Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 7 HUGVEKJA ejiirsr. Þóri Stephensen Hjálparstofnun kirkjunnar á ekki mörg ár að baki, en hún hefur breytt miklu og gert mikið gott I íslensku þjóðlífi. Við finnum þetta sjálfsagt best, prestarnir, í okkar starfi. Það gerist svo oft, að til okkar leitar fólk í neyð. Hún er ekki nærri alltaf þess eðlis, að ástæða sé að efna til söfnunar með aðstoð blaðanna. Oft eru þetta tíma- bundnir erfiðleikar, sem leys- ast farsællega, ef einhver getur rétt hjálparhönd og lát- ið eitthvað svolítið af hendi rakna. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur orðið slfk hjálparhönd á siðustu árum. Aðstaða okkar presta gagnvart málum eins verk i lifi þessara barna. En til þess þarf stofnanir og sér- menntað starfslið, og allt kostar þetta fé, rheira fé en opinberir aðilar geta af hendi látið, strax a.m .k. Þess vegna hafa ýmsir aðrir viljað leggja málum þessum lið. Þeirra á meðal kirkjan. Einhver spurði mig. Hvers vegna kirkjan? Ég spurði á móti: Hvers vegna ekki kirkj- an? Yfirleitt hefur kirkjan ver- ið of aðgerðalitil á sviði likn- ar-, mannúðar- og annarra felagsmála. Hún hefur lokað sig um of inni í skel mess- unnar. En gleymum því ekki, að það hugarfar, sem vill hjálpa og bæta, líkna og gleðja, það á allt rætur sínar HÖODin og þeim, er ég hef lýst hér að framan, hefur gjörbreyst sið- an Hjálparstofnunin varð til. í henni hefur kirkjan eignast sameiginlegan sjóð, sem ætíð er reiðubúinn til ein- hverrar hjálpar, þarsem hennar er raunverulega þörf. En hvaðan kemur Hjálpar- stofnuninni fé? Það kemur frá almenningi eftir ýmsum leiðum Nú er það t.d. orðin föst venja að hafa s.k. fórnar- viku á föstunni. Þá er safnað fé, annaðhvort til almennra þarfa eða ákveðinna verk- efna eins og nú. Oft er einnig safnað á öðrum tímum, þeg- ar þörf krefur. Þess utan ber- ast framlög frá almenningi við ýmis tækifæri, og svo fer þeim stöðugt fjölgandi, sem styrkja Hjálparstofnunina reglulega, t.d. ársfjórðungs- lega. Ýmis fyrirtæki hafa það líka fyrir sið að gefa nokkra upphæð einu sinni á ári. En hvert rennur þetta fé? Mikið af því fer til hjálpar- starfs innan lands. Má þar nefna þá hjálp, sem ég lýsti hér að framan, en einnig við margar aðrar aðstæður svo sem húsbruna, náttúruham- farir og i rauninni hvers kon- ar mannlega neyð. í slíkum aðstæðum er ekkert óvið- komandi, meðan eitthvað er til að miðla. En stofnunin hefur líka lagt verulega af mörkum til hjálp- arstarfa erlendis. Það er líka þarft og þakklátt starf. Við skildum vel gildi þess, er okkur barst hjálp erlendis frá , í Vestmannaeyjagosinu. Nú er enn komin fórnar- vika á föstu. Sjö vikna fastan hófst með öskudegi, og í dag er fyrsti sunnudagur föstunn- ar. Lútherskir menn halda ekki kjötföstu, en þeir vilja gjarnan leggja meira að sér á þessum tima en öðrum til að miðla þeim, sem líða nauð. Þess vegna er fórnarvikan á þessum tíma. Nú er verkefni hennar tvíþætt. í fyrsta lagi að efla almennan neyðarsjóð með því að fjölga sem mest föst- um styrktarmeðlimum, sem vildu t.d. gefa litla fjárupp- hæð ársfjórðungslega og fengju þá senda heim til þess gíróseðil á ákveðnum tímum. í öðru lagi skal nú unnið að því að hvetja fólk til sam- starfs um að bæta úr þörfum þroskaheftra barna hér á landi og safna