Morgunblaðið - 03.03.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976
5
Breytingar á rit-
stjórnum Vísis og
Alþýðublaðsins
NOKKRAR brevtingar hafa verið
gerðar og eru fvrirhugaðar á rit-
stjórnum dagblaðanna Vísis og
Alþýðublaðsins. Arni Gunnarsson
hefur látið af ritstjórn frétta hjá
Vfsi og tekið við ritstjórastarfi
hjá Alþýðublaðinu. Vísir skýrir
frá því I gær að Olafur Ragnars-
son fréttamaður hjá sjónvarpinu
hafi verið ráðinn ritstjóri frétta
við blaðið, og taki hann við starf-
inu í aprílmánuði n.k. Þá hefur
Bragi Guðmundsson fvrir nokkru
verið ráðinn ritstjórnarfulltrúi
við Vísi.
Arni Gunnarsson er 35 ára
gamall. Hanrl hóf störf við Al-
þýðublaðið 1959 og starfaði þar
um nokkurra ára skeið, síðast sem
fréttastjóri. Árið 1964 byrjaði
Arni á fréttastoiu útvarpsins og
starfaði þar sem fréttamaður og
varafréttastjóri til . haustsins
Athugasemd
ORMUR Sveinsson, vegavinnu-
verkstjóri I Neskaupstað, hefur
beðið Morgunblaðið að koma því
á framfæri, að hann sé hvorki
eigandi né meðeigandi að jarðýt-
um eða öðrum vinnuvélum eins
og gefið er í skvn í frétt, sem
birtist í Morgunblaðinu 25.
febrúar s.l.
Þá sagði hann, að í þessari frétt
væri sagt frá því, að „vegaverk-
stjórinn hafi farið á jarðýtunni
upp á Oddsskarð til að pússa
veginn en til hvers viti enginn".
„I þeim vatnagangi sem meðal
annars olli skemmdum á höfninni
í Neskaupstað urðu verulegar
skemmdir á Oddsskarðsvegi og
reyndi ég að fá vél hjá Steypusöl-
unni h.f. til að gera við
skemmdirnar, en Vegagerð ríkis-
ins á Reyðarfirði hafði áður
fengið undanþágu hjá Verkalýðs-
félögunum á Eskifirði og í Nes-
kaupstað til að gera við og fyrir-
byggja skemmdir, en umrætt
fyrirtæki neitaði um vél til verks-
ins. Tók ég þá vél sem i boði var
en það er jarðýta, sem Jarðvinna
s.f. í Neskaupstað á og var maður
frá þvi fyrirtæki á vélinni."
Blikabíngó
Vegna verkfalla, varð trufl-
un á birtingu talna i síðustu
viku og nú fyrst eftir helgina.
Áður höfðu verið birtar tólf
tölur. Koma þær nú aftur og
þrjár til viðbótar: 1-29, B-6, I-
19, 1-24, G-59, 0-61, 0-69, 1-25,
G-55, 1-18, 0-66, 0-75 og G-60,
1-28, 1-26.
Næstu tölur birtast á laugar-
daginn í dagbókum allra dag-
blaðanna.
Leiðrétting
RANGHERMl kom fram i frétt i
Morgunblaðinu í gær um brottför
brezka sendiherrans frá Islandi.
Eric Young veitir brezku hags-
munadeild franska sendiráðsins í
Reykjavík forstöðu. Brian Holt er
ræðismaður.
JpgjJMjÉRl arsson er 31 árs
gamall. Hann
Ami hóf sinn blaða-
mannsferil á Al-
þýðublaðinu
1965 og starfaði
þar fram á haust
1966 er hann
réðst til sjón-
varpsins. Hann
byrjaði sem
st jórnandi
fréttaútsend-
oiatur inga en varð
síðar frétta-
maður og hefur
siðan starfað að
fréttamennsku
jafnhliða dag-
skrárgerð.
Bragi Guð-
mundsson er 30
ára gamall.
Hann byrjaði á
Vísi árið 1962
sem ljósmyndari
og hefur verið i þvi starfi þar til i
janúar s.l. að hann tók við starfi
ritstjórnarfulltrúa við blaðið.
Bragi er núverandi formaður
Blaðamannafélags Islands.
Fyrsta skuttogara
SKppstöðvarinn-
ar hrundið á flot
Akureyri, 29. febrúar.
FYRSTA skuttogaranum, sem
Slippstöðin h/f smíðar, var
hrundið á flot kl. 10.15 I morgun
að viðstöddu fjölmenni. Þessari
athöfn hafði þurft að fresta
rúman hálfan mánuð, fyrst vegna
óveðurs og síðan vegna verkfalla,
en þegar vinnudeilurnar leystust,
var ekki lengur beðið boðanna að
fleyta skipinu. Forstjóri Slipp-
stöðvarinnar h/f, Gunnar
Ragnars, flutti fyrst stutt ávarp,
en sfðan gaf Guðrún Garðars-
dóttir skipinu nafnið Guðmundur
Jónsson og ber það einkennisstaf-
inaGK475.
Eigandi er Rafn h/f i Sand-
gerði, en skipið er skuttogari og
nótaskip með fullkomnum út-
búnaði til að veiða með botn-
vörpu, nót og flotvörpu. Mesta
lengd er 49,95 m og mesta breidd
9,5 m, skipið er 470 brúttólestir.
lbúðir eru fyrir 16 menn í eins og
tveggja manna klefum. Aðalvél er
af gerðinni Alpa og er 1740 hest-
öfl við 800 snúninga á mínútu.
