Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 13 Kirkjudagur Langholtssafnaðar Nú eru orðin mörg ár síðan Langholtssöfnuður hélt sinn fyrsta kirkjudag undir heiðum ágústhimni og tjalddúkum í nánd við Elliðaár. Kirkjudagurinn var fyrsta átak- ið til samstarfs opinberlega, fyrsta sameiginlega hátíðin, fyrsta fjársöfnun til að eignast hús yfir starf sitt, helgidóm fyrir guðsþjónustur sínar, kirkju i borginni. Óskir rættust. Unnið var af áhuga, dáðum og fórnarlund. Sýning Magnúsar Safnaðarheimilið við Sólheima reis af grunni, sérstætt, fallegt, hagkvæmt. En þá var söfnuðinum skipt. Atakið truflað, framtakið skert. Kirkjan sem kirkjudagsræð- urnar höfðu sýnt í hillingum var enn þá aðeins draumur. Hún átti að fullnægja þörfum 20 þúsund manna safnaðar. Nú voru aðeins 7 þúsund manns eftir. Áfram skyldi haldið. Fólkið, safnaðarfélögin, safnaði milljónum króna og lagði í hendur bygginganefndar og safnaðarstjórnar. Hálogalandskirkja við Sól- heima skyldi samt rísa til heiðurs þessari kynslóð við sund og voga, til heilla við menningarbrautir ókominna kynslóða f höfuðborg Islands. Og .enn voru lagðar fram milljónir og borgin lyfti undir baggann, sem óðum þyngdist í landi verðbólgu og kröfu. Og nú eru komnir veggir á grunn guðshússins en þakið vant- ar. Þakið er næsti áfanginn og stærsti. A þessa kórónu kirkjunn- ar í Langholtssöfnuði skal minnt tvo næstu sunnudaga fyrir hvfta- sunnu á þessu ári. Á sunnudaginn sem kemur, 23. maí, verður Kirkjudagurinn með barnasamkomu kl. 10.30. Hátíða- messa kl. 2 og samkomu kl. 4. Kirkjukórinn ásamt fyrrverandi prófasti, sr. Jóni Auðuns, mun annast þá samkomu ásamt prestum safnaðarins og fleiri. Kvenfélagið annast veitingar af venjulegri rausn. Komið sem flest. Tekið 'verður á móti gjöfum til starfsins og kirkjubyggingarinn- ar. En 30. maí og næsta laugardag á undan, þann 29. maí, verður vor- dagurinn. Þá er þess vænzt, að sem flestir sjálfboðaliðar leggi leið sína í væntanlega kirkju með verkfæri f hönd og vinni þar að hreinsun viðar og gólfa. Það verður guðsþjónusta f starfi, hin hljóða bæn vinnunnar með vorinu til vaxtar og gróandi þeirr- ar kirkju sem vex inn í himininn. Komið sem flest. Kirkjan bíður. Olafur Örn. Jóhannessonar MÁLVERKASÝNINGU Magnús- ar Jóhannessonar, sem haldin er í sýningarsalnum á Laugavegi 178, lýkur á mánudagskvöld. Þetta er fyrsta sýning Magnúsar, sem hefur um nokkurt árabil málað myndir í frfstundum, einkanlega vatnslitamyndir. Á þessari sýningu eru 30 myndir, aðallega landslagsmyndir og hafa nokkrar þeirra selzt. Brunamála- ráðstefna í Reykjavík NU stendur yfir ráðstefna á veg- um Brunamálastofnunar rfkisins um nýjungar í slökkvitækni og brunavörnum. Ráðstefnan hófst á föstudagsmorgun og mun standa fram á sunnudagskvöld. Hún er haldinn á Hótel Sögu og hana sækja á annað hundrað slökkvi- liðsmenn víðs vegar að af land- inu. Fjölmörg erindi verða flutt og sýndar verða fræðslukvik- myndir um nýjungar f slökkvi- tækni. Slökkviliðin f Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli verða heim- sótt og einnig slökkviliðið í Sand- gerði, en þar hefir verið byggð slökkvistöð og komið upp tækja- búnaði, sem verið gæti til fyrir- myndar fyrir byggðarlög af svip- aðri stærð. Þetta er önnur landsráðstefna Brunamálastofnunar ríkisins. Jlin fyrri var haldin á Akureyri árið 1973 og voru þátttakendur þá um 70. Auk ráðstefna þessarra hefir brunamálastofnunin haldið átta námskeið fyrir slökkviliðs- menn utan af landi á undan- förnum árum, og hefir hvert þeirra staðið f 6 — 10 daga. Nær tvöhundruð manns hafa sótt nám- skeiðin. Erlendur sér- fræðingur sel- veiðibændum til leiðbeiningar 1 SAMBANDI við vorkópavertfð- ina, sem framundan er, kemur til landsins f lok mánaðarins þýzkur maður, Wilfried Miiller, til að leiðbeina selveiðibændum um meðferð vorkópaskinna. Kemur hann hingað á vegum Sambands fslenzkra samvinnufélaga og verður hér f hálfan mánuð og heimsækir aðalveiðisvæðin sunn- anlands og vestan. I ár er gert ráð fyrir, að samtals komi til sölu 6 — 7000 selskinn, en f fyrra var verðið á hverju vorkópaskinni i fyrsta flokki 10.224 krónur. Verðið i öðrum flokki var aðeins 7.668 krónur. Markaðshorfur fyrir selskinn eru góðar, og er útlit fyrir áframhald- andi góðar sölur, segir í nýút- komnum Sambandsfréttum. Tilátta stórborga vetursem sumar Sumariö er sá tími ársins, sem islendingar nota mest til feröalaga, þá koma einnig flestir erlendir feröamenn til landsins. Þess vegna er sumar- áætlun okkar víötækari, við fljúgum til fleiri staöa og fjöldi áætlunarferöa okkar er meiri en venjulega. En ferðalög landsmanna og samskipti viö umheim- inn eru ekki bundin viö sumariö eingöngu- þau eiga sér stað allan ársins hring. Þess vegna gerir vetraráætlun okkar ráö fyrir tíöum áætlunarferöum til átta stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Þjóöin þarf aö geta reitt sig á fastar öruggar áætlunarferöir til útlanda jafnt vetur sem sumar, þaö er henni lífsnauðsyn. Þaö er okkar hlutverk aö sjá um að svo megi veröa áfram - sem hingað til. FLUCFÉLAG LOFTLEIDIR ISLANDS Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.