Morgunblaðið - 03.03.1976, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
ýmislegt
Bókasýning
Bandaríska bókaforlagið MCCRAW-HILL
heldur bókasyningu á ýmsum tækni- og
vísindabókum á vegum Bóksölu stúdenta
dagana 3., 4. og 5. mars.
Sýningin er í Félagsstofnun stúdenta v/
Hringbraut og er opin frá kl. 10.00 til kl.
1 8.00 þessa þrjá daga.
Fulltrúi frá McGraw-Hill verður viðstaddur
sýninguna og veitir allar upplýsingar. Allir
veikomnir.
Bóksala stúdenta
fundir — mannfagnaöir
ÁRSHÁTÍÐ.
Samtök Svarfdælinga halda árshátíð í
Átthagasal Hótel Sögu, laugardaginn 6.
marz kl 1 9
Miðasala og borðapantanir föstudag kl.
1 7— 1 9 á sama stað.
Stjornin.
Félagsfundur
Félag íslenzkra stórkaupmanna boðar til
félagsfundar um samningana í dag
miðvikudag 3. marz kl. 17 s.d. að Hótel
Loftleiðum Kristalsal. Félagar fjölmennið
og mætið stundvíslega. Stjórnin
Ljósmæðrafélag
Islands
Félagsfundur
fimmtudaginn 4. marz í Fóstbræðra-
heimilinu Langholtsvegi 111.
Fræðslu og skemmtiefni.
Gestir fundarins Thorvaldsensfélagið.
Fjölmennið stundvíslega.
U n dirb úningsne fn din.
Fræðslu-
fundur
verður í Félagsheimili Fáks fimmtudaginn
4. marz og hefst kl. 20.30. Stefán Aðal-
steinsson búfjárfræðingur ræðir um ýmis
erfðareinkenni i hrossum, sýnir myndir og
svarar fyrirspurnum. Þá verða sýndar lit-
skuggamyndir af Fáksfélögum á ferðalagi
fyrir 20 árum.
Munið hið glæsilega kaffihlaðborð á
sunnudaginn kemur.
Hestamannafélagid Fákur.
Árshátíð
Félags matreiðslumanna og Félags framreiðslu-
manna,
verður haldin miðvikudaginn 10. marz í
Súlnasal, Hótel Sögu, hefst með borð-
haldi kl. 19. Húsið opnað kl. 18. Miðar
verða afhentir mánudaginn 8. mars og
þriðjudaginn 9. mars milli kl. 1 5 og 1 7 á
skrifstofum félaganna. Félagar
fjölmennið. Nefndin
Undanúrslit Islandsmótsins,
sem jafnframt voru undanúr-
slit Reykjavíkurmóts lauk með
sinri Jóns Hjaltasonar, sem
hlaut 183 stig. Röó sveitanna
varó annars þessi:
Sveit Hjalta Elíassonar 167
Sveit Stefans Guðjohnsen 142
Sveit Jóns Baldurssonar 126
Sveit Olafs H. Olafssonar 120
Sveit Olafs Lárussonar 111
Sveit Birjíis t>orvaldssonar 99
Sveit Gylfa Baldurssonar 88
Sveit Hilmars Oiafssonar 88
Sveit Braga Jónssonar 67
Sveit Gísla Tryggvasonar 54
Sveit Þóris Sigursteinssonar 32
Þá var komið að því að fjórar
efstu sveitirnar spiluðu til úr-
slita í Keykjavíkurmótinu og
mátti sveit Jóns velja sér eina
af hinum þremur til að spila
fjögurra sveita undanúrslit.
Sveitin valdi að spila við sveit
Stefans Guðjohnsen. A hinu
horðinu mættust því sveitir
Hjalta og Jóns Baldurssonar.
Urslit urðu þau, að sveit Jóns
Baldurssonar sigraði sveit
Hjalta Elíassonar örugglega og
kom það nokkuð á óvart. 1 leik
Jóns og Stefans hafði sveit
Stefans 17 stiga forskot í hálf-
leik — en tapaði leiknum með
einu stigi eftir mikinn baráttu-
leik.
Það voru því sveitir Jóns og
Jóns sem háðu úrslitaleikinn
sunnúdaginn 29. febrúar.
Ungu mennirnir hófu leikinn
af miklum krafti og eftir aðeins
fimm spil höfðu þeir skorað 27
stig. Síðan jafnaðist leikurinn
og hafði sveit Jóns Baldursson-
ar einu stigi betur er fyrri 32
spila leiknum lauk 69—68.
