Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, Stycmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árr.i Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanl^pds. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. r Island og Norð- urlandaráð Stundum er talað um, að norrænt samstarf hafi litla hagnýta þýðingu fyrir okk- ur íslendmga, það felist ein- ungis í málskrafsþingum og lít- ill raunhæfur árangur verði af ræðum og fundarhöldum á vegum Norðurlandaráðs Þessi skoðun hefur verið nokkuð út- breidd á íslandi en þó hefur þeim fjölgað á síðari árum, sem gert hafa sér grem fyrir mikil- vægi samstarfs Norðurland- anna fyrir okkur íslendmga, bæði pólitískt og þó ekki siður í menningarlegum efnum Þmg Norðurlandaráðs, sem nú stendur yfir, er gloggt dæmi um þá miklu þýðingu, sem þátttaka í starfi Norðurlanda- ráðs hefur fyrir okkur ís- lendinga Málefni okkar hafa verið þar i fyrirrúmi og mjög til umræðu Sú mikla athygli, sem landhelgismál okkar hefur vakið á þessum fundi Norður- landaráðs svo sem fram hefur komið í ræðum vel flestra ræðumanna þar, og yfirlýsing forsætisnef ndarinnar skiptir miklu máli fyrir okkur í baráttu okkar við Breta. i fyrsta lagi vegna þess, að á þessum fundi Norðurlandaráðs hefur komið fram ríkari og almennari stuðn- mgur við okkur meðal frænd- þjóða okkar á Norðurlöndum en við höfum átt að venjast og búast hefði mátt við Þessi póli- tíski stuðningur er okkur mikils- verður gagnvart Bretum og öðrum Evrópuþjóðum innan Efnahagsbandalagsins og á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, þar sem Norðurlöndin mynda tiltölulega sterka heild, og njóta virðingar og álits í öðru lagi hafa umræður á þingi Norðurlandaráðs nú og frá- sagnir af þeim i fjölmiðlum á Norðurlöndum orðið til þess að vekja almenningsálitið i þessum norrænu ríkjum til sterkari vitundar um það, sem hér hefur verið að gerast en áður. Stuðningur almennings- álítsins á Norðurlöndum er okkur ekki síður mikilvægur, en sá pólitíski og diplómatíski stuðningur, sem við höfum nú hlotiðá fundi Norðurlandaráðs. Þetta er í fyrsta skipti i land- helgisdeilum okkar við Breta, sem við hljótum svo sterkan stuðning frá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. Við metum hann mikils og engmn vafi leikur á þvi, að sálræn áhrif hans á Breta og aðrar Evrópu- þjóðir verða mjög veruleg. En þetta þmg Norðurlanda- ráðs er ekki einungis dæmi um hagnýtt gildi norræns sam- starfs á hinum pólitíska vett- vangi fyrir okkur íslendinga. Á þessu þingi fengu tveir is- lendingar afhent verðlaun Ólafur Jóhann Sigurðsson tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs og Atli Heimir Sveinsson tók við tónlistarverð- launum Norðurlandaráðs. Að sjálfsögðu er þessi verðlauna- veiting mikil viðurkenning til þessara tveggja íslenzku lista- manna, en hún hefur almenn- ara gildi vegna þess, að hún verður til þess að beina athygli fólks á Norðurlöndum að ís- lenzkum bókmenntum og ís- lenzkri tónmennt. Þannig má með sanni segja, að ísland og íslenzk málefni hafi sett svip sinn á þetta þing Norðurlanda ráðs i Kaupmannahöfn og það verður okkur til styrktar í bráð og lengd. Yfirlýsing Gylfa Þ. Gíslasonar Sérstök ástæða er til að vekja athygli á yfirlýs- ingu Gylfa Þ Gíslasonar, for- manns þingflokks Alþýðu- flokksins, á fundi með frétta- monnum í Kaupmannahöfn í fyrradag Á fundi þessum lýsti Gylfi Þ Gislason þeirri skoðun sinm, að islendingar mundu ekki fara úr Atlantshafsbanda- lagirm og ekki hætta varnar- samstarfi við Bandaríkín á Keflavíkurflugvelli. Þessi yfir- lýsmg eins af leiðtogum stjórn- arandstöðunnar á íslandi, sem þar að auki nýtur mikils álits á Norðurlöndum, er afar þýð- ingarmikil fyrir málstað íslands i landhelgisdeilunni og fyrir öryggismál