Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 19 Petta gerðist líke ...* Dgrt verði drottins orðið Vísindamenn sem starfa að krabbameinsrannsóknum við háskólann I Oxford vilja að stjórnvöld gangi svo frá hnútunum, að ef táningarnir, sem nú eru að byrja að reykja, sjái sig ekki um hönd, þá verði sá munaður að minnstakosti orðinn þeim æði dýrkeyptur um það leyti sem þeir ná fimmtugsaldrinum: að slgarettupakkinn verði þá nefnilega kominn I litlar 12,000 krónur stykkið! Talsmaður krabbameinsfræð- inganna, sem fjallar um þetta mál í bresku læknariti, telur stjórnvöld- um skylt að gera allt hvað þau megni til þess að hleypa slgarettuverð- lagi upp, enda forði þau þar með þúsundum manna frá bráðum bana Hann leggur til að tóbkasskattur verði héðan i frá hækkaður jafnt og þétt um ekki minna en tíu prósent á ári, sem mundi hafa það f för með sér, að pakkinn yrði kominn í 450 krónur þegar árið 1980, miðað við „eðlilega" verðbólgu. Fimm árum slðar yrði andvirði eins sfgarettu- pakka síðan orðið um 1200 krónur þarna á Bretlandseyjum sem samkvæmt fyrri reynslu ætti að þýða um helmingi færri reykingamenn en þar eru núna. Árið 2010 yrði fyrrgreindu 12,000 króna marki svo loksins náð, og með þeim árangri (spá vísindamennirnir) að 12,000 færri Tjallar reyktu sig þá f hel en núna, eða „aðeins" um 18,000 manns á ári. Víetnam: dálítill eftirmáli í nýlegri og umdeildri bandarfskri heimildamynd um stríðið í Vfetnam má heyra bergmálið af þeim sjónarmiðum Bandarfkjamanna, sem klufu þá að lokum f tvær andstæðar fylkingar eftir afstöðu þeirra til þessa hrikalega leiks. Tveir bandarískir orrustuflugmenn koma fram f myndinni og tjá hug sinn til strfðsins — Öðrum (hermir gagnrýnandi Sunday Times) Finnst ennþá sem þetta hafi alltsaman verið sjálfsagt og er hreykinn af framlagi sfnu. Hann segir orðrétt: „Maður dengir sér f þetta og árásin gengur snurðulaust; maður kemur sprengjunum beint f mark og sfðan fréttir maður að skotmarkinu hafi bókstaflega verið sópað burtu. Svo skilar maður sér heilu og höldnu til baka og lendir vélinni þó í niðamyrkri á flugvéla- móðurskipi. Þetta er stórkostlegt!" Hinn flugmaðurinn (segir gagnrýn- andi Sunday Times enn) er hinsvegar farinn að efast. „Maður gat aldrei séð þetta fólk," segir hann núna. „Maður heyrði ekki sprenging- arnar, sá ekki blóðið, heyrði ekki heldur kvalaópin. Þetta var allt svo snyrtilegt, rétt eins og hver önnur vinna. Og ég var tæknimaðurinn, sem kunni starf sitt út f æsar." Ekki aldeilis! Það hefur eins og týnst t fréttunum, en feiknharðbrð grein birtist fyrir skemmstu i vikuriti sovézka rithöfundasambandsins, þar sem þvi er ákaft mótmælt, að sovésk yfirvöld loki andófsmenn inni á geð- veikrahælum eða beiti þá öðru ofbeldi. Höfundur lýsir þetta uppspuna frá rótum, „óþverralegar dylgjur afturhaldsaf lanna (eins og hann orðar það) sem stefna að hvorutveggja i senn: að ófrægja þjóð okkar og eitra andrúmsloftið einmitt þegar spennan i alþjóðamálum er að minnka." — Í fréttastofufregnum af fyrrnefndri grein segir að höfundur viki að ýmsum andófsmönnum með þviliku orðbragði að viðast fyrir vestan tjald yrði honum stefnt fyrir meiðyrði. Þá segir og að greinin beri það með sér að höfundur hennar hafi bæði átt aðgang að sjúkraskrám spitala og skýrslum leynilögreglunnar. Smjörþefurinn af auðlegðinni Ofvaxtarhneigðin í smjörfjalli Efnahagsbandalagsins er aftur farin að valda þvi áhyggjum. Fjallið hjaðnaði að visu um hrið en stefnir