Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1976
31
Fyrsta fréttin um að samkomulag hefði tekizt í Oslð
barzt kl. 15.33 (Kl. 16.33 norskur tími) frá NTB eins
og sjá má hér á fréttaskeytinu.
~ : — Stórsigur
riinciur um
frjálsa
blaðamennsku
FRJALS BLAÐAMENNSKA er
yfirskrift fundar, sem félög sjálf-
stæðismanna í Nes- og Melahverfi
og Vestur- og Miðbæjarhverfi
gangast fyrir í kvöld, miðviku-
dagskvöld. Fundurinn verður
haldinn í Átthagasal Hótel Sögu
og hefst kl. 20.30. Á fundinum
fara fram háborðsumræður um
frjálsa blaðamennsku og taka
eftirtaldir þátt í þeim: Alfreð Þor-
steinsson, ritstjórnarfulltrúi,
Tímanum, Árni Gunnarsson, rit-
stjóri Alþýðublaðsins, Jónas
Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðs-
ins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins, Svavar Gestsson,
ritstjóri Þjóðviljans, og Þorsteinn
Pálsson, ritstjóri Vísis. Fundar-
stjóri verður Markús örn Antons-
son, borgarfulltrúi, en fundurinn
er opinn öllu áhugafólki um
fundarefnið.
AIGI.YSINGA-
SÍMINN ER:
22480
Framhaldaf bls. 1
norsku ríkisstjórnarinnar
klukkan 17.15 að norskum tíma í
gær. Samninginn undirrituðu
Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra og Anthony Crosland utan-
ríkisráðherra Breta. Einar
Ágústsson og Matthías Bjarnason
sjávarútvegsráðherra sögðu báðir
í gær að þeir litu á samninginn.
sem gildir til 6 mánaða, sem
algjöran íslenzkan sigur, þar sem
hann felur í sér að Bretar viður-
kenna að þeir hafi ekki heimild
til veiða innan 200 mílna fisk-
veiðilögsögunar við ísland, eftir
að gildistíma samningsins lýkur,
þ.e. viðurkenningu Breta í reynd
á 200 mílna fiskveiðilögsögu
Islendinga._____
FISKVEIÐIRÉTT-
INDIN FALLA NIÐUR
Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra sagði í viðtali við blaða-
mann Mbl. eftir undirritun
samningsins í gær: „I þessum
samningi tel ég þýðingarmesta
atriðið og það, sem mestan tima
hefur tekið að ná samkomu-
laginu, vera að eftir samningslok
i desember, falla niður fiskveiði-
réttindi Breta innan 200 mílna
fiskveiðilögsögunnar við island
og þau verða ekki tekin upp aftur,
nema með samþykki islendinga
og þá á grundvelli gagnkvæmra
fiskveiðiréttinda. Annað atriði er
að togarafjöldi er takmarkaður
við 24 togara að meðaltali á dag á
mánaðarlegum grundvelli, þó
þannig að aldrei verði nokkurn
dag fleiri togarar að veiðum en
29. Það er ennfremur mikið
atriði, að öll friðunarsvæði sem
islenzk yfirvöld hafa ákveði og
koma til með að ákveða verða virt
af Bretum. Auk þess má geta
þess. að þar sem Bretar áður
máttu veiða inn að 12 milum
mega þeir nú aðeins fara að 20
milum og stað 20 mflna áður gilda
nú 30 milur. Bókun 6 mun koma
til framkvæmda strax og tækni-
legar ástæður leyfa. Bretar hafa
látið ljós að þeir muni leggja til
við Efnahagsbandalag Evrópu, að
hún gildi ekki lengur en 6 mánuði
nema um semjist um gagnkvæm
fiskveiðiréttindi. Við lýstum hins
vegar yfir því bréflega að
skilningur okkar væri sá að með
undirritun þessa samnings væri
skilyrðum EBE fullnægt og að
bókunin hlyti þess vegna
skilyrðislaust að koma til fram-
kvæmda og yrði ekki numin úr
gildi, nema með samhljóða álykt-
un eða ákvörðun Efnahagsbanda-
lagsráðsins. Reynslan verður svo
að skera úr því, hvor hafi rétt
fyrir sér í þessum efnum." sagði
Einar Ágústsson.
