Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976
Irski kúskinnsbáturinn á reynslusiglingu við Irland.
1kjölfar Papanna
með gönguhraða
Irskur leiðangur 5 manna
ætlar í sumar að sigla á 36 feta
löngum kúsinnsbáti frá Irlandi
og til Norður-Ameríku. Leið-
angursmenn ætla með þessu að
sigla í kjölfar Papanna, sem
þeir telja að hafi fvrst farið
þessa siglingaleið um 700 eftir
Krist, in siglingaleiðin sem
þeir félagar ætla sér að fara er
frá Irlandi til Færeyja, Vest-
mannaevja, Reykjavíkur,
Angmaksalik, Labrador. Leið-
angursstjóri í þessari ferð er
Tim Severin, irskur Breti, rit-
höfundur að atvinnu. Tim
hefur verið í heimsókn í
Reykjavík siðustu daga og hitt-
um við hann að máli til að fá
upplýsingar um væntanlega
siglingu.
„Hugmyndina að þessum
leiðangri fékk ég fyrir 3 árum,“
sagði Tim, „og síðan hefur
verið stanzlaust unnið að
málinu. Báturinn er byggður og
nú erum við að gera tilraunir
með hann, hvernig bezt er að
stjórna honum og hvaða mögu-
leika hann hefur, því þótt við
Tim Severin.
reiknum með að þessi bátur sé'
eins og þeir sem írsku
kristniboðarnir notuðu, þá eru
liðnar aldir síðan og við höfúm
því ekki þá reynsiu að styðjast
við sem maður flutti með
manni á tímum bátanna. Við
getum smíðað bát, en höfum
ekki reynslu kynslóðanna í
stjórnun. Báturinn er seglbátur
úr 42 kúskinnum og hann er
léttur til siglinga þótt erfitt sé
að róa honum með árum. Þó er
þetta engin hraðsiglari, því við
reiknum með að meðalhraðinn
verði um 2—3 milur á klukku-
stund eða álika og gönguhraði
manns. Við munum leggja upp
um miðjan maí og reiknum með
að koma til Labrador í septem-
berlok. Báturinn er ekki gerður
fyrir nein stórveður og við
verðum þvi að fara að öllu með
gát, en um borð munum við
hafa gúmbjörgunarbát og tal-
stöð. Við erum ekki að leika
neina Papa, heldur erum við að
reyna að sýna fram á að Papar
notuðu þessa báta öldum saman
á úthafssiglingum sínum og þá
hafa þeir einnig komið til Is-
lands á slíkum bátum fyrir Is-
landsbyggð. Við munum fara
Framhald á bls. 47
Góður afli linu-
báta á Vestfjörðum
Isafirði 5. marz.
GÆFTIR góðar fvrrihluta
febrúarmánaðar hjá Vestfjarða-
bátum og fengu línubátar þá
ágætan afla, 6—8 lestir í róðri.
Verkfall hófst á Isafirði 17.
febrúar og tveimur dögum síðar á
hinum stöðunum, nema Tálkna-
firði en þar var ekkert verkfall.
Róðrar frá Isafirði féllu því niður
frá og með 14. febrúar og frá
Bolungarvík 18. febrúar. Á Vest-
fjörðunum héldu flestir llnubát-
arnir áfram veiðum eftir að verk-
fall hófst og isuðu aflann um
borð, en þrálátar ógæftir voru
lengst af á þessu tímabili.
Afli togaranna var sæmilegur í
mánuðinum. Lönduðu þeir allir
Framhald á bls. 47
Aðalfundur Verzlun-
arráðs á þriðjudag
NÆSTKOMANDI þriðjudag, 9.
marz, heldur Verzlunarráð Is-
lands aðalfund sinn, en aðal-
fundir Verzlunarráðsins eru
haldnir annað hvort ár.
Fundurinn verður haldinn í
Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl.
10.30 með setningarræðu for-
manns ráðsins, Gísla V. Einars-
sonar. Að henni lokinni mun
Jónas Haralz, bankastjóri, ræða
um fríverzlunina og þróun
efnahagsmála.
Eftir sameiginlegan hádegis-
verð verða fluttar skýrslur um
starfsemi ráðsins og síðan
ræddar áætlanir um störf ráðs-
ins næstu tvö árin. Einnig verð-
ur fjallað um málefni viðskipta-
lífsins og efnahagsmálin í heild
í almennum umræðum. Fyrir
fundinn hafa starfað nefndir í
þremur málaflokkum: skatta-
málum, efnahagsmálum og mál-
um, sem snerta starfsemi at-
vinnulifsins. Þessar nefndir
hafa samið ályktanir, sem
lagðar verða fyrir fundinn.
