Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976 Ib Setter: Danska stjórnin þvoi hendur sínar af yfirlýsingunni Kaupmannahöfn 2. marz IB STETTER, þingmaður danska Ihaidsflokksins, hefur lýst því yfir, að hann ætli að bera fram fyrirspurn til danska utanríkis- ráðherrans í danska þinginu um yfirlýsingu forsætisnefndar Norðurlandaráðs um fiskveiði- deilu Isiendinga og Breta. Er spurningin svohljóðandi: .Ætlar ríkisst jórnin að taka afstöðu gegn yfirlýsingu forsætisnefndar Norðurlandaráðs um fiskveiði- deilu lslendinga og Breta?“ „Spurning mín hefur ekkert með deílu landanna að gera,“ sagði þingmaðurinn. „Ég óska bara eftir að fá það á hreint að forsætisnefnd Norðurlandaráðs geti ekki talað fyrir munn Norðurlandaráðs og einstakra norrænna ríkisstjórna eins og nú hefur gerzt. Danska stjórnin hefur að mínu áliti átt of mikinn þátt í þessari samþykkt og ber að þvo hendur sínar af henni. Það mun einnig koma í veg fyrir að forsætisnefndin reyni aftur að marka sér stefnu í utanríkismál- um fyrir hönd allra Norðurlanda — án þess svo mikið sem að spyrja Norðurlandaráð eða ein- Fulltrúar æskulýðssamtaka styðja málstað Islands Kaupmannahöfn 2. marz Á ráðstefnu æskulýðsfulltrúa norrænna stjórnmálaf lokka og norrænu félaganna, sem haldin er jafnhliða þingi Norðurlanda- ráðs, var i dag samþvkkt stuðn- ingsvfirlýsing við Island i land- helgismálinu og fordæming á valdbeitingu Breta. I yfirlýsingunni segir að út- færslan í 200 mílur byggist á lífs- hagsmunum þjóðarinnar og til að vernda fiskstofnana við Island. Hin Norðurlöndin hafi mikil- vægra hagsmuna að gæta í varð- veizlu náttúruauðlindanna og þess vega sé ástæða til þess að fordæma þær aðferðir sem Bretar beita í fiskveiðideilunni við Is- land og styðja baráttu Islands við að tryggja lífshagsmuni sína og vernda fiskstofnana í hafinu. Það sé forsenda friðsamlegrar lausnar deilunnar að brezku herskipin verði dregin á brott. Ráðstefnan lagði áherzlu á að telja verði fisk- veiðideiluna samnorrænt mál og hvetur ríkisstjórnir Norðurlanda til að veita Islandi allan hugsan- legan stuðning í þessari sjálf- stæðisbaráttu landsins. stakar sendinefndir. Eg ber mikla virðingu fyrir núverandi for- manni Norðurlandaráðs, Knud Engaard, formanni þingflokks Venstre, en í þessu tiiviki hefur hann verið of fljótur á sér að búa til yfirlýsingu með þjóðum, sem við eigum að öllu leyti ekki sam- eiginlega hagsmuni með. Hvað snertir málið sjálft er það mín skoðun, að Danir eigi ekki alger- lega sömu hagsmuna að gæta og Islendingar og það getur verið hættulegt fyrir okkur að ganga of langt. Auk þess get ég ekki látið það ósagt að aðgerðin var hafin af vinstri sósialistum — til þess að skaða þá hagsmuni, sem við eigum að gæta varðandi her- stöðvarnar á Norður-Atlantshafi." Norrænu menningar- fjárlögin hækka um 16% Kaupmannahöfn 2. marz. Frá blaðamanni Mbl. Pétri Eiríkssyni GYLFI Þ. Gfslason, formaður menningarmálanefndar Norður- landaráðs, mælti fvrir ályktun um menningarmál, sem nefndin hefur lagt fram og gengið var endanlega frá eftir viðræður nefndarinnar og ráðherranna í morgun. Gert er ráð fyrir að nor- rænu menningarfjárlögin fvrir árið 1977 hækki í um 1500 milljónir króna, sem er um 200 millj. kr. hækkun eða 16%. Af hækkuninni eru 110 millj. króna vegna launahækkana og verðbóta en 90 millj. kr. eru vegna hækk- aðra framlaga. Af menningarfjárlögunum Framhald á bls. 31. Myndin var birt á dögunum I brezka blaömu Evening Standard og svohljóðandi texti: „Það er bara annað brezkt varðskip sem er að kvarta yfir því að við séum að veiða innan þriggja milna!