Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 Það þykja aó vonum tíðindi, að Leikfélag Húsavíkur skuli hafa ráðizt í sýningu á Pétri Gaut Ibsens. En einföld skýring mun vera á því, nefnilega sú, að þeir Gunnar Eyjólfsson og Sig- urður Hallmarsson sammæltust um það, þegar þeir unnu saman að gerð myndarinnar Lén- harður fógeti. Þetta þótti að vonum djarft tiltæki, en um léið heillandi viðfangsefni, enda menningarlegur metnaður þeirra, er starfa í Leikfélagi Húsavíkur, slíkur, Pétur Gautur r a Húsavík sök á leikurinn vissulega erindi til okkar Islendinga núna. Við höfum sannarlega þörf fyrir að láta ýta duglega við okkur, vekja í hugum okkar þá spurn- ingu, hvort við höfum staðið okkur eins og efni standa til, eða hvort við — eins og þursarnir — látum okkur vel líka að vera sjálfum okkur nægir. Þýðing Einars Benedikts- sonar er vafalaust meðal mestu snilldarþýðinga á íslenzkri tungu. Svo að vitnað sé til Gunnar Eyjólfsson leikur gestaleik að vafalaust hefur aldrei hvarflað að þeim að láta sér slikt happ úr hendi sleppa sem það, að Gunnar Eyjólfsson skyldi fús að taka að sér titil- hlutverk leiksins. Af þessu tilefni er full ástæða til að fagna því sérstaklega, að einum af höfuðleikurum Þjóð- leikhússins og um leið snjöll- ustu leikurum þessa lands skuli hafa verið gefið tækifæri til þess að leika þennan gestaleik á Húsavík. Það er oft um það rætt, að Þjóðleikhúsið hafi skyldur við hinar strjálu byggð- ir, og vissulega er það rétt athugað. Nú gerir það að vísu sitt gagn, þegar Þjóðleikhúsið efnir til farandsýninga. Ég hygg þó, að heimsókn Gunnars Eyjólfssonar og aðrar slikar hafi dýpri áhrif og langærri; þær róta upp i mönnum og hvetja þá til dáða; þær færa nýja Ieikþekkingu út um byggð- irnar — og ég held líka að Gunnar Eyjólfsson hafi haft bæði gagn og gaman af heimsókninni til Húsavíkur. Þar er leikgleði áhugamannsins í algieymíngi, óeigingjarnt framlag góðra vina. Heildarblær sýningarinnar er mjög góður. Þar kemur kannski mest á óvart, hversu einföld og snjöll lausn var fundin á leiktjöldum, og hefur þurft töluverða hugkvæmni til, svo lítið sem sviðið er. Þannig urðu nær engar tafir milli atriða. Húsvíkingar hafa 1 komið sér upp góðum ljósa- búnaði og beita myndvarpa við leiksýningar með góðum árangri. Leikmynd gerði ungur Húsvíkingur, Hallmar Sigurðs- son, en hann stundar nú nám í leíkhúsmenntum í Svíþjóð. á þvi, þegar slíkir listamenn | leika á móti áhugafólki, að túlk- un þeirra verði of sterk. Gunnari tókst að komast hjá því. Leikur hans var í jafnvægi allan tímann. Með hlutverk Asu fer Herdís Birgisdóttir. Hún náði góðum tökum á þessu erfiða hlutverki; sérstaklega er hún minnisstæð í andlátssenuninni. Sólveig er leíkin af Guðnýju Þorgeirs- dóttur, og fórst það vel úr hendi. Ingimundur Jónsson bregzt ekki frekar en fyrri daginn i gervi Dofra og Kristjana Helgadóttir sýndi það með túlkun sinni á græn- klæddu konunni að" hún er mjög vaxandi leikkona. Eins og ég gat um áður er sýningin góð í heild og var enginn veikur hlekkur í henni. Sýnir það öðru fremur, hversu vel hefur verið til hennar vandað og myndar- lega er að henni staðið. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um ljóðaleikinn Pétur Gaut. Hann er eitt af höfuð- verkum Ibsens, eftirsótt við- fangsefni leikara og leikstjóra um allan heim. I því beinir höf- undurinn örvum háðs og beizkju að löndum sínum fyrir andlegan doða, sjálfsbirgings- hátt og sinnuleysi fyrir hinum raunverulegu verðmætum i lifi einstaklings og þjóðar. Fyrir þá Sveins Skorra Höskuldssonar „hefur Einari tekizt frábærlega að flytja orðfæri og stíl frum- ritsins yfir á nýtt mál. Þegar í heildina er litið virðist helzti munur sá, að viða er norski textinn ljóðrænni og léttari, sem hæfir rómantísku hugar- flugi Ibsens, en þýðing Einars er þyngri og vitsmunalegri, sem hæfir alvarlegum siðlegum kjarna leikritsins". Pétur Gautur var frum- sýndur á Húsavík 24. febrúar sl. og var leikurum og leikstjóra fagnað innilega að sýningu lok- inni. A þeim degi voru 100 ár liðin frá fyrstu frumsýningu verksins, og svo skemmtilega vildi til, að saman fór 50 ára afmælishóf Gunnars Eyjólfs- sonar leikara. Og til að fylla þrenninguna er rétt að geta þess, að nú stendur yfir 75. leikár Leikfélags Húsavíkur. Þegar Pétur Gautur var frum- sýndur, var miðhluta verksins sleppt, og að