Morgunblaðið - 07.03.1976, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 30
Nokkrar dráttarvélanna frá Ford.
Nýjar tegundir
dráttarvéla frá Ford
Af þeim dráttarvélum sem eru
á markaðnum frá Ford hafa nú
verið kynntar tvær alveg nýjar
tegundir. Þessar tvær tegundir
eru Ford 4100, 52 hö. og Ford
5600, 68 hö. Eru í þessum dráttar-
vélum nokkrar nýjungar.
Helstu breytingar eru að vökva-
kerfið hefur verið stóraukið og er
mikluöflugra. Afköst vökvakerfis-
ins sem lyftir ámoksturstækjum
og ýmsum vinnuvélum eru nú
40—100% meiri en áður. Með
EFTIRFARANDI ávarp var
samþykkt á fundi þingstúku
Reykjavfkur 27. febrúar s.I.
„Enda þótt lítil teikn sjáist enn
til bóta í áfengismálum hér á
landi er þó ýmislegt sem bendir
til að vænta megi straumhvárfa í
þeim efnum víða um lönd. Ýmsar
þjóðir eru nú að sjá áfengismáiin
í öðru ljósi en áður.
Fyrst skal nefna það að heil-
brigðisstofnun sameinuðu þjóð-
anna skipar áfengi í flokk vana-
bindandi vímuefna sem vinna
þurfi gegn. Evrópuráðið gerði
árið 1974 ályktun þar sem það
hvatti aðildarriki sín til að efla
bindindissemi, en það má telja til
þáttaskila 1 mannkynssögunni
þegar pólitískar stjórnir glöggva
sig á því að áfengismálin eru þjóð-
mál sem krefjast þjóðfélagslegra
aðgerða. Frakkar líta sín áfengis-
mál öðrum augum síðan Mendes
France var forsætisráðherra og
hóf baráttu gegn áfengisbölinu
þar í landi. Vestur-þýska ríkis-
stjórnin hefir gert aukna bindind-
issemi að stefnumáli og leitað
samstarfs við bindindissamtök
landsins.
Þjóðir, sem reyndu að laga
drykkjuvenjur með því að auð-
velda fólki aðgang að áfengu öli,
eins og Finnar, Svíar og Rússar
vita nú að þar hafa þær stigið
alvarleg víxlspor.
AMt eru þetta dæmi þess að
vökvakerfinu eru einnig ný
stjórntæki sem auka nákvæmn-
ina. Þá er rafkerfið nú sterkara
og kominn er riðstraumsrafall
(alternator). Þá hefur mótornum
verið breytt þannig að hann er nú
hljóðlátari, sparneytnari og með
reykminni útblæstri.
Á þessu ári munueinnigkoma á
markaðinn hjá Ford ný öryggis-
hús með flötu gólfi og hljóðein-
angrun sem munu standast
ströngustu kröfur.
ábyrgir aðilar eru að vakna til nýs
skilnings á málunum. Allsstaðar
eru úrræðin sams konar:
Lögbundnar hömlur-valdboðnar
takmarkanir á sölu, veitingu og
neyzlu áfengis og aukin bindind-
isboðun.
Nú vita það allir, sem vilja vita,
að það eina sem treysta má er
meiri bindindissemi — fleiri
bindindismenn. Tala ógæfu-
manna vegna áfengisneyzlu
stendur jafnan i öfugu hlutfalli
við fjölda bindindismanna.
Ekki ætti að þurfa að eyða
orðum að þvi hver ósköp og hörm-
ung staf ar frá áfengisneyslu hér á
landi beint og óbeint. Þar hefur
vissulega fengist sú áminning
sem ætti að vekja til aivarlegrar
umhugsunar.
Bindindishreyfingin á lslandi
er engan veginn svo sterk sem
verið gæti: Margir bindindis-
sinnaðir og góðviljaðir menn eru
utan allra bindindissamtaka og
óvirkir. Veldur því margt:
Almennt félagslegt tómlæti,
annríki lífsbaráttunnar, sú hjátrú
að bindindisfélög séu úrelt og
gamaldags o.fl. Þeir, sem raun-
verulega eiga samleið í þessum
efnum, verða að standa betur
saman.
