Morgunblaðið - 03.03.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976
Þingsályktunartillaga:
Landssíminn reisi jarð-
stöð til að taka við
sendingum gervihnatta
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að skora á
ríkisstjórnina að fela Landsslma Islands að reisa jarðstöð með það
fyrir augum að bæta fjarskiptasamband við útlönd og gera Ríkisút-
varpinu (sjónvarpinu) kleift að komast í beint samband við sjónvarps-
stöðvar í Evrópu. Flutningsmenn tillögunnar eru þingmennirnir
Ellert B. Schram og Þórarinn Þórarinsson en í greinargerð með henni
segir að Landssími Islands standi nú gagnvart þvf vandamáli, hvernig
fullnægja skuli sfvaxandi eftirspurn á sfmarásum milli tslands og
annarra landa. Um tvær leiðir sé að velja, annars vegar að leggja
annan sæstreng milli Færeyja og tslands, en hins vegar að reisa
jarðstöð, sem kæmi okkur f samband við gervihnetti.
I greinargerð með tillögunni
segir að samkvæmt áætlun
sérfróðra manna sé kostnað-
ur þessara tveggja leiða sam-
bærilegur, en kostirnir við þá sið-
arnefndu mun meiri. Segja
flutningsmenn að með því að
reisa hér jarðstöð yrði arður
Litlar breyt-
ingar á Banda-
ríkjamarkaði
ÞAÐ hafa orðið sáralitlar
brevtingar á fiskmarkaðinum
f Bandaríkjunum að undan-
förnu, sagði Eyjólfur tsfeld
Evjólfsson, framkvæmdastjóri
SH, er Mbl. hafði samband við
hann f gær og í sama streng
tók Sigurður Markússon, fram-
Framhald á bls. 31.
Landssimans fljótlega mjög
verulegur, sem þýddi væntanlega
umtalsverða lækkun á afnota-
gjöldum sima- og telexsambands
við útlönd en nú eru afnotagjöld
af sæsima til Evrópu vegna tal-
sambands við útlönd nær fimm-
falt hærri en alþjóðagjöld og
telexgjöld níföld.
Með þvi að reisa hér á landi
jarðstöð til að taka við sendingum
frá gervihnetti kemst sjónvarpið í
beint samband við sjónvarp-
stöðvar í Evrópu en hingað til
hefur íslenzka sjónvarpið ekki
nema að takmörkuðu leyti getað
nýtt sér samvinnu sjónvarps-
stöðva í Evrópu um gagnkvæm
viðskipti og efnismiðlun. I
greinargerðinni kemur fram að
einhvern viðbótarbúnað þarf að
setja í stöðina vegna móttöku
sjónvarpsefnis og er reiknað með
að kostnaður við það nemi um 15
millj. króna, en samtals um 40
milljónum ef unnt ætti að vera að
senda sjónvarpsmyndir héðan.
Verkfallsréttarmál
BSRB þokast áfram
— SAMNINGAMÁL B.S.R.B. og
ríkisins standa þannig, að sífellt
er rætt um verkfallsréttarmálið
og játa verður, að það hefur þok-
azt í samkomulagsátt f því máli,
sagði Kristján Thorlacius, for-
Spilakvöld í Laugarneshverfi
HVERFAFtLAG sjálfstæðis-
manna í Laugarneshverfi heldur
spila- og skemmtikvöld á Lang-
holtsvegi 124 í kvöld, miðvikudag,
kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist
og einnig verður söngur og upp-
lestur til skemmtunar.
Félagsmenn og aðrir sjálf-
stæðísmenn eru hvattir til að
mæta og taka með sér gesti.
maður Bandalags starfsmanna
rfkis og bæja, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Að sögn Kristjáns er verkfalls-
réttarmálið nú rætt í undirnefnd
og þessa dagana eru umræður á
ýmsum málaþáttum að hefjast.
— Það verður reynt til þrautar
að komast að niðurstöðu í verk-
fallsréttarmálinu. Við höfum
frest til 15. marz til að ræða um
það, en þá á lögum samkvæmt
kjaradeila okkar og rikisins að
fara fyrir kjaradóm. Sem
kunnugt er höfum við dregið
okkar fulltrúa í dómnum til baka
og því vitum við ekki hvernig
þetta mál fer endanlega, sagði
Kristján.
