Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 118. tbl.63. árg._______________________________MIÐVIKUDAGUR 2. J<JNl 1976_________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins. r Stórsigur fyrir málstað Islands: Bretar viður- kenna 200 mílur 0 BRETAR viðurkenna 200 mflna fiskveiðilögsögu íslands með samkomulagi þvf sem undirritað var f Osló f gær. Samkomulagið nær til 1. desember n.k. eða yfir 6 mánaða tfmabil og að þvf loknu segir f samningnum að Bretar eigi ekki veiðiréttindi hér við land innan 200 mflna fiskveiðilögsögu nema til komi leyfi fslenzkra stjórnvalda. # í samkomulaginu er gert ráð fyrir að 24 brezkir togarar megi veiða hvern dag hér við land utan 20 og 30 mflna, en þeir virði öll friðunarsvæði tslendinga, sem nú eru sex. Svæði, sem lokuð eru Bretum hafa stækkað úr um 9000 ferkflómetrum frá sfðasta samkomulagi landanna árið 1973 f um 52 þúsund ferkm. nú. Þá kemur bókun 6 þegar til framkvæmda. 0 Samkomulagið er birt f heild á miðsfðu Morgunblaðs- ins f dag ásamt uppdrætti sem skýrir samkomulagið. # Þegar samkomulag íslenzku og brezku samninganefndarmann- anna hafði verið undirritað í Ósló sagði Einar Ágústs- son utanríkisráðherra, að hann liti svo á að það væri mikill sigur fyrir ísland eftir 28 ára baráttu og Matthías Bjarnason sjávar- útvegsráðherra lýsti því sem stórsigri fyrir málstað tslendinga. • Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta, sagði að samkomulagið væri sigur heilbrigðrar skynsemi og í samræmi við heimshreyfingu sem stefndi að 200 mílna efna- hagslögsögu. Crosland kvaðst að vísu eiga erfitt með að koma í kjördæmi sitt í Grimsby eftir samningana en hann talaði mál fólksins þar og það myndi skilja sig. # íslenzku ráðherrarnir lögðu áherzlu á að með þessum samningi hefðu Bretar í reynd viðurkennt 200 mílna fiskveiðilögsögu íslands og forsvarsmenn brezks sjávarútvegs lýstu samningnum sem sigri íslands en svikum við brezkan fiskiðnað, eins og skýrt er frá annars staðar. Hér fer á eftir frásögn Magnúsar Finnssonar bladamanns Morgunblaðsins, sem fylgdist með viðræðunum fOsló: UNDIRRITUNIN Samkomulagið milli tslendinga og Breta í fiskveiðideilu landanna var undirritað i ráðherrabústað Framhald á bls. 31. Einar Ágústsson utanríkisráðherra og Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta, takast i hendur við undirritun samningsins i Ósló í gær, Til vinstri er Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: Bretar geta aldrei framar beitt herskipum —innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f gærkvöldi til Geirs Hallgrfmssonar, forsætisráðherra, og átti við hann stutt viðtal um samkomulagið, sem gert var f Osló f gær um lausn landhelgisdeilunnar við Breta. Fer viðtalið hér á eftir: — Hvað telur þú mikilsverð- ast við þá samninga, sem nú hafa verið gerðir við Breta? — Það er tvímælalaust niðurlag samkomulagsins, sem segir: „Eftir að samningurinn fellur úr gildi, munu brezk skip aðeins stunda veiðar á því svæði, sem greint er i hinni íslenzku reglugerð frá 15. júlí 1975 I samræmi við það, sem samþykkt kann að verða af Islands hálfu." í þessu felst, sem og inngangi samningsins, þar sem rætt er um samkomu- lag um fiskveiðar innan 200 mílna lögsögunnar, full viður- kenning Breta á útfærslu í 200 mílur. Þessi viðurkenning tryggir, að Bretar munu aldrei framar geta beitt herskipum fyrir sig innan fiskveiðilögsög- unnar. — Samningurinn gerir ráð fyrir að 24 brezkir togarar verði að meðaltali að veiðum hér við land samiMngstfmann. Hvað má gera ráð fyrir, að afla- magn þessara togara verði á þessum 6 mánuðum? — Auðvitað verður það ekki fullreynt fyrr en að loknu samningstimabilinu, en skv. áætlun Fiskifélags tslands er rætt um 30 þúsund tonna afla Breta á næstu 6 mánuðum mið- að við 70 þúsund tonna afla þeirra skv. samningi sömu mánuði á síðasta ári. Þá er ekki tekið tillit til minnkandi afla- vonar þeirra vegna þess, að nú mega þeir ekki fara nær landi en 20 mílur, þar sem áður voru 12, og ekki nær landi en 30 mílur, þar sem áður voru 20, auk þess sem friðunarsvæðum hefur fjölgað og þau aukizt að flatarmáli. Með þessu minnka aflamöguleikar Breta á þessu tímabili. Talað hefur verið um, að ekki sé rétt að 'bera afla- magn Breta skv. fyrra samningi saman við það, sem þeir veiði skv. þessum samningi, heldur beri að taka tillit til, hvað Bret- ar hafi veitt undir her- skipavernd. Bretar sjálfir halda þvi fram, að síðustu 6 mánuði hafi þeir veitt milli 35—40 þúsund tonn og skv. reynslu siðasta árs eru það tæp 40% af ársafla og ættu þeir þá að geta veitt undir herskipavernd með hlutfallslega sama árangri allt að 60 þúsund tonn. Við drögum Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.