sjálfsögðu var sami háttur hafður á nú. Með sýningu sinni á Pétri Gaut, því stórbrotna, bráð- skemmtilega og síunga leikhús- verki, hefur Leikfélag Húsa- víkur unnið mikið menningar- afrek. Ég óska þeim, sem unnu þar að, til hamingju. Halldór Blöndal. — Ljósm.: Ljósmyndastofa Péturs, Húsa- vik. Pétur Gautur (Gunnar Eyjólfs- son) I hópi brúðkaUpsgesta. | Leikstjóri Péturs Gauts er Sigurður Hallmarsson, sá E snjalli leíkari og fjölhæfi lista- maður. Sú dirfska að ráðast í þetta erfiða viðfangsefni lýsir vel þreki hans, þegar leiklistin er annars vegar. Mér er kunnugt um, að þetta hefur f lengi verið draumur hans, — * og nú hefur hann rætzt. I stuttu máli sagt virðist mér sýningin stórkostleg og bera vott um sterkaleikstjórn og hugkvæma. Gunnar Eyjólfsson fer með hlutverk Péturs Gauts og fer á kostum. Það er alltaf viss hætta Sólveig (Guðný Þorgeirsdóttir) og Asa (Herdfs Birgisdóttir). Uppstilling I, nr. 2 í sýningarskra. Sýning Sigurðar Örlygssonar Sigurður Örlygsson hefur ásamt félaga sínum og skóla- bróður Magnúsi Kjartanssyni 1 markað sér nokkra sérstöðu meðal íslenzkra myndlistar- manna með því að þeir hafa lagt sérstaka rækt við amerísk viðhorf innan nýgeometríunn- ar. Sú geometría á lítið skylt við hina takmörkuðu reglustiku- geometriu í Evrópu á sjötta ára- tugnum þótt sumir dýrki ennþá stíft hinar beinu línur. Þessi tegund geometríu er miklu lif- rænni og hafnar ekki með öllu þátttöku þekkjanlegra forma úr umhverfinu og á stundum bregður jafnvel fyrir áhrifum frá pop-listinni. Hér er þannig ekki að jafnaði myndrænt meinlæti á ferð þótt stórir fletir séu gjarnan I hávegum hafðir og þessi tegund myndlistar getur verið bráðskemmtileg fyrir augað. Það er lika þannig að gervi- efni ásamt vélrænum hjálpar- tækjum taka stöðugt meira rúm í lífi nútímamanneskjunnar og við það skapast þörf fyrir and- verkandi áhrif, lífræna til- breytningu. Sigurður Örlygsson hefur haft þörf fyrir að glima við stóra fleti allt frá fyrstu árum sínum í listaskóla, hann var mjög frábitinn nostri og smá- atriðum og var gjarn til að eyði- leggja slíka vinnu með yfirmál- un stærri og ábúðarmeiri flata. Þessi elska hans við stóra fleti kom mjög vel fram á fyrstu sýningu hans í Unuhúsi við Veghúsastíg árið 1971 og svo aftur á sýningu hans og Magnúar i Norræna húsinu árið eftir. Síðan hefur hann gert viðreist, stundað nám við fagur- listaskólann i Kaupmannahöfn hjá prófessor Richard Mortens- sen, eins margslungnasta snill- ings lífrænnar geometriu i Evr- ópu, en þó án beinna áhrifa þótt margt hafi hann vafalaust lært af meistaranum í hand- verki. Þá dvaldi Sigurður við nám í Bandaríkjunum á sl. ári, sem fólst aðallega i því að ganga á mrlli safna og sýninga og viða að sér áhrifum og þekk- ingu og kynnast listalífinu þar. Eg átti von á því að sýning Sigurðar í Norræna húsinu yrði eftirtektarverð og því er fjarri að ég yrði fyrir vonbrigðum er ég skoðaði hana fyrst hér á dög- unum. Ljóst má vera að Sigurð- ur er á rifandi þroskabraut hvað meðferð lita og forma snertir og einkum kemur þetta vel fram í Collagemyndum hans en þar kemur fram rík tilfinning fyrir hrynjandi og fjölbreytileg hugkvæmni. Mál- verkin á sýningunni eru stórum Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON misjafnari en þó komaþar fram mjög formsterk verk og vafalít- ið er myndin „Uppstilling" I, sem er nr. 2 á sýningarskrá heilsteyptasta mynd sýningar- innar mild í lit og ákaflega sam- ræmd í formi. Samræmdur fjöl- breytileiki formanna gerir hana lifandi fyrir augað og lyftir um- hverfinu. Þær myndir, sem eru collage — og málverk í bland eru oft mjög áhugaverðar og hér gæti Sigurður vafalítið víkkað sviðið til muna til hags fyrir nýja landvinninga. Sýning Sigurðar Örlygssonar í Norræna húsinu er eftirtekt- arvert framlag ungu kynslóðar- innar til íslenzkrar nýlistar og menn taki eftir því hve gjörólík þessi sýning er framlagi Gunn- ars Arnar, sem sýndi þar á und- an. Þannig á þetta einmitt að vera, því að öllu heilbrigðara er að unga kynslóðin sé bendluð við víðsýni og fjölbreytileika en einstrengingshátt og ofstæki. Ég þakka svo Sigurði Örlygs- syni fyrir framtakið og hvet sem flesta til að skoða sýmng- una en henni lýkur í dag og verður ekki framlengd þar sem listamaðurinn er á förum utan eftir helgi. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.