Morgunblaðið - 03.03.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.03.1976, Qupperneq 12
12 MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1976 Guðmundur H. Garðarsson um lífeyrissjóðafrumvarpið: Að bæta úr misrétti og tryggja öldr- uðum og öryrkjum framtíðaraflíomu GUÐMUNDUR H. GARDARS- SON (S) mælti 24. feb. sl. fvrir frumvarpi sínu til laga um Líf- e.vrissjóð tslands, sem að megin- efni gerir ráð fvrir einum líf- evrissjóði fvrir landsmenn alla; að gegnumstreymiskerfi komi í stað uppsöfnunarkerfis Í lífevris- sjóða- og lífevrisgreiðslum, sem gerir fært að verðtryggður lífeyr- ir nái til allra landsmanna og misrétti milli óverðtrvggðra og verðtrvggðra lífevrisgreiðslna verði úr sögunni. Meginástæður frumvarpsins taldi flutningsmaður eftirfar- andi: 0 Núverandi lífeyristrygginga- greiðslur séu ófullnægjandi og vegna langvarandi verðbólgu l)úi þúsundir aldraðra og iny yrkja við ófullnægjandi og óvissa afkomu. 0 Lífeyrisleiðréttingar núver- andi almannatryggingakerfis komi yfirleitt ei'tir á og séu oft ekki í nægjanlegu samræmi við hækkaðan framfærslu- kostnað. • Engin löggjöf sé til um starf- sem i 1 í f ey rissj óð a. 0 Verðbólgan stefni hinum óverótryggðu lífeyrissjöðum í bráðan voða, þar sem ekki hafi reynzt unnt að ávaxta fjár- muni þeirra til móts við verð- bölguvöxtinn, þann veg að þeir fái ekki risið undir hlutverki sínu að öllu óbreyttu. 0 Núverandí misræmi milli verð- tryggðra og óverðtryggðra líf- evrissjóða skapi öviðunandi þjöðfélagslegt óréttlæti, sem og það, að fjöldi einstaklinga séutan lífeyrissjóðakerfis. Við endurskipulagningu á lif- evriskerfi landsmanna taldi flutningsmaður, að stefna þyrfti að eftirfarandi: 0 1. Að tryggja öllum sem eru komnir á ellilífeyrisaldur að lokinni starfsævi viðunandi og mannsæmandi lífsviðurværi. 0 2. Að veita örorkulífeyrisþeg- um öryggi og viðunandi trygg- íngabætur. 0 3. Að auka barnalifeyri og bæta aðstöðu þeirra, sem verr eru settir i þjóðfélaginu. 0 4. Að tryggja konum fæðingar- laun. 0 5. Að einfalda lífeyriskerfi þjóðarinnar ög útrýma mis- rétti. Skipulagslega séð er æskilegast að það lífeyriskerfi, sem myndað verður, sé þannig, að fyrir þorra manna verði ekki þörf fyrir ein- hverja viðbótarsjóði eða kerfi til þess að auka hin almennu rétt- indi, sem fölk öðlast samkvæmt þessu kerfi. Þá er óumflýjanlegt, að kerfið geri ráð fyrir nokkurri lífeyris- jöfnun þannig að lífeyrishlutfall hinna tekjulægri sé hærra en hinna tekjuhærri Ræðumaður rakti í ítarlegu máli allan aðdraganda að flutn- ingi frumvarpsins, sem væri við- léitni til að bæta úr misrétti og tryggja öldruðum og öryrkjum viðunandi framtíðarafkomu. Þetta væri hægt með skipulags- breytingum, sem frumvarpið gerði ráð fyrir, sem hins vegar kæmi niður á lánamöguleikum úr lífeyrissjóðunum. Ræðumaður ræddi um sam- komulag, sem nú væri orðið milli aðila vinnumarkaðarins um líf- eyrismál í yfirstandandi samn- ingaviðræðum, sem væri þess eðl- is að það væri áfangi (bráða- birgðafyrirkomulag) að þeim markmiðum, sem í frumvarpinu fælust. Eðvaró Sigurðsson (K) lýsti sig samþykkan megintilgangi og ákvæðum frumvarpsins, sem væri hið merkasta, sém einstakur þing- maður hefði lengi flutt. Að vísu kæmu ákvæði þess í veg