Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNI 1976
TIL SÖLU
Vesturberg
5 herbergja íbúð á 3. hæð í
suðurenda á 7 íbúða húsi við
Vesturberg. Möguleiki á 4 svefn-
herbergjum. Vandaðar innrétt-
ingar. Sér þvottahús á hæðinni.
Gott útsýni. Laus strax. Verð kr.
8,5 milljónir. Útborgun um 6
milljónir.
Álfheimar
4ra herbergja íbúð (1 rúmgóð
stofa, 3 svefnherb.) á 4. hæð í
fjölbýlishúsi. Ibúðin hefur verið
endurnýjuð að mestu leyti ný-
lega. Suður svalir. Stutt í verzl-
anir, skóla, strætisvagna ofl. Út-
borgun 6 milljónir. Mjög
skemmtileg íbúð.
Álfheimar
5 herbergja íbúð (2 samliggjandi
stofur, 3 svefnherb.) á hæð í
fjölbýlishúsi. íbúðinni fylgir her-
bergi í kjallara auk geymslu þar
ofl. Allar innréttingar eru næst-
um nýjar. Þvottavél og þurrkari
innbyggt í eldhúsinnréttinguria.
Suðursvalir. Laus fljótlega.
Njörvasund
Stór 3ja herbergja íbúð á jarð-
hæð í 3ja íbúða húsi við Njörva-
sund. Sér hiti. Sér inngangur. Er
í ágætu standi. Útborgun um 5
milljónir. Laus fljótlega.
Kleppsvegur
4 — 5 herbergja ibúð (3 svefn-
herb. á 2. hæð í fjölbýlishúsi við
Kleppsveg, þ.e. inn við Sundin.
Sér þvottahús á hæðinni. Mjög
skemmtileg íbúð.
Laugavegur
3ja herbergja íbúð á 2. hæð í
steinhúsi innarlega við Laugaveg
(rétt fyrir innan Hlemmtorg).
íbúðin lítur út sem ný. Nýjar.
innréttingar. Sólrík íbúð. Útborg-
un 5,5 milljónir. Hentugur stað-
ur.
Árnl Sfefánsson. hrl.
Suðurgötu 4. Sími 14314
Kvöldsími: 34231.
Klapparstfg 16,
simar 11411 og 12811
Hafnarfjörður—
Norðurbær
raðhús ásamt innbyggðum bil-
skúr i smiðum. Múrhúðað að
utan með útihurðum og bílskúrs-
hurðum. Að innan er húsið ekki
fullbúið en íbúðarhæft.
Hraunbær
Góð einstaklingsíbúð á 1. hæð,
stofa, eldhús og baðherb. Sér
geymsla og þvottahús á hæð-
inni. íbúðin er i mjög góðu
standi og laus nú þegar.
Álfheimar
góð 4ra herb. íbúð um 120 fm
á 4. hæð. Snyrtileg sameign.
Sæviðarsund
Góð 3ja — 4ra herb. ibúð á 2.
hæð. íbúðin er í góðu standi og
öll sameign ný máluð.
Þverbrekka
5 herb. ibúð á 3. hæð. íbúðin er
í mjög góðu standi með vönduð-
um teppum.
4ra herb.
íbúð
við Efstaland um 100 fm. 3
svefnherbergi eru í íbúðinni og
rúmgóð stofa. Miklar
innréttingar. Þetta er íbúð í sér-
flokki
Fasteignasala (Nýja Bíó)
Lækjargötu 2 simar 21682 og
25590
2ja herb. m/bílskýli
i smíðum á 3. hæð í sambýl-
ishúsi í Breiðholti. Útb. að-
eins 2,9 m.
Við Rauðarárstíg
snotur 2ja herb. ibúðarhæð.
Við Sörlaskjól
snyrtileg 3ja herb. kjallara-
íbúð laus fljótlega. Útb. 3 —
3,5 m.
3ja herbergja
glæsilegar íbúðir við Aspar-
fell, Eyjabakka og Kóngs-
bakka.
