Morgunblaðið - 23.05.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976
• •
Kór Oldutúnsskóla:
Frumflytur
fímm kórverk
Innan skamms heldur kór — Mörg þessara kórverka eru
Öldutúnsskóla f söngför til
Noregs þar sem kórinn tekur
þátt f norrænu barnakóra-
keppninni sem fram fer í
Bergen. A efnisskrá kórsins
verrta m.a. frumflutt fimm kór-
verk eftir dr. Hallgrím Helga-
son, Pál P. Pálsson og norska
tónskáldið Egii Hovland. í dag.
efnir kórinn til tónleika f
Háteigskirkju þar sem þessi
lög verða flutt. Morgunhlartið
ræddi stuttlega við Egil Frirt-
leifsson, stjórnanda kórsins,
um utanförina.
Fimmta utanförin.
— Þetta er fimmta utanför
Kórs Öldutúnsskóla á ellefu ára
starfsferli, sagði Egill. Tilgang-
ur fararinnar er að taka þátt i
söngkeppni Norrænna barna-
kóra sem haldin er á vegum
Norra'nna útvarpsstöðva.
— Undirbúningur ferðarinn-
ar hófst á síðast liðnu ári, sagði
Egill, og það hefur verið æft af
miklu kappi undanfarið. Til
dæmis má geta þess að frá
aprílbyrjun hafa æfingar verið
6 sinnum í viku auk þess sem.
kórinn hefur komið fram u.þ.b.
einu sínni í viku.
ný og krefjast mikilla æfinga
og gera mjög strangar kröfur til
kórfélaganna, ekki sist þegar
tillit er tekið til þess að yngsti
meðlimur kórsins er aðeins 9
ára.
Útvarpað um
Skandinavíu.
Þá gat Egill þess að i keDnn-
Á æflngu I Öldutúnsskóla. Kór-
félagarnir eru ekki háir I loft-
inu enda er aldurinn aðeins
9—14 ár.
A æfingu hjá körnum. Elns og sjá má elnbelta börnin sér mjög að söngnum.
inni tækju þátt kórarfrá hverju
Norðurlandanna, fimm talsins.
Færeyjar og Alandseyjar eiga
ekki kór í keppninni þó svo að
t.d. Færeyingar eigi mjög góð-
an barnakór að sögn Egils.
Ferðin tekur aðeins fimm
daga og mun kórinn syngja
tvisvar opinberlega í Bergen.
Laugardaginn 29. maí syngur
hann i hinni fornu dómkirkju i
Bergen en sunnudaginn 30. mai
fer svo sjálf keppnin frami Frá
keppninni verður útvarpað
Hér er Egill Friðleifsson að
æfa sérhljóðana og virðist
einna helst sem verið sé að æfa
U að þessu sinni.
beint í Noregi, Svíþjóð og
Danmörku.
Á aldrinum
9 — 14 ára.
— I ferðinni til Noregs verð-
ur 31 nemandi, sagði Egill, og
eru kórfélagarnir allir á aldrin-
um 9 til 14 ára. Börnin hafa lagt
hart að sér við undirbúning
ferðarinnar og hafa sýnt mik-
inn áhuga og dugnað við æfing-
ar, sagði Egill Friðleifsson að
lokum.
Karlakór Reykjavfkur
Muntra Musikanter.
Norwegian Singing Society.
Karlakór
Reykjavíkur
heldur upp á hálfr-
ar aldar afmæli
í FRÉTT frá kórnum segir að árið 1976 sé hátíðarár hjá
Karlakór Reykjavíkur. Hinn 3. janúar var haldinn hátíðar-
fundur í tilefni þess að þann dag var kórinn stofnaður fyrir
50 árum. Aðalhvatamaður að stofnun kórsins var Sigurður
Þórðarson tónskáld, en Sigurður var jafnframt stjórnandi
kórsins í nær 36 ár.
Þá eru hátíðahöld kórsins í lok maí er haldið verður upp á
afmælið og boðið til landsins erlendum karlakórum.
Karlakór Reykjavíkur kemurfram á Norrænum músikdögum
í júní og flytur þar m.a. verk eftir norska tónskáldið John
Persen, sem hann samdi sérstaklega fyrir Karlakór Reykjavíkur
og fékk til þess styrk úr Norræna menningarsjóðnum. Kórinn
flytur þá einnig nútímatónverk eftir sænskt tónskáld
í haust mun kórinn flytja ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands
Hátíðarmessu Sigurðar heitins Þórðarsonar sem Atli Heimir
Sveinsson er nú að setja út fyrir hljómsveit.
Á þessu ári er Karlakór Reykjavíkur 50 ára. Dagana
27. — 29. maí heldur kórinn upp á þetta hálfrar aldar afmæli
sitt og hefur af því tilefni boðið hingað til lands þremur
erlendum karlakórum. Allir munu þessir kórar halda hér
hljómleika fyrir styrktarfélaga Karlaskórs Reykjavíkur, en einn
kórinn mun halda sérstaka hljómleika i Reykjavík sem aðgang-
ur verður seldur að.
Erlendu kórarnir eru Muntra Musikanter frá Helsingfors,
Gulberg Akademiske Kor frá Osló og Norwegian Singing
Society frá New York.
Það er Muntra Musikanter sem heldur sérstaka hljómleika í
Reykjavíkur. Verða hljómleikar Gulberg Akademiske Kor í
Mosfellssveit en Norwegian Singing Society heldur hljómleika
á Keflavíkurflugvelli.
HÁTÍOARÁR HJÁ KARLAKÓR REYKJAVÍKUR
Kórinn vinnur einnig að útgáfu á 14 lögum eftir Sigurð
Þórðarson sem gefin verða út á hljómplötu.
Stjórn Karlakórs Reykjavikur skipa nú Ragnar Ingólfsson
formaður, Margeir Jóhannsson varaformaður, Jón Hallsson
gjaldkeri, Ástvaldur Magnússon ritari og Helgi Bachmann
meðstjórnandi.
Stjórnandi kórsins er Pall Pampichler Pálsson og hefur verið
þaðsíðan 1 964