Þeirrar öldu, sem nú er i þann
veg að rísa.í nálægum löndum,
mun væntanlega gæta hér á landi
áður en langt um líður. Hvað
— Stuttsíðan
Framhald af bls. 32
heyra þá syngja á dönsku við þá
tegund popptónlistar er upprunnin
er 1 enskumælandi löndum er lfkt
og að heyra brandara. Annað er
það að þetta stafar kannski bara
af þvf að fólk hefur fyrirfram
ákveðnar hugmyndir um það
hvernig hluturinn á að vera. E:
Það er líka ástæða, að með því að
nota enska texta á maður alltaf
pinulítið meiri möguleika á því að
ná tii fólks í enskumælandi
löndum þar sem markaðurinn er
stærstur. Eg trúi því ekki að
menn stefni að þvi að hanga
hér á skerinu alla ævi og
lenda svo í hljómsveit Ragn-
ars Bjarnasonar að lokum.
ST: Um hvað /jalla svo text-
arnir? E: Það er svo margt.
„Facing the world“ t.d. er
hugleiðing um tónlistarmann.
Hann (textinn) er nokkurskonar
uppgjör. Textarnir eru yfirleitt
persónulegir en þó ekki þungir.
Eg reyndi að hafa þessa plötu
frekar létta pg skiljanlega því
platan okkar Jónasar var
gifurlega þung.
„STARLIGHT*
(SEINNI HLUTI)
ST: Hvað réð vali þínu á
hljóðfæraleikurunum? E: Ég
ákvað að fá mannskap úr ýmsum
áttum til að fá sem mesta
tónlistarlega breidd og láta hvern
gerum við þá hvert og eitt til þess
að áhrif hennar til góðs verði sem
mest og fljótvirkust?
Þingstúka Reykjavíkur af
I.O.G.T. biður menn að hugleiða
þessi mál öll alvarlega og meta
stöðu sína í því sambandi.“
A sama fundi þingstúku
Reykjavikur var þessi tillaga
samþykkt:
„Þingstúka Reykjavikur vottar
dómsmálaráðuneytinu þökk fyrir
lokun áfengisverslana og stöðv-
unar áfengisveitinga í yfirstand-
andi verkfalli. Bæði er það eðlileg
öryggisráðstöfun og leiðir auk
þess i ljós athyglisverð atriði sem
snerta áfengismálin."
— Stórgjöf
Framhald af bfs. 3
hægt að ráðstafa nema hluta af
húsnæðinu á þennan hátt.
Að lokum kvaðst Pétur fagna
því sérstaklega að félagsskapur
ungra manna sem í FREY
væru, skyldu leggja hönd á
plóginn við að leysa hin til-
finnanlegu húsnæðisvandamál
aldraðra.
Lionsklúbburinn FREYR var
stofnaður 29. febr. 1968 og átti
þvi afmæli siðasta hlaupársdag.
Stjórn hans skipa nú, auk
Björns Magnússonar formanns,
þeir Jón V. Halldórsson ritari
og Bernhard Petersen gjald-
kerj. Tala félaga er nú 57.
svo ráða sinu hlutverki að mestu.
Sjálfur ætlaði ég bara að leggja til
lögin sjálf, syngja og leika
eitthvað á kassagitar. Síðan valdi
maður bara úr þeim mannskap
sem maður var hrifnastur af og
möguleiki var á að fá. Ásgeir
(Öskarsson i Paradís) var sá eini,
sem ekki var i upphaflegu vali
mínu, en þar hefði verið Ragnar
(Sigurjónsson í Mexíkó) sem
trommuleikari. Ragnar gat svo
ekki tekið þá(t f þessu vegna
tímapressu. Asgeir hefur
hinsvegar staðið mjög vel fyrir
sinu og i raun held ég að þetta
komi bara betur út með Asgeir
sem trommuleikara því þetta er
meira "hans músik. Ef Ragnar
hefði verið á trommur þá hefði
þetta getað orðið of þungt, þvi
hann er eins og vél í taktinum.
Síðan höfðum við þrjá
hljómborðsleikara, þá Lárus
Grimsson, Jakob Magnússon og
Magnús Kjartansson. Ástæðan
fyrir þvi að þrír voru notaðir
er sú, að Lárus, sem var
aðaæpíanóleikarinn, er atvinnu-
maður í hljómsveit og gat því
ekki alltaf verið viðstaddur
upptökur. Eitt sinn, er hann var
staddur á Akureyri, var Jakob
fenginn í hans stað. Annað sinn
vorum við suður i stúdiói og
áttum eftir að klára smávegis svo
að hljóðblöndun gæti hafizt, og
var Magnús þá fenginn til að
spila, því hann var þá staddur
þarna á staðnum. Gítarleikari var
Þórður Árnason og þar að auki
spilar Gunnar Þórðarson á
kassagítara í nokkrum lögum.
