Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNl 1976 t MARÍA JÓNSDÓTTIR frá Veisu f Fnjóskadal, til heimilis að Fellsmúla 12, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum, mánudaginn 3 1 maí Þórhalla Jónsdóttir + Útför móður okkar ÓLAFAR Þ BLONDAL fyrrv. húsmæðrakennara Ásvallagötu 4 fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudagmn 3 júní kl 13 30 Sveinbjörg Kjaran Sigrfður Broberg + Hjartkær móðir okkar og stjúpmóðir. MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, Þjórsárgötu 6, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 2 júní kl 13 30e h Ingibjorg Hjálmarsdóttir Halldór Hjálmarsson, Guðrún Hjálmarsdóttir Waage, Hörður Hjálmarsson, Kristín Helga Hjálmarsdóttir, Margrét Hjálmarsdóttir, Egill Hjálmarsson, Ólöf Hjálmarsdóttir. Þorsteinn Hjálmarsson t Ástkær sonur okkar, bróðir og unnusti, JÓHANN HJÖRLEIFSSON, Rauðumýri 3, Akureyri, sem lézt af slysförum 27 maí verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4 júní kl. 1 3.30 e h. Júlíana Hinriksdóttir Hjorleifur Hafliðas. Sigurður Hinrik Hjörleifsson Sjöfn Ragnarsdóttir Elfsabet Hjorleifsdóttir Guðrún Þorláksdóttir t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar og afa, MARKÚSAR JÓNSSONAR, frá Svartagili Börn og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR Bjarni Stefánsson Bragi S. Stefánsson Baldur M. Stefánsson Hoskuldur Stefánsson t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar. SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTIR, Laugavegi 1 39, Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Grensásdeildar Borgarspítalans, Stefán P. Björnsson, Gísli Björnssón. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu SÓLVEIGAR ÞORFINNSDÓTTUR BOUCHER Börn, tengdabörn og barnabörn. t Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu ÍSABELLU THEODÓRSDÓTTUR, Álftamýri 22, Friðgeir Eiriksson, Stefania GuBmundsdóttir, Theodór FriSgeirsson, María Garðarsdóttir. Eiríkur Ingi FriSgeirsson, GuSrún SigurBardóttir, ísabella FriSgeirsdóttir, HörSur M. Markan, BryndisG. FriSgeirsdóttir. ísabella Maria Markan. GuSmann FriSgeirsson, IngigerSur FriSgeirsdóttir. Halldór Magnússon Súðavík — Kveðja Fæddur 9. júnl 1933. Dáinn 22. maf 1976. Sjálfsagt mun það sannmæli, að enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Þegar menn falla frá i blóma aldurs síns, er eins og við getum svo litið sagt. Við stönd- um orðlaus gagnvart því ráði skaparans, að kippa ungum mönn- um og konum af starfssviði lífs- ins, vel búnum að hæfileikum og reynslu, sem mikils mátti af vænta enn aldurs vegna. Fámennt byggðarlag á Vestfjörðum hefur nú misst einn sinn bezta mann, langt um aldur fram. Skarð hans mun ekki fyllt að sinni. En við vonum, að maður komi i manns stað. Halldór Magnússon fæddist að Brekku i Nauteyrarhreppi hinn 9. júní 1933. Voru foreldrar hans Magnús Jensson, er bjó síðar lengi að Hamri í sömu sveit, og kona hans Jensina Arnfinns- dóttir. Hann stundaði nám i Núps- skóla og lauk landsprófi þaðan tvítugur að aldri. Ári síðar lauk hann námi úr Samvinnuskólanum í Reykjavík. Var hann þannig einn af þeim nemendum, er út- skrifuðust í næst síðasta hópnum frá skólanum i Reykjavík. Jónas Jónsson frá Hriflu var skólastjór- inn. Ræddum við nokkrum sinn- um um skólann og kennsluna. Fannst Halldóri mikið til um Jónas sem fræðara og