nú aftur i sama óskapnaðinn sem það var orðið fyrir þremur árum, þegar það rauk upp i 400,000 tonn. Ástæðan er enn sú sama, nefnilega vaxandi framleiðsla plús hækkandi verðlag sem leiðir siðan til minnkandi eftirspurnar. Fyrir þremur árum tókst bandalagslöndunum að klóra sig uppúr feninu með þvi að selja Sovétmönnum 200,000 smjörtonn fyrir verð. sem var vel helmingi lægra en til neytenda i framleiðslulöndun- um. En þar sem þessi sala dró pólitfskan dilk á eftir sér, er talið fremur óliklegt að pólitikusarnir bregði aftur á þetta ráð að sinni. Strípalingar af lœknisráði Að sögn Colins nokkurs Brewer, prófessors við læknadeild háskól- ans i Birmingham, eru klámrit og klámmyndir ýmiskonar nú meðal þeirra „læknisráða", sem sifellt fleiri breskir læknar miðla þeim sjúklingum sinum, sem eiga við kynferðisleg vandamál að striða. Dr. Brewer upplýsir I grein um þetta efni, að ýmis sjúkrahús lumi orðið á myndarlegustu klámsöfnum, þó að þau fari að visu ekki hátt með það. The Guardian hefur eftir honum, að sjúkra- samlag Bretanna hafi milligöngu um að útvega sjúkrahúsunum gögnin, sem sé einkanlega allskyns klámvarningur, sem lögreglan hafi gert upptækan. Hann bætir við: „Fólk sem að öðrum kosti kynni að hafa keypt sér klám- myndir á laun og varið til þess ærnum peningum á nú kost á þvi að komast i þær fyrir atbeina sjúkrasamlagsins." Og dr. Maurice Yaffe. sálfræðingur við Guys-sjúkrahúsið i London, lætur The Guardian hafa eftir sér að i vissum tilvikum geti „klám af ýmsu tagi verið mjög til bóta. Það sýnir (þeim sem kunna að þarfnast þess) hvað aðrir hafast að i þessum efnum. Og i öðrum tilvikum getur það fullnægt þörf." Sitt lítið af hverju i opinberri skýrslu. sem birt hefur verið i London. segir að tala eiturlyfjaneytenda i Hong Kong sé nú komin upp í hundrað þúsundir. Það þýðir að tiundi hver karlmaður i borginni er ofurseldur nautninni . . . Hinum ótrúlega Amin (mynd) hefur enn hlotnast nýr heiður. Makerere-háskólinn i riki hans er búinn að dubba hann upp i heiðursdoktor i lögum . . . Lungiso Mkhize. kunnasti blakki hjólreiðagarpurinn i Suður- Afrtku, gisti eina nótt í steininum fyrir skemmstu. Honum var stungið inn, þegar lögreglan stöðvaði hann á æfingaferð, og stóð hann að þvi að vera ekki með blökkumannapassa . . . Og svo Lockheed málið, ■ vHHH-. sem virðist ætla að verða framhalds-hneyksli ársins: Eitt vitnið bar fyrir skemmstu. að fúlgurnar. sem einn japanski mútuþeginn þáði hefði verið svo riflega skammtaðar, að útsendarar Lockheed, sem sáu um að koma peningunum til skila hafi orðið að færa honum þá i trékössum! EITURLYF I LIBAN0N hefur geisað blóðug borgarastyrjöld undan farið. I Líbanon er líka mikil hassfram- leiðsla og útflutningur. Þykir miklu varða, að hann verði ekki fyrir áföllum. í borgarastyrjöldinni varð alvarlegur skortur á mat og lyfjum i höfuðborginni, Beirút, og almennt ófremdarástand rikti þar. Þrátt fyrir það sáu líbanskir ráðamenn til þess, að hassi væri skipað út i friði og það kæmist klakklaust úr höfn. Ekki er að sjá á ofangreindu, að hassrækt sé ólögleg í Líbanon. En svo er nú samt. Hins vegar er ekki nema eins og hálfs tíma ferð frá Beirút til héraðs þar sem allir lifa af hassrækt einvörðungu. Það eru að visu útlagar, sem þar búa, a.m.k. í orði kveðnu. En þeir eru undir verndarvæng valdamanna. Hassbændur eru iskyggilegir náungar margir hverjir. Hafa þeir sumir um si| her manna. Er enginn maður nokkurn tíma vopnlaus þar í