Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1976 Viðt >rögð 1 Bretlandi Hattersley á sök á því hvemig komið er — sagði brezkur verkalýðsforingi í brezka útvarpinu —ÞAÐ er samdóma álit manna hér í Grimsby að þessi samningur sé algjör uppgjöf af hálfu Breta, sagði Jón Olgeirsson ræðismaður tslands í Grimsby, þegar Mbl. náði tali af honum I gærkvöldi. Jón kvaðst hins vegar vera sjálfur í sjöunda himni með samninginn. „Það má segja að sanngirnin hafi þarna unnið sigur,“ sagði Jón. Jón sagði að Mike Burton, forseti Brezka togarasambandsins, hefði lýst því yfir að þessi samningur væri alger uppgjöf. Svo virtist sem brezki fisk- iðnaðurinn væri brezku stjórninni einskis virði og hún hefði með þessum samningi látið hann fara á útsöluverði. — Almennt eru menn hér mjög reiðir og tala um samninginn sem þann versta, sem þeir hefðu nokkurn tíma heyrt um. Þegar Jón var að því spurður, hvað það talið væri að margir myndu nú missa atvinnuna vegna samdráttar í sókn Breta á íslandsmið, svaraði hann því tii að þeir svartsýnustu töluðu um 9000 manns. Þetta væri að sinu mati allt of há tala, nær lagi væri tala sem verkalýðsforinginn David Cairns hefði sett fram, en það væri 2000 manns. Þá sagði Jón að fækkun skipanna kæmi ekki svo mjög illa niður á Grimsby, en aftur á móti myndi ástandið vera verra í Hull. Jón Olgeirsson sagði að fyrrnefndur David Cairns hefði i útvarpsviðtali á sunnudaginn sakað Roy Hattersley aðstoðarutanríkisráðherra um það hvernig málum væri nú komið. Hann og að hluta Fred Peart fiskimálaráð- herra, ættu sök á þvi að samningar tókust ekki i fyrri samningatiiraunum með stífni sinni. Sagði hann að ástandið hefði verið allt annað nú ef Hattersley og Peart hefðu haldið þannig á spilunum s.l. haust, að samningar hefðu tekizt. Jón sagði að lokum að það væri almennt túlkun í Bretlandi að þessi samningur væri mikill sigur fyrir íslendinga. Fréttaskýrendur hefðu sagt, að ein helzta ástæðan fyrir af- stöðu Breta nú væri sú, að þeir hefðu séð fram á að ekki væri hægt samtímis að krefjast að veiða við ísland og krefjast á sama tíma aukinna réttinda við Bretland á hafréttarráðstefnunni og innan EBE, Jón sagðist vilja nota tækifærið og óska tslendingum til hamingju með þennan kærkomna sigur í þorskastríðinu. Það mikilvægasta væri að nú væru ekki lengur mannslíf í hættu. Þið hafið svipt okkur lífsbjörginni -Senom „ERUÐ þið ekki búnir að taka fram kampavínið?" var það fyrsta sem Tom Nielsen, framkvæmdastjóri samtaka brezkra togaraskipstjóra, sagði þegar Morgunblaðið hafði tal af honum f gær til að leita álits hans á samkomulaginu milli Islands og Bretlands. „Þið hafið að minnsta kosti ein- hverju að fagna, það get ég sagt ykk- ur,“ bætti hann sfðan við. „Stjórnmála- menn okkar hafa hins vegar gersam- lega svikið okkur, allan úthafsflotann sem veiðir við lsland.“ Nielsen var síðan spurður hvaða áhrif þetta nýja samkomulag hefði á afkomu togaranna í fiskibæjunum brezku. „I fyrsta lagi mun þetta hafa í för með sér að um 60 togarar hér stöðvast," svaraði hann. „Ef við reiknum með um 20 manna áhöfn á hverju skipi eru þetta orðnir um 1200 menn sem þarna missa vinnu sína. Ef við síðan tökum tillit til þess, að hver maður til sjós sér fyrir um fimm manns í landi, þá eru þetta orðið um 6 — 7 þúsund manns, sem atvinnuleysi bitnar á, fer á sveit- ina eins og það er stundum kallað. Ég held, að þið getið þannig verið mjög stoltir yfir vel unnu dagsverki.