Morgunblaðið - 07.03.1976, Side 18

Morgunblaðið - 07.03.1976, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 ÖRYGGISMÁLIN Njósnarinn sem var stikkfrí á Italíu að þau yfirheyrðu hann og dæmdu. Það gerðu þau sam- vizkusamlega, en dómurinn hefur eflaust komið flatt upp á Bandaríkjamenn. De Bruyeker stal skjölunum úr flotastöðinni í Agnanó, rétt utan við Napólí. Hann komst þannig inn í stöðina, að hann slóst í hóp sjóliða, sem ætluðu til stöðvarinnar í hóp- ferðabil. Voru þeir að koma úr leyfi og voru kaupstaðarklædd- ir. Það tók því enginn eftir de Bruyeker. Hann beið svo færis og laumaðist inn í skrifstofu upplýsingaþjónustu flotans í matartímanum um hádegið. Fyllti hann stærðar tösku með ýmiss konar plöggum. Kvað ítalska lögreglan það mundu hafa valdið NATO „alvarlegu tjóni", ef þau hefðu komizt í hendur óvandaðra manna. Meðal skjalanna voru ýmsar upplýsingar um aðrar NATO- stöðvar, kort, dulmálslyklar og fróðleikur um ferðir njósnara og flotadeilda. Þegar de Bruyeker hafði troðið töskuna fulla af skjölum og ætlaði út með hana reyndist hún fullþung til þess, að hann gæti borið hann undir hend- inni. Hann tók hana þvi i fangið og gekk út úr herberginu. Hann var að setja töskuna frá sér, þegar sérleg öryggishurð skall að stöfum og dyrnar lokuðust að baki honum Nú sá de Bruyker sína sæng upp reidda. Skjalataskan hans hafði orðið eftir inni og var honum sízt um það, að aðrir fyndu hana. Hann bjóst þvi um í næsta herbergi og beið í felum. Timalás var á öryggishurð- inni og varð de Bruyeker að bíða í tiu tíma þar til dyrnar opnuðust. Hann þaut þá inn að sækja tösku sína, en varð held- ur seinn; bandarískur land- gönguliði kom að honum og tók hann fastan. \ í skjalatösku de Bruyekers kenndi ýmissa grasa. Þar var vegabréf, hamar, þjöl, hanzk- ar, tannkremstúpa, tannbursti, eintak af menningarritinu Play- boy og níu æsandi myndir af klæðskiptingum. Skyldi þetta vera dæmigerður farangur njósnara. . .? — GEORGE ARMSTRONG Ekki alls fyrir löngu var mað- ur nokku tekinn fastur fyrir að stela talsverðu af leyndarskjöl- um úr aðalstöðvum sjötta flot- ans bandaríska á ítaliu. Þetta var 28 ára gamall Belgi og hét og hét Robert de Bruyeker. það að bera skammbyssu i leyf- isleysi. Rannsóknardómarinn gaf þá skýringu á sýknudóminum, að de Bruyeker hefði ekkert af sér brotið við ítalska lýðveldið heldur við erlent riki, því hann sér litaref'ni. Nú virðist sýnt aö þessi sjúkdómur sé algengari i Suðurlöndum en á norðurhveli. Er þá hugsanlegt, að hann eigi sér rætur í mismunandi sólskini á húð manna. Talið er vist, að mönnum í efna- iðnaði sé hættari en öðrum við krabbameini í lungum, lifur og blöðru. Talið er, að þrír fjórðu krabba- meins í munni séu að kenna óhóf- legri áfengis- og tóbaksneyzlu. Einnig eru líkur til þess, að mikil áfengis- og tóbaksneyzla saman valdi langtum fremur krabba- meini en mikil neyzla hvors í sínu lagi. Loks skal þess getið, að krabba- mein mun stundum ganga að erfð- um, þótt fátítt sé. Er haldið, að 3% krabbameins í brjóstum kvenna sé arfgengt. Allt hitt á sér ókunnar orsakir, — eins og van- ast er um krabbamein. — HAROLD IVI SUHMEÚK. Líkast gerir krabbinn sér mannamun Asbestið er hinn mesti skaðvaidur að mati krabbameins- fræðinganna. Sá belgiski komst I leyniskjöl bandariska flotans Kvaðst hann vera njósnari Sovétmanna. Hann var leiddur fyrir rannsóknardómara. En þá brá svo við að dómarinn sýkn- aði hann af njósnasökinni. Aft- ur á móti hefur hann verið á.kærður fyrir þjófnað og fyrir hefði stolið skjölunum úr NATO-stöð Bandaríkjamanna. Það voru líka Bandaríkja- menn, sem stóðu hann að verki. En þeir afhentu hann ítölskum yfirvöldum, eins og siður er, og ætluðust til þess, KYNFERÐISMAU Loks dámar Dönum ekki UM nokkurt skeið hafa Danir ver- ið taldir frjálslyndastir allra i kynferðismálum. Þau voru auð- vitað fljótt gerð að féþúfu. Hefur