“ Stóð Castro bak við morð Kennedybræðra? Washington, Las Vegas, 2. marz. AP — Reuter. TALSMAÐUR rannsóknarnefnd- ar öldungadeildar Bandarfkja- þings, sem kannar starfsemi leyniþjónustunnar CIA, vildi ekki f dag staðfesta eða neita grein f blaðinu Las Vegas Sun f gær, þar sem þvf er haldið fram að Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, hafi staðið á bak við morðið á John F. Kennedy, fyrrum Bandarfkjaforseta, til að hefna sfn fyrir fimm banatilræði við sig, sem hann taldi Banda- rfkjastjórn hafa fyrirskipað. 1 greininni, sem útgefandi blaðs- ins, Hank Greenspun, skrifar, segir að einnig hafi Castro „mjög sennilega" staðið á bak við morðið á Robert F. Kennedy öld- ungadeildarþingmanni. Greenspun segist hafa öruggar heimildir fyrir frétt þessari, og Castro Brezka verkalýðshreyfingin skorar á Danina: Blandið ykkur ekki í fiskveiðideiluna hafi þær tjáð sér að Castro hefði í heyranda hljóði hótað Kennedy- bræðrum dauða og hafi það átt sér stað á fundi embættismanna frá ríkjum í Rómönsku Ameriku. „Kennedybræður hafa reynt að myrða mig. Ég skal svara í sömu mynt,“ á Castro að hafa sagt. Greenspun segir í greininni að fimm morðtilræði hafi verið gerð við Castro, þrjú með byssum og tvö með eitri. Hann segir að heimild sé fyrir þessu i gögnum sem nú séu I höndum rannsóknar- nefndar öldungadeildarinnar, sem er undir forsæti Frank Church. Talsmaður nefndarinnar sagði að nefndin hefði ýmis skjöl undir höndum en hún væri ekki reiðubúin til að skýra frá því hvort Greenspun færi með rétt mál á þessu stigi. Hull 2. marz. Frá frétta- ritara Mbl. Mike Smartt: DAVID Cairns, sá leiðtogi sam- taka brezkra flutningaverka- manna, sem fer með fiskimál, skoraði í dag í bréfi til dönsku verkalýðssamtakanna á hana að blanda sér ekki í fiskveiðideilu Breta og Islendinga, og hyggst hann senda öðrum norrænum verkalýðssam böndum samsvar- andi bréf. Bréf Cairns er sent í tilefni af þeirri ætlun danskra Framhald á bls. 18 John Kennedy Fleiri þorskastríð í uppsiglingu? Kaupmannahöfn —2. marz, frá Lárs Olsen, fréttaritara Mbl. I SKÝRSLU, 'sem danska varnarmálaráduneytið hefur sent frá sér, koma fram áhyggjur af því að þorskastríðið milli Is- lendinga og Breta kunni að verða „flutt út“ til Urænlands. I skýrslunni segir, að þegar 200 mílna auðlindalögsagan við Is- land verði viðurkennd, kunni þær veiðar annarra þjóða, m.a. Breta, sem hingað til hafa farið fram við ís- iandsstrendur, að flytj- ast á önnur svæði, og muni þetta auka álagið á miðum Dana og Norð- manna. Líkum er leitt að því, aó í framtíðinni kunni að koma til „þorskastríða" á borð við það, sem nú á sér stað á Islands- miðum, náist ekki alþjóðleg samstaða um skipan mála á heimshöfunum. Knud Enggárd, forseti Norðurlandaráðs, er einn þeirra, sem aðhyllast þessa skoðun. Hann segir: „Við getum ekki leyft okkur að dæma þetta mál aðeins frá sjónarmiði Islendinga. Mála- miðlunarlausn er nauðsynleg, eigi ekki að koma til þorska- striða milli annarra þjóða á öðrum svæðum." RobeitKennedy ERLENT Dönsk blöð sum gagnrýnin á samþykkt Norðurlandaráðs Kaupmannahöfn 2. marz SKANDINAVISKU blöðin hafa skrifað mikið um yfirlýsingu for- sætisnefndar Norðurlandaráðs um fiskveiðideilu tslendinga og Breta og er hún okkuð umdeild, enda í fyrsta skipti í sögu ráðsins sem það sendir frá sér slíka yfir- lýsingu. Það eru fyrst og fremst dönsku blöðin, sem eru gagnrýn- in á yfirlýsinguna, en sænsku blöðin eru jákvæðari. Berlingske Tidende birtir á mánudag leiðara undir fyrirsögn- inni: „Norðurlandaráð á villi- götum.“ Segir blaðið að það sé mjög óviðeigandi af Norðurlanda- ráði „að koma fram fyrir alheim sem málpípa norrænna þing- manna i utanríkismálum". Samúðin sé með Islendingum en Norðurlandaráð sé enginn vett- vangur til að koma þeirri samúð á framfæri. I morgun birtir Berlingske svo annan ieiðara sem það kallar „Mistök Norðurlandaráðs" og segir að Islendingar séu eflaust ánægðir með yfirlýsingu forsætis- nefndarinnar, en þeir hefðu þó átt að láta sér nægja þau samúðar- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.