Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 Að vera áfram í heima- landinu en láta ekki undan FRÁ ÞVt er Helsinki-sáttmálinn var undirritaður hafa tékknesk stjðrnvöld veitt nokkrum menntamönnum, sem taldir eru gagnrýn endur stjðrnarfarsins, leyfi til að ferðast til Vestur-landa, án þcss að jafngilti útflutningi úr landi. Otomar Krejca, fyrrverandi leik- hússtjðri í Prag, mun setja „Faust" á svið f Vínarborg og taka við starfi f Dússeldorf á næsta ári. Skáldið og listmálarinn Jiri Kolar má vera viðstaddur opnun málverkasýningar sinnar f Guggenheim- safninu f New York og taka sér ferð á hendur um Evrðpu að þvf búnu. Rithöfundurinn Milan Kundera fékk að taka við kennara- stöðu f Frakklandi. Og loks fðr leikritahöfundurinn Pavel Kohout þrisvar sinnum til Vesturlanda. t Luzern, Wien og Krefeld var hann viðstaddur frumsýningar hins nýja leikrits sfns, „Roulette". 1 þessum ferðum hélt Kohout blaðamannafundi, þar sem hann kom fram af mikilli varfærni. Hann ræddi eingöngu um leikrit sitt. Öllum beiðnum um viðtöl vfsaði hann á bug, þar sem hann vildi aðeins láta f Ijós skoðanir sfnar á stjðrnmálalegum og þjððfélags- legum efnum f Prag. Eftirfarandi viðtal við hann för fram skriflega. Spurningar og svör voru á þýzku og fóru á milli f pðsti Pavel Kohout Viðtal við tékkneska leikritahöfundinn Pavel Kohout vélrituðum handritum og einkasýningum. Er það satt? — Á blaðamannafundum I Sviss, Austurríki og Vestur- Þýzkalandi hafið þér aðeins svarað spurningum, sem vö'rð- uðu leikhússtörf yðar. Táknar það, að þér hafið í grundvallar- atriðum afsalað yður að taka afstöðu til stjórnmála? Pavel Kohout: Það á að tákna, að ég vilji hafa það að megin- reglu að láta aðeins i Ijós skoð- anir mínar heima til að forðast bæði rangtúlkanir og æsiskrif af hverju tagi sem er. — Eftir sex ár hafa tékknesk stjórnvöld veitt yður ferðaleyfi til útlanda, og meira að segja þrisvar sinnum. Hver var að- dragandinn að því og hafayður verið sett skilyrði? Kohout: Umsóknir mínar voru afgreiddar skjótlega. Um leið var lögð áherzla á það, að það væri sönnun þess, að tékknesku stjórninni væri alvara með und- irskrift sinni undir Helsinki- sáttmálann. Ég var varaður við því að varpa rýrð á Tékkósló- vakíu erlendis — sem ég er ekki vanur að gera hvorki þar né heima — og umfram allt við því að gerast milligöngumaður milli stjórnarandstöðunnar og Tékka erlendis. Þessi skilyrði fundust mér aðgengileg, þar sem ég er ekki hæfur til að leika hlutverk leynilegs sendi- boða og tilgangur ferðarinnar var allur annar. — Hyggið þér á ný til ferða? Kohout: Belgíski sendiherrann í Prag hefur flutt mér boð frá Théatre de Poche, sem mun efna til fundar evrópskra rit- höfunda í tilefni afmælis leik- hússins í lok janúar 1976. Tékk- neska menntamálaráðuneytið mun hafa skýrt frá því, að inn- an ramma menningarsamnings- ins geti það ekki gerst, en ekk- ert sé að athuga við persónu- lega þátttöku mina. Ernst- Deutseh-Theafer í Hamborg vill, að ég leikstýri leikriti mínu, „Veslings morðingi“ („Armer Mörder"). Frumsýn- tngjn á að verða i byrjun april. En þar sem við gátum ekki raskað tímaáætluninni hjá leik- húsinu, segir svo í samningnum við mig og konu mína: Ef við höfum hvorki atvinnuleyfi né vegabréfsáritun fyrir 15. jan- úar 1976, er leikhúsinu heimilt að ráða annan leikstjóra. Á næsta ári verður svo Veslings morðingi“ frumsýndur á Broad- way. Ég