Skipið er búið Rapp-vindum, há-
þrýstivökvadrifnum, og er vindu-
kerfíð talið eitt hið stærsta, sem
sett hefur verið í fiskiskip. Yfir-
leitt er í skipinu mikið safn véla
og tækja af margvíslegum
gerðum og til margvíslegra nota.
Öll fiskileitartæki koma frá
Simrad. — Gert er ráð fyrir, að
togarinn verði fullbúinn í apríl-
Framhald á bls. 31.
Braei
Valdimar Jóhannsson í Iðunni, Böðvar Pétursson hjá Helgafelli, Ragnar Jónsson hjá lsafold, Lárus
Blöndal, Örlygur Hálfdánarson hjá Örn og Örlvgur og Jónas Eggertsson við bókastaflana í barnabóka-
deildinni.
4500 bókatitlar og um 100
þúsund eintök á niðursettu
„verðbólguverði”
Árlegur bókamarkaður
Félags islenzkra bókaútgef-
enda opnar í dag í Iðnaðar-
mannahúsinu við Hallveigar-
stig 2 og að vanda er þar að
finna þúsundir bókatitla fyrir
fólk á öllum aldri og hvaða
bókmenntasmekk sem er og
sem fyrr er kjörorð markaðar-
ins „Gamla krónan í fullu verð-
gildi“. Örlygur Hálfdánarson
formaður félags bókaútgefenda
sagði á fundi með fréttamönn-
um i gær, að þetta væri 16. árið,
sem markaðurinn væri haldinn
og sem fyrr eru það þeir Lárus
Blöndal og Jónas Eggertsson,
sem hafa veg og vanda af fram-
kvæmd hans. Örlvgur sagði að á
þessum markaði væru um 4500
þókatitlar, að meðaltali í 20
eintökum, þannig að bóka-
hungraðir tslendingar geta
moðað úr 90—100 þúsund
eintökum þann tíma sem
markaðurinn er opin fram til
13. marz.
Um verð bókanna sagði
Örlygur að þær væru allar á
niðursettu verði, „verð-
bólguverði", og þarna væri'
hægt að gera sérlega góð kaup á
fjölda bóka og má m.a. nefna
nokkur ritsöfn Jóns Trausta
fyrir aðeins 9500 kr. Örlygur
sagði að gera mætti ráð fyrir að
milli 60—80 titlar seldust upp á
þessum markaði og hyrfu
endanlega af bókamarkaðnum,
slíkt hefði verið venjan á
undanförnum árum.
Við spurðum Lárus Blöndal
hvaða fólk það væri helzt, sem
sækti þessa markaði, og hann
svaraði því til að það væri fólk
á öllum aldri. Lárus sagði að
mikið væri um það að ungt fólk,
sem væri að stofna sitt heimili
kæmi á markaðinn til að stofna
bókasafnið og margt af því
fólki kæmi síðan á hverju ári til
að bæta við. Einnig kæmu
margir, sem væru að leita
einstakra bóka inn í safn og svo
allur fjöldinn, sem kæmi til að
fá sér ódýra, góða lesningu.
Þeir sem kaupa heil ritsöfn
geta einnig fengið að greiða
með afborgunum.
Við spurðum Lárus á hvað
hann myndi t.d. benda ungu
fólki, sem kæmi á markaðinn
með eins og 25 þúsund krónur
til að verzla fyrir. Lárus sagði
að það væri erfið spurníng, því
að eins og fram hefði komið
væru titlarnir um 4500, en við
skyldum grípa niður á nokkr-
um borðum og sjá hvað kæmi.
Og hér fer á eftir listinn.
Indriði Einarsson, Menn og list-
ir á 480 kr., Eiríkur á brúnum,
360 kr., Sigurður Guðmundsson
skólameistari, Heiðnar hug-
vekjur og mannaminni, 240 kr.,
Merkir íslendingar VI. bindi.
960 kr., Heklubók Guðmundar
frá Miðfelli í nýju bandi, 480
kr., Ölafur Stefánsson, Eg læt
allt fjúka, 420 kr., Gunnar
Benediktsson, Stungið niður
stílvopni, 696 kr., Ólafia Jó-
hannsdóttir, Rit I—II 620 kr.,
Árni Öla, Grúsk, 720 kr., Guð-
mundur Kamban, Vítt sé ég
land og fagurt, II bindi í al-
skinni, 186 kr., Einar riki og
Þórbergur, þrjú bindi á 3300
kr., Islandsferð John Coles,
380 kr., Þúsund og ein nótt 1200
kr., Helga frá Engi, Ut úr
myndum, 480 kr., Agúst á Hofi,
420 kr., Land og Lýðveldi eftir
Bjarna Benediktsson, 3 bindi á
5500 kr., og svo ritsafn Jóns
Trausta á 9500 kr. Samtals eru
þetta 30 bækur fyrir 25942 kr.
Líklegast eru vandfundin á
þessum verðbólgutímum betri
kaup. Markaðurinn verður op-
inn á eðlilegum opnunartímum
verzlana, nema á föstudögum
til kl. 22.00 og til kl. 18 á laug-
ardögum. I athugun er einnig
að hafa opið á sunnudögum.
—ihj.
DÖMUR!
Heildverzlun
Björns Péturssonar,
sími 281 55
________________________/
MAU
VY QUANT
SNYRTIVÖRUR
Loksins
perfumiö, sem angar
eins og skógur í vorregni.
Útsölustaðir um allt land.
V___________________________
Guðmundur Jónsson við bryggju á Akureyri.
Ljósm. Mbl.: Sv. P.