verið stanzlaust kaupstefna kláms í Kaupmannahöfn undan farin ár og menn sótt hana hvaðanæva úr veröldinni. En nú virðist, að veður sé að skipast í lofti, og afturkippur að verða í klámflóðinu. Lögreglán er farin að sauma að melludólgum, og kámritum og — kvikmyndum fækkar. Lögreglan hefur líka gert harða hríð að fíkniefnasmyglur- um. Sá atvinnuvegur er samslunginn klámiðnaðinum. Heimildar- maður minn erH^J^tJ Axel Frederik-tájMfc sen, rannsóknar-^^NHÉ SJ, lögregluþjónn í Kaupmanna- pHLf höfn. Hann hefur þann fc IkV. starfa að halda™ klámiönaöinum .;enii legum skefjum. Hannk^^ftiðpj komst svo aðl PHÍMMyi orði, að klám-l H - bylejan va-ri aðl hjaðna ..l’að erl fl að dofna y I'i r ■ ‘f' > þessu. Búið <'rl BShH$ að loka þólflHH | íe/v nokkrmn lm<l Ifl MargirfH kaupmenn segja, að salan minnki sífellt. Búið er að banna samfara- t«S HÍ sýningar, og nú ^■ÉÉlUhS erum við að gera hríð að nudd stofum." Fyrir stuttu réðst lögreglan inr. í fimm nuddstofur á einni viku Öllum eigendunum var gefið að sök, að þeir rækju vændi. „Þetta voru ekkert annað en pútnahús," sagði Axel Frederiksen. Hann og menn hans hafa lokað einum 12 nuddstofum frá því í nóvember í fyrra. Sumar voru opnaðar aftur. Bæði eru lögin um vændi dálítið óljós, og svo eru Danir á báðum áttum í siðgæðisherferðinni. „Mörgum þykir nú nóg komið," sagði Frederiksen. „En við erum frjálslyndir menn, Danir." Ein stærsta nuddstofan í Kaup- mannahöfn hét „Malene". Um daginn lokaði lögreglan henni. „Þarna var allt afskaplega dýrt og fínt,“ sagði Frederiksen, „og húsakynni iburðarmikil. Meðal þess, sem við höfðum upp úr krafsinu var spjaldskrá með 3700 nöfnum viðskiptamanna. Þetta voru alls kyns menn. Ferðamenn, verzlunarmenn og diplómatar frá Bandaríkjunum, Japan og Araba- löndum til dæmis.“ Vændi er löglegt i Danmörku. Vændiskonum er frjálst að leita viðskiptavina á almannafæri. Að vísu má stugga við þeim, ef þær leggja snörur á götum úti og ónæði verður af, en það er allt og sumt. Hins vegar varðar það við dönsk lög, að maður lifi af tekjum vændiskvenna. Lögreglan getur því skipt sér af hórmöngurum. E'íknilyfjasalar eiga líka i vök að verjast þessa dagana. Þeir eiga margir nuddstofur og nætur- klúbba og virðast þessar atvinnu- greinar fara dável saman. En nú fer líklega að harðna á dalnum. Á hálfu ári í fyrra tók lögreglan 400 fíknilyfjaneytendur höndum. Það voru fleiri en nokkurn tíma fyrr. Auk þess eru lögin um sölu fikni- efna orðin strangari en áður var. T.d. varðaði það sex ára fangelsi að selja heróín. Nú varðar það tíu ára fangelsi. — BKRNARD WEINRAUB HEILBRIGÐISMAL ■ VARLA þarf að minna á það, að krabbamein er eitthvert algeng- asta banamein manna viða um heim. Hefur litið ráðizt við það og einkum af því, hve erfitt er að finna orsakirnar. En nú þykjast vísindamenn hafa leitt i Ijós, að sumum sé sérstaklega hætt við krabbameini vegna litninga sinna, lifnaðarhátta, atvinnu og jafnvel bústaða. Telja krabba- meinsfræðingar, að hjá þessum hópum sé kannski að finna skýr- ingar á ýmsum grundvallarorsök- um krabbameins. Verði hér eftir að kappkosta að hafa upp á íólki, sem geti verið hætt við krabba af eínhverjum ástæðum. Muni það verða til ómetanlegs framdráttar í baráttunni við krabbann, ef þetta takist. Krabbameinsstofnun Banda- ríkjanna lét fyrir skömmu gera 500 blaðsíðna yfirlít um hugsan- legar orsakir krabbameins. Skulu hér talin fáein dæmi, sem gefa hugmynd un efnið. Melanoma nefnist bráðhættu- legt krabbamein; það kemst á kreik í húðfrumum, sem bera í MÓNNUM hnykkti heldur betur við á dogunum, þegar Margaret Trudeau, kona forsætisráðherrans í Kanada, hringdi i samtalsþátt I útvarpinu þar og lagði nokkur vel valin orð i belg Kvaðst hún orðin hundleið á þvi að vera „rós i hnappagati eiginmannsins" og vildi nú fara að láta til sin taka. Samlikingin við rósina var ágæt, en þó ekki lýtalaus. Margaret