Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.03.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1976 13 SONIIR SKÆRUUBINN sannfæra austurrísk yfirvöld um, að þau ættu ekki annars úrkosta en að verða við körfum hans í öllu. Það er erfitt að gera sér í hugarlund, að hann hafi ekki alið á leyndum ótta á þessu stigi málsins Skömmu áður höfðu þrjár ríkisstjórnir í Evrópu í Bretlandi, írlandi og Hollandi neitað að verða við kröfum hryðjuverkamanna, sem höfðu fólk í gíslingu, og tekizt að yfirbuga þá um síðir. Samningaumleitanir hófust á þann hátt, að Carlos fékk brezka ritaranum, Grizelda Carey, handskrifaðan miða og bað hana að endurrita hann. Hér var um að ræða boð til austurriskra yfirvalda um að útvarpa bæri áróðurstilkynnmgu hópsins á tveggja klukkustunda fresti Ennfremur var svo fyrirskipað, að kl. 7 f.h. næsta dag yrði áætlunarbill með gluggatjöldum fyrir framan bygginguna til þess að aka hópnum út á flugvöll, þar sem hans biði flugvél af gerðinni DC 9 með fullan bensíngeymi. Undir tilkynningunni stóð: „Armur Arababyltingarinnar." Meðan stúlkan skrifaði boðin upp, heyrðust nokkur fleiri skot . utan af ganginum. Því næst birtist Vestur-Þjóðverjinn Hans- Joachim Klein inni i ráðstefnusalnum. Hann var greinilega særður og hafði grímu fyrir andlitinu. Hann settist síðan á stól við dyrnar og fletti upp skyrtu sinni til að sýna skotsár, sem hann hafði hlotið rétt neðan við naflann. Grizelda Carey varð dolfallin yfir því, að ekki sást nokkur blóðdropi í kringum sárið. Janda lögregluforingi, sá hinna tveggja öryggisvarða á ráðstefn- unni, sem komist hafði lífs af, veitti því athygli, að Carlos gekk til hans og klappaði honum blíðlega á kollinn, eins og knatt- spyrnumenn gera gjarnan við félaga sína, sem hlotið hafa meiðsli í leik. Klein rétti úr fótunum, hallaði sér lítið eitt aftur á bak og tók að virða fyrir sér skemmdirnar á vélbyssu sinni, en hún hafði tekið þungann af byssukúlu lögreglumannsins áður en hún hafnaði í maga hans. Svo stóð hann upp og gekk stundarkorn um gólf, en síðan settist hann niður aftur og tók af sér grímuna, eins og honum væri allt í einu orðið og heitt. Þegar læknarnir i við Allagemeine Krankanhaus í Vínarborg heyrðu sagt frá þessum athöfnum Klein, urðu þeir furðu lostnir. Þeir töldu, að kúlan hefði átt að ganga frá honum dauðum. Hún tætti m.a. sundur magakirtil og smáþarmana í Klein. HÆTTULEG SENDIFERÐ Klein var litill maður á velli og dálítið hjólbeinóttur. Áður hafði hann starfað fyrir vinstrisinnaðan lögfræðing, Klaus Craissant að nafni. Tveimur árum áður hafði hann ekið Jean Paul Sartre frá flugvellinum ( Stuttgart að fangelsi borgarinnar, en erindi heimspekingsins þangað var að heimsækja félaga úr Baader Meinhof samtökunum. Siðan í september sl. hefur Klein helgað sig neðanjarðarstarfsemi. Enda þótt hann hafi svart yfirskegg Iftur hann út fyrir að vera miklu yngri en 28 ára. Þegar hér var komið sögu, bað Carlos ensku stúlkuna, að gera dá lítið afar hættulegt. Hann rétti henni eintak af tilkynningu Arms Arababyltingarinnar og bað hana að fara með það til austur- rlskra yfirvalda ásamt kröfum skæruliðahópsins, sem hún hafði nýlokið við að skrifa upp. Til þess að geta innt þetta af hendi þurfti stúlkan vitaskuld að ganga fram eftir dimmum ganginum, þar sem Klein og Leopolder höfðu skipzt á skotum nokkrum mínútum áður. Carlos tjáði henni, að einhvers staðar i móttöku- salnum lægi lögreglumaður, sem þeir hefðu skotið. Honum yrði hún að koma á brott, hvað sem það kostaði og hvort sem hann væri lífs eða liðinn. Stúlkan gekk fram og kallaði hræðslulega: