Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 12
Hryðjuverkamennirnir, sem héldu 1 1 ráðherrum OPEC í gíslingu, fóru þess á leit í fyrstu, að sendiherra Libyu annaðist milligöngu í samningaumleitunum þeirra við austurrísk yfirvöld Hann var hins vegar ekki í Vinarborg um þessar mundir, og þvi varð Riyadh Al-Azzawi fyrir valinu, en hann gegndi þá um stundarsakir störfum sendiherra íraks í borginni Honum reyndist harla óljúft að semja við mennina, sem skömmu áður höfðu drepið landa hans, og i hvert skipti, sem honum varð litið á Carlos varð hann að beita sig hörku til að bæla niður reiðina, sem blossaði upp í fyrsta sinn, sem hann fór inn í OPEC bygginguna til að gegna þessu nýja hlutverki sínu, hrtti hann Belaid Abdesselam olfu- málaráðherra íraks, sem hafði verið veitt leyfi til að fara út úr ráðstefnusalnum og taka á móti honum í stiganum Þegar þeir komu upp í móttökusalinn á annarri hæð, beið þeirra maður, vopnaður vélbyssu. Alsirmaðurinn var leiddur inn í ráðstefnusal- inn að nýju. en milligöngumanninum var þröngvað inn í hliðarherbergi, þar sem leitað var á honum Rétt á eftir birtist Abdesselam að nýju, nú i fylgd með Carlosi, sem bar á ný fram þá kröfu, sem hann hafði áður komið á framfæri skriflega, að hópurinn fengi flugvél til ráðstöfunar, svo og bifreið til að aka út á flugvöll „EKKI GLÆPAMENN" „Ég vildi fyrst fá að vita, við hverja ég er að semja,” sagði milligöngumaðurinn með eins miklum myndugleika og honum var unnt við þessar aðstæður „Við erum byltingarmenn en ekki glæpamenn," svaraði Carlos „Þetta er Armur Arababyltingarinnar," bætti hann við, og það vottaði fyrir brosi í munnvikum hans írakmaðurinn hló. „En þú ert ekki arabi " sagði hann svo „Við styðjum byltinguna um heim allan," svaraði Carlos um hæl „Hvernig geta byltmgarmenn eins og þið drepið fólk?" spurði írakmaðurinn þá Hann gerði sér þegar grein fyrir þvi, að þetta var hæpinn spurning, enda hafði hann ekki ætlað að orða hana á þennan hátt En samtalið fór fram á ensku, og hann hafði ekki talað það mál um langa hríð, og aðstæðurnar voru ekki beinlims þægilegar „Við vorum að verja hendur okkar," svaraði hryðjuverkamað- urinn „Við urðum að gera árás á OPEC, og þeir voru að reyna að koma í veg fyrir það „Hann talaði eins og frekur dekurkrakki, sem beðinn hefur verið að gera grein fyrir haug af vængstýfðum flugum Carlos lét síðan í Ijós leiða yfir þvi að hafa banað manni frá Libyu, og baðst afsökunar á því, að hann gæti ekki talað sómasamlega arabisku Áður en írakmaðurinn hélt á brott til að koma kröfum hópsins á framfæri, sagði höfuðpaurinn „Segðu þeim, að ég sé frá Venezúela og að ég heiti Carlos. Segðu þeim, að ég sé þessi frægi Carlos Þeir þekkja mig " Það leið ekki á löngu þar til fréttirnar voru komnar í blöðin. Næsta dag, mánudag, gerðu blöð um allan heim grein fyrir forsprakka hryðjuverkamannanna. The Times sagði blátt áfram, að liklega væri hópurinn undir forustu Carlos Martinez morðingja frá Venezuela, sem gengi undir nafninu Sjakalinn. Önnur blöð, til að mynda morgunblaðið El Nacional í Venezúela, voru ekki eins gætin i orðum. SIMON BOLIVAR" í bænum San Cristolbal i Andesafjöllum Venezúela, sem er um 3000 fet yfir sjávarmáli og státar af mörgum spænskum kirkjum og nautaatshring, sat