Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 3 13 milljón króna sparnaður fyrir Akraborgina á ári Vélskólanemar breyttu olíukerfi skipsins á 104 nóttum fyrir svartolíu 52 vélskólanemar hafa unnið að' þvi undanfarnar vikur að breyta olíukerfi Akraborgarinnar þann- ig að unnt sé að keyra báðar vélar skipsins fyrir svartollu og I fyrra- dag luku þeir við framkvæmdina og var þá kerfið prufukeyrt á siglingu til Akraness eins og sagt hefur verið frá í Morg- unblaðinu. Reyndist það mjög vel og er talið að þetta nýja fvrirkomulag muni spara 13V4 Guðfinnur G. Johnsen. millj. kr. á ári eða rúmlega 1 millj. á mánuði i rekstr- arkostnað. Hugmvndina að þessari framkvæmd átti Ölafur Eiríksson véltæknifræðingur og kennari við Vélskóla Islands, en hann ásamt öðrum I svartolíu- nefnd hafa unnið að framgangi þessa máls. Vélskólanemar á lokastigi unnu algjörlega að framkvæmdinni, en 6 manna nefnd skólapilta var valin til að skipuleggja verkið en vfirum- sjón með verkinu hafði Guðfinn- ur G. Johnsen vélskólanemi. Við röbbuðum við Guðfinn um þetta sérstæða verkefni Vélskólanema en þeir hafa látið oliunýtingar- málin til sfn taka. „Upphafið var það að okkur á 4. stigi í Vélskóla tslands, sem er lokastig," sagði Guðfinnur „var boðið að vinna þetta verk bæði til þess að læra af því og einnig til að vinna okkur inn nokkurt fé til skólaferðalags okkar að loknu námi í vor en við hyggjum á ferðalag til Sviss og Þýzkalands til þess m.a. að skoða vélar. Við erum 52 sem stundum nám við 4. stig og unnum við allir að þessu verki. Það var falið í því aó breyta olíukerfi skipsins þannig að unnt sé að keyra vélarnar til skiptis fyrir svartolíu og gasolíu. Við höf- um unnið þetta verk á nóttunni síðar í febrúarbyrjun og vinnutil- högun var sú að í flestöllum ferð- um Akraborgar til Akraness á kvöldin fóru 6—7 úr okkar hópi og unnu við breytingar á nóttunni og síðan var haldið heim með skipinu daginn eftir. Hver maður lagði fram vinnu í tvær nætur þannig að alls fóru í þetta verk 104 nætur og var þá nýja kerfið klárt." „Hver er helzti munurinn á notkun svartoliu og gasolíu?" „Það er stórkostlegur sparnaður við notkun svartoliu, en til þess þarf nokkra tæknilega breytingu. Það þarf að hita svartolíuna upp í 70 gráður fyrir notkun í þessum tilgangi og er það gert með vatni frá miðstöðvarkerfi skipsins. I höfuðatriðum byggist þetta á því að hitari er settur á leiðslu milli skilvindu og botngeyma og skil- vindan dælir olíu upp á daggeymi svokallaðan, en þar þurfti að koma fyrir rafmagnshitara. Frá daggeyminum fer olian niður að hvorri vél fyrir sig í gegn um hitara og dælu sem við settum upp. Þetta gekk allt mjög vel og sérfræðingar frá Normo- vélaverksmiðjunum, sem fram- leiddu vélarnar i skipið, komu með okkur í reynslusiglinguna s.l. fimmtudag og voru mjög ánægðir með útkomuna. Á sjálfu vélar- kerfinu þurfti aðeins að gerasmá- vægilegar breytingar við útblást- ursloka. Kostnaðurinn við þessa breytingu var alls um 2 millj. kr. svo það er mikiil gjaldeyrissparn- aður að nýtingu sem þessari.1' Frá vinstri: Pétur Sigurðsson, Björn Magnússon og Guðmundur H. Oddsson. Stórgjöf til Hrafn- istu í LAUGARDAGINN 28. febr. komu nokkrir félagsmenn úr Lionsklúbbnum FREY til stjórnar Sjómannadagsráðs að Hrafnistu I Reykjavfk. Formaður klúbbsins, Björn Magnússon framkvæmdastjóri, tilkynnti i ræðu að þeir félagar hefðu ákveðið að gefa til uppbyggingar hinnar nýju Hrafnistu í Hafnarfirði, kr. 1.200.000,- og væru þeir hér komnir til að afhenda gjöf þessa. Formaður Sjómannadags- Líkan af Hrafnistu I Hafnarfirði. Fyrsti áfangi er byggingin til vinstri. Hafnarfirði ráðs, Pétur Sigurðsson alþingis- maður, þakkaði gjöfina, sem Guðmundur H. Oddsson skip- stjóri, gjaldkeri samtakanna, tók síðan við. I þakkarræðu sinni tók Pétur fram að í allri uppbyggingu ráðsins hefðu gjafir einstakl- inga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarstjórna verið stór þáttur þess fjár, sem hefði verið varið til framkvæmda. Margir aðilar óskuðu oft eftir samhliða slíkum gjöfum, að ákveðnir einstaklingar, starfs- menn fyrirtækja, útgerða og íbúar sveitarfélaga, fengju for- gang að dvöl. Væri reynt að koma á móti slíkum óskum, sem hægt væri. Þá skýrði hann frá því að á næsta vori yrði hafin sala á skuldabréfum til framdráttar þessum byggingarframkvæmd- um og mundu kaup ákveðinnar upphæðar njóta skilyrðislauss forgangs að dvöl i hluta hins nýja heimilis, en ekki væri Framhald á bls. 39 I fyrra pöntuöu mörg þúsund manns of seint í Útsýnarferöir , k Veljiö réttu feröina tímanlega í ár Æ IkVe/y/ó öryggi, gæöi og góöaJmT* ^^^^bjónustu á hagstæöu^^^^m Ferðaskrífstofan MUNIÐ ÚTSÝNARKVÖLDIO Á AKUREYRI í KVÖLD SJÁ SÍÐU 7. 17 — 20100 Austurstræti Símar 26611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.