Morgunblaðið - 07.03.1976, Side 33

Morgunblaðið - 07.03.1976, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 33 Diabolis In Musica Skemmtun FYRSTA skemmtun hms endur- vakta Klúbbs 32 fór fram á Hótel Loftleiðum fyrir rúmum tveimur vikum og voru þar skv. venju gefin stór loforð og mikil um framtlðarstarf klúbbsins og mönnum slðan seldur aðgangur (innifalin ný félagssklrteini?)!) ð 1000 kr. ðn þess að nein trygg- ing væri fyrir þvi að nokkuð yrði efnt af loforðunum. Skemmtunin hófst á fremur losaralegum þætti Mike Polaks nokkurs er glamraði nokkur lög ð gitarinn sinn. Kom hann i stað Þokkabótar er auglýst hafði verið sem einn af skemmtikröftum kvöldsins, en hljómsveitin hafði svo orðið óstarfhæf skyndilega. Næstir voru Diabiolis In Mus- ica, á islensku Tónskratti. og var þar á ferðinni nýtt og athyglisvert fyrirbæri, sem hugsanlega gæti veitt Spilverki þjóðanna nokkra samkeppni. Er hér um að ræða 7 manna hljómsveit er skipa nemar og fyrrverandi nemar úr Mennta- skólanum við Hamrahlið. Leika Tryccvl HHbacr Jéa Ölafuan Klúbbs þeir eingöngu á órafmögnuð hljóðfæri, svo sem fiðlu, gitar, bassa. klarinett og ýmis ðsláttar- hljóðfæri auk þess sem þrjár söngkonur eru i flokknum. Tón- list þeirra, sem öll er frumsamin, minnir töluvert á sveiflutónlist fyrri ára auk þess sem ýmissa annarra áhrifa gætir. Þunglama- legri, óljóðrænni og þjóðlegri textar hafa sjaldan heyrzt frá is- lenzkri hljómsveit, shr. „17 grðð- ur á selsius". Þriðja atriði kvöldsins var söngflokkurinn Randvor, er sam- anstendur af hópi kennara frá Hafnarfirði, undir stjórn Ellerts B. Þorleifssonar og veður þeim bezt lýst með hans eigin orðum: „Tón list okkar krefst engra pælinga af áheyrendum, — hún er með krá- arstemmingu. sem allir geta tekið undir." Og segja má að þeir hafi staðið vel undir þeim orðum. Tveir félagar frá Sauðárkróki, þeir Hilmir og Sigurður, bættust óvænt i hóp skemmtikrafta er hér var komið og kyrjuðu nokkrar visur eða frðsagnir við eigin gitar- undirleik og höfðu menn nokkra skemmtun af. Siðast var hin ágæta hljóm- sveit Kabarett, sem i þetta sinn lék nokkur lög á órafmögnuð hljóðfæri (að undanskildum raf- magnsbassa) og var þetta mjög skemmtileg tilbreyting hjá þeim. Nokkurs ójafnvægis gætti i styrk milli hljóðfæra, sem varð til þess að gitarleikur og slagverk drukknuðu i styrk annarra hljóð- færa. Mest bar þó á hinum sér- lega góða söngvara þeirra, Finni M. Jóhannssyni, sem naut sin mjög vel. og pianóleik Halldórs. sem gaf tónlist þeirra dálitið jass- aðan blæ. Að lokum má þó þakka Klúbbi 32 þetta framtak og vonast til áframhaldandi starfsemi. Bald. J.B. Mike Polak Halldór Diabolis In Musica Randver Galdrakarlar *3tutksiSan Vilhjálmur Guðjóns- son, fremst Einstaka sinnum koma fram hljómsveitir 'er lofa góöu strax við fyrstu framkomu, en ör- sjaldan koma fram hljómsveitir er skipa sér strax á bekk með beztu starfandi hljómsveitum. Þetta gerðist þó þegar hljóm- sveitin Gatdrakarlar kom fram i fyrsta skipti fyrir blaðamenn nú fyrir stuttu. Slík var hrifn- ing áheyrenda þá að hljóm- sveitin var klöppuð upp með miklu lófataki að lokinni áætlaðri dagskrá sinni, og er uppklapp þó fátítt á blaða- mannafundum. Eins og áður hefur komið fram á Stuttsíð- unni skipa hljómsveitina sjö hljóðfæraleikarar á aldrinum 18 til 45 ára með mislanga reynslu að baki. Hljóðfæraskip- an er í flestum tilfellum á þann veg að þrír spila á ýmis blásturshljóðfæri, einn leikur á hljómborð, einn á gítar, einn á bassa og einn á trommur. Frá þessu eru þó nokkrar undan- tekningar því flestir eru þeir fjölhæfir hljóðfæraleikarar. Tónlistin, sem þeir leika, er mest í ætt við jass-rokk, og soul- rokk t.d. eftir Chicago, Edgar Winter, Kool And The Gang, Rolling Stones, Steve Wonder, Loudon Wainwright o.s.frv., og mörg laganna eru eigin útsetn- ingar á lögum eftir ýmsa þekkta aðila. Frumsamin lög höfðu þeir einnig á dagskrá sinni og voru þau öll samin af gitarleikaranum Vilhjálmi Guð- jónssyni og Hlöðver Smára í anda áðurnefndra stefna Hljóðfæraleikarar eru þeir allir ágætir og samleikur þeirra mjög góður og öruggur, enda lögin öll skrifuð í nótum þeim til stuðnings. Hljómsveitin var stofnuð seint á síðastliðnu ári af með- limum hljómsveitarinnar Blá- berja, en sú hljómsveit hafði þá misst atvinnumöguleika sína á Keflavikurflugvelli vegna banns varnarliðsmanna á þá. Hlöðver Smári Hraldsson Töfrar UÓSMYNDARI: FRIÐÞJÓFUR Að eigin sögn léku þeir „múgæsingatónlist" þá, en ákváðu að söðla um eftir bannið og fjölga i hljómsveitinni, með þeim árangri er nú er kunnur. Ætlun þeirra er að leika í dans- húsum víða um land og hæfir tónlist þeirra ágætlega til sliks, þótt hljómsveítin ætti i raun skilið að f á betri áheyrendur en flykkjast á slika staði. Bald. ;.B.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.