Síðari leikurinn hófst svo kl.
20 um kvöldið. Hafði sveit Jóns
Hjaltasonar frekar frumkvæðið
en staðan hélst mjög jöfn. Þeg-
ar örfá spil voru eftir kom mjög
hættulegt spil fyrir þar sem
vinna mátti slemmu á báðar
hendur ef eitthvað færi úr-
skeíðis. Jón Baldursson og Guð-
mundur Arnarson gerðu vel í
þessu spili og náðu slemmunni
á N—S hendurnar meðan Guð-
mundur og Karl spiluðu aðeins
úttektarsögn. Næst siðasla spil-
ið var svo mjög hættulegt þar
sem að ungu mennirnir spiluðu
bút mi-ðan Jón Asbjörnsson og
Jón Hjaltason spiluðu 3 grönd
sem ekki var hægt að vinna
með réttri vörn sem Guðmund-
ur og Jón B. fundu auðveld-
lega??::
Þegar staðið var upp hafði
sveit Jóns Baldurssonar einn
IMFA í forskot sem gaf þeim
félögum titilinn Reykjavíkur-
meistarar í bridge 1976. I sveit-
inni eru eftirtaldir: Jón Bald-
ursson, Guðmundur Arnarson,
Sverrir Armansson, Sigurður
Sverrisson, Helgi Jónsson og
Helgi Sigurðsson. Þess má að
lokum geta að allir þessir menn
eru ungir að árum — um eóa
yfir tvitugt og eiga þeir svo
sannarlega framtíð fyrir sér við
græna borðið.
XXX
FRA bridgefelagi
KÖPAVOGS:
Nú er aðalsveitakeppni
félagsins lokið með sigri sveitar
Armanns J. Lárussonar er
hlaut 101 stig. Asamt Armanni
eru í sveitinni Sverrir G.
Armannsson. Lárus Hermanns-
son, Sigurður Helgason og
Eggert Jónsson. 1 öðru sæti var
sveit Gumundar Jakobssonar
með 87 stig og í 3. sæti sveit
Kára Jónassonar með 84 stig.
1 fyrsta flokki sigraði sveit
Kristins Kristinssonar sem var
með 110 stig, með Kristni eru i
sveitinni Skúli Sigurðsson.
Jóhann H. Jónsson, Björn
Kristjánsson og Gunnar Sigur-
björnsson. 1 öðru sæti var sveit
Matthiasar Andréssonar meó
98 stig og í 3. sæti sveit Krist-
mundar Halldórssonar með 86
stig.
S.l. fimmtudag hófst tví-
menningskeppni með baromet-
er-fyrirkomulagi og mættu alls
30 pör til leiks. Næsta umferð
verður spiluð á fimmtudag.
Spilað er i Þinghól við Álfhóls-
veg.
XXX
FRÁ BRIDGEFÉLAGI
STYKKISHÓLMS
Nýlega er lokið bikarkeppni i
tvímenning á vegum Bridge-
félags Stykkishólmi. Spilað var
fjögur kvöld og urðu úrslit
þesssi:
stig
1. Ellert Kristinsson
og Halldór S. Magnússon 734
2. Kristinn Eriðriksson
og Guðni Eriðriksson 709
3. Leifur Jóhannsson
og Hörður Finnsson 704
4. Halldór Jónasson
og Isleifur Jónsson 683
Meðalskor var 660 stig.
XXX
VESTURLANDSMÓT1
SVEITAKEPPNI.
Dagana 21. og 22. feb. fór
fram úrsitakeppni í sveita-
keppni sem haldið var í Borgar-
nesi, með þáttöku 8 sveita en
áður höfðum 26. sveitir spilað
um þennan rétt. Sigursveit var
sveit Inga Steinars Gunnlaugs-
sonar frá Akranesi, en auk
hans spiluðu Ásgeir Kristjáns-
son, Ólafur Guðjónsson, Björn
Viktorsson, Guðni Eyjólfsson
og Halldór Sigurbjörnsson.
Annars var röðin þessi;
Sveit
1. Inga Steinars Gunnlaugs-
sonar, Akranesi, ..... 118
2. Páls Valdimarssonar,
Akranesi ..............105
3. Ellerts Kristinssonar,
Stykkishólmi ...........78
4. Vals Sigurðssonar,
Akranesi.............. 72
5. Viktors Björnssonar,
Akranesi, ..............70
6. Guðjóns Stefánssonar,
Borgarnesi..............67
7. Leifs Jóhannessonar,
Stykkishólmi ...........19
8. Rúnars Ragnarssonar,
Borgarnesi ......mínus 4
Frá bridgedeild Breiðfirðinga-
félagsins.