fyrir lánahlutverk lífeyrissjóða, en það tryggói verðtryggðan lífeyri til allra landsmanna, sem væri aðal- atriði. Frumvarpið þyrfti að skoða v-andlega, þött vel væri unnið, og gefa þvi þann gaum, sem það ætti skilið. Guðmundur H. Garðarsson Gylfi Þ. Gíslason (A) tók í sama streng og það gerðu einnig þing- mennirnir Karvel Pálmason (SKV) og Ingvar Gfslason (F) sem allir þökkuðu flutnings- manni frumkvæði hans og vel grundaðar hugmyndir, sem bentu ótvírætt á færa leið í stóru félags- legu réttlætismáli. Matthías Bjarnason, trvggingamálaráð- herra, taldi og frumvarpið gagn- merkt, þótt spurning væri, hvort stiga ætti skrefið til fulls í einum áfanga, þ.e. afnema með öllu láns- hlutverk lífeyrissjóða, eða kanna einhvern milliveg. Þingmenn deila um prestskosningar: Þingsályktunartillaga um nefnd til að endurskoða veitingu prestakalla A FUNDI sameinaðs Alþingis i gær var tekin til fyrri umræóu tillaga til þingsályktunar um nefnd til að endurskoða lög um veitingu prestakalla. Tals- verðar umræður urðu um ti 1- liiguna og snerust þær einkum um hvort rétt va>ri að viðhalda prestskosningum með þeim hætti, sem nú tíðkast, eða breyla þar um. Ffni tillögunnar er á þá leið að Alþingi álykti að kjösa nefnd 7 þingmanna, er hafi það verkefni að endur- skoða lög um veitingu presta- kalla nr. 32 frá 3. nóv. 1915. Tekið er fram að nefndin skuli ljúka störfum fyrir 1. okt. 1976 og skal kostnaður við störf hennar greiðast úr ríkissjöði. Klutningsmenn tillögunnar eru þingmennirnir Ingiberg .1. Hannesson (S), Gunnlaugur Finnsson (F), Ingvai' Gíslason (F), Gylfi Þ. Gíslason (A), Stefán Jönsson (K), Magnús Torfí Olafsson (Sfv) og Friðjón Þörðarson (S). Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar, Ingiberg J. Hannesson (S), mælti fyrir henni og lagði á það áherzlu að tillagan gerði aðeins ráð fyrir skipun nefndar til að endurskoða lög unt veit- ingu prestakalla. Hins vegar hefði Alþingi áður fjallað um breytingar á lögum um veitingu prestakalla, fyrst á þinginu 1972—1973 og síðan hefði frumvarpið verið endurflutt á þinginu 1973—1974. Frumvörp- in voru í bæði skiptin flutt af menntamálanefnd efri deildar að beiðni kirkjumálaráðherra og var það í fyrra skiptið sent víða til umsagnar en seinna árið lagði menntamálanefnd efri deildar til að þvi yrði visað til rikisstjórnarinnar. 1 þessum frumvörpum hefði verið gert ráð fyrir þvi að núverandi fyrirkomulag prestkosninga yrði lagt niður en í stað þeirra mætti velja milli tveggja leiða við val presta. Annars vegar var gert ráð fyrir að prestur yrði kjörinn á kjörmannafundi, þar sem sæti ættu sóknar- nefndarmenn, safnaðarfulltrúi og viðkomandi prófastur en hins vegar gæti söfnuður kallað prest tii þjónustu ef % sóknar- nefndar væri þvi samþykkur Ingiberg tók fram að Kirkju- þing hefði a.m.k. fjórum sinnum mælt með slíkri breyl- i.igu og síðast samhljóða árið 1974. Presfastefna Islands hefur á sama hátt itrekað mælt með breytingunni og eínnig barst nokkuð einróma álit frá öllum héraðsfundum pröfasts- dæmanna í landinu. Þessu næst fór Ingiberg nokkrum orðum um galla þá sem samfara væru prestskosningum og benti á að prestar ættu oft i erfiðleikum með að flytjast milli prestakalla nema leggja út i harðvituga