hafði dottið úr hnappagatinu einu sinni áður að minnsta kosti. Það var i Caracas i Venezúela. For- sætisráðherrahjónin voru þar i opinberri veizlu. Þegar minnst varði reis frúin upp frá borðum, hóf upp raust sina og söng lag. sem hún hafði sjálf samið til heiðurs forsetafrúnni i Venezúela. Það skal játað. að Venezúela- mennirnir urðu stórhrifnir; sumir táruðust jafnvel yfir þessum virðingarvotti. Ýmsir Kanada- mannanna táruðust lika, en það var nú af öðrum ástæðum. Og það verður að segja hér og nú, að þótt ýmislegt megi misjafnt segja um rósir, þá syngja þær þó fjanda kornið ekki. Kanadamenn eru i talsverðum vanda staddir um þessar mundir. Rósin í hnappagati Trudeaus Nægir að nefna Ótympíubæinn þeirra; bygging hans er alltaf á eftir sjálfri sér. Allt mæðir þetta á forsætisráðherranum. Það er því ógaman, að hann skuli ekki geta fest blund á nóttum, af því konan hans er að æfa tónstiga hástöfum fram i morgunsárið. Ég hef ein- læga samúð með honum. Það kann að verða honum til smáhuggunar, að hann á marga þjáningarbræður. Þeir eru ótaldir, sem vaknað hafa upp við þennan vonda draum Þessir sakleysingjar kvæntust stúlkum, sem þeir héldu, að væru ástríkar, hlédræg- ar og heimakærar. Liðu svo 10—20 ár i friði og eindrægni. Þá var það einn daginn, að þessar stilltu og skynsömu stúlkur um- hverfðust allt i einu. Kváðust þær „vaknaðar til vitundar" og fóru að brúka munn. Tóku þær engum skynsamlegum fortölum. Ég held það verði að kalla þetta frábæran ódrengskap. Manni verður jafnvel hugsað um vörusvik. Viðbrigðin urðu lika sumum eiginmönnum um megn. Hafa þeir verið utan við sig upp frá því. (Við getum nefnt tvö dapurleg dæmi. Annað er um Michael Parkinson, samræðuljón í brezka sjónvarpinu. Konan brást honum og fór sjálf að stjórna sjón- varpsþáttum. Michael kveðst ekki hafa „verið samur maður" upp frá þvi. Hitt dæmið er af einum stór- brotnasta sápuframleiðanda Breta. Konan hans fór að vinna úti þrjá morgna í viku og varð það honum nokkurt áfall. Hann var svo rétt að jafna sig eftir það, þegar reiðarslagið féll: Konan sagði þessar tvær setningar á ein- um og sama degi: ,,Ég er líka manneskja" og „Náðu þér sjálfur i sokka, góði"). Nýútsprungnar valkyrjur hafa bent á það framferði sínu til stuðnings, að fjölmargir karlmenn kvænist kvenskörungum af fúsum vilja. En þetta er áþekkt þvi þegar konur, sem fitna um miðbik ævinnar slá þvi frain, að mörgum karlmonnum geðjist að feitum Margaret og Pierre Trudeau sýna blaðaljósmyndurum son númer þrjú. konum. Það er alveg rétt, — en þeir karlmenn kvænast venjulega konum, sem eru feitar þá þegar. Það eru hinir, sem verða fyrir vonbrigðum — þeir, sem kvænt- ust tággrönnum skógardísum, en sitja nú uppi með þrútin kjötfjöll — og þeir, sem héldu sig hafa kvænzt feimnum og undirleitum litlum elskum, en vakna svo upp við óviðráðanlega hafgamma. Fari svo, að miðaldra konur geri almenna uppreisn, verður ekki séð fyrir endann á afleiðingum þess. En maður getur ímyndað sér hitt og þetta. Stjórnmálaflokkar munu t.d. verða að taka tillit til eigin- kvenna frambjóðenda. „Já, já," munu flokksbroddarnir segja. „Jónas er ágætur maður, en ég held, að vinsældir konunnar hans hafi dalað upp á slðkastið," og „Hermann er fæddur til foringja, það er ekkert vafamál, en konan hans getur ekkert nema ELDAÐ. Kannski við gætum komið henni I þáttinn „Að snæðingi?" og „Það vildi ég, að María Callas giftist einhverjum úr flokknum; það yrði mesti kosningasigur í 40 ár. . ." Hver veit nema þannig fari? Mér segir nú samt hugur, að það kæmi kvenþjóðinni að tak- mörkuðu gagni eins og flest annað Hún á við anzi ramman reip að draga. Eða hefur nokkur leitt hugann að þeirri mikilsverðu spurningu, hvort eiginmaður Margaret Thatcher sé söngvinn. . .? — KATHARINE WHITEHORN. VANGASVIPUR (MEÐ ÚTÚRDÚRUM)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.