er boðinn þangað og vildi gjarna geta farið. — Fram til þessa eruð þér meðal þeirra fáu, sem fengið hafa leyfi til stuttra ferða til útlanda. Eruð þér ekki hræddir um, að slík sérréttindi einangri yður frá vinum yðar og þá þeim mun fremur sem aðrir fá ekki þessa möguleika? Kohout: Vinir minir hafa get- að fylgzt með aðdraganda allra þessara ferða og þekkja alla málavexti og geta því þar um dæmt. En með því að ég fékk þrisvar sinnum leyfi til að fara utan án skilyrða til að vera við- staddur frumsýningar leikrita minna, var ég í rauninni (de facto) sýknaður af þeirri frá- leitu ásökun að vera óvinur rík- isins, sem hvorki megi hlusta á sem borgara né listamann. I rökréttu samhengi ætti ég einn- ig að mega hafa samvinnu við innlend leikhús. (Þá mun brátt koma í ljós, að hve miklu leyti það er rökrétt. Ég hef nýlega — eins og oft áður — boðið leik- húsi i Prag nýjasta leikrit mitt, sem gert er eftir verki Romain Rollands, „Colas Breugnon".) Gagnstætt landflótta starfs- bróður mínum, sem lýsti því yfir fyrir nokkru, að eina úr- ræði tékknesks rithöfundar væri brottför úr landi, reyna ýmsir okkar aðra leið: að halda sér við heimkynnin og tunguna án þess að falla frá sannfær- ingu sinni. Til þess þurfa menn að sjálfsögðu að hafa þolin- mæði góðar taugar og sýna gagnkvæman skilning á því, að menn reyni að fara mismun- andi leiðir. Ég treysti ennfrem- ur á skynsemina: Ég held, að skynsömum stjórnmálamanni hljóti að finnast ástandið i tékk: neskum menningarmálum — af hvaða ástæðum sem er — jafn sorglegt og mér. Ég leit á ferð- ir mínar sem könnun á því, hvort og hvernig væri hægt að rjúfa hinn meinbölvaða hring. Ef það reyndist svo, að þetta yrði ekki nein byrjun á al- mennri lausn, heldur aðeins til- raun, sem leiddi til einangrun- ar, þá yrði ég að taka viðhlít- andi afleiðingum af því. — Hver er afstaða yðar til brottflutnings úr landi? Kohout: Eg hef þegar oft skýrt frá því, af hverju ég dveljist áfram i Prag, það er I stuttu máli: Af hverju ætti ég að byrja að nýju einhvers staðar annars staðar, ef nóg er að gera heima? Eftir því sem árin líða, geri ég mér Ijósari grein fyrir því, hvernig sósíalistískt þjóðfélag ætti að lita út (og einnig ekki að líta út). Ef til vill verður einhvern tíma spurt um það? Landflótta listamenn geta oft, af því að þeir hafa ekki misst sambandið við umheiminn, skapað verk, sem síðar hafa gagnger áhrif á hina þjóðlegu menningu (Comenius, Brecht o.s.frv.). 1 dag verður þjóðin að mestu leyti að láta sér nægja innlenda menningu, hvernig svo sem hún kann að vera, ein- faldlega af þvi að hún hefur ekkert betra. Þó að ég hafi I augnablikinu aðeins fáa lesend- ur heima — og enga áhorfend- ur — held ég, að ég verði að meira gagni hér. — Meðan á dvöl yðar stóð i Vestur-Þýzkalandi, birtist sú frétt, að i undirbúningi væri tékkneskt hefti af timaritinu „Kontinent" með þátttöku rit- höfunda í Prag. Hvað finnst yður um þessa hugmynd? Kohout: Eftir að ég las þetta i blöðunum, spurðist ég fyrir um það hjá vestur-þýzkum vinum mínum, hvernig á slíka útgáfu yrði litið. Svör þeirra voru á sömu lund: Að þeir rithöfund- ar, sem hlut ættu að máli. tækju greinilega pólitiska af- stöðu. Ef útgefendurnir ætla að sýna fyllstu tillitssemi, hljóta þeir þess vegna að taka tillit til sjónarmiðs hvers einstaks rit- höfundar, sem ef til vill — eins og ég og fleiri í Prag — er öðru visi sinnaður