Morgunblaðið - 07.03.1976, Side 22

Morgunblaðið - 07.03.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 Eftir Þorstein Inga Sigfússon III grein: I sek. af orku- magni sólar — milljónföld orkunot jarðarbúa á ári Sólmyrkvi: kóróna sólarinnar tevgir sig út í f?eiminn. Sólarorka: 1 rannsóknum á nýjum orku- gjöfum hefur athyglin beinst, næst á eftir kjarnorkunni, mest aö sólinni. Þessi voldugi ná- granni, sem hefur 330 þúsund sinnum meiri massa en jörðin, er í rauninni gríðarstór kjarna- ofn, þar sem um fjögur milljón tonn af frumefninu vatnsefni verða að frumefninu Helium og gifurlegu orkumagni hverja sekúndu. Til þess að gefa hug- mynd um magn þessarar orku mætti nefna að á sekúndu hverri sendir sólin frá sér orku sem svarar milljónfaldri árs- orkuneyslu jarðar! Jörðin tekur á móti örlitlu broti þeirrar orku, sem stöðugt er send í allar áttir út frá sólu. Um 30% endurkastast út í geiminn á ný sem stuttbylgju- geislun. 47% orkunnar gleypir andrúmsloftið land og haf, þar sem þessi hluti hefur áhrif á umhverfishita. 23% orkunnar eru tengd hringrás vatns á jörð- inni, en aðeins uml%orsakar hreyfingu vinda og hafstrauma. Ennþá minna magn tekur Iauf- græna jurtanna til sín og notar til starfsemi sinnar. Hvert lauf- blað er í rauninni sólorkuvirkj- un. Virkjun sólorku á jörðunni er sannarlega ekki nýtt fyrir- brigði. Jurtirnar hafa virkjað hana óratíma. Maðurinn er heldur ekki nýbyrjaður að virkja þessa orku. Öll ræktun er óbein sólorkuvirkjun, og eiming til vinnslu salts úr sjó er það einnig. Stórfelld, bein virkjun sólorkunnar er hins vegar verkefni sem okkar tímar eru að hrinda í framkvæmd. Fyrstu útgáfur sólrafhlaða, tækja sem breyta geislaorkunni i raforku, komu fram 1954. Síðan hafa þær verið endur- bættar mjög. Nýjustu og bestu gerðtr þeirra eru notaðar til orkuframleiðslu í gervitungl- um. Stórir sólfangarar, eins konar gervilaufblöð, snúa yfir- borði sinu móti sólargeislunum. Með þessum útbúnaði er gervi- tunglunum kleift að nýta um 10% geislaorkunnar og knýja þannig tæki um borð. Með því að koma slíkum út- búnaði fyrir á sólrfkum stöðum jarðarinnar, mætti framleiða mikla raforku. Ökosturinn er aðeins sá, að fyrirtækið krefst mikils landrýmis. Til þess að ná orkuframleiðslu á borð við 1000 MW raforkuver þyrfti að þekja um 70 ferkílómetra lands með sólföngurum. Að þessu leyti er virkjunin óhagkvæm. Menn hafa ieyst þetta vanda- mál með háteitari hugmyndum. Einn hugmyndasmiðurinn lét sér detta í hug orkuver á braut umhverfis jörðu. Stórir sól- fangarar (allt að margir fer- kílómetrar að flatarmáli) mundu safna geislaorku, sem orkuverið siðan sendi til mót- takara á jörðu niðri á formi stuttbylgjugeislunar. Fyrir nokkrum árum hefði þessi hug- mynd á allan hátt þótt vera skýjaborgir en í dag hafa ýmsar útgáfur slíkra sólstöðva fengið byr undir báða vængi og fé hefur verið veitt til nánari rannsókna á þeim. Aukna mengun í andrúms- loftinu á siðustu árum og1 vandamál sem henni eru fylgj- andi, má rekja að miklu leyti til notkunar oliu og kola sem orku- gjafa. Sólorkan ætti hins vegar að valda lítilli sem engri meng- un, og einmitt þetta atriði skipar sólorkunni á pall með æskilegustu orkuformum fram- tiðarinnar. A síðari árum hafa verið byggð i tilraunaskyni svokölluð sólarhús. I þeim er vatn hitað upp með hjálp sólargeisla og notað til upphitunar innan húss. Þá hafa verið gerðar til- raunír með holspegla sem safn- að geta geislum í einn punkt. Höfuðvandamál þessarar beisl- unar er geymsla orkunnar til sólarlausra daga. Ég hygg að mörgum hefði kólnað í slíku sólarhúsi í Reykjavik sumarið 1975. Orkubirgir sólarinnar Nýjustu rannsóknir á hegðun sólgeislunarinnar hafa leitt í ljós að hitastig yfirborðs sólar- innar (sem nú er um 6000 gráður Celsíus) fer hækkandi. Hér er um að ræða örlitla hækkun á löngum tíma, sem er miklu lengri en mannsævi. Þannig er gert ráð fyrir