STÓRSIGUR
„Ég er mjög ánægður með
niðurstöður þessara samninga,"
sagði Matthías Bjarnason sjávar-
útvegsráðherra, í viðtali við Mbl.,
er samningarnir höfðu verið
undirritaðir. „Það er mikils virði
að samningurinn gildir aðeins I 6
mánuði frá deginum í dag að telja
og þegar hann fellur úr gildi,
munu Bretar aðeins á því svæði>
sem greint er f hinni íslenzku
reglugerð frá 15. júlí 1975, fá að
veiða í samræmi við það, sem sam-
þykkt kann að vera af íslendinga
hálfu. Þetta er viðurkenning í
reynd á 200 mílunum — íslenzkri
fiskveiðilögsögu — og þetta tel ég
stórsigur fyrir málstað
íslendinga."
Sjávarútvegsráðherra sagði að
samningurinn gerði ráð fyrir að
24 togarar fengju að veiða að
meðaltali á dag miðað við veiði-
daga.
FRIÐUNARSVÆÐIN
__________VIRT__________
Þá sagði ráðherrann: „Ég tel
einnig mikilvægt atriði að brezka
ríkisstjórnin ábyrgist að brezku
togararnir virði friðunarsvæðin,
sem verið hafa og þau, sem kunna
að verða sett af íslenzkum yfir-
völdum. Einnig er mikils virði að
togararnir stundi ekki veiðar nær
landi en 20 mílur frá grunnlfnum,
þar sem 12 sjómílur voru sam-
kvæmt samkomulagi frá 1973 og
ekki nær en 30 milur frá grunn-
lfnum, þar sem 20 mílur giltu f
fyrri samningi. Þetta er gífurlega
mikil minnkun á þeim veiðisvæð-
um, sem Bretar hafa veitt á á
meðan þeir höfðu samning til
veiða í landhelginni. Ég tel það og
mikils virði að brezka ríkisstjórn-
in muni tafarlaust leggja til við
EBE, að svo fljótt sem nauðsyn-
legar ráðstafanir hafa verið gerð-
ar. muni bókun 6 við samning
islendinga og Efnahagsbanda-
lagsins frá 22. júlí 1972 taka gildi.
Hún mun einnig beita sér fyrir að
tollalækkanir, sem kveðið er á
um í samningum, verði fram-
kvæmdar með sama hætti og orð-
ið hefði, ef bókunin hefði verið í
gildi síðan 1973."
BÓKUN 6
1 GILDI
Matthfas Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra sagði að það kæmi
hins vegar fram I bréfi frá Bret-
um, að þeir telji, að bókun 6 eigi
aðeins að gilda til loka samnings-
tímabilsins, en Matthías Bjarna-
son sagði: „Utanrikisráðherra is-
lands afhenti Crosland þegar í
stað bréf, sem samið var í samráði
við Islenzku sendinefndina, þar
sem fram kom það álit fslenzku
ríkisstjórnarinnar, að með samn-
ingi milli islands og Stóra-
Bretlands, sem undirritaður var í
dag, öðlaðist bókun 6 í samningí
islands yið EBE endanlegt gildi.
Áfall
Framhald af bls. 2
við Bretlandseyjar nema hvor aðili um
sig slaki til. Við verðum að fá að veiða
þorsk á ykkar miðum og þið fáið að
veiða síld á okkar miðum. Þetta verða
Norðmenn og margar aðrar þjóðir að
sætta sig við. Við verðum að lifa saman.
veiða saman, vinna saman og hjálpa
hver öðrum.
1 lok sex mánaðanna sem samningur-
inn gildir vona ég að við setjumst að
samningaborði og komum okkur saman
um hvað við getum gert 1977. Þegar
EBE færir út landhefgi sina verða Is-
lendingar á fá undanþágu til veiða og
þá ætti að vera hægt að gera samninga.
Það hlýtur að vera hægt að gera betri
samning en þennan.
Enginn skipstjóri I Hull veit sam-
kvæmt samningnum hvað hann getur
veitt mikið við ísland en 24 skip geta
ekki veitt 65.000 tonn á mióunum þar.
Þau kynnu að geta veitt 25.000 tonn, ég
veit það ekki og ég held að islendingar
viti það ekki heldur. Við höfum fengið
yfir okkur samning þar sem ekki liggur
hreint fyrir hvað hægt sé að veiða
m'rkið. Þetta er hulin ráðgáta af því að
ekki er gert ráð fyrir kvóta.
