Morgunblaðið - 23.05.1976, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1976
.Vetur og haf“ (31)
Raunsœi Eiríks Smith
EIRlKUR SMITH er varla ein
hamur i myndsköpun sinni.
Hann mundar pentskúfinn ótt
og títt, knúinn af elju og lita-
gleði. Það er líkast því sem
flöktandi eirðarleysi knýi hann
áfram i hamslausum darra-
dansi við viðfangsefnin.
Eiríkur er löngu hættur
átökum á sviði huglægs
abstrakt-expressjónisma og
virðist algjörlega hafa horfið
yfir i realisma, sem hann hefur
þó ekki ennþá afmarkað né
beisiað, en leitar víða fanga í
átt að varanlegri haldfestu.
Vinnubrögðin eruþóí flestum
tilvikum hin sömu og fyrr, hröð
og umbúðalaus. Listamaðurinn
virðist ekki tvínóna við hiutina
og er alls óhræddur við að
takast á við nýjan tjáningar-
máta, virkja ferskar hugmyndir
augnabliksins.
Það eru málverkin á sýningu
listamannsins að Kjarvals-
stöðum, sem hér eru til um-
ræðu, stór og smá. í þeim eldri
glímir listamaðurinn við hvella
og skæra liti, ósjaldan með
fjólubláu ívafi og teflir þá iðu-
lega á tæpasta vað í litasam-
böndum og ófriðlegum átökum
forma. Hinn mikli þríleikur
„Fólk við haf“ (I), sem er
sennilega stærsta málverk, sem
Eiríkur hefur málað, minnir á
sósíalrealisma, eins og hann
getur frjálslegastur verið fyrir
austan tjald, bæði hvað
viðfangsefnið snertir og lita-
meðferð. Slíkan óbeislaðan
hraða og flug i myndformum
sér maður þó sjaldan þar fyrir
austan. Myndin er hressilega
máluð en virkar frekar á mig
sem dekorasjón en trönu-
málverk, einhvern veginn get
ég betur hugsað mér slíka
mynd utandyra eða í rúm-
góðum forsal heldur en á mál-
verkasýningu. Hér gæti Eiríkur
ýmislegt lært af austur-þýskum
starfsbræðrum svo sem Willi
Sitte og Willi Neubert sem
gleyma aldrei hinu
,,monumentala“ í málverkinu
þrátt fyrir ærslfullan leik real-
istískra myndforma á stórum
fleti.
Það eru fleiri málverk á
sýningunni er minna á sósíal-
realisma, en einnig myndir, er
leiða hugann að vestrænum
realisma og jafnvel amerískum
súperrealisma, svo sem
myndirnar „Vetur og haf“ (31)
og „Andlit í þili“ (32). Sömu
ættar er myndin „Skipsflak“
(30), en áhorfandinn verður að
standa alllangt frá henní til þess
að formið i skipsflakinu njóti
sín. í þessum myndum bregður
fyrir áhrifum frá Andrew
Wyeth, og sé ég ekki betur en
þau séu til góðs, því að liturinn
er hér stórum hreinni og af-
markaðri en í eldri myndum
Eiríks á sýningunni. Myndin
„Vetur í bæ“ (9) er ákafiega
sterkt máluð og áhrifin óvenju-
leg og vekjandi í sínum hreina
surrealisma. En ég verð að
segja fyrir mig, að ég ér ekki
lengur með á nótunum, er
kemur að myndum eins og
„Fagur fiskur úr sjó“ (7) og
„Um gamla lukt“ (35) en þær
þykja mér báðar full yfirborðs-
lega málaðar, einkum hin fyrri.
Hinn surrealistíski boðskapur
verður einnig hálf máttvana,
sem setur myndirnar úr sam-
ræmi á sýningunni. Ólíkt
ferskari er myndin „Ársæll"
(37), sem er hreint og hressi-
lega máluð. — Andlit mannsins
er mjög sérkennilegt og því
bregður fyrir í fleiri myndum,
a.m.k. einni ágætri vatnslita-
mynd.
Vatnslitamyndirnar þykja
mér betri helmingur sýningar-
innar, hér virðist Eiríkur á
grænni braut. Hann leggur
stórum meiri alúð við þessa
gerð mynda og sleppir sjaldan
fram af sér beislinu. Slikar
myndir þykja mér uppruna-
legri og í nánara sambandi við
lífsins kviku og grómögn
himins, hafs og jarðar. Hér
gætir hvergi þess íbúðar í lita-
vali, sem einkennir margar
olíumyndirnar. Eiríkur vinnur
í vatnslitamyndum sínum á af-
markaðra sviði, og sá grunur
læðist ekki að manni, að lista-
maðurinn hafi hætt of fljótt til
hags fyrir aðra hugmynd, svo
sem í oliunni.
Ljóst þykir mér, að Eiríkur
vinnur umtalsverðan sigur sem
vatnslitamyndamálari. Margar
myndanna eru mjög tjáningar-
ríkar og sannfærandi f út-
færslu, svo sem myndirnar, er
Listasafn Islands festi kaup á,
„Skammdegi" (49) og „Kvöld-
sólarstemmning „(68). Myndin
„Lognalda" (68) er til muna
markvissari í útfærslu en t.d.
málverkið með sama nafni og af
sömu fyrirmynd. Myndirnar
„Táningar í fjöru“ (72) „Tvær
verur við haf“ (73) og „Verur
við haf" (75) eru allar ferskt og
fjörlega málaðar og hér koma
vinnubrögð Eiríks vel til skila,
— dularfullt yfirborð ein-
kennir þessar myndir og
verurnar eru á mjög sann-
færandi hátt sem af öðrum
heimi. Hér nær Eiríkur
Morgunþoka(78)
Myndllst
BRAGA ÁSGEIRSSON
sterkum og persónulegum
tökum á myndefninu og slær á
djúpa strengi innri lifæða
myndflatarins. Myndin „Um
gamalt fiskhús" (76) er mjög
tært og vel máluð mynd og
leiðir aftur hugann að Wyeth.