Frederick Irving einn
af aðstoðarutanrddsráð-
herrum Bandaríkjanna
FREDERICK Irving, sendi-
herra Bandaríkjanna á lslandi,
hefur verið útnefndur einn af
aðstoðarutanrikisráðherrum
Bandarík janna.
Hann mun fara með hafrétt-
ar- og sjávarútvegsmál, tækni-
lega hlið geimvisinda, um-
hverfis- og byggðamálefni, og
mál, sem snerta notkun kjarn-
orku f friðsamlegum tilgangi
og tæknilega hlið annarra orku-
mála. Irving mun annast þá
samninga Bandarfkjanna við
erlend rfki, er heyra undir
þessa málaflokka.
Fyrirrennari Fredericks
Irving í þessu starfi er dr. Dixie
Lee Ray.
Sendiherrann dvelst um þess-
ar mundir í Washington, en er
væntanlegur hingað til lands
innan skamms. Enn er óákveðið
hvenær hann tekur við hinu
nýja starfi.
Frederick Irving
Frederick Irving tók við emb-
ætti sendiherra Bandaríkjanna
á íslandi í októbermánuði 1972.
Hann tók þátt í gerð nýs
varnarsamnings Islands og
Bandaríkjanna árið 1974 og
hefur unnið margvísleg störf á
þeim vettvangi.
SKEMMDIRNARÁ BALDRI — Höskuldur Skarphéðinsson skipherra á Baldri
sést hér kanna skemmdir þær, sem brezka freigátan Yarmouth olli á varðskipinu á
laugardaginn. Eins og sjá má er hér ekki um miklar skemmdir að ræða miðað við
skemmdirnar sem urðu á Yarmouth, en myndir af þeim birtust á baksíðu Mbl. í
gær. ______________
Fryst eftir mætti
en loðnan léleg
Búið að framleiða 20—25 þúsund tonn af mjöli
LOÐNUFRYSTING hófst á nokkrum stöðum á SV-landi í
gærmorgun og var fryst eftir því, sem frekast var unnt.
Að sögn frystihúsamanna er þó loðnan, sem nú veiðist,
orðin það hrognalítil, aó það er rétt með naumindum að
hægt er að frysta úr einstaka bát. Skip eru hingað
væntanleg frá Japan á næstunni, og veit enginn hvort
hægt verður að afgreiða frysta loðnu í þau. — Áður en til
verkfalls kom var búið að selja fyrirfram um 40 þús.
lestir af loðnumjöli, um þessar mundir mun vera búið að
framleiða 20 þús. lestir og er því ekki vitað hvort hægt
verður að standa við gerða samninga. Búið er að selja
allt loðnulýsi, sem búið var að framleiða er verkfall skall
á.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson,
framkvæmdastjóri Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna, sagði í gær,
að frystihús innan vébanda SH
hefðu verið búin að frysta 250
lestir af loðnu þegar verkföllin
dundu yfir. Eitthvað væri byrjað
að frysta loðnuna aftur, en
enginn vissi hve lengi yrði hægt
að halda áfram, sérstaklega liti
dæmið illa út, ef önnur loðnu-
ganga kæmi ekki upp að landinu.
Hann sagði, að um næstu helgi
væri væntanlegt hingað skip frá
Japan, sem ætti að taka 200—300
lestir af loðnu. Ekki væri vitað
hvort hægt yrði að frysta svo
mikið fyrir þann tíma. — 1 upp-
Vilja brú á
• •
Olfusárósa
Aðalfundur útgerðarfélagsins
Arborgar h/f, sem haldin var á
Selfossi fyrir skömmu, hvetur
stjórnvöld eindregið til raun-
hæfra framkvæmda við byggingu
brúar á Ölfusárósa. Telur fundur-
inn, að þessi brúargerð sé svo
mikilvæg fyrir þessi byggðarlög,
bæði atvinnulega og félagslega,
að ekki megi dragast öllu lengur
að hefja framkvæmdir.
