafa á undanförnum árum sett markið hátt í verkefnavali. Meó þvi tel ég að þeim hafi tekizt að tryggja sér hóp öruggra leikhúsunnenda og með því að glíma við vandasöm og krefjandi verkefni hafa þeir öðlast þann þroska í leiklist að það er sönn ánægja að leika á móti þeim. — Þetta er margföld hátíð hjá ykkur i dag. — Já, og eitt afmælið enn, sem ekki hefur verið getið. Það eru nefnilega liðin 85 ár síðan Þingeyingar keyptu það eintak- ið af Pétri Gaut, sem Einar Benediktsson þýddi og að þýð- ingunni vann hann einmitt hér á Húsavík og Héðinshöfða. Ég tel þess sýningu m.a. heiðra minningu þessa mikla skálds og þrekvirki hans því eins og Sveinn Skorri Höskuldsson segir í leikskrá er þetta „eitt- hvert ágætasta verk þýddra bókmennta á islenzku“. — Að lokum vil ég segja, að Húsvíkingar eiga sannarlega skilið að eiga fyrsta flokks félagsheimili eins og það sem hér er. En Leikfélag Húsavíkur þyrfti að eignast leikhús í sama gæðaflokki. — Fréttaritari. Daily Telegraph: „Brezkur almenning- ur er búinn að fá nóg” DAILY Telegraph segir í forystu- grein s.l. laugardag: „Það er kominn timi til að binda enda á hið gagnslausa þorskastríð Breta við samstarfs- þjóð sina í Atíantshafsbandalag- inu, Islendinga. Brezkur almenn- ingur er búinn að fá nóg af sjón- varpsmyndum af freigátum brezka flotans i stórfiskaleik við íslenzk varðskip. Það er satt, að einhliða útfærsla Islands í 200 mílur er ,,ólögleg“ samkvæmt nú- gildandi alþjóðalögum. Lögum samkvæmt eru aðgerðir flotans við vernd brezkra togara, sem eru aó veiðum á „alþjóðlegum haf- svæðum", réttmætar. Hingað til hefur brezka stjórnin átt þvi láni að fagna, að ekki hefur orðið slys, sem hefur haft i för með sér al- varlegar líkamsmeiðingar eða dauða. Öhjákvæmilega hlýtur þó að koma að slíkum atburði fyrr eða síðar." Síóan er vikið að breyttum við- horfum í hafréttarmálum og sú skoðun látin i ljós, að komi þátt- takendur i hafréttarráðstefnu Sameinuóu þjóðanna sér ekki saman um 200 mílna auðlindalög- sögu muni Bandaríkin, Kanada, Noregur og fleiri taka til sinna ráða, auk þess sem ríki Efnahags- bandalagsins miði stefnu sina i hafréttarmálum við 200 mílna regluna. Síðan segir: „Það er út i hótt að halda þvi fram, að það væru svik við grund- vallarsjónarmiðið um frelsi á al- þjóðlegum hafsvæðum, ef Bretar hættu þorskastriðinu. Hvernig mundi ríkisstjórnin bregðast við ef við stærra land og betur vopn- um búió en Island væri að eiga? Ef slíkt ætti sér stað á svæði Atlantshafsbandalagsins yrði til þess ætlazt að ögrun af þessu tagi yrði mætt meó viðeigandi aðgerð- um af bandalagsins hálfu. Ef ögrunin kæmi að utan, yrði mál- inu að likindum skotið til Öryggis- Samskipti Breta og Islend- inga og öryggi Islands Það má teljast merkilegt lán fyrir íslendinga, að Bretar fóru ekki að ráðum Sir Josephs Banks í Nápóleonsstríðunum að innlima Island í brezka heimsveldið. Hafði Sir Joseph þó sem kunnugt er samið rækilega greinargerð um málið fyrir brezku stjórnina og ekki dregið dulur