roskinn lögfræðingur og las fréttir.nar af mikilli athygli. Hann hét Jose Altagracia Ramirez, um sextugt, og lítils háttar farinn að grána i vöngum. Hann hafði misgóða reynslu af blaðafregnum Margt það sem að honum sneri hafði verið afbakað og úr lagi fært, svo að hann tók öllu með varúð, þar til hann sá Ijósmyndir teknar á flugvellinum í Algeirsborg, eftir að gíslarnir höfðu verið látnir lausir. Þá var ekki lengur um að villast, þetta var enginn annar en hann. Mánuði síðar sagði gamli maðurinn með miklu stolti í viðtali vfð Observer „Sonur minn er orðinn hershöfðingi." (Hann var ekki einn*um þessa skoðun I Venezuela, heldur hélt dagblað hægri sinna f Caracas því fram, að Carlosi mætti líkja við Simon Bolivar, hetjuna miklu úr frelsisstrfðunum gegn Spáni.) í viðtali Observer við Ramirez kom greinilega í Ijós, að aðgerðir elzta sonar hans, llich, sem er nú almennt þekktur undir nafninu Carlos, orsakast ekki af ungæðislegri stökkbreyt- ingu, heldur eru þær rökrétt afleiðing af umhverfi hans og þeirri þjálfun sem hann hefur hlotið í Marxisma frá blautu barnsbeini. Faðir llich fæddist á búgarði skammt frá San Cristobal, og ætlaði sér í fyrstu að verða prestur. Hann lagði stund á guðfræðinám um tveggja ára skeið, en gerði sér þá Ijóst, að hann var á rangri hillu, og nam síðan lög í Bogota, höfuðborg grannrtkisins Colombia Þar var hann, er striðið brauzt út t Evrópu, og um þær mundir mótuðust stjórnmálaskoðanir hans undir áhrifum frá Jorge Eliecer Gaitan og Gustavo Machado, sem var meðal forustumanna f Kommúnistaflokki Venezúela, er bannaður var. Machado var síðar myrtur. „Fram að valdatímum Krútsjefs var ég hliðhollur Sovétríkjun- um," segir hann. „Nú finnst mér kommúnistaflokkarnir yfirleitt of ihaldssamir, svo að ég hef snúist á sveif með þeim öflum, sem skipa sér yzt til vinstri. Ef til vill er ég nokkuð hallur undir Kinverja, en samt fæ ég ekki skilið sumt hjá þeim, m.a. það, hvernig byltingarstjórn Maós getur haldið sambandi við Pinochet og hina slátrarana í Chile. Einungis með vopnaðri baráttu er unnt að taka upp sósialistískt hagkerfi í stað kapitalistísks, þannig að ég er algerlega sammála syni mínum varðandi hugmyndafræði og stjórnmál, enda þótt við séum ef til vill ekki á einu máli um baráttuaðferðir " Sjálfur kveðst hann litt herskár og þótt Marxisti sé er hann maður vellauðugur Hann á mörg verðmæt landsvæði í grennd við heimaborg sfna og stóran hlut í hafnarbænum Barcelona í Venezuela Eignir hans nema áreiðanlega um milljón sterlings- punda. VÍÐFÖRULL Fjárhagur hans gerði honum kleift að veita sonum slnum ýmislegt, sem ekki er á hvers manns færi. Þeir eru þrlr og heita i höfuðið á Lenin, lllich er elztur, fæddur I Garacas árið 1 949, Lenin er fæddur árið 1951 og yngsti sonurinn, Vladimir, fæddist árið 1958 Þeir hafa allir hlotið heimsborgaralega menntun, og enda þótt foreldrar þeirra hafi slitið samvistum fyrir löngu, hefur móðirin, Elba, fengið að fylgja sonunum á námsferðum þeirra um heiminn, sem Ramirez hefur kostað Frá 8—12 ára aldurs var llich á stöðugu ferðalagi um lönd Rómönsku Amerlku og eyjarnar i Karabíska hafinu. Árið 1958 var hann I Mexikó, siðan fimm mánuði i Jamaica til að læra ensku, og þar á eftir tóku við smáferðir til Colombia, Mexlkó, Miami og