þjóðarmnar Gylfi Þ Gíslason hefur áður gefið svipaðar yfirlýsingar i við- tali við danska útvarpíð Yfirlýs- ing Gylfa Þ Gíslasonar sýnir erlendum þjóðum, að hér á íslandi er mjög breiður grund- völlur fyrir og stuðningur við þá stefnu, sem við höfum um aldarfjórðung fylgt í öryggis- málum okkar Frá henni verður ekki hvikað Jafnframt er yfir- lýsing Gylfa Þ. Gíslasonar verð- ug áminníng þeim öflurn innanlands, sem hafa tilhneig- ingu til þess að hlaupast undan merkjum i þessum efnum. • Sigurður Helgason er f hópi þeirra manna sem hvað mestan svip hafa sett á íslenzk flugmál á sfðari árum. A blómlegasta skeiði Loftleiða var hann forstjóri fé- lagsins f Vesturheimi, og hlut- deild hans í velgengni Loftleiða á sjöunda áratugnum er ótvíræð, en á þessu árabili verður tsland nafn á alþjóðlegum flugmálavettvangi. Þegar Loftleiðir og Flugfélag ts- lands sameinuðust f Flugleiðir hf. var Sigurður fenginn frá Bandarfkjunum hingað heim og ráðinn einn af þremur forstjórum hins nýja félags með markaðsmál sem sérsvið. % Sigurður þekkir gjörla þá byltingu sem orðið hefur í sam- göngum á þessari öld og þá sér- staklega með tilkomu flugsins. Hann á það til að rifja upp er hann var unglingspiltur í sveit hjá afa sfnum, sem fæddur var 11 árum áður en íslendingar fengu fyrstu stjórnarskrá sfna. Eina stórferðalagið sem afi hans fór um ævina var bændaför, þar sem farið var rfðandi úr Borgarfirði norður um land til Axarfjarðar, þaðan var haldið suður Sprengi- sand og svo áfram um Suðurland þar til komið var f Borgarfjörð aftur. Þetta ferðalag mun alls hafa verið um eitt þúsund kíló- metrar. Til útlanda fór gamli maðurinn aldrei, þótt hann næði yfir 80 ára aldri, en Sigurði teist til að öll ferðalög afa hans hafi ekki verið meira en sem nemur 20 þúsund kfiómetrum eða sem svarar fimm ferðum milli Kaup- mannahafnar og Reykjavíkur. Til samanburðar má geta þess að Sig- urður ferðaðist sjálfur á sl. ári vegna starfa sfns um 200 þúsund kílómetra eða tíu sinnum lengri vegalengd en hann áætlar að afi hans hafi farið alla ævi sfna. 0 Þótt segja megi að flugið hafi valdið byltingu um heim allan hefur þróunin hér á landi á marg- an hátt verið örari og áhrifin sterkari og umfangsmeiri en vfð- ast hvar annars staðar. En við- ræðuefni blaðamanns Morgun- blaðsins við Sigurð er framvinda flugmála á erlendum vettvangi og staða hinnar innlendu flugstarf- semi í Ijósi þeirrar þróunar. Þar er Sigurður öllum hnútum kunnugur, bæði vegna starfa sfns vestan hafs f hringiðu hinnar alþjóðlegu flugstarfsemi og yfir- umsjónar hans með markaðsmál- um fyrir Flugleiði. En fyrst var Sigurður spurður að þvf hvernig staðið hefði á þvf að hann hóf afskipti af flugmálum. BYLTINGIN „Það var i kjölfar þeirra breyt- inga, sem urðu eftir að rekstri Loftleiða var breytt verulega árið 1952 eftir skiptinguna sem varð á innanlandsfluginu og leiddi til þess, að Loftleiðir hættu algjör- lega að fljúga hér innanlands. Þetta ár hófst Atlantshafs- flug félagsins í smáum stíl. Um sama leyti eða árið 1953 var veru- leg breyting gerð á stjórn Loft- leiða, og bauðst mér þá tækifæri til að gerast þátttakandi í félag- inu. Komst ég í stjórn félagsins sem varaformaður og hef verið þar allar götur siðan,“ sagði Sig- urður. „Á þessum árum og nokkrum hinum næstu var ég við annan rekstur, en að því kom að stjórn- arstörf á vegum Loftleiða voru orðin svo umfangsmikil að það kom að því á árunum 1960—61 að ég ákvað að helga Loftleiðum alla mína starfskrafta. Raunar má segja að af öðrum þræði hafi ástæðan fyrir því að ég snéri mér óskiptur að flugmálum verið sú, að ég gerði mér grein fyrir því, að miklir möguleikar voru fyrir því að Islendingar gætu haslað sér völl i alþjóðlegu flugi vegna land- fræðilegrar legu landsins, og að því