kosningabaráttu. Finnig hefði kirkjan misst af hæfum starfs- kröftum vegna prestskosninga- fyrirkomulagsins. Að lokum sagði Ingiberg það mat flutningsmanna að Alþingi gæti ekki lengur skotið sér undan því að taka þessi 60 ára gömlu lög til alvarlegrar athug- unar og afgreiðslu. Páli Pétursson (F) tók næstur til máls og lýsti sig mót- fallinn breytingum á fyrir- komulagi prestskosninga. Sagð- ist þingmaðurinn ekki vera til- búinn til að afhenda öðrum þann rétt sem hann hefði til að velja sjálfum sér prest. Fkki væri þó hér um að ræða vantrú á mönnum kirkjunnar heldur mætti Ijóst vera að ekki væri girt fyrir átök við veitingu prestakalla og minnti hainn á deilur meðal kirkjunnar manna um stefnur í trúmálum á síð- asta ári. Siðan fór Páll nokkr- um orðum um starf presta í dreifbýli og sagði það skoðun sína að ríkisvaldið legði með prestsembættum dreifbýlinu til mikilvægan starfskraft til að sinna félagsmálum. Jónas Arnason (K) lýsti yfir andstöðu sinni við ráðstöfun prestakalla með þeim hætti, sem fyrri frumvörp um þetta efni hefðu gert ráð fyrir. Hann tók undir orð síðasta ræðu- manns um starf presta í dreif- býli og sagði þá einhverja nýt- ustu þegna þessa þjóðfélags. Jónas sagði fylgjendur breyt- inga á prestskosningum oft hafa á orði að þær væru skrípa- mynd af lýðræðinu, því fólk væri að kjósa menn, sem það þekkti ekki en þingmaðurinn spurði hvort því væri ekki eins farið með alþingiskosningar. Stefán Jönsson (K) tók undir orð fyrri ræðumanna um hlut- verk presta í dreifbýli. Vegna orða síðasta ræðumanns sagði þingmaðurinn að sá munur væri á starfi prests og alþingis- manns að ætlast yrði til þess að presturinn fengi að komast til starfs síns þurrfættur. Gunnlaugur Finnsson (F) vék nokkuð að löngum setutíma presta í embætti. Þingmaður- inn sagði það til skammar fyrir Alþingi hvað fá mál, sem komið hefðu frá Kirkjuþingi hefðu verið afgreidd á Alþingi en samkvæmt lögum ætti Kirkju- þing að vera ráðgefandi fyrir Alþingi, hvað snertir kirkjuleg mál. Fndurskoðun laga um veit- ingu prestakalla væri eitt þeirra mála, sem Alþingi hefði borizt frá Kirkjuþingi, og sagði hann skoðun sina að Alþingi gæti ekki lengur skotið sér undan þvi að taka þetta mál til afgreiðslu. Þá sagði þingmaður- inn það skoðun sína að einnig ætti að endurskoða lög um sóknarnefndir. Karvel Pálmason (Sfv) sagð- ist vera algjörlega andvígur breytingu á prestskosningum til þeirrar áttar, sem frumvörp um þetta efni hefðu gert ráð fyrir. Ræddi þingmaðurinn störf presta með tilliti tíl starfs annarra emtiættismanna og sagðist vilja hafa meiri áhrif á val sálusorgara síns en t.d. lög- regluþjóns. Geirþrúður H. Bernhöft (S) fagnaði framkominni tillögu og líkti prestskosningum við slag. Þingmaðurinn sagði prests- kosningar ýta undir allt það versta hjá mönnum minnti á þá staðreynd að prestar væru einu ríkisstarfsmennirnir, sem eiga að vinna að sátt og samlyndi manna en verða oft að byrja á AIÞIflGI því að sætta menn, sem ósáttir urðu vegnaprestskosningar. Helgi F. Seljan (F) ræddi nokkuð um meðferð Alþingis á frumvörpum um veitingu prestakalla, sem flutt hefðu verið á fyrri þtngum. Helgi sagði að í prestskosningum væri ekki eingöngu verið að kjósa um menn heldur einnig um stefnur í trúmálum og sagði hann þróunina innan kirkj- unnar stefna i átt til þröngsýni. Einar Agústsson (F) lýsti sig andvígan breytingum á fyrir- komulagi prestskosninganna og i tilefni af orðum þingmanna um sáttasemjarahlutverk presta minnti Finar á orð gam- als prests, sem kunnur var á sinni tíð, en hann sagði þegar hann lét af prestskap: „Ég sætti þá alla en hnefana varð ég að nota við þá alla.