Hins vegar ber myndin
„Morgunþoka" (78) ótviræðan
svip af listamanninum sjálfum
og mér er næst að halda, að
þessi einfalda og sérkennilega
mynd sé einn hápunkturinn á
þessari sýningu.
í heild er þetta mjög lifandi
og fjörleg sýning hjá Eiríki
Smith, en þó virðast málverkin
yfirgnæfa vatnslitamyndirnar,
um of og hefði sýningin vafa-
lítið orðið enn sterkari við
grisjim hinr.a liísterkari mynda
auk þeirra er virðast rjúfa eðli-
legt samræmi.
Að lokum vil ég hvetja sem
flesta til að leggja leið sína að
Kjarvalsstöðum til að skoða
þessa fjörmiklu sýningu, en I
dag (sunnudag) mun síðasti
sýningardagur.
J
Helgafells-
ætt heldur
ættarmót
Stykkishólmi 20. maf
HELGAFELLSÆTT, þ.e. afkom-
endur Jónasar Sigurðssonar og
Astríðar Þorsteinsdóttur, sem
bjuggu lengst af á Helgafelli í
Helgafellssveit, hafa ákveðið að
gangast fyrir ættarmóti að Helga-
felli og Stykkishólmi. sem af-
komendum nefndra hjóna verður
boðið að taka þátt í. Tilhögun
mótsins verður aðöðru leytisú að
laugardaginn 26. júní n.k. verður
guðsþjónusta í Helgafellskirkju,
Að guðþjónustu lokinni verður
staðurinn skoðaður, en síðan
safnast hópurinn saman í nýja
félagsheimilinu í Stykkishólmi
þar verður sameiginlegt borð-
hald
Þar verður svo ýms fróðleikur á
boðstólum og er hugmyndin að
minnast þarna liðinna daga og að
lokum verður stiginn dans.
Fréttaritari .
FIRMAKEPPNI
í Stykkíshólmi
Stykkishólmi, 19. maf.
SUNNUDAGINN 16. maf s.l. var
haldin f Stykkishólmi firma-
keppni á vegum hesteigendafé-
lags Stykkishólms. Tóku f keppni
þessari þátt 33 góðhestar og
kepptu fyrir jafnmörg fyrirtæki.
Dómarar voru úr Borgarnesi og
Ólafsvfk. Keppnin fór fram f
bezta veðri á gamla flugvellinum
sem er fyrir ofan Stykkishólm, en
hann er nú aflagður sem flugvöll-
ur og notaður sem skeiðvöllur á
vegum hestaeigendafélagsins.
Áhorfendur voru fjölmargir
sem fylgdust með af áhuga. Keppt
var um farandgrip sem Trésmiðj-
an ösp í Stykkishólmi hafði gefið
og hlaut hann Snæfaxi, eign Leifs
Jóhannessonar, ráðunauts, sem
keppti fyrir Búnaðarbankann.
Hlaut hann 44 stig. Næstur með
42 stig var Reykur, eign Njáls
Þorgeirssonar bifreiðaeftirlits-
manns, sem keppti fyrir Bifreiða-
stöð Stykkishólms og þriðji með
41 stig var Hrollur, eigandi Bent
Sigurðsson, sem keppti fyrir
Kaupfélag Stykkishólms.
Áhorfendur fengu að greiða at-
kvæði um fallegasta hestinn og
fékk Gustur, eigandi Högni
Bæringsson, langflest atkvæði.
Hestum fjölgar nú f Stykkis-
hólmi og fleiri og fleiri sem taka
þar þátt í hestamennsku og fá sér
hest.
61 nemandi í
Tónlistarskóla
Vopnafjarðar
Tónlistarskóla Vopnafjarðar var
slitið sunnudaginn 9. maí s.l. með
nemendatónleikum í félags-
heimilinu Miklagarði. í vetur
stundaði 61. nemandi nám í
skólanum einhvern hluta vetrar,
en þeir sem luku tilskildum próf-
um voru 39. Alls var kennt á 9
hljóðfæri, auk hliðargreina, og
stofnuð var 6 manna skólahljóm-
sveit sem lék á hljómleikunum
við góðar undirtektir. Þetta er 2.
starfsvetur tónlistarskólans.
Skólastjóri og eini kennari í vetur
var Einar Logi Einarsson.
Halldór H. Jóns-
son Stjórnarfor-
maður Eimskips
Á FUí\di stjornar H.f. Eimskipa-
félags Island föstudaginn 21. mai
1976 skipti stjórn félagsins með
sér verkum. Formaður er Halldór
H. Jónsson, varaformaður Ingvar
Vilhjálmsson, ritari Thor R.
Thors og gjaldkeri Axel Einars-
son. Meðstjórnendur eru Birgir
Kjaran, Pétur Sigurðsson og
Hallgrímur Sigurðsson.