Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 23 um segulsvið. Rafhlaðnar agnir straumsins verða fyrir krafti sem beinist að skautum sviðs- ins. Þannig er hægt að mynda rafstraum. Þetta rannsóknar- verkefni hefur fengið tölu- verðar fjárveitingar og eru við það bundnar miklar vonir. Varmamengun: Kostir MHD-áætlunarinnar eru auk meiri orkunýtingar, að raforkuframleiðsla með slíkum hætti yrði minni varmameng- unarvaldur. Varmamengun er fólgin í því að óæskilega mikill varmi er fluttur til umhverfis- ins. I vatni hefur hitastigsaukn- ingin í för með sér minnkandi súrefnismagn, efnahvörfum er hraðað o.fl. Hrygning fiska getur orðið fyrir verulegum áhrifum vegna varmameng- unar. Vfðar þar sem árvatn er notað til kælingar i raforku- verum hefur hitastig viðkom- andi ár hækkað. Tilraunir með silung hafa t.d. leitt í ljós að 50% af silungi sem alinn hefur verið upp við 20 gráða vatns- hita deyr innan 5 sólarhringa eftir að hitastig vatnsins er hækkað um 5 gráður. Sýking á auðveldara um útbreiðslu í heitara vatni og svo mætti lengi telja. Hér er um mikið vandamál að ræða sem eykst ár frá ári. Varmamagnið sem veitt er til umhverfisins með kælivatni er mjög mikið. T.d. er áætlað að 10% orkunotkunar margra iðnaðarrikja séu beint varma- tap raforkuvera til umhverfis- ins. Vetnið: Orkugeymsla framtíðar- innar? Með rafgreiningu er unnt að kjúfa vatn i frumefni sín vetni og súrefni. Bruni vetnisins (samruni vetnis og súefnis) veldur engri efnamengun. Með þvi að raforkuver notuðu um- framorku til vetnisframleiðslu hugsa menn sér að hægt væri að geyma orku í stórum síl. Tilraunir með vetnishreyfla hafa gefið góðan árangur, og má gera ráð fyrir að á næstu árum verði örlög þessarar hug- myndar ráðin. Frjálsar rannsðknir I nýútkominni skýrslu OECD um orkurannsóknir kemur fram að mörg hinna stóru olíu- félaga eru næstum allsráðandi á sviði rannsókna á nýjum orkugjöfum. Efnahagslegir örðugleikar hafa víða valdið því að hið opinbera hefur þurft að takmarka fjárveitingar til slikra rannsóknar, þótt þær hafi verið auknar mjög frá því sem áður var. I skýrslunni er beinlínis gefið í skyn að rannsóknir oliu- félaganna megi teljast byggjast fremur á gróðasjónarmiðum en samfélagslegum hag. í skýrsl- unni kemur m.a. fram að Vestur-Þýskaland er eina V- Evrópuríkið sem verulega hefur veitt fé til orkurann- sókna. Fjárveiting þýsku stjórnarinnar er ætluð til rann- sókna á djilpborunartækni. Iðnaðurinn telur sig ekki geta snúið sér að hinum nýju og miklu fjárfestingum sem felast i nýjum orkuformum. Sama máli virðist gegna um ríkis- stjórnir, sem 'skýrsla OECD gagnrýnir fyrir að taka ekki nógan þátt í fjármögnun rannsókna. 1 allt vinna á vegum stóru iðnaðarfélaganna um 15000 vís- indamenn. Starfskraftar þeirra eru illa nýttir ef sjónarmið gróða eru látin stýra rann- sóknunum. Frjálsar eru þessar rannsóknir ekki á meðan svo er. Þær verða fyrst frjálsar, þegar fjárveitingar ríkis til rannsóknarstofnana og skóla verða auknar í því augnamiði að efla alhliða, hlutlausar rann- sóknir á framtíðarorkulindun- um. Að tveimur umferðum lokn- um í Butlertvímenningskeppni Bridgefélags Reykjavikur er röð og stig efstu para þessi: Bragi Erlendsson — Ríkarður Steinbergsson 139 Simon Símonarson — Stefán Guðjohnsen 128 Einar Þorfinnsson — Páll Bergsson 123 Guðmundur Arnarson — Jón Baldursson 123 Guðmundur Sveinsson — Þorgeir Eyjólfsson 119 Að auki verðlauna fyrir efstu sætin, er spilað um titilinn ,,Besta par BR 1976“ en hann er veittur fyrir besta samanlagða árangur úr meistaratvímenn- ingi felágsins og þessari keppni. Spilað er á miðvikudögum