Morgunblaðið - 07.03.1976, Page 32

Morgunblaðið - 07.03.1976, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 Einar Vilberg heitir poppari er lengi hefur lítirt látið í sér hevra, en ætlar nú að láta meira að sér kveða. Fyrsta merki um afturkomu Einars var framkoma hans á miklum tónleikum er haldnir voru i Háskólahíói um miðjan desember síðastliðinn. Áður en langt um líður mun svo koma út nýupptekin LP-plata hans, er hlotið hefur nafnið „Starlight" CStjörnuljós") og á hún eflaust eftir að lýsaskært meðal annars heldur daufra Ijósa íslenzkra hljómlistarmanna. Til að forvitnast dálítið um þetta afkvæmi Einars og annað er drifið hefur á daga hans, heimsótti Stuttsíðan hann fyrir nokkru og gefur hún Einari orðið hér með: FORTÍÐIN E: Þetta voru nú allt bernskubrek í upphafi. Eg var fyrst í hljómsveit 1966 og hét hún „Beatnicks". Þar söng ég og spilaði á gítar. Þetta var einskonar skólahljómsveit Vogaskóla þó svo að ég væri ekki nemandi þar. Síðan kom ,4íilífð“ með honum Hebba vini mínum. Þar var ég rafmagnsgítarleikari. Hljómsveitin „Rein“ kom svo þarna einhvers staðar inn á milli. Þetta voru allt venjulegar ballhljómsveitir, sem léku á stöðum eins og Las Vegas, „Búðinni", Glaumbæ og Lídó og voru allar fremur skammlífar. Eftir veru i þessum hljómsveitum kom ég svo einn fram um tíma og hafði þá meira að segja plötu í bigerð með Sarah Records, en úr því varð þó ekki. Síðan hófst samstarf okkar Jónasar (R. Jónssonar) Jónashafðiþáveriðí „Náttúru" en hætt og orðið verzlunarstjóri í tízkuverzlun. Eg kóm þarna til hans í kjallarann í verzluninni einu sinni með gítarinn og spilaði fyrir hann nokkur lög. Hann sló til og við gerðum eina plötu, sem Fálkinn gaf út 1972. Lögin átti ég flest til þá, því ég hafði byrjað að semja mikið þegar ég hætti í þessum hljómsveitum. ST: Af hverju hefur þú ekkert komið fram opinberlega eftir samstarf ykkar Jónasar? E: Ég nennti ekki að standa í Meö samstarfsmönnum þessu lengur. Mér fannst þetta orðið hundleiðinlegt hér á Islandi og var aó hugsa um að fara út, en af því varð svo ekki, svo ég hef bara setið heima og samið lög fyrir sjálfan mig. FRÆXiÐ I AUSTURLÖNDUM FJÆR ST: Það barst út hér á sínum tíma að þið Jónas hefðuð næstum orðið „heimsfrægir" í Japan, — hvernig kom það til? E: Það var haldin þar mikil tónlistarkeppni i sjónvarpi rétt fyrir jól 1973, og þangað var send spóla með lögum eftir okkur. Það bárust um 1500 umsóknir um þátttöku í keppninni og 40 voru valdar úr og við vorum svo heppnir að vera þar á meðal. Meðal umsækjenda, sem ekki voru teknir inn, var Neil Sedaka ST: Hvernig fór svo þessi samkeppni? E: Þessi samkeppni var í raun alveg út í hött, því Japanir eru fimm til tiu árum á eftir tímanum í músik. Þeir sem þarna komu fram voru yfirleitt í Tom Jones stíl, þ.e. uppstrílaðir í „smoking“, með rós í hnappagatinu og hoppandi út um allt, nema við Jónas. Keppnin var í raun aðeins ógeðslegri en Eurovision keppnirnar. Sá sem vann keppnina var náungi frá Jamaika. Ég man sérstaklega eftir því að þessi maður, sem var svertingi, hvolfdi í sig úr heilli whisky-flösku áður en hann fór inn á sviðið. Samt sást ekki mikið á honum, hann bara dansaði um allt og vann svo. Við sem þarna komum fram vorum flestir alveg titrandi af taugaspennu og hræðslu, því keppnin fór frain fyrir 10 þúsund áhorfendum og var sjónvarpað um allt landið og þar að auki til Ástralíu, en einhvern veginn duttum við nú samt í gegnum þetta. Við höfðum 64 manna strengjahljómsveit okkur til aðstoðar, en hljómsveitin, sem mest lék undir hjá okkur reyndist vera fyrir neðan allar hellur, — og mennirnir í henni úr öllum áttum, frá Singapore, Hong Kong o.s.frv. Sá frægasti sem þátt tók í keppninni hét Johnny Fanham. Hann er aðalmaðurinn í áströlsku poppi og á eiginlega allan markaðinn þar, sem