vildi ég vinna “ Sigurður fór síðan vestur um haf í ársbyrjun 1961, og tók við starfsemi Loftleiða í Vesturheimi. „Um þetta leyti vorum við að byrja með DC-6 vélarnar í notk- un eða um það leyti sem við vor- um virkilega að ná okkur á strik. Með DC-6 vélunum komu til mun hagkvæmari vélaren áður og raunar var þetta algjör bylting frá DC-4 vélunum, þvi að með þeim vélum var ákaflega erfitt að ná endum saman. Við jukum svo þennan flota á árunum 1960—62, þar til við vorum komnir með fimm vélar. Þá vorum við aftur farnir að lita i kringum okkur og árið 1964 snérum við okkur að stóru Rolls Royce-vélunúm, sem voru þá einnig mjög hagkvæmar, og við festum kaup á þeim með því skilyrði, að þær yrðu lengdar. Voru þær um tíma stærstu flug- vélar á N-Atiantshafsleiðinni. En árið 1970 söðluðum við yfir í þot- urnar, og er sú saga líklega öllum kunn.“ Sigurður segir, að það hafi ver- ið tiltölulega auðvelt fyrir sig að setjast að í New York, þar eð hann hefði áður um fjögurra ára skeið verið við nám og starf í Bandaríkjunum og þekkti þar af leiðandi vel til i bandarísku við- skiptalífi. Alltaf síðan hefði hann fylgzt mjög vel með því sem þar var að gerast, og þannig átt hæg- ara um vik að vinna að uppbygg- ingu Loftleiða vestan hafs, sem er sannast sagna ævintýraleg á ára- tugnum 1960—1970. FLUGVÉLAVALIÐ „Já, það er óhætt að segja, að framgangur félagsins var mikill á þessu tímabili, og þar fór saman að vel var staðið að vali á flug- vélakosti Flugleiða, sem raun- verulega skipti sköpum fyrir fé- lagið, og síðan að því var fylgt eftir með því að tryggja sem allra mesta nýtingu á vélunum á þess- ari leið,“ sagði Sigurður. „Það var einnig mikið um að vera í New York á þessum tíma. Það eru lík- lega fleiri flugfélög sem fljúga á N-At)antshafsleiðinni en nokk- urri annarri. Það eru líklega um 20 flugfélög sem fljúga milli Evrópu og Ameríku í áætlunar- flugi en auk þess eru sennilega um 15 félög í óreglulegu flugi á þessari leið. Mig minnir lika að N-Atlantshafsleiðin sé um 1/4 af öllu alþjóólegu flugi, og það er hvergi harðari samkeppni en ein- mitt á þessari flugleið, enda kannski ekki að undra þvi að það er eftir miklu að slægjast." Sigurður segir, að starf hans vestra hafi verið að mörgu leyti skemmtilegt, enda mikið verk að vinna. „Þetta umhverfi var mjög hvetjandi með öll þessi félög að berjast um hituna, maður kynnt- ist þeim sem störfuðu að þessu, og allt var það mjög lærdómsríkt, þvi að það var auðvelt að notfæra sér reynslu annarra i þessum efnum. Bandaríkin eru opið þjóðfélag að því leyti — maður hefur tiltölu- lega greiðan aðgang að upplýs- ingum eða reynslu sem aðrir hafa aflað sér.“ Loftleiðir spjöruðu sig býsna vel á þessum erfiða markaði, eins og reynslan sýnir. Við fengum á okkur mjög gott orð, og í flug- heiminum þekkja allir Island nú orðið,“ sagði Sigurður ennfremur. „Það hjálpaði okkur og hjálpar enn í i dag, t.d. þegar við lögðum út í annan rekstur, eins og Cargo- lux og Air Bahama. Kaup Loft- Ieiða á Air Bahama voru kannski ekki hvað sízt gerð 1 því augna- miði að styrkja okkur á þvi skeiði, er við vorum að undirbúa að taka þoturnar í notkun á okkar aðal- flugleiðum. Við gátum notað Air Bahama sem rökstuðning við bandarisk stjórnvöld fyrir því að Loftleiðir tækju upp þotuflug. Við gátum þá bent á að fordæmið væri þegar fengið — með Air Bahama." nAkvæm skipulagn- ING HÖFUÐATRIÐI Annars segir Sigurður að ein- kum tvennt einkenni flugstarf- semi öðru fremur. I fyrsta lagi er starfsemin ákaflega margþætt og Rætt við Sigurð Helga- son, forstjóra Flugleiða Cargolux-vél, sem er að hluta f eigu Flugleiða, en Sigurður telur einmitt vaxtarmöguleikana f flutningaflugi fvið meiri en f farþegafluginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.