eða einfaldlega vill sjálfur ákveða, hvað hann kunni að vilja birta og hvar. — Hvernig var heimkoman eiginlega, þegar þér höfðuð ferðazt um nær allt Vestur- Þýzkaland í fjórar vikur? Lent- uð þér i erfiðleikum við landa- mærin? Urðuð þér að láta eitt- hvað af hendi þar? Kohout: Fyrst voru allar bæk- ur og öll rit og skjöl tekin af mér til rannsóknar og fjögur hefti af tímaritinu „Spiegel" þegar gerð upptæk — á þeim forsendum, að innflutningur Springer-blaða væri bannaðar. Eftir að ég hafði mótmælt því, að „Spiegel" komi neitt Spring- er við, voru mér afhent öll ritin aftur og einnig „Spiegel“- heftin. Ég vona, að ég muni nú einnig fá þau eintök af Spiegel, sem póstur okkar hefur sent til baka með stimplinum „óleyfi- leg“, en ég gerðist áskrifandi eftir Helsinki-samkomulagið. Þegar eftir fyrstu heimkomu mina frá Sviss var ég spurður, hverja ég hefði hitt og talað við. Eftir að ég hafði látið í ljós óánægju mína yfir þessari spurningu og kallað hana gjald, sem ég vildi ekki greiða fyrir ferð mína, hefur hún aldrei verið lögð fyrir mig aftur. — Nú eruð þér aftur komnir heim. Svo virðist sem auk hins opinbera menningarlifs, sem fyrst og fremst er haldið uppi af samtökum listamanna, sé til annað óopinbert, sem margir gagnrýnendur stjórnarfarsins eigi hlutdeild i og einkennist af Kohout: Að takmarka þetta mál við gagnrýnendur stjórnar- farsins, væri einföldun, ef ekki beinlínis rangfærsla. Síðastlið- in sex ár hafa, eins og kunnugt er, óteljandi listamenn verið sviptir öllu í sambandi við les- endur sína, áheyrendur og áhorfendur. Valið á þeim, sem fyrir þessu hafa orðið, hefur oft verið með öllu óskiljanlegt og vakið þann grun, að fremur hafi verið reynt að koma keppi- nautum fyrir kattarnef en óvin- um sósíalismans. Skapandi andi verður að halda áfram að skapa. Þannig verða til ný verk, sem ná til fólks um krókaleiðir þrátt fyrir tæknileg vandamál í sívaxandi mæli og þeim mun auðveldar sem hinar opinberu bókmenntir geta einfaldlega ekki fullnægt eftirspurninni, hvorki hvað snertir gæði né magn. Slíkt tekst ekki í neinu menningarsamfélagi, sem gref- ur suma I lifanda lífi, en reynir að vekja aðra til lífsins með lifgunartilraunum, enda þótt þeir hafi aldrei lifað bók- menntalega. Slíkt tekst aðeins með ósvikinni, listrænni sam- keppni ásamt sannri gagnrýni og listfræði. — Eygið þér raunverulega möguleika á því, að sjálfstætt menningarlíf þróist á ný á næstunni í Tékkóslóvakíu? Kohout: Fyrr eða síðar mun lífið knýja það fram. Hlutverk samtfmamannanna er að flýta fyrir þeirri þróun, á meðan tjónið er ekki orðið of mikið. Það er ekki hægt að ætlast til þess af neinum valdhöfum, að þeir missi andlitið um leið og þeir faðmi allt i einu útlagana að sér. Hin raunhæfa málamiðl- un gæti ef til vill verið fólgin I þvi í fyrstu, að hið opinbera menningarlif verði að vísu stutt áfram, en hið óopinbera aftur á móti verði ekki lengur beitt kúgun. Afnám hins fráleita allsherjarbanns myndi þegar leysa mörg vandamál, sem ella myndu sífellt leiða til nýrra deilna óhjákvæmilega. — 1 sambandi við sýningu áhugamanna á leikriti eftir Václav Havel hefur verið talað um nýja bylgju af bönnum og refsiaðgerðum. Er ef til vill ver- ið að sýna enn meiri hörku, sem veikir vonir yðar? Kohout: Vissir embættismenn halda því fram, að þessi áhuga- manna-sýning hafi verið undir- róður og sé sönnun þess, að fyrst verði að fullu að