Morgunblaðið - 23.05.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 23.05.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 7 VIÐ heyrum þaðstundum, að það sé til litils að biðja. En þeir sem reynt hafa, þeir sem hafa átt raunverulegt bæna- líf, þeir vita aftur hið gagn- stæða. Reynsla þeirra erað visu oftast þess eðlis, að það er erfitt að sanna hana. En hún er þeim sú vissa, sem kallar þá sífellt til bænar á ný, af því að þeir finna, að í bæninni tengjast þeir krafti, sem er þeim til góðs. Mig langar að rifja hér upp gamla, sanna sögu. Hún er frá Noregi. Þarlend bónda- dóttir sá sýn. Hún leit fanga í fangaklefa og um leið heyrði hún raust, sem sagði við hana: „Það fer illa fyrir þess- um manni, ef enginn biður fyrir honum. Bið þú fyrir hon- um, og þá mun ég senda hann til að kunngjöra nafn mitt meðal heiðingja". Stúlkan hlýðnaðist þessu, og hún grátbað fyrir þessum ókunna manni, sem hún vissi engin deili á. Jafnframt beið hún þess óþreyjufull að frétta af einhverjum fanga, sem tekið hefði sinnaskiptum og gerst heiðingjatrúboði. 'Loks var það á ferð i Stav- angri, að hún heyrði um slík- an mann. Þar var tilkynnt, að fyrrverandi fangi ætlaðí að tala á kristilegri samkomu þá um kvöldið. Stúlkan fór þangað og þekkti undir eins, að þar var kominn fanginn i sýninni. Þetta var Lars Olsen Skrefsrud. Hann hafði reynst mikill hæfileikamaður i skóla, en leiðst á glapstigu og lent i fangelsi fyrir þjófnað. En í fangelsinu varð hann fyrir trúarlegri reynslu, háði harða baráttu við sjálfan sig, og að lokinni fangelsisdvöl kom hann út í lífið sem nýr mað- ur. Hann stofnaði ásamt dönskum manni til kristni- boðs i Santal á Indlandi og dvaldi þar í marga áratugi, en lést heima i Noregi árið 1910, þá víðþekktur maður. í minum huga er enginn vafi á þvi, að Guð notaði bænir norsku bóndadóttur- innarhinum unga, óham- ingjusama manni til hjálpar. Þær hafa gefið honum auk- inn styrk til að komast á gæfubraut. Þessi saga er merkileg, en langt frá því að vera einstæð. Við eigum ákaflega margar slíkar frásagnir, sem eru sterkur vitnisburður um mátt einlægrar bænar. Viðfinnum þörfina fyrir hann að sjálfsögðu aldrei betur en þegar á reynir i lífi okkar, þegar erfiðleikar steðja að eða raunir. Þá reyn- ist bænin vel. Oft er hún það eina, sem hjálpað getur. Það hef ég margreynt i starfi mínu. Þjóð okkar á í erfiðleikum um þessar mundir. Efna- hagsörðugleikar eru miklir og landhelgismálið hefur verið Biðjum í bæn á þessum degi. Ég bið um, að þjóðin taki höndum saman til bænar i guðsþjón- ustum kirknanna, en einnig í einrúmi hvers og eins. Þótt við eigum góðan mál- stað að verja, er það aldrei svo, að við séum ekki i þörf fyrirallan þann styrk, sem við getum fengið Við leitum hans á alþjóðavettvangi, og hví þá ekki einnig frá þeirri andlegu veröld, sem er upp- spretta alls máttar á jörð? Hátt settur erlendur ráðu- neytisstarfsmaður kom eitt sinn að ráðherra sínum, þar sem hann hafði kropið á kné til bænar. Hann stóð hissa og beið þess þögull, að ráðherr- ann risi á fætur. En ráðherr- ann sagði, er hann leit upp: „Það virðist undra ykkur að sjá mig i þessum stellingum. En sú byrði, sem ég verð að bera, er þyngri en svo, að ég fái borið hana einn, að ég fái valdið henni án hjálpar." Það þarf kjark til að viður- kenna vanmátt sinn, viður- kenna hjálparþörf. En þaðer auðveldara, ef maður gerir okkurerfitt. I dag, á hinum almenna bænadegi íslensku þjóðkirkjunnar, þá hefur biskup landsins, eins og ég minnti á hér s.l. sunnudag, óskað eftir, að landsmenn allir sameinuðust til bænar fyrir „giftu og góðum lykt- um í landhelgismálinu." — Við skulum ekki efast um gildi fyrirbænar i þessu mesta lífshagsmunamáli þjóðar okkar í dag. Látum söguna um bæn norsku bóndadótturinnar vera okkur vitnisburð um það, að einlæg bæn verður alltaf til góðs. Á bak við bænina er afl eða máttur og þess vegna er það, að því fleiri sem leggjast á eitt, því áhrifameiri á bæn okkar að verða. Þess vegna hef ég beðið og bið enn um þjóðareiningu sér Ijóst, að þannig eru allir menn staddir. Og staðreynd- in er sú, að þeir, sem reynast andlega sterkastir, það eru þeir, sem viðurkenna mann- legan vanmátt sinn og leita þess vegna styrks frá æðra mætti á vegum bænar og trúar. Þjóðarforystan okkar á meðal þarf aðskilja þetta. Við þurfum þess hvert og eitt. Við stöndum frammi fyrir erfiðleikum, sem við ráðum ekki við hjálparlaust. En hjálpin er okkur boðin. Hún biðurokkar. Lykillinn að henni er í okkar höndum, og hann heitir bæn. Sameinumst öil í dag i bæn um hjálp, og hjálpin mun verða að raunveru- leika. DODGE MONACO 71 Glæsileg Dodge Monaco bifreið 4ra dyra árg. 1971, ekin 38 þúsund km, er til sölu. Bi' reiðin er sérlega vel meðfarin. L: ur dökkblár með vinyl topp, 8 cyl, 383 cup sjú.ískiptur, power stýri og bremsur Raf- magnsknúin sæti og rúður. Bifreiðin verður til sýnis í dag og næstu daga að Lindarflöt 1 8. Uppl gefnar í síma 42954 rw HJÓLHÚSA TJOLD ★ NOTIÐ FORTJÖLD Á HJÓLHÚSIN ★ TVÖFALDIÐ FLATARMÁLIÐ ★ PANTIÐ TÍMANLEGA FYRIR SUMARIÐ E. TH. MATHIESEN H.F, STRANDGOTU 1 —3, HAFNARFIRÐI — S1MI 51919 Meðferð og endurhæfing áfengissjúklinga. Prófessor Joseph P. Pirro yfirmaður meðferðardeildar Freeport Hospital fyrir áfengissjúklinga í New York heldur eftirfarandi fundi og ræðir þar þær aðferðir sem eru efstar á baugi í meðferð áfengissjúklinga í Bandaríkjunum Þriðjudag 25. maí: Kl. 20.CX) l.angholtskirkju AA fundur opinn fyrir almennmg* Werzalit þarf ekkert viðhald er auðvelt að þrífa og er sérstaklega áferðarfallegt. WERZALIT SÓLBEKKIR fást í marmara, palisander og eikarlitum. WERZALIT HANDRIÐSLISTAR fást í moseeg lit. Afgreiðsla í Skeifunni 19 Werzalit er góð fjárfesting. TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDURhf Klapparstíg 1. Skeifan 19. Simar 18430 — 85244

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.