Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 32
AUGLVSINGASÍMfNN ER: 22480 Jti*rgimbtabib AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JMergunblabib MIÐVIKUDAGUR 2. JUNÍ 1976 Stjómmálasainband eftir nokkra daga ÞEGAR samkomulag hefur tekizt í fiskveiðideilu tslendinga og Breta, vaknar sú spurning, hvenær stjórnmálasamband verður tekið upp á ný á milli landanna. Einar Ágústsson utan- Borinn á Lauga- landi náðist upp JARÐBORINN sem verið hefur við boranir á Lauga- landi f Eyjafirði, náðist upp í fyrrakvöld en hann hafði þá verið fastur á um 750 metra dýpi nú um hálfs mánaðar skeið. ríkisráðherra sagði f viðtali við Mbl., að hann liti svo á að þegar forsenda stjórnmálaslita væri brostin, þ.e. nærvera brezka flotans innan fiskveiðimarkanna, myndi stjórnmálasamband komast á sjálfkrafa. Sagði hann f gær að stjórnmálasamband yrði tekið upp á ný innan fárra daga. Anthony Crosland sagði á blaðamannafundi í Ósló í gær að hann byggist við því að stjórn- málasamband yrði að veruleika eftir 2 daga eða svo. íslendingar munu hafa Ieitað eftir samþykki Bretastjórnar fyrir að Sigurður Bjarnason sendiherra verði sendi- herra íslands þar i landi, en hann hefur enn ekki farið þangað frá því er hann hætti sem sendiherra í Kaupmannahöfn. Einar Ágústsson, Þórarinn Þórarinsson og Guðmundur H. Garðarsson við komuna til Keflavfkurflugvallar í gær. Fyrir aftan og á milli Einars og Þórarins er Hans G. Andersen, en að baki Guðmundar er Sigfús Schopka. Ljósmynd OI.K.M. Tvö íslenzk ungmenni sökuð um 15 kg hasssmygl til Spánar: Eiga yfir höfði sér 6—10 ára fangelsi TVÖ íslenzk ungmenni, 26 ára gamall piltur og tvítug stúlka, sitja nú í fangelsi f spænsku hafnarborginni Algeceiras, eftir að hafa gert tilraun til að smygla 14,6 kg af hassi frá Löndunar- banniverð- uraflétt — segir Jón Olgeirsson „ÞETTA samkomulag þýðir, að löndunarbanni á íslenzk fiskiskip verður sjálfkrafa af- létt,“ sagði Jón Olgeirsson ræðismaður tslands í Grimsby f samtali við Mbl. f gærkvöldi. Jón sagði ennfremur, að samkomulagið hefði það í för með sér að bókun 6 hjá EBE tæki gildi og þar með lækkuðu tollar á isfiski úr islenzkum skipum um 12%. Það ætti þvi að vera góður grundvöllur fyrir sölu á ísfiski og frystum fiski til Bretlands. „Það verða væntanlega engar fisklandanir í sumar, en ég býst fastlega við íslenzkum skipum með ísfisk til Grimsby í haust,“ sagði Jón. Marokko til Spánar s.l. laugardag. Ungmenni þessi höfðu farið frá Spáni til Marokko, fáum dögum áður og haft til fararinnar bíla- leigubíl, sem þau tóku i Torremolions á Costa del Sol. Fóru þau m.a. til Tetuan og til fjallahéraðanna, en til Spánar fóru þau um Tanger. Þaðan komu þau með ferju til Algeceiras undir kvöld á laugardag, en við leit spænsku tollþjónustunnar kom í ljós að mikið magn af hassi, um 15 kg var falið í bílnum, mest í hjólbörðunum. Ekki er vitað hvort eiturefni þessi voru ætluð til sölu á Spáni eða hvort til stóð að flytja þau til annars lands og þá ef til vill til íslands. Þess má geta að söluverð- mæti þessa magns af hassi er talið geta numið hátt á annan tug milljóna króna, en þessi tvö ólán- sömu ungmenni eiga nú yfir höfði sér a.m.k. 6—10 ára fangelsisdóm á Spáni, verði þau sek fundin um smygl. Morgunblaðið hafði samband við utanrikisráðuneytið íslenzka í gær og spurði hvort það myndi gera ákveðnar ráðstafanir í sam- bandi við þetta mál. Ráðuneytið vildi engar upplýsingar gefa um málið, en staðfesti að það hefði fengið vitneskju um handtöku tveggja íslendinga vegna meints smyglmáls, en hins vegar var blaðinu tjáð að utanríkisráðu- neytið myndi í þessu tilfelli, eins og venja er í slíkum málum, hafa samband við næsta fulltrúa íslands, sem væri sennilega í Torremolions, og biðja hann að hafa samband við þá sem teknir hafa verið til fanga og bjóða þeim lögfræðilega aðstoð. Þriðji íslendingurinn sem mun hafa verið