Á fundinum verður skýrt frá
GIsli V. Jónas Haralz
Einarsson
stjórnarkjöri, en stjórn ráðsins
er kosin fyrir aðalfund.
Stendur sú kosning enn og má
skila kjörseðlum á skrifstofu
ráðsins til kl. 5 á morgun,
mánudag. Formaður ráðsins er
hins vegar nú í fyrsta skipti
kosinn beinni almennri kosn-
ingu á aðalfundi samkvæmt
nýjum lögum ráðsins, sem sam-
þykkt voru á s.l. ári.
Aó loknum aðalfundi verður
móttaka fyrir fundarmenn í
húsakynnum Verzlunarráðsins
að Þverá við Laufásveg.
Morgunblaðið mun skýra nánar
frá aðalfundi Verzlunarráðsins
síðar.
„Grundvallarcandinn erkynþátta
skipting en ekki stéttaskipting ”
ROY Innis er kunnur baráttumaður fvrir réttindum bandarískra
blökkumanna, m.a. sem forystumaður herskárra samtaka, Uongress
of Raeial Equalitv (CORE). Innis, sem haldið hefur mjög á loft
kröfum um aukið vald blökkumanna, samheldni þeirra innbvrðis
og samkennd með Afríkubúum, komst nýverið I fréttirnar þegar
hann hóf herferð til að reyna að fá blökkumenn sem barizt höfðu í
her Bandaríkjamanna í Vfetnam til að fara til Angóla og „aðstoða
andkommúnískar hersveitir þar“. Eftirfarandi er samtal frétta-
manns vikuritsins Newsweek Clifford I). May við Roy Innis um
Angólamálið:
— Hafa sveitir MPLA-
frelsishreyfingarinnar,
sem nýtur stuðnings
Sovétríkjanna, unnið
stríðið í Angóla?
— Nei, ég held ekki. Þær
hafa að verulegu leyti unnið
þetta hefðbundna, venjulega
stríð, en ég held að það sé ekki
hið raunverulega stríð. Hið
raunverulega strið verður
skæruliðastyrjöldin sem nú er
að hefjast.
— Gæti Angóla orðið
Víetnam Sovétníkjanna?
— Svo gæti farið ef Banda-
ríkin ákveða að gera Angóla að
sovézku Vietnam. Bandaríkin
ættu að gera það sem Sovét-
menn gerðu i Víetnam, þ.e. að
styðja þann aðila sem nýtur
fylgi^ meirihluta landsmanna,
— ekki með hermönnum
heldur vopnabúnaði og fjár-
magni. Ef Bandaríkjamenn
gerðu þetta í Angóla yrðu
Sovétríkin í nákvæmlega sömu
aðstöðu og Bandaríkjamenn
voru i Vfetnam.
— Mér er ekki Ijóst
hvers vegna þú ert svo
viss um að andstæðingar
MPLA njóti stuðnings
meirihluta angólsku
þjóðarinnar.
— Eg hef verið þarna og ég
fann hversu mikil fjöldahreyf-
ing Unita er. Ég sá það á sam-
bandinu milli leiðtoga hennar
og fólksins og hermannanna
Unita er eina fjöldahreyfingin í
Angóla. Það er ástæðan fyrir
því að MPLA og hinir
kúbönsku sendimenn frá
Moskvustjórninni vilja ekki
myndun þjóðstjórnar sem
byggð yrði á almennum kosn-
ingum.
— Hyggstu halda fast
við fyrirætlanir þínar
um að senda blökku-
menn úr hópi fyrrver-
andi bandarískra her-
manna til Angóla til að
taka þátt í átökunum
þótt þau séu nú orðin að
skæruhernaði?
— Já, en ég vil taka fram að
ég verð að tala mjög varlega.
Flókin lögfræðileg atriði koma
inn í þetta. Ég sendi hjúkrunar-
lið sem svo vill til að er skipað
gömlum hermönnum úr Víet-
namstriðinu eða Kóreustríðinu
til að ganga í lið með Unita.
Þegar hafa okkur borizt meir
en 5000 umsóknir. Og þessir
menn munu einnig aðstoða
hina borgaralegu ibúa landsins.
— Hvers vegna ættu
bandarískir blökkumenn
að láta sig einhverju
skipta hvað gerist í
Angóla?