Pálmi Gunnarsson bassaleikari
var svo einn iðnasti maðurinn við
gerð þessarar plötu. Hann sá
alltaf um að smala saman
mönnum fyrir upptökur, hann er
harður í báráttunni ef hann
tekur eitthvað i sig. I
smærri hlutverkum voru
svo Helgi Guðmundsson munn-
hörpuleikari, Spilverk þjóðanna
og Hannes Jón Hannesson.
STJÓRNUNARFÉLAG tslands
og Féfag fsfenzkra iðnrekenda
hafa náð samningum við prófess-
or Pelle Hansen og Réne Mortcn-
sen framkvæmdastjóra um að
þeir komi til landsins og haldi tvö
námskeið fyrir fslenzka stjórn-
endur.
Palle Hansen og Réne Morten-
sen eru meðal þekktustu leiðbein-
enda í stjórnun á Norðurlöndum
og hafa kennt á námskeiðum viða
um heim. Þeir hafa tvívegis
komið til Islands, fyrst árið 1973 á
ST: Hvað tók langan tfma að
vinna verkið? E: Þetta er búið
að taka langan tíma því það
er búið að slita vinnuna svo mikið
í sundur. Við byrjuðum fyrst i
nóvember og kláruðúm i lok
janúar. Það var alltaf svo mikið
vandamál að ná mannskapnum
saman, því menn voru spilandi
hér og þar með eigin
hljómsveitum. Þetta varð einnig
til þess að allar helgar urðu að
engu. Alls fóru um 160
stúdíótimar i plötuna og þar af
eingöngu 19 timar í grunna, þ.e.
samspil tromma og bassa. 40
timar fóru svo í hljóðblöndun.
Alls tókum við upp 13 lög en
einungis 9 komust fyrir á
plötunni. Þrjú þeirra er ekki
komust á plötuna voru leikin á
órafmögnuð hljóðfæri, en ákveðið
var að sleppa þeim til að fa meiri
heildarmynd á plötuna. Við
urðum líka að fórna mörgum
góðum hugmyndum vegna þess að
ekki eru fleiri en 8 rásir í
stúdióinu þarna í Hafnarfirði. Oft
var líka mjög erfitt aó vera með
svona mörg hljóðfæri eins og við
notuðum, af sömu ástæðu. ST: Að
lokum væri gaman að heyra
eitthvað um framtiðaráform hjá
þér, — ætlar þú að fvlgja þessari
plötuútgáfu eftir á einhvern
hátt? E: Ég hef verið að athuga
möguleikana á því að fá
hljómsve'it mér til aðstoðar við
kynningu á plötunni. Að öilum
likindum myndi ég þá koma fram
með hljómsveitinni á
dansleikjum hluta úr kvöldi og
tónleikar koma líka til greina. Sú
hljómsveit er yrði fyrir valinu
yrði að hafa fjölbreytta
hljóðfæraskipan og hljómsveitin
Paradís mundi hæfa mér mjög vel
þess vegna. Ég hef rætt við þá um
málið, en engin ákvörðun verið
tekin, því þeir eru allir mjög
önnum kafnir. Það væri mjög
gaman ef þetta tækist. — Allt
annað um framtíðina er alveg
óráðið.
vegum SFÍ og aftur á s.l. ári á
vegum Fll. Það er álit þeirra sem
sóttu námskeiðin að þau hafi
verið mjög árangursrik, annars
vegar vegna kennslutækninnar
sem var mjög góð og hins vegar
vegna staðgóðrar þekkingár leið-
beinendanna á atvinnufyrir-
tækjum, vanda þeirra og mögu-
leikum.
Fyrra námskeiðið fjallar um
stjórnun og arðsemi, en hið síðara
um arðsemisáætlanir. Nám-
skeiðin verða um miðjan mánuð-
inn og fara fram á dönsku.
Ymsar þjóðir sjá áfengis-
málin í öðru ljósi en áður
r
Avarp frá þingstúku Reykjavíkur
Prófessor Palle Hansen sem verður leiðbeinandi á námskeiðum sem
SFt og Fll standa að.