með í förinni til Marokko fór ekki til baka til Spánar með bílaleigubílnum, heldur tók hann flugvél til Torremolions. Hann var væntan- legur til íslands í gærkvöldi, en hann mun hafa komið sér úr landi strax og fréttist um afdrif ferða- félaga hans. Ungi maðurinn sem situr nú í fangelsi vegna þessa máls i Alceiras hefur hlotið dóm fyrir heroinsölu í Danmörku. Að því er ísleifur Jónsson verk- fræðingur, forstöðumaður jarð- boranadeildar Orkustofnunar, tjáði Morgunblaðinu var búið að bora niður á um 940 metra og var verið að steypa í holuna til að þétta hana, þegar borinn festist. Eftir nokkurt stimabrak tókst þó að losa borinn aftur og verður haldið áfram að þétta holuna allt niður á 900 metra en síðan verður borað áfram. Enn sem komið er hefur lítið vatn komið úr holunni og verður þvi haldið áfram að dýpka hana, um allt að 1000 metra í viðbót ef með þarf. ísleifur kvað ómögulegt að segja hvenær þessu verki á Laugalandi lyki, vegna tafa sem orðið hafa af þessum sökum. Þá kom um helgina til framkvæmda yfirvinnubann hjá starfsmönnum við borinn en samningaviðræður standa nú yfir til að leysa það mál. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti í gær í Parkvejen 45, ráð- herrabústað norsku ríkisstjórnar- innar, Kenneth East, sem var sendiherra á Islandi, er slitið var stjórnmálasambandi. East sagðist vonast til að koma til Reykjavíkur eftir örfáa daga, en í gær fór hann til London með Crosland. East sagði að lífið hefði fyrir sér verið annað en það, sem hann hefði búizt við. í Whítehall kvað hann meiri eril en í Reykjavík. Strengiirinn í lag SÆSTRENGURINN milli Islands og Færeyja komst I lag skömmu fyrir klukkan 8 í gærkvöldi, en viðgerð hafði þá staðið yfir í hálf- an sólarhring. Landssíminn fékk í gær lánaðar línur hjá varnarlið- inu og bjargaði það miklu, að sögn Þorvarðar Jónssonar verkfræð- ings hjá Landssimanum. Geysi- mikil eftirspurn var eftir línum í gær vegna samningamálanna en sáralítið var hægt að afgreiða í gegnum aðalstrenginn vegna við- gerðarinnar. Var ástand orðið eðlilegt í gærkvöldi. Gjaldeyrisstaðan: Rýrnaði um 56 milljónir 1 aprílmánuði NETTÓ gjaldeyrisstaðan f aprfllok reyndist óhagstæð um 5642 milljónir króna og rýrnaði f mánuðinum um 56 mifljónir" króna. Frá áramót- um tif aprflioka hefur gjald- eyrisstaðan rýrnað um 2088 milljónir króna. Þessar tölur eru samkvæmt skráðu gengi i apríllok og séu þær bornar saman við stöðuna á sama tfma i fyrra, sem um- reiknuð hefur verið á sama gengi, þá batnaði staðan í apríl i fyrra um 413 milljónir en hins vegar rýrnaði gjaldeyris- staðan þá meira á tímabilinu frá áramótum til aprilloka eða um 5211 milljónir króna. Bretar búnir að gefa upp nöfn togaranna og tilbúnir að hef ja veiðar klukkan níu „VIÐ kölfuðum á brezku eftirlitsskipin f kvöld og báðum þau að gefa okkur upp nöfn allra brezku togaranna innan 200 mflna markanna og einnig nöfn þeirra togara, sem eru á leið á miðin. Togararnir biðu f rólegheitunum með búlkuð veiðarfæri, og væntanlega byrja þeir veiðar á slaginu nfu f fyrramálið," sagði Gunnar H. Ólafsson skipherra, sem nú heldur um stjórnvölinn f stjórnstöð Landhelgisgæzlunnar, þegar Morgunblaðið ræddi við hann f gærkvöldi. Gunnar sagði að í gær hefðu verið 20 brezkir togarar innan 200 mílna markanna og einhverjir voru á leið á Islandsmið. Hann sagði að í samtölunum við brezku eftirlitskipin, hefði Landhelgis- gæzlan gefið upp þau svæði, þar sem Bretum væri heimilt að veiða samkvæmt samkomulaginu. Einnig gaf Landhelgisgæzlan upp öll friðuðu svæðin við landið, sem Bretar hafa skuldbundið sig til að virða samkvæmt nýgerðum samn- ingi. „Við létum Bretann stað- festa móttöku á þessu, þannig að þetta ætti allt saman að vera í lagi. Við munum svo væntanlega hafa samband við þá ef einhverj- ar frekari upplýsingar liggja fyr- ir,“ sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.