Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976
Hár blððþrýstirigur er ðtbreiddur s.'jðkdðmur. Hann er
lævís, því bann sýnir nær engin merkjanleg soðkdáms-
einkenni. Hann er hættulegur vegna afleiðinganna.
mmmmmmmmmmm^mmmmmmmsmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmm^^^mmmmmmmmmmmmmmmm^^^mmmmm^^
Gremja gerir illt verra
Walter Gerlach, 45 ára gamall
tryggingasölumaður, er við beztu
llðan. Hann Iftur hraustlega út,
hann er afkastamikill og sefur
ágætlega.
En Walter Gerlach er veikur,
hann er haldinn sjúkdómi, sem
svo fremi ekki verði að gert í tima
mun skaða hjartað og gæti leitt til
heilablóðfalls eða nýrna-
skemmda. Að vísu er hinn hálf-
fertugi maður í hinum lánsama
minnihluta þjóningarbræðra
sinna. Því að tilviljun olli því, að
Gerlach leitaði til læknis vegna
háisbólgu og sá góði maður hafði
þá föstu reglu að mæla blóðþrýst-
ing sjúklinga sinna. Læknirinn
komst að raun um, að Gerlach
hefði of háan blóðþrýsting og úr-
skurðaði hann í flokk 40 af
hundraði þeirra, sem vitað er um
að eiga við þann sjúkdóm að
stríða. Og ennfremur lét læknir-
inn honum í té beztu meðhöndiun
á háum blóðþrýstingi, sem völ er
á nú á dögum, og þar með fór
Gerlach í flokk 20 af hundraði
þeirra, er þjást af háum blóð-
þrýstingi, en lífsvon þeirra er
þrátt fyrir sjúkdóminn talinn
álíka mikil og heilbrigðra jafn-
aldra þeirra.
Það er einmitt hið lævislega við
þennan sjúkdóm: Það eru engin
merkjanieg einkenni, sem hár
blóðþrýstingur sýnir. Hið „rauða
höfuð“ suða fyrir eyrunum,
taugaveiklun, svimatilfinning eða
höfuðverkur, sem oft eru talin
benda til þess, að blóðþrýstingur-
inn sé of hár, segja í rauninni
ekkert um það, hvort svo sé eða
ekki, en að minnsta kosti sex
milljónir manna í Vestur-
Þýzkalandi eru haldnir þessum
sjúkdómi. Þar af leiðandf geta
einungis læknar greint hann, ef
hann hefur ekki Iagzt á hjartað,
og það er gert með tæki, sem
ítalski barnalæknirinn Scipione
Riva Rocci fann upp í byrjun
þessarar aldar og ber hið klúðurs-
lega nafn „sphygnomanometer'*
(sphygmos=púIs). En þó að mæl-
ingin sé þannig einföld og taki
aðeins nokkrar mínútur, beita
læknar henni þó enn of sjaldan,
að því er þýzku hjartaverndar-
samtökin fullyrða. Augljóst sé, að
jafnvel læknar hafi enn ekki
tekið háan blóðþrýsting eins al-
varlega og vera skyldi.
Hvað er hár blóðþrýstingur? Sú
dæla, sem kallast hjarta, þrýstir á
blóðið og kemur því þar með á
hreyfingu. Þrýstingurinn er
mestur í stóru slagæðunum næst
hjartanu, en síðan dregur úr hon-
um á hinni nær 100.000 kílómetra
vegalengd æðakerfisins, unz hann
er fallinn niður í næstum núll, er
blóðið streymir aftur i hjartað.
Þessi minnkun þrýstingsins er
lífsnauðsyn, því að aðeins þannig
getur blóðið komizt til allra hluta
limans. En blóðþörf hinna ýmsu
svæða líkamans er engan veginn
stöðug eða óbreytileg. Hún breyt-
ist oft verulega og þess vegna
verður hjartað oft að senda meira
og oft minna blóð um hið víð-
greinótta æðakerfi. En með auk-
inni dælingu stígur þrýstingurinn
í æðunum. Þá sjá frumur í æða-
veggjunum, sem eru næmar fyrir
þrýstingj, um úrlausn. Þær senda
boð um óeðlilega mikinn eða
litinn þrýsting til taugakerfisins,
sem síðan sér svo um, að háræð-
arnar, fínustu greinar æðakerfis-
ins, þenjast út eða dragast saman.