á, hve mikilvæg lega Islands væri fyrir fiskveiðar og siglingar á Norður-Atlantshafi. Menn geta leitt að því ýmsum getum, hvernig nú væri umhorfs á Islandí, ef Bretar hefðu kastað eign sinni á það. Tvennt væri þó hægt að fullyrða: Islenzk tunga væri nú undir lok liðin og fiski- miðin umhverfis landið þurraus- in. Hins vegar er skylt að minnast þess, að Sir Joseph Banks ritaði álitsgerðir sínar i þeirri sannfær- ingu, að hann væri með þeim að efla beggja hag, Breta og Islend- inga, enda mundi hinum síðar- nefndu brátt fjölga undir hinni mannúðlegu stjórn Breta og verða dugandi sjómenn á flota heimsveldisins'. Hvað sem þessum bollalegging- um h'ður, má kveða svo að orði, að brezki flotinn hafi ráðið lögum og lofum á Norður-Atlantshafi fram að síðari heimsstyrjöld. Var öllum löndum sem að þeim hafsvæðum liggja, mikið öryggi: að nærveru brezka flotans. Nú er hér mikil breyting á orð- in: Brezka heimsveldið hefur lið- ast í sundur og jafnvel „Hið sam- einaða konungsríki" á Bretlands- eyjum er að leysast upp í frum- parta sína, það eð hinar undirokuðu þjóðir í Skotlandi, Wales og á Norður-trlandi — heimta sinn rétt. Og hvað um brezka flofann? Eru ekki helztu verkefni hans nú orðið að níðast á þeim nágrönnum Bretlands, sem minnst mega sín? Og þó eiga Is- lendingar að heita bandamenn Breta! Er ekki komin tími til fyrir Is- lendinga að endurskoða utan- rfkisstefnu sína og horfast í augu við staðréyndir? Á Norður- Atlantshafi tefla nú tvö stórveidi um yfirráð: Bandaríkin og Sovét- rússland. Bæði gera sér þessi ríki grein fyrir hve mikilvægt Island er fyrir siglingar og hernaðarað- gerðir á þessum hafsvæðum. Auðvitað hlýtur það að vera höfuðmarkmið hverrar ríkis- stjórnar og tryggja öryggi lands- ins. Reynslan hefur Ieitt í ljós, að Atlantshafsbandalagið er þess ekki megnugt. Það hrærir hvorki legg né lið, þó að ein bandalaés- þjóð fari með hernað og ofbeldi á heldur annarri. Hvernig yrði þá öryggi lands óg þjóðar bezt tryggt? Að mínum dómi með því að fá hin miklu flotaveldi á Norður-Atlantshafi til að lýsa yfir því, að árás á Islánd yrði skoðuð sem árás á þau. Þannig gæti hvorugt risaveld- anna seilzt til yfirráða á Islandi. Framhald á bls. 22 ráðsins. Staðreyndin er sú, að yf- irgnæfandi líkur benda til þess, aó Bretar gætu þá ekki staóió einir. Þetta er hryggileg stað- reynd, en staðreynd eigi að síður. Að nota brezka flotann gegn einu af fáum ríkjum heims, sem við höfum í fullu tré við, samstarfs- riki okkar i þokkabót — er skammarlegt, og það ætti að binda enda áþetta. FERMINGARSKOR á stelpur nýkomnir. Margar gerðir. Litur brúnt Verð 4.220. SKÓSEL, Laugavegi 60, sími 21 270. einhver afgreiðslan opin aljan daginn Kt, 9 10 1t 13 14 15 16 17 18 19 | | i i \ AÐALBANKINN BANKASTRÆTI 5 SÍMI 27200 : s j ÚTIBÚIÐ ■1 1 LAUGAVEG1172 SlMI 2 0120 lllÉil III! | 1 I AFGREIÐSLAN // UMFERÐARMIÐSTÖÐ SÍMI 2 2585 111 jll 11 VÆ BREIÐHOLTSÚTIBÚ Æ ARNARBAKKA2 SÍMI74600 ; |fl! 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.