Fyrirhuguð tvö námskeið
fyrir íslenzka stjórnendur
— Carlos
Framhald af bls. 13
það. Ennfremur var komið með mat frá Hiltonhótelinu I Vinar-
borg, þar sem ráðherrarnir höfðu ætlað að snæða kvöldverð
Carlos talaði við hvern þann sem vildi hlusta á hann. Hann
sagði Ymani fursta og Jamshid Amouzegar frá íran, en hai n er
að nafninu til yfirmaður leyniþjónustu (ranskeisara, að hann
hefði yfir að ráða 40 herdeildum, sem hann hefði sjálfur þjálfað,
og eftir árásina á OPEC yrði áreiðanlega ekki setið auðum
höndum. Hann ræddi um olluvinnslu 1 Venezuela og fleira við
landa sinn Valentin Harnandez Acosta og bað hann ennfremur
fyrir bréf til móður sinnar, en það mun hafa hafnað hjá frönsku
lögreglunni.
Eddie Hinterecker reyndi að telja Carlos á að sleppa konunum
í hópi gislanna Carlos tók þá utan um vinkonu sina Gabriele
Kroechev-Tiedeman og sagði: ..Heldurðu að hún sé ekkert
hrædd?"
„Hrædd', sagði Hinterecker. „Hvernig getur hún verið
hrædd, hún sem hefur drepið tvo menn. Hún valdi sér þetta
starf, en það gerðu þessar konur ekki "
Carlos hló, en málið var greinilega útrætt af hans hálfu. Janda
reyndi einnig árangurslaust að fá Carlos til að sleppa konunum
Hann var i erfiðri aðstöðu því að hann vissi ekki, hvort hópnum
var kunnugt um, að hann var lögreglumaður.
Við annað tækifæri bauðst hann til að vera milligöngumaður
milli hópsins og lögreglunnar „ef ég sé löggu, þá skýt ég
hana", svaraði Carlos og eftir það lét Janda sem minnst á sér
bera
Flugferðin frá Vínarborg til Algeirsborgar tók tvær klukku-
stundir og 20 mínútur. Flogið var með Dc 9 flugvél frá Austrian
Airways, og hét flugstjórinn Pollak Carlos tilkynnti honum ekki
hvert ferðinni væri heitið fyrr en vélin var komin á loft. Auk
skæruliða og gisla þeirra voru með I ferð aðstoðarflugmaður og
læknir til að annast Klein.
Þjóðverjinn lá á börum ofan á nokkrum sætum og þjáðist
mikið Hann mátti ekkert drekka vegna skotsársins í maganum
og það eina sem læknirinn gat gert fyrir hann var að væta varir
hans við og við Þýzka stúlkan i hópi skæruliðanna vék varla frá
honum, strauk vanga hans og hvislaði i eyra honum Læknirinn
taldi ekki óliklegt að kærleikar væru með þeim.
HVAÐ GERÐIST
Þegar flugvélin lenti I Algeirsborg var gislunum sleppt nema
Yamani og Amouzegar, sem virðast hafa átt að fá sérstaka
ijneðhöndlun Klein var hins vegar skilinn eftir i Algeirsborg Þvi
næst vildi hópurinn fljúga til Bagdað. Það var ógerningur þvi að
sökum mótvinda var hætta á að flugvélin hefði ekki nægilegt
eldsneyti til að fljúga þangað, svo að það varð að ráði, að lent
yrði i Libyu. Enda þótt oliumálaráðherra Alsir hefði verið sleppt
úr gíslingunni, fór hann áfram með hópnum til að annast
milligöngu Einn hermdarverkamannanna, þó ekki Carlos, ræddi
við libýska embættismenn i flugturninum i Tripoli, en hinir
héldu kyrru fyrir úti I flugvélinni
Það mun liklega aldrei verða flullljóst hvað gerðist þarna á
flugvellinum Yamani fursti hefur lýst yfir þvi að mennirnir hefðu
verið staðráðnir i að drepa hann og Amouzegar, og hefðu
áreiðanlega látið verða af þvi ef Alsírmenn hefðu ekki skorizt i
leikinn
Sögusagnir i Beirut sem blaðinu hefur ekki tekizt að fá
staðfestingu á hermdu, að Yamani og Amouzegar hefði verið
þyrmt, eftir að stór féfúlga hafði verið lögð inn á banka í Aden
Strax eftir að Yamani hafði verið látinn laus fullyrti hann að
aðgerðir hópsins hefðu á engan hátt verið skipulagðar i pólitlsk-
um tilgangi „Áætlanir þeirra áttu ekkert skylt við stjórnmála-
hræringar í arabalöndum." sagði hann