“ Tom Nielsen kvaðst viðurkenna, að íslendingar ættu allt sitt undir fisk- veiðum komið en slikt hið sama gilti einnig um togaramennina brezku sem nú misstu vinnuna. Hann kvaðst mæla af reynslu 40 ára sjómennsku og þann- ig vita um hvað hann væri að tala. Nielsen spurði síðan hvort hann mætti koma eftirfarandi auglýsingu að í Morgunblaðinu: „Togaraskipstjórar með mikla reynslu að baki á íslands-. miðum, stýrimenn og áhafnir óska eftir atvinnu,“ — og hann bætti við „við höfum engan áhuga á stjórnmálum, við viljum vinnu.“ Hann var þá spurður hvort hann væri mjög bitur út af þessu nýgerða samkomulagi. „Nei, ég læt aldrei bitur- leika hlaupa með mig i gönur,“ svaraði hann. „Þið hafið unnið mikinn sigur og hann vil ég ekki taka frá ykkur. Hið dapurlega við þetta er hins vegar, að þið hafið svipt helvíti marga menn, góða, harðduglega menn, atvinnunni." Nielsen var þá spurður að því hvort það stæði ekki rikisstjórn hans næst að sjá þessum mönnum þá fyrir atvinnu. „Við skulum vera alveg einlægir," svaraði hann, ,,en rikisstjórnin i þessu löndi er algjörlega getulaus, allir eru meira og minna atvinnulausir í þessu iandi. Þetta samkomulag er okkur þannig á allan hátt mikil vonbirgði, því að þar með hafa fiskimenn okkar misst lífsbjörgina — þeir koma til íslands til veiða svo að þeir geti komið heim, landað afla og grætt peninga. Þetta er okkar einasta markmið í lífinu — og þið hafi svipt okkur þvi.“ „Áfall til langs tíma” segir James Johnson hafsflotinn getur ekki leitað á önnur mið. Við höfum 35.000 tonna kvóta á Norðvestur-Atlantshafi og eini staður- inn sem hann gæti farið á er Suður- Atlantshaf. Hull-flotinn getur ekki veitt í Norðursjó, við eigum engan flota sem getur veitt á nálægum miðum og innmiðum og þess vegna verða 60 skip að hætta veíðum, og 9.000 menn verða atvinnulausir. Við getum ekki útvegað þeim aðra vinnu —- nú þegar er rúm ein milljón manna atvinnulausir. Auk þess kunna sjómennirnir enga aðra grein svo þeir geta til dæmis ekki fengið sér vinnu í kolanámum eða skipasmíðastöðvum. í Hull er tíundi hver maður atvinnulaus. Þess vegna erum við mjög daprir og flestir höfum við algera andstyggð á samningunum samkvæmt þeim kjörum sem þeir kveða á um. íslendingar eru gömul grannþjóð og við héldum að þeir gætu reynzt hjálpsamari. Ég er viss um að ef við hefðum haldið heildaraflanum niðri í 225. 000 tonnum eins og ykkar menn vildu gætum við veitt hálfa milljón lesta 1980. Við vitum að við verðum að komast að samkomulagi, en þið hljótið að vita að 24 skip er óverulegt, það liggur við að það sé móðgun, þegar við minnumst þess að margir okkar menn hafa veitt á þessum slóðum á liðnum árum. Þetta er sama sem rothögg fyrir Hull sem hefur ekkert nema þessi út- hafsskip. Grimsby getur bjargað sér að vissu marki því þeir geta veitt á nálægari miðum og á Norðursjó og innmiðum, en ekki Hull. Við verðum í gífurlegum erfiðleikum. En fyrr eða sfðar verða íslendingar að semja við okkur um síldveiðar. Þið viljið halda áfram að veiða síld vestur af Skotlandi. Þegar EBE tekur^ér 200 mílur segjum við einfaldlega við ís- lendinga: þið getið ekki veitt á miðum Framhald á bls. 31. Túlkað sem ótvlræður sigur fyrir íslendinga SAMNINGARNIR í Ósló eru ótvírætt túlkaðir í Bretlandi sem ósigur Breta og sagt er að líta megi á þá sem sigur Islendinga að sögn Helga Ágústssonar starfsmanns tslandsdeildar norska sendiráðsins í London í samtali við Mbl. f gærkvöldi. Hann sagði að samningarnir og við- ræðurnar sem leiddu til þeirra hefðu verið eitt