er ekkert smáræði. Hann hefur fasta sjónvarpsþætti þarna og er kosinn poppari ársins ár eftir ár. Mér er mjög minnisstæð hin örugga og yfirvegaða sviðsframkoma hans. Hann tók til dæmis hljóðnemann, sem hafði alveg gífurlega langa leiðslu, og sveiflaði honum langt út í sal, kippti síðan aftur í leiðsluna og greip hljóðnemann með hinni hendinni. Jónas var líka mjög hrifinn af þessu atriði. ST: Þið tókuð upp plötu þarna í Japan,var það ekki? E: Jú, við tókum upp tveggja laga plötu sem gefa átti út í 60 þúsund eintökum, af einhverju systurfyrirtæki Yamaha, en ég veit ekkert um það hvernig salan gekk. Allavega hef ég aldrei fengið eyri fyrir útgáfuna. Öðrum megin var lag eftir mig, en hinum megin lag eftir Jónas sem hann söng á japönsku. Hann kunni í raun ekki orð í japönsku en var kennt orði til orðs hvernig textinn ætti að vera án þess að skilja hann. Við snerum svo aftur heim eftir átta daga veru þarna. ST: Af hverju var möguleikum ykkar í Japan ekki fylgt eftir? E: Það var bara af framkvæmdaleysi. Við fengum meira að segja tilboð frá ástralska sjónvarpinu um gerð tveggja sjónvarpsþátta, en okkur vantaði 500 dali uppá fargjaldið svo við komumst aldrei þangað. Ferðir til og frá, og uppihald í Japan var borgað fyrir okkur af Yamaha og þar aðv auki fengum við dagpeninga þar. St: Komuð þið ekki eitthvað meira fram opinberlega? E: Jú, jú, við komum fram hér og þar á skólatónleikum og gerðum nokkra sjónvarpsþætti. Svo var okkur boðið til Svíþjóðar til að gera þar sjónvarpsþátt með Agli Eðvaldssyni, sem var að ljúka prófi, og var þessi þáttur sem var í litasjónvarpi, sveinsstykkið hans. Þarna kláruðum við líka plötuna okkar, sem við byrjuðum á í tveggja rása stúdíói Péturs Steingrimssonar í átta rása stúdiói. Undir lok dvalar okkar þar lékum við einnig á krá, en það var lítið upp úr því að hafa. Samstarfið lognaðist svo smám saman út af. Jónas fór að vinna fyrir sjónvarpið og gekk svo í Brimkló en ég hef ekkert umtalsvert gert fyrr en nú. < „STHARLIGHT" (FYRRI HLUTI) ST: Hvenær og hvernig stóð svo á því að þú hefur hafizt handa á ný, með gerð þessarar væntanlegu LP-plötu? E: Það var nú eiginlega Sigurjón Sighvats, sem átti hugmyndina að því. Síðastliðið sumar bað hann mig um segulbandsupptöku fyrir Steinar Berg útgefanda. Þessar hugmyndirgerbreyttust svo þegar f stúdíóið kom með öllu þvi fólki sem lék með. ST: Eru lögin samt öll eftir þig? E: Já, þau eru öll eftir mig og textar líka. Þó að þau hafi mörg tekið miklum breytingum við meðferð hinna ýmsu hljóðfæraleikara þá er grundvallarlaglínan alltaf sú sama. Breytingarnar eru í raun bara fólgnar í útfærslu hvers hljóðfæraleikara á sínum hluta. ST: Geturðu skilgreint tónlist þína? E: Mér er meinilla við allar skilgreiningar á tónlist. Þær líkjast kynþáttastefnum og þess vegna vil ég láta það vera að skilgreina hvernig tónlist ég leik. (Stuttsíðan vill þó benda lesendum sínum á að tónlistin gæti kallast melódiskt rokk með mismiklum áhrifum úr ýmsum áttum.) ÍSLENZKIR TEXTAR — ERLENDIR TEXTAR ST: Af hverju semur þú textana á ensku? E: Enska er móðurmál poppsins, — er það ekki? Ekki byrjaði poppið á Islandi. Mér finnst popp með íslenzkum textum vera eingöngu íslenzkt popp, en popp með enskum textum vera alþjóðlegt popp. Islenzkt popp er sér- stætt, vegna þess að það er og verður alltaf frekar „klumpað“. Maður nær aldrei þessum erlenda popp„standard“ með islenzkum textum. ST: Það er nú spursmál hvort maður nær erlendum popp „standard“ betur með enskum textum eða fslenzkum. E: Kannski ætti frekar að segja að betur næðust þau áhrif er felast í erlendu poppi. Ahrifin verða allt önnur ef notaðir eru fslenzkir textar. ST: Þetta er að mörgu leyti alveg rétt. Gott dæmi er danska hljómsveitin Gasolin. Að Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.