sveit. En það er líka mikið í húfi. Fyrir þremur árum voru framleidd ein 25 þús- und tonn af hassi í Líbanon. Það mun vera svo sem 5 milljóna ster- lingspunda virði (meira en 1700 millj. ísl. kr.) og verð hefur hækk að talsvert frá þvi þetta var. Framleiðslan fer til Evrópu og Bandaríkjanna mestan part. I Líbanon er lénsskipulag enn við lýði í flestum sveitum. Drottna smáfurstar yfir nokkrum hundruðum eða þúsundum manna og liggja að staðaldri í ófriði sin á milli. Er þó sýnu ófrið- legast í hassræktarsveitunum. En það tefur ekki heyskapinn. Um miðjan ágúst á hverju ári er farið að hirða hassið og koma þvi í hús áður en regntíminn gengur í garð. Svo er það þreskt og sáldað og gengur öll fjölskylda bónda að því verki. Bezta hassið rýkur upp í fingerðu dufti og er það skafið af veggjum og loftum með mikilli ná kvæmni og samvizkusemi. Lakasta hassið fæst þeg- ar þreskt er i fjórða sinn. Er það blandað vatni og pressað í plötur. Þetta hass er algengast í Evrópúr Eftirsóttust er hassolía svonefnd. Það er svar- grænn vökvi. Kíló af olíu þessari jafngildir fimm kílóum af ágætu hassi eða tiu kílóum af löku. Það er þvi hægast að smygla henni. Það eru milliliðir og ýmsir stjórnmálamenn, sem græða mest á hassinu. Bændur sjálfir fá ekki nema svo sem 50 sterlingspund (á 18. þús. ísl. kr.) fyrir kilóið, þótt gæðavara sé. Þeir láta þó vel yfir hlut sínum, enda fá þeir stundum ábót. Svo er mál með vexti, að libönsk stjórnvöld taka mjög hart á afbrotum útlend- inga, þótt þau séu væg við sina heimamenn. Sitja fjölmargir Vesturlandamenn i fangelsi í Beirút fyrir hasssakir. Eru þriggja ára dómar algengastir en flestir brotamennirnir ungir að árum. Hafa margir orðið furðu lostnir, þegar lögreglan kom að sækja þá og þeir rétt búnir að ganga frá kaupunum. En skýring- in er sú, að bændum er lofað borgun fyrir það að koma upp um viðskiptavini sína, og gera þeir það fúslega með góðri samvizku. Kunna þeir bráðskemmtilegar sögur af útlendingum, sem keyptu af þeim tonn af hassi eða meira, greiddu það með vopnum eða dollurum — og voru hand- teknirstundu seinna. Því heimta hassbændur oft borgun í vopnum, að þeir vilja um fram allt geta haldió áfram að fljúgast á, en það er þjóðaríþrótt i Líbanon. Ég hitti vestur-þýzkan hippa á þessum slóðum; hann kvaðst vera vinnumaður, þótt mér þyki trúlegra, að hann sé milligöngumaður bænda og útlendra hass- kaupenda. En hann hafði athyglisveróa hugmynd um það, hvernig mætti eyða hinum stanzlausu illdeilum í Líbanón. „Ef Libanar reyktu meira hass sjálfir", sagði hann, „mundu þeir fljótlega missa áhugann á blóðsúthellingum." Og kem ég þessu hér með á framfæri við líbönsk yfirvöld. —JOSEPH FITCHETT. Hassið matreitt — og steínsnar frá Beirút rækta þeir það. Þeir Heyja vel í Líbanon — hassið GLÆPIR I JAPAN er auðvelt að fá fóstri éytt. Samt fjölgar smábarnamorðum þar alltaf. Er þaó kennt því aðallega, að ungar stúkur kunni ekki lengur að fara með börn. A hverju ári undanfarið hafa ein 200 kornabörn verið drepin i Japan. Flest voru drepin nokkurra stunda eða daga gömul. Morðaðferðirnar voru ýmislegar, en sú einna algengust að skilja börnin eftir i læstum farangurs- geymslum og vitja þeirra ekki aftur. Það er gamall siður i Japan að bera út börn. En sá siður var sprottinn af fátækt. Það var ekki fátækt, sem vakti hann upp aftur; það er virðingarleysi fyrir mannslifum, sem ræður ferðinni núna. Sumir kenna frjálsum fóstur- eyðingum um þennan ófögnuð. Segja