“ Jónas Arnason (K) tók aftur til máls og sagði að Kirkjuþing ætti fyrst að athuga hvers vegna prestskosningar vektu upp allar lægstu kenndir lands- manna, áður en farið yrði að breyta kosningafyrirkomu- laginu. Ingiberg J. Hannesson (S) kvaddi sér hljóðs á ný og sagð- ist sjálfur hafa reynslu af bar- áttu i prestskosningum á höfuð- borgarsvæðinu. Oft vildu menn breyta til um starfsvettvang og koma yrði í veg fyrir að prests- kosningar yrðu spurning um fjármagn. Ingiberg sagði það rétt að gera mætti ráð fyrir að um yrði að ræða einhverja klíkumyndun vegna vals á prestum, þó valið yrði lagt i hendur sóknarnefndarmanna en presturinn ætti þó að losna við það karp, sem nú fylgir prestskosningum og þyrfti þá ekki að yfirgefa söfnuð sinn til að taka þátt í kosningabarátt- unni. Þingmaðurinn tók fram að aðeins hefði komið fram vilji efri deildar þingsins við af- greiðslu á breytingum á kosn- ingafyrirkomulaginu en þingíð í heild hefði ekki enn tekið afstöðu til málsins. Friðjón Þórðarson (S) sagði að margir þingmenn hefðu í umræðunum litið framhjá efni tillögunnar en hér væri aðeins um að ræða endurskoðun á 60 ára gömlum lögum. Karvel Pálmason (SFV) tók aftur til máls en síðan kvaddi Ingvar Gíslason (F) sér hljóðs og sagðist ekki vera ráðinn í því hvort leggja ætti niður prests- kosningar en hins vegar benti margt til þess að Alþingi þyrfti að endurskoða þessi lög. Sagði þingmaðurinn að finna mætti mörg dæmi þess að aldrei hefði gróið um heilt vegna ágreinings í prestskosningum. Þessi til- laga, sem hér væri til með- ferðar, væri ekki um að leggja niður prestskosningar heldur um að skipa nefnd til að endur- skoða lögin. 1 lok ræðu sinnar sagði þingmaðurinn að þannig væri komið á Alþingi að menn væru með allan hugann við peningamál og efnahagsmál en væru flutt mál tengd menn- ingar- og félagsmálum eða kirkjumálum settu menn upp hundshaus. Sígurlaug Bjarnadóttir (S) tók þessu næst til máls og tók undir lokaorð siðasta ræðu- manns. Sigurlaug sagðist vera fylgjandi þvi að tillaga þessi næði fram að ganga en hins vegar sagðist hún ekki vera ákveðin í afstöðu sinni til þeirra breytinga, sem borið hefði á góma við þessar um- ræður. I ræðu sinni varpaði Sigurlaug fram þeirri hugmynd að fram færi skoðanakönnun í öllum kirkjum landsins, þar sem kannaður yrði hugur manna til breytinga á fyrir- komulagi prestskosninga. Einnig kom fram hjá þing- manninum, að rétt væri að setja í lög ákvæði um lengd starfs- aldurs presta á hverjum stað sem annarra opinberra embætt- ismanna. Að lokum tóku eftirtaldir þingmenn aftur til máls, Gunn- laugur Finnsson (F), Ingiberg J. Hannesson (S), Páll Péturs- son (F) og Jónas Arnason (K). Að loknum umræðum var til- lögunni visað til annarrar um- ræðu og allsherjarnefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.