Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976 15 Háttvirta samkoma. Naumast þarf að minna á það, að engin bókmenntaverðlaun, hversu ágæt sem þau kunna að vera, geta breytt þeim verkum sem verða þeirra aðnjótandi. Verkin eru söm eftir sem áður, vaxa hvorki né minnka, því að líf þeirra er ekki undir stundargengi komið, heldur duldum lögmálum. Þess eru dæmi að sumir höfundar slíkra verka láti verðlaunin stíga> sér til höfuðs og hljóti af var- anlegt tjón; en langflestir reyna að halda áfram starfa sínum eins og ekkert hafi í skorizt, nema hvað þeir eru ef til vill venju fremur glaðir í bragði nokkra daga — og verða ef til vill að sætta sig um hríð við tafir og önnur óþægindi. Fái ís- lenzkur höfundur bókmennta- verðlaun sem eftir er tekið, má hann til að mynda vera við því búinn að frændur og vinir á Norðurlöndum reki upp stór augu og segi: Höfum aldrei heyrt mannsins getió, aldrei lesið neitt eftir hann; ellegar þá spyrji: Er hann raunverulega til? Er þetta ekki iygi og prettur? Öngvu að síður verð ég að játa, að ég er Knud Engaard, forseti Norðurlandaráðs, afhendir Ölafi Jóhanni Sig- hlynntur verðlaunum af þessu urðssyni bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs við athöfn í fyrrakvöld. Líf skáldverka ekki háð stundargengi held- ur duldum lögmálum Ræða Ólafs Jóhanns Sigurðssonar við afhendingu Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs tagi, en því veldur tvennt — og aðeinstvennt. Sú er skoðun mín að ekkert sé liklegra til að glæða skilning á þjóð og efla einlægan vinarhug í hennar garð en náin kynni af bókmenntum hennar og listum. Ég hef lengi litið svo; að kynning íslenzkra bókmennta á erlendum vettvangi sé veigamikill þáttur í baráttu þjóðar minnar fyrir varð- veizlu sjálfstæðis sins í viðsjálum heimi. Lífsbarátta íslendinga hefur ætið verið hörð, en að undanförnu höfum vér ekki aðeins orðið að berjast við náttúruöflin, jarðelda, snjóflóð, landskjálfta, heldur virðist eitt stórveldanna stefna að þvi að svelgja gersamlega frá oss þá lífs- björg sem er forsenda þess að islenzkt þjóðfélag f núverandi mynd fái staðizt. Ég leyfi mér að vona að verðlaun þau, sem mér voru veitt, stuðli ekki einvörð- ungu að þvi að Norðurlandaþjóðir kynnist ýmsum verkum mínum, heldur aukist jafnframt áhugi þeirra á verkum sumra starfs- bræðra minna, sem hefðu öngvu síður en ég — og ef til vill-miklu fremur — átt skilið slíka viður- kenningu. Þrátt fyrir allt er ég svo bjartsýnn að halda að ýmis skáldrit íslenzkra nútímahöfunda Kaupmannahöfn 2. marz. NORÐMAÐURINN Arne Hannevik dr. Phil. kynnti Ólaf Jóhann Sig- urðsson og verk hans við afhendingu bókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs f Kaupmannahöfn á mánudagskvöld. 1 upp- hafi ræðu sinnar sagði Hannevik: „Það hafa verið talsverðar umræður í norskum, dönskum og sænskum blöðum eftir að úthlut- unarnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ákvað að veita Ólafi Jóhanni Sigurðssyni verð- launin fyrir ljóðabækur hans ,,Að nýja norræna þýðingarmiðstöð muni hjáipa til við að bæta úr því eins og við vonum að það verði einnig til að auka þekkingu okkar á þeim bókmenntum, sem skrifaðar eru í Færeyjum, Á Grænlandi og meðal Sama. Ölafur Jóhann Sigurðsson, sem er 58 ára gamall, er þriðja ljóð- skáldið, sem fær þessi verðlaun, og hann er jafnframt það fyrsta sem ekki er sænskt. Fyrri verð- launahafar voru Gunnar Ekelöf og Karl Vennberg. Það er allt önnur og einfaldari ljöðlist sem Ólafur stundar. Hann notar oft hefðbundin ljóðform, myndræn án þess að vera flókin, nema þegar hann grípur til kenninga. „Ljóð Ölafs höfða til lesandans af hógværum innileik....” Avarp dr. Hanneviks við afhendingu tókmenntaverðbunanna laufferjum" og „Að brunnum". Umræðurnar hafa ef til vill einkennzt af meiri gagnrýni en vanalega. Ég held ekki að taka skuli þessar umræður allt of alvarlega. Bókmenntalegt mat verður alltaf umdeilt. En við- brögðin voru á afmörkuðu sviði. Verðlaunahafinn var greinilega óþekktur meðal margra norrænna bókmenntagagnrýnenda og það sýnir hversu lítið við vitum, sem búum á hinum Norðurlöndunum, um það sem er að gerast í íslenzk- um bókmenntum. Það er mikið vandamál og við vonum að hin Hann grípur einnig oft til beinnar ræöu. Það er ekkert vandamál að skilja hvað hann er að fara í ljóð- um sínum. En það er ekki eins auðvelt að skilja ljóð hans. Þau eru laus við allt málskrúð. Þau höfða til lesandans af hógværum innileik, rödd sem næstum hvislar leyndardómum sínum i eyru eftirvæntingarfulls lesanda. Þess vegna krefjást þau í heiðar- leika sínum mikillar athygli af hálfu lesandans. Annars gæti maður auðveldlega fallið í þá gryfju að halda að þau væru einfaldari en raunin er.