Ríkisstjórn islands álítur, að sú
skoðun sé einnig Efnahagsbanda-
lagsins. Ég get- síðar átt ítarlegra
samtal við Mbl. um þessi mál, en
ég tel eftir undirritun samning-
anna, að utanrfkisráðherra Breta
eigi mjög erfitt, enda kom
það greinilega fram á fundi hans
með blaðamönnum í dag. Á eftir
héldum við Einar Agústsson fund
með blaðamönnum, þar sem Ein-
ar sat fyrir svörum. Ég tel að
málstaður okkar hafi komið þar
mjög vel fram og almennt er álitið
hér að við höfum komið nokkuð
vel út úr samningunum."
SAMKOMULAGSVILJI
Að lokum sagði Matthias
Bjarnason sjávarútvegsráðherra:
„Brezka samninganefndin
undir forystu Croslands ~sýndi
mikinn samkomulagsvilja, sem
við verðum að meta og það var
auðsjáanlegt frá upphafi viðræðn-
anna, að Crosland lagði áherzlu á
að koma á friði milli landanna. Að
síðustu vil ég segja, að við í
íslenzku sendinefndinni, og þó
sérstaklega við utanrfkisráð-
herra, höfum haft mjög náið sam-
starf og samvinnu frá upphafi.
Hefur það verið einstaklega gott
og enginn ágreiningur okkar í
milli. Ég álit að frammistaða land-
helgisgæzlunnar, bæði forstjóra
og annarra stjórnenda í landi, svo
og skipherra og áhafna á sjó, hafi
vafalaust haft þau áhrif að
samningar voru aðgengilegri en
ella hefði orðið," sagði sjávarút-
vegsráðherra.
í ? >
— Geir
Hallgrímsson
Framhald af bls. 1
vissulega í efa aflatölur Breta
undir herskipavernd og teljum
árangur Landhelgisgæzlu
okkar betri en þeir vilja vera
láta en eigi að sfður er ljóst að
um verulega aflaskerðingu
Breta er að ræða, hvort heldur
miðað er við veiðar þeirra skv.
samningi á fyrra ári eða það
sem hefði orðið með herskipa-
fhlutun á þessu ári.
— Hvað verður um bókun 6
eftir 1. desember n.k.?
1 samkomulaginu segir skýrt,
að rikisstjórn Bretlands muni
tafarlaust leggja til við EBE, að
bókun 6 taki gildi svo fljótt sem
tæknilega~er unnt að tollalækk-
anir, sem kveðið er á um f þess-
ari bókun verði framkvæmdar
eins og bókunin hefði verið í
gildi allt frá 1973, þannig að við
fáum fullar tollalækkanir skv.
þessu samkomulagi þegar í
stað. Við Islendingar höldum
þvi fram, að taki bókun 6 einu
sinni gildi, verði hún ekki felld
Ur gildi nema skv. ákvæðum
samnings okkar við EBE f
heild. Bretar munu hins vegar
áskilja sér rétt til þess að hafa
annan skilning á þessu atriði og
telja mögulegt aö fella fram-
kvæmd bókunarinnar niður að
samningstíma loknum. Við is-
lendingar bendum á, að eins og
þurfti samstöðu um að koma
bókuninni i framkvæmd þurfi
og sams konar samstöðu um að
fella hana úr gildi. Nú verður
ekkert fullyrt um, hvort á
þennan mismunandi skilning
reynir, en alla vega stöndum
við íslendingar betur að vigi
eftir samningstímann en við
gerum nú.
— Þvf hefur verið haldið
fram, að einhverjir „baksamn-
ingar" hafi verið gerðir f
tengslum við þetta samkomu-
lag.
— Það eru engir baksamning-
ar. Greint er frá mismunandi
skilningi á framtíð ívilnana
okkur til handa skv. bókun 6.
Allt tal um baksamninga er út f
hött, þar sem það er á okkar
valdi, hvort við veitum Bretum
fiskveiðiréttindi að 6 mánuðum
liðnum. Auðvitað erum við við-
búnir því að Bretar óski eftir
áframhaldandi fiskveiðiréttind
um eftir þann tima en ákvörð-
un okkar þá, byggist á eigin
hagsmunum, hvort við þá telj-
um nauðsynlegt að tryggja okk-
ur gagnkvæm fiskveiðiréttindi
t.d. vegna síldveiða í Norðursjó.