í Domus Medica. XXX Frá Bridgeklúbbi Akraness Akranesmóti í tvímenning er nú lokið og urðu Akranes- meistarar þeir Vigfús Sigurðs- son og Jón Z. Sigríksson, meó 573 stig en meðalskor var 495, annars var röð efstu para þannig, en alls tóku 24 pör þátt i mótinu. Vigfús — Jón 573 Björgvin — Hermann 551 Bent — Baldur 534 Jón — Valur 528 Karl — Ölafur 524 Hörður — Kjartan 523 Bjarni — Pálmi 522 Björn — Ölafur 513 Ingi — Asgeir 510 Hörður — Guðjón 510 XXX Aðalsveitakeppni TBK er nú lokið 1 meistaraflokki og sigraði sveit Trvggva Gísla- sonar örugglega, hlaut 133 stig. 1 sveit Trvggva eru ásamt honum Sigtryggur Sigurðsson, Sigurjón Trvggvason, Gísli Trvggvason, Björn Kristjáns- son og Þórður Elíasson. Röð sveitanna varð annars þessi: Sveit Bernharðs Guðm.s. 118 Braga Jónssonar 112 Þórhalls Þorst.s. 110 Þórarins Árnasonar 104 Erlu Eyjólfsdóttur 90 Kristjáns Kristj.s. 56 Kristínar Þórðard. 54 Sigríðar Ingibergsd. 50 Kristínar Ölafsd. 48 Fjórar neðstu sveitirnar spila 1 fvrstaflokki að ári. I siðustu umferð fóru leikar þannig i meistaraflokki. Sveit Þórhalls vann Kristínar Þ. 14—6 Sveit Sigríðar vann Kristjáns 14—6 Sveit Kristínar Ö. vann Erlu 11—9 Sveit Bernharðs vann Tryggva 17—3 Sveit Braga vann Þórarins 12—5 Úrslit leikja í fvrsta flokki: Sveit Karls vann Guðlaugs 14—6 Sveit Rafns vann Bjarna 20—0 Sveit Gests vann Arna 18—2 Sveit Gunnars vann Jósefs 12—8 Leik Ragnars og Ölafs var frestað. Keppni er ekki lokið i fvrsta flokki en staða efstu sveita er nú þessi: Sveit Rafns Kristjánss. 122 Ragnars Oskarss. 118 (Hefir spilað einum leik færra) Gests Jónssonar 117 Guðlaugs Brynjólfss. 100 Hannesar Ingibergss. 100 Næsta fimmtudag lýkur keppninni en þá spilar meistaraflokkur tvimenning eins kvölds og eru allir velkomnir i þá keppni. Þátttökutilkynningar berist í sima 16548 eftir kl. 19 á kvöldin. XXX Frá bridgefélagi Kópavogs 10 umferðum er lokið í sex kvölda tvimenningskeppni, barometer og er staða efstu para þessi: Armann J. Lárusson — Sigurður Helgason 192 Jónatan Líndal — Vilhjálmur Vilhj.s. 142 Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 109 Haukur Hannesson — Valdimar Þórðarson 76 Einar Halldórsson — Páll Dungal 75 Jóhann Lúthersson — Arnór Ragnarsson 72 Grímur Thorarensen — Guðmundur'Pálsson 69 Næstu umferðir verða spilaðar á fimmtudaginn kem- ur — Spilað er í Þinghól við Alfhólsveg. XXX Frá bridgedeild Breiðfirðinga- félagsins. Þremur kvöldum af sjö er nú lokið í hinni vinsælu baromet- erkeppni hjá okkur og er staða efstu para þessi: Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorst.s 277 Einar Arnason — Þorsteinn Þorst.s. Halldór Jóhannesson — Olafur Jónsson 263 Jón Stefánsson — Þorsteinn Laufdal 221 Magnús Oddsson — Magnús Halldórsson 175 Jón Magnússon — Hilmar Olafsson 127 Böðvar Guðmundsson — Kristján Andrésson 116 Eiríkur Eiríksson — Ragn ar Bj örn sson 108 Guðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthíasson 106 Guðrún Bergsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur kl. 20. A.G.R. FYRIR VIÐRAÐANLEGT VERÐ Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki ó öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þö, sem leita að litríkum hillu- og skópasamstæðum, sem byggja mó upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. J L Húsið ^ Híbýlaprýði Dúna Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Siglufjörður: Akureyri: Húsavík: Selfoss: Keflavík: Bólsturgerðin Augsýn hf. Hlynur sf. Kjörhúsgögn Garðarshólmi hf. FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HUSGAGNAVERKSMIÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.