að geislunin muni fremur aukast en standa í stað næstu aldir. Eftir milljónir ára er gert ráð fyrir miklum breytingum á sól- inni, en vangaveltur um svo fjarlæga tíma eru gjörsamlega óáhugaverðar í þessu sam- bandi. Trjálauf: Laufgrænan notar sólarorkuna til starfsemi sinnar. Gömul vindmvlla: t orkukreppunni beinist athyglin aftur að þess- ari orkubeislun. Miklir möguleikar varðandi framtíðarorkulindir: Sjávarföll, sólarorku, fallvötn, jarðhita, vinda og vetni Orka fallvatna: Framtíðaráform í sambandi við vatnsaflsvirkjanir gera ráð fyrir mikilli aukningu á þeirri raforku sem framleidd er á þennan hátt. Talið er að í dag séu aðeins um 10% nýtanlegrar vatnsfalla- orku jarðar beisluð. Mjög er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað er nýtanlegt og hvað ekki frá hagkvæmnissjónarmiðum, þannig að þessar tölur eru ónákvæmar. Flestar stærstu orkulindir af þessu tagi eru í þróunarlöndun- um, t.d. eru um 36% af ennþá óbeislaðri fallvatnaorku heims talin vera í Afríku einni saman. Þróunarlöndin eiga mestan hluta óbeislaðra orkulinda fall- vatnanna. Flest iðnaðarríkin geta ekki gert sér vonir um að mæta stóraukinni orkuþörf með vatnsvirkjunum. En þessar virkjanir eru eftir- sóknarverð orkulind vegna lítillar mengunar sem þær valda. Þó geta þær raskað líf- ríki vatnasvæða. Jarðhiti Ekki er talið að nýting jarð- hitans muni almennt leggja mikinn skerf til að mæta aukn- um orkuþörfum, þótt einstaka lönd, þ.á m. tsland, séu fær um það. Astæðurnar fyrir því eru mismunandi jarðfræðileg gerð hinna einstöku hluta jarðar. Fræðilega er jarðhitinn orkulind sem felur í sér mikla orku. Lætur nærri að fullnýt- ing varmaorku jarðar niður á 10 km dýpi mundi svara til um hundrað þúsund sinnum heildarorkunotkun jarðar 1975. Slíkar tölur eru aðeins nefndar til gamans. Þær segja ekkert um hagkvæmni slíkrar virkj- unar. Með nútímatækni er bein nýting jarðhitans fremur óhag- kvæm á mælikvarða jarðar- innar sem heildar. Orka sjávarfalla og vinda: Eins og áður er sagt á vind- orkan sér rætur í geislun sólar- innar. Mishitun andrúmslofts- ins leiðir til strauma lofts milli þrýstisvæða. Virkjun vindork- unnar var fyrr á tímum nokkuð umfangsmikil. Vindmyllur möluðu korn og knúðu vatns- dælur o.fl. Á seinni árum hefur vindorkan hlotið athygli á ný, en hún þykir geta hentað best með litlum myllum til fram- leiðslu rafmagns. Á heimsmæli- kvarða er ekki gert ráð fyrir að vindorkuvirkjunin verði veru- leg. Sjávarföll hafa þann kost framyfir vinda, að þau eru stöðug og reglubundin. A ýms- um stöðum á hnettinum, þar sem mikill munur er á flóði og fjöru, hafa sjávarföll verið virkjuð með góðum árangri. 1966 byggðu Frakkar stórt sjávarfallaorkuver í Rance nærri Saint-Malo. Framleiðslu- geta þessa mannvirkis er um 240 MW og er ráðgert að stækka það. Rannsóknir á Fundyflóa fyrir strönd Kanada og Bandaríkjanna hafa leitt í ljós að virkjun þar gæti orðið tiltölulega hagkvæm. Kostnaður við orkuframleiðsl- una þar yrði líklega um helm- ingi meiri en kostnaður við vatnsfallsvirkjun. Dýrasti þátt- ur virkjunar sjávarfallanna er tengdur því að virkja þarf bæði að- og útflæði. Aðstæður til slíkra virkjana eru erfiðar víðast hvar, og er ekki hægt að reikna með sjávarföllum sem stórvirkri orkulind enn sem komið er. Hagkvæmari raforkuver: Miklu máli skiptir að raf- orkumyndun nýti sem best þær orkulindir sem virkjaðar eru. Raforka sú, sem mest er notuð í dag, er unnin úr kolum og olíu með gufuafl sem millilið. Gert er ráð fyrir að kjarnorkuver framtíðarinnar muni einnig að einhverju leyti vinna svipað því. Þó hafa komið fram hug- myndir um framleiðslu raf- magns eftir öðrum leiðum, með hjálp aðferðar sem nefnd hefur verið MHD (Magnetohydro- dynamics). Hún er fólgin í því að straumur vökva eða loftteg- undar blandaður kalíusam- böndum er látinn fara i gegn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.