aftur til Jamaica, þar til h'ann kom loks til Venezúela árið 1961. Ævinlega höfðu þeir bræður beztu kennara og fylgdarmenn, sem völ var á Faðir þeirra borgaði alla reikninga, en hélt sjálfur yfirleitt kyrru fyrir í Venezúela. Fyrstu stjórnmálaafskipti llich hófust að öllum likindum, er hann stundaði nám í Colegio Fermin Foro, stærsta ríkisskólan- um i Caracas, en þar var hann innritaður árið 1 963, eftir að hafa notið einkakennslu um tveggja ára skeið Skammt var siðan Perez Jiminez einræðisherra hafði verið steypt af stóli, og frjálslyndri rikisstjórn Romulo Betancourt forseta stóð ógn af öflum til .hægri og vinstri. Skólanemar tóku mjög oft þátt i mótmælaaðgerðum til stuðnings kommúnistaflokki Venezúela, PCV, en hann hafði verið bannaður I landinu vegna þess að hann hafði hvatt til skæruhernaðar gegn stjórn landsins. Árið 1 966 fannst dr Ramirez timi til kominn. að synir hans fengju að kynnast Evrópu, gamla heiminum Hann sendi þá til London ásamt móður þeirra, og fyrst i stað settust þau að á hóteli i Sussex Garden Paddington. Ilich og Lenin, sem hlotið höfðu strangt borgaralegt uppeldi, burtséð frá þátttöku i mót- mælaaðgerðum, þóttust hafa himin höndum tekið, er þeir komu til London og fengu að leika þar lausum hala Þeir nutu þess að fara út að skemmta sér og hjala við ungar hispursmeyjar Næstu árin bjó fjölskyldan á ýmsum stöðum í Lundúnaborg, Dancaster Gate, Earls Court Square, West Cromwell Road og Walpole Street Loks fluttist hún til Philmore Court, Kensington, High Street llich bjó sig undir að Ijúka prófi frá Earls Court Tutorial College f ensku, efnafræði og stærðfræði. SOVÉSKA SENDIRÁÐIÐ En fjölskyldan hafði ekki dvalizt lengi i London, er dr Ramirez birtist skyndilega til að kanna, hvort synir hans Tlich og Lenin væru ekki betur settir annars staðar.Haustið 1968 innrituðust þeir bræður I Patrica Lumumba háskólann i Moskvu eftir að hafa stundað nám i rússnesku hjá aldraðri nunnu, sem flutzt hafði frá Rússlandi til London. Undirbúningsráðstafanir höfðu verið gerðar á vegum sovézka sendirríðsins i London. „Ég sagði, að við værum ekki og myndum aldrei verða félagar i Kommúnistaflokknum," sagði dr. Ramirez, er hann rifjaði upp samtal við rússneskan sendiráðs- mann Eigi að siður var fallizt á umsókn bræðranna nokkrum mánuðum siðar, og má gera ráð fyrir, að áður hafi verið leitað upplýsinga fjá PCV Eftir Colin Smith og Hugh O’Shaughnessy Um þessar mundir fer myndin af llich Ramirez að verða þokukenndari, og smám saman hverfur hún sjónum eftir þvi sem frásögnunum fækkar. Og skyndilega verður myndbreyting- in, er góðborgarasonurinn llich gerist hryðjuverkamaðurinn Carlos. Ótal spurningar vakna i þessu sambandi. Hlaut þessi kringluleiti strákur, sem alltaf hafði verið hrifinn af byssum, sérstaka þjálfun hjá KGB? Snerist hann I raun réttri gegn Sovétrlkjunum, eða var það aðeins yfirskin? Hlaut hann ef til vill fyrst I stað þjálfun hjá KGB, snerist síðan gegn Sovétrlkjunum og fór að starfa fyrir Alþýðufylkinguna fyrir frelsun Palestinu, þar sem Moskvustjórnin gat haft gegn af honum, án þess að hann gerði sér grein fyrir? Það er hægt að setja dæmið upp á óteljandi vegu, en ekkert fullnægjandi svar hefur fengizt. Faðir hans þessi afar siðmenntaði og kurteisi milljóna-marxisti, sem