— Verður Alþingi kallað
saman til þess að fjalla um
samkomulagið?
Ljóst er, að stjórnskipulega
ber að leggja þetta samkomulag
fyrir Alþingi og það verður
gert. Fordæmi er fyrir þvf, að
slfkt samkomulag taki gildi áð-
ur en staðfesting Alþingis ligg-
ur fyrir. Rfkisstjórnin gerir
þetta samkomulag á sina
ábyrgð og gerir það í umboði
þingmeirihluta síns. Afstaða til
þess, hvort Alþingi verður sér-
staklega kvatt saman til að
fjalla um samkomulagið, hefur
ekki verið tekin, en fullt sam-
ráð verður haft við utanrfkis-
nefnd og landhelgisnefnd. Ef
einhver vafi lægi á því, að sam-
komulag þetta nyti meirihluta
stuðnings alþingismanna mætti
telja frekari ástæðu til að
kveðja þing saman en nú er.
— Hvað viltu segja að lokum
forsætisráðherra, um þessa nið-
urstöðu mála?
— Ég tel þetta samkomulag
marka djúpstæð þáttaskil i
landhelgismálum okkar. Við
höfum nú komizt að samkomu-
lagi við allar þjóðir varðandi
útfærsluna í 200 mílur eða þær
virða útfærsluna i reynd. ViA
höfum komið á friði á nýðun-
um og afstýrt þar með slysum
og manntjóni, sem hvenær sem
var gat átt sér stað. Það er
ávinningur hverri þjóð að leysa
deilumál við aðra þjóð með
samkomulagi, ekki sízt miðað
við þann árangur, sem við ná-
um skv. innihaldi þessa sam-
komulags í aflatakmörkunum,
tryggingu friðunarsvæða og
stjórn fiskveiða á tslandsmið-
um, en efst ber auðvitað viður-
kenningu Breta á 200 mílunum,
svo að af frekari hernaðaríhlut-
un af þeirra hálfu getur ekki
orðið um að ræða.
Við höfum notið góðs af hag-
stæðri þróun hafréttar en þrátt
fyrir vonandi endanleg úrslit
hafréttarráðstefnunnar um
næstu áramót, er þetta sam-
komulag okkur nauðsynlegt til
þess að innsigla sigur okkar á
þeim vettvangi.
— Ég skal ekki á þessari
stundu tfunda þakkir, sem vert
væri, hvorki til starfsmanna
Landhelgisgæzlunnar en án
frammistöðu þeirra hefði slík-
ur samningur ekki verið mögu-
legur eða nú siðast til samninga
manna okkar f Osló, Einars
Agústssonar, utanrfkisráð-
herra, Matthfasar Bjarnasonar,
sjávarútvegsráðherra og sam-
starfsmanna þeirra, sem náðu
þessum ágæta árangri, en við
leiðum hugann til skoðana-
bræðra okkar og stuðnings-
manna víða um heim og þá
fyrst og fremst til frænda okkar
og vina, Norðmanna, sem hafa
verið vakandi yfir velferð okk-
ar í þessu máli.
— Karvel
Pálmason
Framhald af bls. 5
gera við Breta vil ég ekkert segja
á þessu stigi. Ég hef aðeins haft
fregnir af honum f fjölmiðlum og
vil ekki dæma hann eftir því. Ég
get því ekkert sagt fyrr en ég hef
fengið samninginn í hendur. En
hinu er ekki að leyna, að ég var og
er andvigur því að gengið yrði til
samninga við Breta nú."
— Vertíðarafli
Framhald af bls. 14
árangur í námi og fl. I skólanum
voru f vetur 95 í-gagnfræðaskól-
anum og 158 f barnaskólanum.
Hæsta einkunn á bar-naprófi
hlaut Magnús Halldórsson 9.4 en
á landsprófi Ragnheiður Gunn-
arsdóttir 8.2.
Samkór Ólafsvfkur undir stjórn
Jóhönnu Guðmundsdóttur heim-
sótti Stykkishólm i gær og söng í
nýja félagsheimihnu við ágætar
móttökur. Á efnisskrá voru 24 lög
eftir ýmsa höfunda. Barnákór tók
þátt í söngskemmtun þessari og
var báðum aðilurh og söngstjóra
faghað hið besta. Sveitarstjóri,
Sturla Böðvarsson, flutti ávarp og
þakkaði kórnum komuna.
— Fréttaritari.