Á þennan hátt er stöðugt haft
eftirlit með þrýstingnum i hring-
rásinni.
í Eftir I
Von Thomas
y. Randow.
Það skaðar hvorki hjartað né
æðarnar, þótt þrýstingurinn auk-
ist verulega um skamman tíma.
En ef þrýstiálagið er stöðugt
mikið, koma skaðsemdir í ljós,
þegar fram líða stundir. Hinar
fíngerðu æðar í heilanum eru sér-
staklega viðkvæmar. Þær geta
sprungið með þeim afleiðingum,
að viðkomandi heilasvæði verður
ekki séð fyrir súrefni og hlýtur
því að eyðileggjast. Það er heila-
blóðfall, slag.
Það krefst aukinnar vinnu af
hjartanu að dæla gegn háum
þrýstingi. Verði sú vinna of mikil,
þenjast hjartavefirnir út, liffærið
stækkar, verður minna teygjan-
legt og þar með minnkar starfs-
hæfni þess. Að lokum er hjartað
svo útkeyrt, að það er óstarfhæft.
Þriðji staðurinn, þar sem hár
blóðþrýstingur getur orðið hættu-
lega skaðlegur, er nýrun. Vegna
hins óeðlilega háa blóðþrýstings
getur hið flókna stjórnunarkerfi
þrýstings farið svo mjög úr skorð-
um, að nýrun bili vegna ófull-
nægjandi blóðstreymis.
Ástæðan til þess, að blóðþrýst-
ingurinn eykst, er að mestu
óþekkt. Viss tilfelli má með fullri
vissu rekja til veilu t starfsemi
nýrnanna. Jafnörugglega þekkt
orsök er þröng stóra slagæð. Og
þá getur hár blóðþrýstingur
einnig stafað af því, að myndun
þeirra hormóna, sem eiga að sjá
um, að þrýstingurinn lækki, sé
áfátt. En þessi orsakasamhengi
skýra aðeins um 5 af hundraði
tilfella um háan blóðþrýsting. Á
hinum 95 er ennþá engin skýring
fundin.
Öumdeilanlegt er, að sjúkling-
arnir geta gert ástand sitt verra
til dæmis með því að æsa sig upp,
sofa of lítið, reykja of mikið eða
borða of mikið af söltum mat. En
þó ná allar þessar syndir ekki að
valda of háum blóðþrýstingi. (Og
það má reyndar beinlínis mæla
með áfengi fyrir þá, sem hafa
háan blóðþrýsting, þar eð það
víkkar æðarnar, en svo fremi þvi
fylgi ekki of margar hitaein-
ingar.) Augljóst er, að upphaf
sjúkdómsins er ekki háð um-
hverfinu.
Rannsókn á 1200 manns, sem
valdir voru af handahófi í Banda-
rikjunum, leiddi eftirfarandi í
Ijós: 47 af hundraði þeirra, sem
voru of þungir, höfðu of háan
blóðþrýsting, og 82 af hundraði
þeirra, sem höfðu háan blóðþrýst-
ing, voru of þungir. Samhengið er
ótvirætt. Önnur könnun, sem gerð
var á 274 kanadiskum fjölskyld-
um, sem höfðu tekið að sér að
minnsta kosti eitt barn, sýndi
greinilega eftirfarandi: Bæði hár
blóðþrýstingur sem og ofþungi er
fyrst og fremst ef ekki eingöngu
arfgengur.
Að feitt fólk eigi einnig feita
feður, mæður eða afa og ömmur,
og að hár blóðþrýstingur komi að
jafnaði fram hjá sonum, dætrum
eða barnabörnum þeirra, sem
hafa haft of háan blóðþrýsting, er
löngu vitað. Sömuleiðis hefur
mönnum löngu verið kunnugt um
það, að ofþungi og hár blóðþrýst-
ingur færu merkilega oft saman.