þeir, að þær hafi slævt tilfinningar kvenna til barna sinna. Þær telji þau ekki lengur mannverur og þyki naumast meira að bera þau út en fleygjatómum dósum og flöskum. Japanskir bændur fyrr á öldum báru oft út börn i uppskerubresti og hungursneyð. Voruþaðstúlkurmestan part. Fátækir borgarbúar skildu sín börn eftir á götum og dyraþrepum. En nú er fátækt ekki lengur til að dreifa. Ástæðan til barnsmorðs er oftast sú, að móðirin kærir sig ekkert um barnið og nennir ekki að annast það. Þetta á sér rætur í þvi m.a., að forna stórfjölskyldan japanska er liðin undir lok. Áður fyrr bjuggu stúlkur áfram í föður- garði þótt þær giftust. Stundum fluttust þær þó til tengdafólkssins.En ævinlega voru við höndina reyndar, fullorðnar konur að leiðbeina stúlkunum við uppeldi og meðferð barna. Þessar fullorðnu konur léttu stúlkunum barnauppeldið mikið. En þessi háttur er ekki lengur við lýði. Ungt fólk, sem nú gengur í hjónaband, stofnar eigin heimili. Verður það svo saga margra, að eiginmaðurinn vinnur daglangt og drabbar flest kvöld með vinum og kunningjum, en unga konan situr heima í öngum sínum. Verður hún að ráða fram úr öllum vanda, sem að steðjar, Framhald á bls. 15 Menningar- fylgja Japana: — Barnamorð SJONVARPIÐ Erum við að glápa frá okkur allt vit? SJÓNVARP hefur lengi veriS mjög snar þáttur I iífi flestra manna á Vesturlöndum. Þó hafa völd þess llklega aldrei orðið meiri en nú. Það hefur komið I Ijós, að bandarisk börn verja að jafnaði meiri tima við sjón- varpið en þau sitja i skólanum! Ástandið i Bretlandi er litlu betra. Sagt hefur verið um sjónvarpið, að það spitli gömlum og gengnum við- horfum, en skilji ekkert eftir nema blekkingarvimu og ákafa löngum til þess að kaupa vörurnar. sem aug- lýstar eru á skerminum. Einn and- stæðingur sjónvarps hefur likt þvi við brjóst. Segir hann, að menn séu lagðir é það á barnsaldri og aldrei vandir af þvi. heldur verði æ háðari þvi. er stundir ' liða. Munu margir geta tekið undir þessa skoðun. Sjónvarpið rænir Breta meiri tima en bækur. útvarp, blöð og leiksýn- ingar allt i senn. Meðalmaður i Bret- landi horfir á sjónvarp i rúma niu tima á viku á veturna, en sjö tima og fjörutiu minútur á sumrin. Sum börn sitja við sjónvarp i meira en fjörutiu tima á viku. Fyrir tveimur árum bannaði brezka stjórnin um stutt skeið sjónvarp eftir klukkan hálf- ellefu á kvöldin. Átti að spara raf- magn með þes*”! móti. Það skipti engum togum, að ramakvein mikið upphófst um allt land. Varð fljótlega að aflétta banninu. Einu sinni voru einhverjir sjón- varpsáhorfendur fengnir til að hætta sjónvarpsglápi. Þetta voru þrjar fjöl- skyldur. Átti að reyna á það, hve lengi þær gætu haldið sér I skefjum. Þeir . sem lægstar höfðu tekjurnar stóðust prófið I viku. Hinir , sem betur voru settit þraukuðu I hálfan mánuð og kváðust ekki hafa komizt i verri raun. Þetta var ( Bretlandi. Svipuð tilraun var gerð I Þýzkalandi. Þraut menn örendið misfljótt. en ein fjöæskylda þoldi sjónvarpsvelti i hálft ár. Þá kom á dagskrá glæpa- myndaflokkur, sem allir fjölskyldu- meðlimir vildu sjá, og brast þá þrek að neita sér um hann. Ekki eru allir svo sjónvarpsfiknir. Sumir hafa aldrei keypt sjónvarps- tæki og ætla ekki að gera það. Þeir telja. að sjónvarpið sýni falsaða mynd af heiminum og vilja ekki sjá hana. Aðrir hafa hætt að horfa á sjónvarp. af þvi þeim fannst það spilla fjölskyldulifinu Þá eru þeir, Framhald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.