stjórnanda. Fleiri kennara minntist hann, en gat sérstakléga úr þeirra hópi frænda Jónasar frá Hriflu og nafna frá Fremsta-Felli (nú prófessors og forstöðumanns Handritastofnunar Islands). Fannst Halldóri mikið til um kennslu Jónasar Kristjánssonar og manninn sjálfan. Samvinnuskólinn var á tíð Jónasar frá Hriflu (og er vafa- laust enn) ekki aðeins mennta- stofnun, er þjálfaði fólk til starfa í þágu samvinnuhreyfingarinnar, heldur jafnframt og ekki síður aflstöð hugsjóna. Hafa þaðan komið margir okkar nýtustu manna til starfa á þjóðfélagsakr- inum. Einn þeirra var Halldór. Má segja, að honum væru falin flest þau störf, sem almenning varða og til trúnaðar teljast í Súðavík, eftir að hann fluttist þangað að samvinnuskólaprófi loknu. Varð hann þá útibússtjóri við Kaup- félag Isfirðinga á staðnum og gegndi því starfi i fjögur ár. Þá gerðist Halldór kennari við barna- og unglingaskólann í Súðavík, og var það óslitið til ársins 1974, þar af skólastjóri nokkur síðustu árin. Hann varð hreppstjóri Súðavíkur- hrepps árið 1955 og oddviti þrem- ur árum síðar. Þá var hann sýslu- nefndarmaður. Um árabil veitti Halldór útgerðarfélagi forstöðu i Súðavik. Og þegar stofnaður var sparisjóður á staðnúm var Halldóri falin stjórn hans. Má af framantöldu vera Ijóst, að þarna voru einum manni falin mörg störf. En öll leysti hann þau af hendi með hrukkulausri vand- ATHYGLI skal vakin á þvl, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast I slð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu SIGRUNAR ÁSGEIRSDÓTTUR Gnoðavog 14 Jóhann G. Filippusson, börn, tengdabörn og barnabörn. virkni. Á öllu, sem frá honum fór var snyrtibragur. Rithöndin óvenju fögur og læsileg. Kynni min af Halldóri urðu ekki löng, en þar sem við þurftum að eiga talsverð samskipti, fór ekki hjá þvi, að við ræddumst við á stundum. Hann var ljúfur maður í viðmóti, að mér fannst. En hann gat verið fastur fyrir og stifur. Ekki gerði hann svo öllum líkaði, enda gera það fæstir. Þeir menn, sem enginn styrr stendur um, eru jafnan lítils háttar og ekki líklegir til að eiga frum- kvæði að stórvirkjum. Halldórs er nú sárt saknað að vonum. Um Tómas Sæmundsson er dó í blóma lifsins, orti Jónas Hallgrímsson: IIvf vill drottinn þola það, landið svipta svo og reyna, svipta það einmitt þessum eina, er svo margra stóð í stað? Hið sama hefði mátt segja um Halldór Magnússon. Hann vann margra-manna verk og hafði af- kastað miklu á ekki lengri starfs- ævi. Fyrir rúmum tveimur árum gekkst Halldór undir uppskurð við magasári, að talið var. Batnaði honum, og hann tók upp fyrri störf, að undanteknu kennara- starfinu. S.l. sumar veiktist hann ! svo skyndilega og lá á sjúkrahúsi í Reykjavík og var skorinn upp. I nóvember henti hann það óhapp að fótbrotna og var lagður inn á Isafjarðarspítala. En eftir að hann var nýkominn heim af sjúkrahúsinu, veiktist hann af bráðri botnlangabólgu og lá enn um sinn á sjúkrahúsi. Kom heim rétt fyrir jólin... Laugardaginn 24. apríl s.l. hélt Halldór til Reykjavíkur, ásamt konu sinni og ungum syni. Bjóst hann við að verða rúma viku í förinni. Hafði verið lasinn undan- farið og ætlaði að hafa samband við lækni. Hann var lagður inn á Landakotsspítala fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur. Var skorinn upp, en batinn lét á sér standa. Fréttir bárust litlar af líð- an Halldórs hingað