En lengi var ekki vitað nema
feitar mæður ættu einmitt feit
börn af því að þær gæfu þeim of
mikið að borða. Og hugsanlegt var
einnig, að fólk með of háan blóð-
þrýsting skapaði börnum sínum á
einhvern hátt þau lífsskilyrði,
sem yllu háum blóðþrýstingi eða
stuðluðu að honum alla vega. En
hin kanadíska könnun leiðir í
ljós, að einungis líkamleg börn
líkjast foreldrum sínum hvað
varðar líkmsþunga og blóðþrýst-
ing — og erfa þannig meðfylgj-
andi sjúkdóma — en ekki upp-
eldisbörn. Og þetta styrkir þann
grun, sem menn hafa lengi haft,
að gildleiki, fita, og hár blóð-
þrýstingur séu tvenns konar af-
leiðingar sömu veilu í starfsemi
líkamans.
Hár blóðþrýstingur byggist
þannig fyrst og fremst á erfða-
eiginleikum, en til þess bendir
annars einnig sú staðreynd, að
negrar veikjast þrisvar sinnum
oftar af háum blóðþrýstingi en
hvítir menn. Meðal negra i
Bandarikjunum er hann aðal-
dánarorsökin. Það er (enn) ekki
hægt að lækna menn af of háum
blóðþrýstingi, en aftur á móti er
að verulegu leyti kleift að vernda
menn gegn skaðlegum afleiðing-
um hans varðandi heilann, hjart-
að, blóðrásina og nýrun. En að því
tilskildu, að um sjúkdóminn sé
vitaðítíma.
Það er tvennt, sem læknirinn
mælir með áðurnefndu tæki:
þrýstingur blóðsins í aorta, stóru
slagæð, fyrstu æðinni, sem blóð
fer til frá hjartanu, og mótstaðan,
sem blóðstraumurinn þarf að sigr-
ast á til að geta runnið um hinar
smærri æðar. Fyrra málið er
kallað systoliskur blóðþrýstingur,
en hið síðara diastoliskur
þrýstingur.
Hjá þeim, sem er yfir þrítugt,
ætti fyrrnefndi þrýstingurinn
ekki að fara yfir 140 mm og hinn
síðarnefndi ekki um 90 mm. Aður
var talið eðlilegt, að hinn
systoliski blóðþrýstingur væri 100
að viðbættum aldursárum. En að
fengnum niðurstöðum umfangs-
mestu langtíma hjartarannsókna,
sem enn hafa verið gerðar, hinnar
svonefndu Framingham-
könnunar, telst 140 mm/90 mm
vera algert hámark hins eðlilega.
(1 20 ár hafa íbúar borgarinnar
Framinghan i Massachusetts í
Bandarikjunum verið
rannsakaðir með reglulegu milli-
bili frá hvirfli til ilja.).
Líftryggingarfélög hafa lengi
vitað, að þeim mun hærri sem
blóðþrýstingurinn er, þeim mun
minni er lífsvonin. — eða öllu
heldur likurnar á langlífi. Dánar-
skýrslur taka af allan vafa um það
Sá sem við 45 ára aldur hefur
blóðþrýstingsmálin 120/80, getur
vænzt þess að eiga enn 32 ár ólif-
uð. En séu málin 150/100, ervart
að búast við meira en 20 árum.
Konur virðast þola háan blóð-
þrýsting svolítið betur en karlar,
en lffsvonir þeirra verða einnig
minni eftir því sem blóð-
þrýstingurinn eykst.
Þess vegna verður sá, sem þjá-
ist af háum blóðþrýstingi, að gera
allt, sem i hans valdi stendur, til
að halda honum eins neðarlega og
mögulegt er. Það getur hann gert
með lyfjum. Fyrst lætur læknir-
inn hann hafa diuretikum, sem er
lyf, sem flýtir fyrir útferð salts í
þvaginu. 75 til 80 af hundraði
sjúklinga með lítillega of háan
blóðþrýsting þurfa ekkert annað
læknislyf. Diuretikum ætti einnig
ávallt að nota ásamt öðrum lyfj
um til að lækka blóðþrýstinginn,
því að það hefur allar götur þann
eiginleika að hamla gegn salt-
greiningu líkamans.