“ megni að örva raunverulegan vinarhug í garð dvergþjóðar, sem á við ofurefli að etja. í annan stað hlýt ég að líta svo á, að verðlaunaveiting þessi heiðri með nokkrum hætti is- lenzka alþýðumenningu eins og ég nam hana á barnsaldri í föður- húsum og eins og ég hef verið að kynnast henni og njóta hennar allt til þessa dags hjá mörgu góðu fólki bæði í sveitum og þéttbýli. Það yrði efni i langa bók, ef reynt yrði að gera við- hlítandi grein fyrir þessari sérstæðu menningu, svo marg- þætt er hún og djúprætt. Ég vil einungis taka undir það sem oft hefur verið bent á, að hún norrænni lífSvizku og kristindómi eins og hann birtist með fegurstum hætti á Nýjatestament- inu, saman slungin úr sigildum bókmenntum og aldalangri reynslu kynslóðanna, innilegum tengslum þeirra við harðbýlt land, þjáningum þeirra og bar- áttu, gleði þeirra og sorg, hug- dirfsku þeirra og þrautseigju. Þessi alþýðumenning innrætti lotningu fyrir sjálfu sköpunar- verkinu, glæddi ást á sögum og kvæðum, hvatti blásnauða menn, sem áttu öngvan kost á skóla- menntun, til að afla sér af sjálfs- dáðum nokkurrar fræðslu og þekkingar. Hún kenndi það að Framhald á bls. 31. „...þar sem tónlistin og þögnin verða hugg- un manneskjunnar” Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, ásamt forseta Norðurlandaráðs, Knud Engaard, eftir að afhending tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs hafði farið fram. Ræða Atla Heimis Sveinssonar, tón- skálds, við afhendingu tónlistarverðlaun a Norðurlandaráðs Hér fer á eftir þakkar- ræða Atla Heimis Sveins- sonar, tónskálds, sem hann flutti er honum voru afhent tónlistar- verðlaun Norðurlanda- ráðs f Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Snörun af dönsku er Morgunblaðs- ins: „Virðulega samkoma. Fyrir mig er viðtaka verðlauna sem þessara ný og alveg einstök reynsla. Mér er ljóst að viður- kenning af hvaða tagi sem er ger- ir hvorki tónverk betra né verra, —þvi síður höfund þess. 3 einu af ljöðum sínum segir ís- lenzka ljóðskáldið Steinn Steinarr að heimurinn greiði fyrir verk í öfugu hlutfalli við verðmæti þeirra. Eg tek ekki þessa afstöóu ef hún á að vera alhæfing, en mér þykir þó oft sem hún hafi að geymasannleikskjarna. Égget að- Kaupmannahöfn 2. marz Frá blaðam. Mbl., Pétri J. Eiríkssyni. SVlINN Hans Astrand talaði um Atla Heimi Sveinsson við afhend- ingu tónlistarverðlaunanna og sagði meðal annars: „Sjöttu norrænu tónlistar- verðlaunin hafa komið í hlut í tónlistarskóla i Reykjavík og stúdentspróf fór Atli Heimir utan, ekki í vesturátt eins og svo margir íslenzkir listamenn, held- ur til suðurs, til Kölnar. Hann segir sjálfur um það: „Eg held ég hafi verið mjög heppinn — ég upplifði nýjustu straumana í Kölnar- eða Darmstadtskólanum og um leið fékk ég hefðbundna handverkskennslu við tónlistar- Atli Heimir hefur sitt eigið tónmál Avarp Hans Astrand við afhendingu Tónlistarverðlaunanna íslenzks tónskálds. Er það bara af réttlætisástæðum? Nei. Það er ekkert sem bendir til svo ólist- rænna forsendna. Nú er til ung kynslóð íslenzkra tónskálda, sem ekki stendur aðeins jafnfætis norrænum tónskáldum, heldur og tónskáldum alls heimsins og henni tilheyrir ekki sízt verð- launahafi okkar, Atli Heimir Sveinsson, sem er 37 ára gamall. Það er kannski að taka að sér föðurhlutverk að ætla að lítið sé vitað um Atla Heimi en að drepa lítillega á lærdómsgöngu hans getur ef til vill gefið bakgrunn þess verks, sem hann er verð- launaður fyrir. Eftir tönlistarnám háskólann, sérstaklega hja Gunter Raphael.“ Hér eru vafa- laust sögð mikilvægustu atriðin um byrjunina en það er vegurinn úr Kölnarskólanum sem er mest spennandi. Einnig um þann veg hefur Atli Heimir sagt það sem mestu skiptir, um stílbreyting- una, sem felur í sér mörg önnur atriði en áberandi serialisma, pluralisma í framsetningunni og einnig hljóma sem ekki eru valdir eftir ströngum reglum, heldur hafa inni að halda jafnt gamla sem nýja, fagra sem ljóta, grófa sem fina hljóma. Atli Heimir hefur með öðrum orðum sitt eigið tónmál." eins vonað að framtíðin muni leiða i ljós að ákvörðun dóm- nefndar i þetta sinn hefi ekki verið allt of „absúrd". Og um leið þakka ég Norðurlandaráði fyrir þann heiður sem mér hefur verið sýndur. Gildi verðlaunanna felst meðal annars í því að athygli fólks beinist að tónskáldinu og verkum þess. Kannski einnig að þeim kringumstæðum sem það býr við og vinnur í. Það er von mín að þessi verðlaunaúthlutun muni leiða til þess að aukinn áhugi skapist á Norðurlöndum á islenzku tónlistarlifi. Frá fornu fari hefur Island ver- ið hefðbundið menningarland, einkum á bókmenntasviðinu. Önnur listform héldu innreið sína Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.