Árborg var stofnað á s.l. ári til
kaupa á skuttogara, sem nú er í
byggingu í Póllandi. Aðalhlut-
hafar félagsins eru sveitarfélögin
á Selfossi, Stokkseyri og Eyrar-
bakka, en siðan eiga einstaklingar
stóra hluti í félaginu. Fyrirhugað-
ur togari er ætlaður til atvinnu-
bóta í þessum byggðarlögum.
Vitað er að togarinn mun leggja
afla sinn á land í Þorlákshöfn, og
þarf að aka aflanum 50 km leið
lengst og 35 km styzt til vinnslu.
Ef brú væri sett á Ölfusárósa væri
þessi vegalengd 12—15 kiló-
metrar. Formaður útgerðarfélags-
ins Árborgar er Vigfús Jónsson á
Eyrarbakka.
hafi gerðum við ekki ráð fyrir, að
hægt yrði að frysta loðnu lengur
en til 10. marz sagði hann.
Sigurður Markússon, fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild-
ar Sambandsins, sagði, að þeir
vissu vart sjálfir hve mikið Sam-
bandsfrystihúsin væru búin að
Togaramir
BREZKU togararnir á Islands-
miðum hafa ákveðið að dreifasér
og veiða á eigin spýtur, eftir að
síðasta nótt varð þeim sérdeilis
erfið og þrjú varðskip héldu
tuttugu og sex togurum brezkum
nær algerlega frá veiðum þrátt
fyrir herskip og dráttarbáta. Svo
segir í frétt frá Uli Schmetzer,
fréttamanni Reuters um borð í
varðskipinu Tý. Hann segir að
skipstjórarnir hafi talað sig
saman um þetta þar sem þeir
væru löngu farnir að draga í efa
frysta, en það kæmi i ljós i dag.
Vitað væri, eftir nýju verðlagn-
inguna, að frystihúsaeigendur
vildu fara út i aukna frystingu á
loðnu, en hins vegar væri ekki
víst að hráefnið yrði lengi i lagi úr
þessu, en Islendingar hefðu gert
samninga um 10 þús. lestir af
frystri loðnu.
Gunnar Petersen hjá Bernhard
Petersen h.f. sagði, að búið væri
að selja 40 þús. tonn af loðnumjöli
fyrirfram, en ekki væri búið að
framleiða nema 20—25 þúsund
tonn af því en óskandi héldist
loðnan það lengi að takast mætti
að framleiða upp í sölur.
Þá sagði hann, að allt lýsi, sem
framleitt hefði verið fram að
verkfalli, væri selt. Hefði það
selzt á 315 dollara tonnið lengst
af, en fyrir síðustu sölurnar hefðu
fengizt 325 dollarar fyrir tonnið.
dreifa sér
getu brezku herskipanna til að
verja þá fyrir varðskipunum við
veiðarnar.
Ákvörðunin var tekin eftir að
Týr og freigátan Andromeda
höfðu kljáðst á miðunum og Týr
sigldi inn i miðjan hóp togara
þrátt fyrir tilburði freigátunnar
til að varna skipinu vegarins. Seg-
ist Reuter-fréttamaðurinn hafa
heyrt skipstjórana gefa hinar illi-
legustu yfirlýsingar i talstöðvar
um slælega frammistöðu freigát-
Framhald á bls. 31.
Lögreglan sat fyrir
þjófunum þegar þeir
komu að sækja skápinn
INNBROT var framið í Braga-
kjör í Grindavfk á laugardag-
inn og þar tekinn peninga-
skápur með ýmsum verð-
mætum, samtals virt á um eina
milljón króna. Á sunnudaginn
fékk Kópavogslögreglan vitn-
eskju um aó peningaskápurinn
hefði fundizt þá um daginn í
bæjarlandinu. Var vörður
settur við skápinn og þjófarnir
gripnir þegar þeir komu að
sækja hann. Sitja tveir menn í
gæzluvarðhaldi vegna málsins.
Allt þýfið komst til skila, að
undanskildum 12 þúsund krón-
um. Kaupmaðurinn i Braga-
kjöri fór utan til Kanaríeyja á
sunnudagsmorgun og til þess
að hann mætti eiga þar ánægju-
lega daga var sent skeyti til
Framhald á bls. 31.
I
I