Þessi „andþrýstingslyf" (anti-
hypertensiva) orka ámismunandi
svið líkamans. Sum hafa áhrif á
miðtaugakerfið, önnur á æðavegg-
ina og enn önnur á ósjálfráða
taugakerfið. En eins og öll lyf
hafa þau einnig óæskileg og jafn-
vel óhjákvæmileg aukaáhrif.
Guanethidin, eitt af kröftugustu
lyfjunum gegn háum blóðþrýst-
ingi, getur valdið niðurgangi,
þvaglátshindrunum, sáðlátshöml-
um og sjóntruflunum. Og fyrir
nokkru féll sá grunur á hið
áhrifamikla meðal úr suður-
afrísku runnarótinni Rauwolfia
serpentina, að það stuðlaði að
myndun krabbameins í brjóstum
roskinna kvenna, en það hefur þó
enn ekki verið sannað.
Læknirinn verður þannig
stöðugt að vega og meta ýmsa
áhættu gagnvart nauðsyninni á
hinum ýmsu lyfjum. En of hár
blóðþrýstingur er ekkert spaug,
og oft verður að taka aukaáhrifin
með í kaupunum.
Það eru ævilangur dómur þess,
sem hefur of háan blóðþrýsting,
að þurfa að halda honum i skefj-
um með læknislyfjum og þar að
auki að neita sér um reykingar,
borða saltsnauða fæðu og gæta
þyngdar sinnar. Fyrir þann, sem
finnst hann alls ekki vera veikur,
er vafalaust erfitt að temja sér
slíkar hömlur
En eins og áður er sagt vita
flestir þeirra, sem hafa háan blóð-
þrýsting, ekkert um það og þurfa
þvi ekki að lúta hinum ströngu
lífsreglum. Því miður er líka
mörgum fyrirmunað að njóta
lækningamáttar meðalanna, sem
sannanlega hefóu dugað þeim vel,
hefðu þeir vitað betur og fyrr.
Þýzka hjartaverndarfélagið
hefur að markmiði að vinna bót á
hinu slæma ástandi þessara mála.
Það hvetur:
1) fjölmiðla til að brýna fyrir
þjóðinni, hve nauðsynlegt sé að
fylgjast reglubundið með blóð-
þrýstingnum og upplýsa hana um
þær háttur, sem séu samfara
háum blóðþrýstingi.
2) lækna til að gefa þessum
sjúkdómi meiri gaum en hingað
til og herða baráttuna gegn hon-
um,
3) heilbrigðisyfirvöld til að
beina athygli sinni að þessum
hættulega sjúkdómi og styrkja
rannsóknir til að leita orska hans
og ráða til að veita fólki vitneskju
um hann í tíma og síðan tilhlýði-
lega meðhöndlun.
Lengi hefur verið deilt um það,
hvort ráða ætti leikmönnum að
hafa sjálfir eftirlit með sinum
blóðþrýstingi. Komið hafa fram
tillögur um að gera fólki kleift að
bæta blóðþrýstingsmælingartæki
við heimilisapótekið, en margir
læknar leggjast eindregið gegn
því, þar eð þeir óttast, að það
myndi stuðla að útbreiddri
fmyndunarveiki. Þeir sem með-
mæltir eru slikri sjálfskönnun,
halda þvi fram, að þriggja
mínútna fjöldarannsóknir hafi
ekki dugað og oft skorti bæði tíma
og fé til endurtekinna rannsókna.
1 rauninni getur blóð-
þrýstingur, sem annars er eðli-
iegur, hækkað nokkuð fyrir áhrif
sjálfrar læknisskoðunarinnar. Og
á hinn bóginn getur blóðþrýst-
ingurinn verið tiltölulega lágur á
vissum tímabilum hjá sjúklingum
með of háan blóðþrýstingi. Þess
vegna er ítarlegt eftirlit óhjá-
kvæmilegt, og það ætti helzi hver
maður að gangast undir. Börn
geta einnig haft of háan blóð-
þrýsting.
— svá — þýddi úr „Die Zeit“.