jafnframt fé til hjálpar þessum minnstu bræðrum þjóðfélags okkar.. Siðustu ár hafa opnað þessum börnum nýja fram- tíð, sem engan óraði fyrir hér áður. Með réttri meðhöndlun og kennslu má vinna kraita- að rekja til kærleiksanda og kenningar Jesú Krists. Sú kirkja, sem því lætur slik mál afskiptalaus, hún er ekki sönn kirkja. Sú trú, sem ekki sannar sig í verkum sem þessum, er dauð trú. Lesandi minn. Líttu á fákn- myndina, sem fylgir þessari grein. Hún sýnir þér tvo hluti, hönd og kross. Hvers hönd skyldi þetta vera? Þetta er hönd manns- ins, mín hönd og þín. Það er sama hvor er. Hún er í dag kölluð til ákveðins starfs, til að hjálpa litlu, veikburða barni áleiðis lifsveg þess. Og henni er bent á kraftinn, sem til þess þarf. Hann kemurfrá krossinum, frá trúnni á hann, sem helgaði allt sitt lif þvi verkefni að líkna bágstödd- um og hjálpa veiklyndum og vanmegna mönnum að ganga hinn rétta veg. Höndin er kölluð til starfa. Getum við daufheyrst? Það munar um hvert litið fram- lag, hvert mannsnafn á stuðningsmannalistanum. Hann mun blessa verk handa okkar, hann sem lét negla hendur sínar á krossinn fyrir okkur báða, svo að kraftur þeirra mætti ætið verða til staðar til að gera okkur veika sterka. Umboðsmenn Óskum eftir umboðsmönnum og söluaðilum um land allt fyrir BARUM hjólbarða. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 42606. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ A ISLANDIH/E AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606 Akureyri l Grísaveizla % UTSÝNARKYÖLD i Sjálfstæðishúsinu Akureyri marz kl. 20.00. W Ferðakynning — nýútkomin sumaráætlun Út- sýnar lögð fram og kynnt: Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri. Myndasýning frá sólarströndum Ítalíu og Spánar. Fegurðarsamkeppni: Stúlkum á aldrinum 1 7—25 ára gefst kostur á að keppa um titilinn „Ungfrú ÚTSÝN 1976 — Ijósmyndafyrirsæta ÚTSÝNAR". Verðlaun ókeypis helgarferð á úr- slitakeppni í Reykjavík og ókeypis Útsýnarferð til ítaliu eða Spánar. Glæsilegt ferðabingó: Vinningar: 3 Útsýnar- ferðirtil ítallu og Spánar. Dans til kl. 1.00. Hljómsveit Ingimars Eydal. Matar- og borðapöntunum veitt móttaka föstudaginn 5. marz kl. 14—1 7 í Sjálfstæðishúsinu, sími 2-29-70. Aðgangseyrir aðeins rúllugjald. Matur (grfsaveisla kr. 1 300,00). Húsið opnað kl. 19.Q0. Austurstræti 17, Reykjavlk. — Sfmi 2-66-11. Umboð á Akureyri: VERZL. BÓKVAL. — SÍMI 22734. I ljótari til ^Xeipzig Gott og hagkvæmt flug milli KAUPMANNAHAFNAR og LEIPZIG KAUPMANNAHÖFN — LEIPZIG 13.- 21.3.1976 frál 1.20 til 12.25 / IF 701 / TU 134 13 /15. - 20.3.1976 frá16.20 til 17.40 / SK 793 / DC 9 14 /21.3.1976 frá 16.20 til 18.30 / SK 795 / DC 9 LEIPZIG — KOBENHAVN 14. — 21.3.1976 frá09.20 til 10.30 / IF 700 / TU 134 13./15. - 20.3.1976 frál8.25 til 19.30 / SK 794 / DC 9 14 /21.3.1976 frál9.50 til 20.30 / SK 796 / DC 9 Staðartimi / réttur til breytinga UPPLÝSINGAR: DDRs Trafikrepræsentation Vesterbrogade 84 1620 K0benhavn V. Tlf.: (01)246866/312221 Telex: 158 28 UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR. SAS Teiniinalrejsebureau Hammenchsgade 1611 Kdbenhavn V EÐA SAS pladsbestilling, Tlf(01)595522 OG EINNIG HJÁ IATA skrifstofu yðar. Den Tyske Demokratiske Republiks luftfartsselskab

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.