— Bandarískir blökkumenn
verða, sem þáttur hinnar
Roy Innis
— segir banda-
ríski blökku-
mannaleiðtoginn
Rog Innis
í samtali
um Angólamálið
afrísku fjölskyldu, afkomendur
brottnumdra Afríkumanna, að
láta sig allt sem gerist í Afríku
varða. Angóla er sérstaklega
áhugavert og mikilvægt mál
fyrir okkur vegna þess að
mikill fjöldi bandarískra
blökkumanna kom frá Angóla.
Maður litur á þessa Angóla-
menn, — Savimbi og hina — og
maður rekst á svona náunga á
hverju götuhorni í Suður-
Karólínu. Og eins og við getum
séð af mannkynssögunni þá
nýtur það fólk velgengni sem
getur sameinað allar greinar
fjölskyldu sinnar. Burtséð frá í
hvaða landi og undir hvaða
stjórn þær eru. Styrkur og lífs-
seigla Gyðinga byggist einungis
á þessari reglu, og ég virði og
dái Gyðinga fyrir þetta.
— Hver verða áhrif
þess ef MPLA ber endan-
legan sigur úr býtum?
— Eg held að í æðstu stjórn
MPLA séu nokkrir harðlínu
stalínistar. Og ef þeir ná til sin
stjórninni í Luanda þá tel ég að
yrði um að ræða afmyndun á
afrískum eigindum, afskræm-
ingu á eðli Angólabúans.
Angóla myndi dragast of mikið
inn í togstreitu austurs og vest-
urs. Grundvallarvandamál
Afríkumanna er kynþáttaskipt-
ingin en ekki stéttaskiptingin,
og hinir harðsviruðu marxistar
og stalínistar munu virða þetta
að vettugi. Og þrátt fyrir allan
áróðurinn, myndi MPLA með
sína marxísku stefnu verða lík-
legri til að semja við hvítu kyn-
þáttahatarana í suðurhluta
Afríku en þjóðernishreyfing-
arnar.
— Hver er skoðun þín
á íhlutun Kúbu í
Angóla?
— Kúbumenn eru auðvitað
umboðsmenn Sovétríkjanna.
En þeir eru líka í Angóla sem
verkfæri Fidels Castro til að
kitla hégómagirnd hans og út-
þensluhyggju. Á vesturhveli
jarðar var honum haldið í
skefjum með hótunum Banda-
ríkjamanna og þeim takmörk-
unum sem fylgdu detente
Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna. Eg held að hann sé núna
að láta reyna á hermenn sina,
þjálfa þá með því að láta þá
drepa blökkumenn i Angóla.
Það er vísbending um þetta, að
Fidel sendi ekki hermenn sina
á meðan Portúgalar voru í
Angóla. Hann skarst i leikinn
þegar blökkumenn fóru að
berjast við aðra blökkumenn.
Þessi mikli sósíalisti, framfara-
sinnaði byltingarmaður, Fidel
Castro, hefur kynþáttaað-
skilnaðarstefnu í frammi.
— Studdu Sovétmenn
ekki frelsishreyfinguna í
Angóla á meðan Portú-
galar voru þar enn?
— Jú, þeir gerðu það. En þeir
veittu minni stuðning á 15 ára
tímabili en þeir gerðu á einu
ári, þ.e. árið 1975 þegar átökin
voru orðin milli blökkumann-
anna innbyrðis. Við komum aft-
ur að þessari marxísku kyn-
þáttastefnu. Jú, kapítalistar
eru með aðskilnaðarstefnu í
kynþáttamálum. Jú, kapítal-
istar hafa kúgað okkur. En það
áð Bandaríkin hafi sýnt okkur
skepnuskap gerir ekki Sovét-
menn að englum í okkar aug-
um. Kynþáttastefna kapítalista
er vel þekkt. En marxísk kyn-
þáttastefna er alveg eins slæm
og alveg eins mikið eitur.
— Þú ert nýkominn frá
Washington. Tókst þér
að fá fram einhverjar
breytingar á stefnu
Bandaríkjanna gagnvart
Angóla?
— Nei. Heimsókn min
þangað staðfesti einn hlut: Aó
Bandaríska þjóðin er enn
rugluð og hrædd við hernað
vegna Vietnams. Hún hefur
enn ekki gert greinarmun á því
sem gerðist í Víetnam, þar sem
Bandaríkin studdu spillta ein-
ræðisstjórn, og Angóla, þar sem
meirihluti íbúanna styður ekki
skjólstæðinga Sovétrikjanna og
er raunar haldið niðri af Sovét-
mönnum og umboðsmönnum
þeirra, Kúbumönnum.