Staða efstu para í barometer-
keppninni er nú þessi:
Ingibjörg Halldórsdóttir —
Sigvaldi Þorsteinsson 238
Halldór Jóhannesson — Olafur
Jónsson 204
Einar Arnarson — Þorsteinn
Þorsteinsson 198
Jón Stefánsson — Þorsteinn
Laufdal 183
Magnús Oddsson — Magnús
Halldórsson 105
Þriðja kvöldið í keppninni
verður fimmtudagskvöld. Spil-
að er í Hreyfilshúsinu við
Grensásveg og hefst spila-
mennskan klukkan 20.
XXX
Firmakeppni B.A.K. 1976, er
nýlokið, með þátttöku alls 112
fyrirtækja, en spilað var í 6.
riðlum.
Urslit í riðlum urðu þessi:
A. ríðill: 1. Ölafur Lárusson 116
st
B. riðill: 1. Garðar Þórðarson
100 st
C. riðill; 1. Þorfinnur Karlsson
119 st
D. riðill: 1. Páll Þórðarson 105
st.
E. riðill: 1. Vilhjálmur Þórsson
109 st
F. riðill: 1. Rúnar Magnússon
106 st
10. hæstu skorir fengu eftir-
talin fyrirtæki:
1. Borgarbúðin 119 st
2. Iðn h/f 116 st
3. Byggfél. Eining 109 st
4. Landsýn 108 st
5. Vilberg og Þorsteinn 106 st
6. S.Ó. Innréttingar 105 st
7. Panelofnar h/f 105 st
8. Herrahúsið 103 st
9. Járniðjan 103 st
10. Félagsheim. Kópavogs 103
st
Hæstir samanlagt, urðu eftir-
taldir spilarar:
1. Þorlákur Jónsson 395 st.
2. Ólafur S. Lárusson 389 st.
3. Rúnar Magnússon 387 st.
Að lokum vill stjórn Asanna í
Kópavogi, þakka innilega allan
þann stuðning, þeim er gerðu
keppni þessa úr garði, þó sér-
staklega öllum fyrirtækjunum.
A.G.R.
Island er
stórveldi
Framhald af bls. 17
mælikvarða erum við því mjög
stórir á sviði flugsins."
Sigurður vék síðan að því
hversu miklir þátttakendur við
værum í fluginu miðað við annan
atvinnurekstur hér á landi, þar
sem við værum óumdeilanlegt
stórveldi, þ.e. í fiskveiðum. „Þar
er hlutdeildin sú, að heildarfisk-
afli i veröldinni á árinu 1974 var
talinn nema 70 milljónum tonna.
Heildarafli okkar íslendinga var
hins vegar 938.000 tonn eða um
1.3% af heildinni, og veiðum við
þvi á við þjóð sem teldi 52 milljón-
ir manna miðað við þá fólksfjölda-
skiptingu, sem ég nefndi áðan.“
Hann sagði ennfremur, að Is-
lendingum hætti um of til að van-
meta aðra atvinnustarfsemi en þá
sem mæld væri í tonnum af fiski
eða fé á fæti, og í því sambandi
væri ekki úr vegi að segja frá því,
að nettógjaldeyristekjur af flug-
starfsemi á árinu 1974 á gengi
þess árs hefðu numið 1.2 milljörð-
um króna. Tekjur af erlendum
ferðamönnum, sem urðu til vegna
flugsins, hefðu numið 1.6
milljörðum kr. svo að gjaldeyris-
tekjur af þessu tvennu hefðu
numið samtals 2.8 milljörðum á
árinu 1974.
— Samskipti
Framhald af bls. 11
því að það gæti sjálfkrafa leitt tii
friðslita þeirra á milli.
Ef þessi leið reyndist ekki fær,
er ekki um aðra leið að velja en
þá að byggja öryggi landsins með
varnarsamstarfi við Bandaríkin
og fá þau til að lýsa því yfir, að
árás á Island yrði skoðuð sem árás
á Bandaríkin, enda getur engum
dulizt, að svo er það í raun og
veru. Hlutleysisyfirlýsing ein
saman af vorri hálfu er einskis
virði ef á reynir.
Jón Gfslason.