Gjörið svo vel að skjóta ekki " Þetta endurtók hún, þar til hún kom auga á Leopolder lögreglumann, sem hafði leitað skjóls í horni mót- tökusalarins. Hún sagði við hann: „Gjörið svo vel að koma með mér. Við verðum að koma okkur i burtu." AFSTAÐA KAIMSLARANS Bruno Kreisky kanslari Austurríkis hafði áður komizt i hann krappan, er hermdarverkamenn höfðu neytt hann til að loka búðum, sem komið hafði verið upp í Austurríki fyrir rússneska gyðinga, er voru að flytjast búferlum til ísraels. Kreisky hafði orðið við kröfum þeirra, þar sem þeir höfðu nokkra rússneska gyðinga I gíslinu. Fyrir bragðið hafði hann fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni hvaðanæva úr heiminum. En þegar við hittum hann mánuði eftir árásins á OPEC, var hann bjargfastur i þeirri sannfæringu, að hann hefði gert rétt, er hann sleppti Carlosi og gíslum hans Sú ákvörðun hans olli mikilli reiði erlendis, einkum af hálfu þeirra, sem höfðu látið kné fylgja kviði í viðskiptum við hermdarverkamenn. „Það er mitt boðorð að bjarga mannslífum, ef það stendur i mínu valdi," sagði kanslarinn í viðtali við Observer. Viðskipti Kreiskys og Carlosar áttu sér stað fyrir milligöngu sendiráðsstarfsmanna frá Irak, eins og fyrr frá greinir. í fyrstu bað Kreisky ráðherrana og aðra háttsetta aðila í sendinefndun- um að skýra bréflega frá óskum sínum Það er mikið vafamál, hvort þessi bréf sem skrifuð voru undir byssustingjum, hafa verið nokkurs virði. Eigi að síður bárust 1 5 bréf. 1 1 voru skrifuð á ensku, þrjú á frönsku og eitt á arabisku í þeim öllum var þess farið á leit, að kanslarinn yrði við körfum hermdarverkamann- anna. Að þvi búni sneri Kreisky sér að Austurríkismönnunum í hópi gíslanna og þeim útlendingum, sem aðsetur höfðu I Austurríki. Hvað sem öðru liði var hann staðráðinn í að hermdarverkamenn- irnir skildu þá eftir í Austurriki Þegar írakmaðurinn færði Carlosi þessi skilaboð missti hann stjórn á skapi slnu: „Það er ég sem segi Kreisky og öðrum hér fyrir verkum," öskraði hann. „Það er ég sem ákveð, hverjir fara. og hverjir verða eftir." Síðan bætti hann við og var örlítið stillilegri. „Ég ætla mér ekkert að fara með þetta fólk, ég vil ekki láta banna mér að gera það." Þá var fjallað um Hans Joachim Klein, sem nú hafði verið settur í súrefnistæki, eftir að hafa gengizt undir skurðaðgerð á sjúkrahúsi. Kanslarinn gerði allt sem i hans valdi stóð til að halda honum eftir. Hann kvað sjúklinginn of veikan til að hægt væri að flytja hann úr sjúkrahúsinu, og ef hann fyrirskipaði að svo yrði gert, þá jafngilti það því að drepa hann. Carlos virtist hika eitt andartak. „Við verðum að taka lýðræðis- lega ákvörðun," sagði hann. Fyrir framan milligöngumanninn spurði hann félaga sina hvern fyrir sig, hvað þeir teldu, að gera ætti. Þeir voru allir á einu máli. Klein skyldi fara með þeim, dauður eða lifandi. Þeir töldu að Austurrfkismenn gerðu of mikið úr meiðslum hans sem var vissulega skiljanlegt miðað við það hversu vel hann hafði borið sig. Trúnaðartraust Carlosar var rokið út í veður og vind. Hann sagði við milligöngumanninn: „Segðu Kreisky að ég kunni öll brögð \X X X SPENNAN MINNKAR Um miðnæturskeið fór að slakna á spennunni i ráðstefnusaln- um. Carlos sat uppi á borðinu og reykti sigarettu. Útvarpstæki hafði verið látið inn, og hópurinn heyrði tilkynningu sina lesna á skelfilegri frönsku, en ekki virtist hann kippa sér neitt upp við Framhald á bls. 39 Faðir Carlos: „Ég er algerlega sama sinnis og hann" i Carlos með nokkrum gísla sinna á flugvellinum í Vínarborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.