vestur, eða það óljósar, að af þeim varð lítið ráðið. Fólk bjóst þó við þvi, að þess mundi langt að bíða, að hann kæmi til starfa á ný, þótt honum batnaði sjúkleikinn. Sunnudaginn 23. maí voru fán- ar í hálfa stöng á húsum í Súða- vík. Halldór Magnússon hafði andazt á Landakotsspítala kl. 15 daginn áður. Sama dag var ég að slíta barna- og unglingaskólanum í Súðavík og hafði lokið við að flytja skólaslitaræðuna skömmu fyrir klukkan þrjú siðdegis. Var þetta kannski tilviljun? Ég veit það ekki. Halldór Magnússon var ham- ingjumaður í einkalifi. Hann kvæntist 6. desember 1958 ágætri konu, Huldu Engilbertsdóttur, Þórðarsonar sjómanns á Efri- Grund i Súðavík, sem fædd er 22. okt. 1931. Börn þeirra eru: Kristinn vél- skólanemi í Reykjavik, f. 9. júlí 1955, kvæntur, Elín Elísabet, f. 28. okt. 1956, ógift, heima, Hreinn, f. 16. marz 1960, nemandi í Núpsskóla, Hlynur, f. 24. nóv. 1967, nemandi í barnaskóla Súðavíkur. Auk þessara barna ölu þau hjónin upp Ástu Valgerði Einars- dóttur, sem fædd er 29. nóv 1953, en hún er dóttir Huldu og Einars Jóhannessonar læknis í Sviþjóð, Björnssonar frá Hofsstöðum í Skagafirði. Hún er stúdent og kennari að menntun. Var kennari við barna- og unglingaskólann i Súðavík s.l. vetur. Súðavík hefur misst mikið við fráfall Halldórs Magnússonar, en mest eiginkona hans og börn og aðrir vandamenn. Vottum við hjónin þeim einlæga samúð. Og Halldóri þökkum við stutt, en ánægjuleg kynni. Áuðunn Bragi Sveinsson. Margrét Halldórsdótt- ir — Minningarorð í dag fer fram útför ömmu minnar Margrétar Halldórsdótt- ur, en hún lézt 21. maí að Heilsu- verndarstöðinni Reykjavik. Mar- grét Halldórsdóttir fæddist að Þyrli við Hvalfjarðarströnd 23. september 1895, hún var dóttir hjónanna Ingibjargar Loftsdóttur ljósmóður og Halldórs Þorkels- sonar bónda. Þegar hún var fimm ára gömul fluttist hún með for- eldrum sínum og systkinum til Bíldudals þar sem hún ólst upp. Árið 1925 giftist hún Hjálmari Þorsteinssyni húsgagnasmiða- meistara sem þá var ekkjumaður með fjögur börn og gekk hún þeim í móðurstað. Þau hjónin bjuggu öll sín hjónabandsár í Reykjavík og eignuðust sex börn. Frá því ég man fyrst eftir mér heima hjá ömmu og afa, var alitaf margt um manninn eins og gefur að skilja í stórum systkinahópi, og virtist heimili þeirra vera miðstöð allrar f jölskyldunnar. Minnist ég þess þegar við barnabörnin komum þangað, að þá kom hún alltaf á móti okkur, brosandi og með útbreiddan faðminn. Ég man einnig hversu gott mér þótti að láta ömmu passa mig þegar ég var lítil. Hún kenndi mér svo margar og fallegar bænir sem ég gleymi aldrei, og sögurnar um huldufólkið sem mér þótti svo skemmtilegar og er ég viss um það, að þegar ég þarf að fara að segja mínum börnum sögur þá koma þessar huldufólkssögur fyrst í huga mér. Árin liðu, og fyrir tæpum fjór- um árum missti hún manninn sinn, og fannst mér eins og heilsu ömmu hrakaði stöðugt eftir það. En það var svo skrýtið að það var eins og hún amma vissi að hverju stefndi því síðustu dagana heyrði ég hana fara með þessi vers. Vertu, Guð faðir, faðir minn, f frelsarans Jesú nafni, hönd þfn leiði mig út og inn, svo allri synd én hafni. Dauðans strfð af þfn heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mfna önd, mun ég svo glaður deyja. HallRrímur Pétursson ( ps. 44 ). Dótturdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.