sigrast á gagnbyltingunni. Ég lít á þetta sem mjög alvarlega tilraun, sem eigi að hafa þau áhrif, að flokksþing það, sem ráðgert er að halda vorið 1976, lögfesti undantekningarástandið í menningarlifi okkar. Ég reyni enn að skilja, að það sér barizt gegn pólitiskum bænaskrám, en gegn nýrri sviðssetningu á „Betlaraóperiinni", sérlega góðu leiksviðsverki? Og frumsýningu, þar sem yfir- leitt ekkert gerðist, og margir áhorfendur vissu ekki einu sinni, hver höfund- urinn væri? Menn semja leikrit til þess að verða sýnd. Og þegar hin opinberu leikhús vilja ekki hætta á það eða mega ekki hætta á það, þá blessar Thalia þá áhugamenn, sem reynast heilbrigðari og ábyrg- ari en þeir, sem hafa bannfær- ingu að atvinnu. Þannig er til- búið hneyksli vakið, og rógi er komið af stað um, að eitthvað hafi verið skipulagt eða undir- búið neðanjarðar eða jafnvel í útlöndum, enda þótt leikritið fjalli um eðlileg varnarvið- brögð særðrar lífveru. Ég vona, að í sambandi við Havel- sýninguna verði pólitiskum að- ferðum beitt, en engum öðrum, þvi að óréttlæti hvetur til sam- heldni, eins og kunnugt er, — einnig meðal þeirra sem verða ekki fyrir þvi beint. — Bókmenntaverk hins óop- inbera menningarlífs bera þess merki, að svo miklu leyti sem ég þekki þau, að þau séu að fjarlægjast stjórnmálaumræð- ur. Er það ásetningur? Kohout: Það fer einnig eftir þvi, hvað menn eiga við með stjórnmálum, pólitík. Ég hef orðið þess var i Vestur- Þýzkalandi, að þar er i reynd- inni aðeins átt við beina um- sögn um eitthvert tiltekið póli- tískt ástand eða fyrirbæri. Til dæmis leita menn I öllum min- um leikritum að einhverju dul- máli að minnsta kosti og verða svo fyrir vonbrigðum ef það tekst ekki. Það má ekki gleyma því, að min kynslóð hefur fyrir löngu lokið sínu bernskuskeiði. Og þó var í rauninni um aftur- hvarf að vissu leyti að ræða til hins almennt mannlega. Eg held, að skýringin á því sé hið mikla áfall, sem hver okkar varð á sinn eigin hátt að ná sér eftir. Það eru engir smámunir að skilgreina orsakir hörmu- legra ófara á tímum nær algers sambands- og sam- gönguleysis. Val mitt að við- fangsefnum varð þrengra fyrir það, að leikrit á borð við „Hvílík ást“ og „Salamöndru- stríðið" var aðeins hægt að setja upp í samvinnu við tékk- nesk leikhús. Mér virtist eins og ég skrifaði úti á vatni, og ég er þeim öllum þakklátur, sem björguðu þeim einhvers staðar á land með allri þeirri áhættu, sem bjargvættir taka. — Hvað hafa ferðir yðar ann- ars fært yður heim sanninn um? Kohout: Ég hef fundið það og sannreynt, að ég á einnig vini handan landamæranna. Að ein- angrun okkar er ekki aðeins skaðleg fyrir okkur, heldur og fyrir Evrópu. Að eins og hægt er að undiroka listina með boð- um og bönnum, er það hægt með viðskiptalegum aðferðum. 1 fyrra tilfellinu eru lesendurn- ir sviptir höfundum sínum, en i hinu síðara eru rithöfundarnir sviptir lesendum sínum. Að menntamönnum á Vesturlönd- um hafi farið fram í sósialist- iskri hugsun, en verði þó oft á hin sömu mistök og okkur og þess vegna er það brýn nauð- syn, að við getum hindrunar- og fordómalaust skipzt á skoðun- um og reynslu. Að almennur vilji sé ótvíræður til friðí.am- legrar sambúðar. En það væri sorglegt, ef hún kæmi aðeins kaupmönnum til góða, en list og menning vaeri áfram með- höndluð eins og hergögn. —svá— þýddi úr „Die Zeit“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.