aðalfréttaefni fjölmiðla í Bretlandi f gær. Frétt um viðræðurnar birtist á for- síðum flestra morgunblaðanna, yfirlits- grein um sögu þorskastrfðanna birtist i Daily Telegraph og sum blaðanna birtu skopmyndir um þorskastríðið. Síðan var það aðalfréttin í útvarpinu að sjá mætti fyrir endann á þorskastríðinu og loks var frá því skýrt í sjónvarpsfrétt- um að þorskastriðinu væri lokið. í aðalfréttatíma BBC-sjónvarpsins kl. 9 að staðartíma í gærkvöldi var fjallað um þorskastríðið í ellefu og hálfa mfnútu en alls stóð fréttatíminn í 24 mínútur, sagði Helgi. Einnig var fjallað um þorskastríðið í frétta- skýringaþættinum Tonight. í sjónvarpinu var vitnað til ummæla forystumanna fiskiðnaðarins, sjó- manna í Hull og Grimsby og þing- manna sem kalla samningaiia „sellout", svikasamninga. Sagt var að leggja yrði 60 brezkum togurum þar sem þeir gætu ekki leitað á önnur mið, en þó var einnig reynt að horfa fram á veg og sagt að marka yrði nýja stefnu í brezkum fiskveiðimálum í samvinnu við Efnahagsbandalagslöndin, til dæmis með því að auka veiðar á heima- miðum. Þetta kom meðal annars fram í viðtölum við Austen Laing og Tom Nielson. í viðtali við Anthony Crosland kom fram að hann vildi ekki líta svo á að um nauðungarsamninga væri að ræða. Hann sagði að þær raddir hefðu heyrzt að ekki ætti að semja í Ósló og að það „MÉR finnast samningarnir óhag- stæðir. Mér finnst alls ekki nóg að 24 skip fái að veiða. Þeir munu valda miklu atvinnuleysi, einkum i Hull. Þetta er áfall til langs tfma fyrir HuII sem hafnrborg." Þannig komst Hull-þingmaðurinn James Johnson að orði þegar Mbl. leitaði álits hans á samningunum f Ósló f gærkvöldi og hann hélt áfram: Ég fæ ekki skilið hvers vegna íslendingar gátu ekki veitt rausnar- legri skilmála. Hvers vegna var ekki komizt að samkomulagi um kvóta, t.d. 65.000 tonn? Ég held ekki að 24 skip muni komast nálægt þvf að veiða 65.000 tonn og floti okkar getur ekki horfzt í augu við slíkt. Samningarnir þýða það að leggja verður að minnsta kosti 60 togurum og það hefur í för með sér að um það bil 9.000 menn verða atvinnulausir í Hull, Grimsby og Fleetwood og það er ósann- gjarnt. Við höfum viðurkennt tölur íslendinga um 235.000 tonna heildar- afla. í hreinskilni sagt held ég að með tilliti til gamalla og nýrra tengsla okkar að við hefðum að minnsta kosti getað fengið tryggingu fyrir 65.000 tonnum, sem þið buðuð i upphafi. Út- væru svik. Hann sagði að fundizt hefði skynsamleg lausn sem hefði rekið á fjörur samningamanna hvort sem var eins og hann komst að orði. Ekki væri hægt að kenna íslendingum um þá erfiðleika sem við væri að stríða í brezkum fiskiðnaði. Bretar yrðu að taka sig á og reyna að leysa þessa erfiðleika. Hann taldi til lítils að velta vöngum um hvað hefði verið hægt að semja um, Bretar yrðu að horfa fram á veginn og mestu skipti að þessu væri lokið. Crosland var spurður um hver við- brögð kjósenda hans í Grimsby yrðu og kvað ekki gott að segja um það en bætti því við að samningarnir hefðu verið bezta leiðin úr því sem komið væri — almenningasálitið í heiminum væri á móti Bretum og 200 mílurnar væru að verða alþjóðalög og Bretar væru að taka sér 200 mílna lögsögu. Vitnað var til ummæla Einars Ágústssonar utanríkisráðherra um að íslendingar væru sigurvegarar í þorskastríðinu og við hefðum unnið þann sigur við samningaborðið. Frétta- flutningur ITN-sjónvarpsins var mjög f svipuðum dúr, sagði Helgi Ágústsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.