ræddi við okku-1 nokkrar klukkustundir um son sinn segir, að kommúnismi Moskvustjórnar hafi farið verulega I taugarnar á llich. í fyrstu voru það einkum smámunir. Ramirez bræðurnir höfðu miklu betri fjárráð en flestir félagar þeirra og samstúdentar, því að faðir þeirra sendi þeim reglulega myndarlegar ávlsanir Þeir gátu þvi borizt meira á en flestir og stúlkurnar hópuðust umhverfis þá, einkum þær rússnesku, þvi að þeim fannst lika eitthvað sérstaklega spennandi við menn frá Rómönsku Amerlku Hins vegar voru þeir litt ginnkeyptir fyrir skipulögðum stjórnmálaaðgerðum á vegum háskólayfirvalda Þetta „Ijúfa lif" bræðranna fór ekki fram hjá fránum augum í Rússlandi Eitt sinn fór háttsettur aðili i kommúnistaflokki Venezuela fram á það við dr. Ramirez, að hann hætti peningasendingum til sona sinna, en hann skeytti þvi engu. MÓTMÆLAAÐGERÐIR Vorið 1 969 varð llich nokkuð á, sem ekki varð beinlínis til að gylla hann í augum yfirvalda. Hann tók þátt i mótmælaaðgerðum fyrir framan sendiráð einhvers frönskumælandi Afrikurikis, (faðir hans mundi ekki um hvaða rlki var að ræða) sem neitað hafði að endurnýja vegabréf ungra borgara, sem stunduðu nám við Patríce Lumumba háskólann. Lögreglan hafði húizt við óspektum og umkringt sendiráðið. Ungt fólk, sem eftir útlitinu að dæma gat verið erlent námsfólk, fékk ekki einu sinni að koma nálægt byggingunni, heldur var þvl beinllnis visað út úr strætisvögnunum á leiðinni. Ilich, sem ekki er óáþekkur Kákasusbúa komst þó á leiðarenda og gat ruðzt gegnum varnir lögreglunnar, en hafði ekki annað upp úr krafsinu en lenda i flasinu á lögreglumönnum, sem stóðu vörð um hlið sendiráðsins, og lagði hann á flótta. Hann kom auga á blekbyttu, og þeytti henni á átt að sendiráðinu, en skotið geig- aði, og byttan hafnaði inni á gólfi hjá blásaklausum Rússum Risavöxnum lögreglumanni tókst að hafa hendur í hári hans, en ekki hlaut hann aðra refsingu en stranga viðvörun. Þegar llich dvaldist á heimili slnu i London i sumarleyfi, kom i Ijós, að hann var með magasár, og þvi komst hann ekki til Moskvu fyrr en nokkrum mánuðum síðar, þegar skólinn var löngu hafinn að nýju. Hann var því langt á eftir I sumum námsgreinum og ekki bætti það úr skák, að hann fór ekki I laun kofa með „villutrú" sina. Þegar hann var strikaður út af félagaskrá VCP í Moskvu, vissi hann, að þess var skammt að blða, að Moskvudvöl hans væri á enda kljáð Það kom líka á daginn, þvi skömmu siðar var hann kallaður inn á skrifstofu rektors og formlega visað úr skólanum. Og þetta voru siðustu viðskiptin, sem hann átti við sovézk yfirvöld. a m.k á yfirborðinu FURÐULEGT JAFNAÐARGEÐ Hver sem það var, er réð Carlos til að stjórna atlögunni að OPEC, vissi fullvel, hvað hann var að gera Hann lét engan bilbug á sér finna þær 36 klukkustundir, sem samningavið- ræðurnar og flugferðin tóku, heldur kom hann allan timann fram af furðanlegu jafnaðargeði Hryðjuverkamennirnir höfðu líf þriggja manna á samvizkunni og sjálfur hafði Carlos skotið 5 kúlum I einn mann. Samt kom hann fram við gisla sina sem gamansamur fangavörður, og hann virtist ekki eitt andartak efast um, að hann færi með sigur af hólmi. Nú þegar hann hafði náð fyrsta takmarki sinu, varð hann að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.