Raðhús m/bílskúr
í smíðum i Garðabæ. Hag-
kvæmt verð ef samið er strax.
Sérhæð m/bilskúr
glæsileg 6 herb. í Hafnar-
firði.
Hús og íbúðir óskast
t.d. góð 2ja herb. ibúð. Enn-
fremur sérhæð m/bílskúr
eða einbýlishús.
Benedikt Halldórsson sölustj.
Hjalti Steinþórsson hdl.
Gústaf Þór Tryggvason hdl.
SÍMI27500
Fasteignaviðskipti
Bankastræti 6, III. h.
Til sölu gömul einbýlis-
hús í Kópavogi, Blesu-
gróf og á Álftanesi, auk
fjölda annarra eigna af
öllum stærðum og á
ýmsum byggingarstig-
um. Okkur vantar sér-
hæðir eða tbúðir með sér
inngangi, bæði með og
án bílskúra.
Björgvin Sigurðsson hrl.
heimasimi 36747,
Ragnar Guðmundsson, sölusími
kvöld og helgar 71255.
HÁALEITISBRAUT
130 ferm. endaíbúð á 2. hæð í
fjölbýlishúsi. Vönduð eign.
LANGHOLTSVEGUR
sérhæð í hýlegu tvíbýlishúsi.
Bílskúrsréttur.
LANGAGERÐI —
SMÁÍBÚÐAHVERFI
Mjög góð aðalhæð, 4ra herb. i
steinsteyptu húsi. Stór bílskúr.
VATNSSTÍGUR
60 ferm. ibúð á hæð í timbur-
húsi, öll endurnýjuð. Útb. 3,6
millj. sem má skipta mikið.
EYJABAKKI
Góðar 3ja herb. ibúðir á 1. og
3ju hæð.
HRAUNBÆR
Góð 3ja herb. íbúð á 1. hæð
ofarlega í Hraunbæ, Verð 6.8
millj.
ÍRABAKKI
3ja herb. íbúð á 1. hæð LAUS
STRAX.
FÁLKAGATA
2ja herbergja íbúð á 2. hæð í
nýlegu sambýlishúsi.
SÖLUTURN — SÆL-
GÆTISVERSL.
á góðum stað ! vesturbæ.
LAND í BORGARFIRÐI
3,5 hekt. Hitaveita.
DAN V.S. WIIUM,
lögfræðingur
SIGURÐUR S. WIIUM.
Ármúla 21 R
85988
85009
Þegar saga tónlistar á íslandi
verður skráð, er víst að framlag
karlakóra verður að miklu leyti
metið eftir flutningi innlendr-
ar tónlistar og þá sérstaklega
frumflutningi. Flutningur er-
lendrar tónlistar er nauðsyn-
legur, en hann liggur undir
samanburðar gagnrýni og verk-
in sjálf, með örfáum undan-
tekningum, gleymast rneð tfð
og tfma. Innlend tónlist er aft-
ur á móti tengd okkur á marga
vegu og að öllu jöfnu lífseigari
í landinu, auk þess að vera
hlutmengi I fslenzkri menn-
ingu og framþróun hennar.
Vinsældir Karlakórs Reykja-
víkur eru óefað tengdar fram-
lagi Sigurðar Þórðarsonar á
sviði tónsmlða og vali hans á
tónlist fslenzkra „kollega"
sinna.
Á afmælistónleikum Karla-
kórs Reykjavíkur í Háskólabíó
27. maí s.l. söng kórinn nokkur
íslensk lög, ísland og þér land-
nemar eftir Sigurð Þórðarson,
tvær ísl. þjóðlagasyrpur, yfir
hesta- og fuglavísur eftir Jón
Leifs, La Gitana eftir Salómon
Heiðar, Kveði, kveði eftir Jón
• >
Karlakór Rvíkur 50 ára
Nordal, tvær limrur eftir Pál
Pampichler, Nótt eftir Árna
Thorsteinsson og Brennið þið
vitar eftir Pál ísólfsson. Kórinn
hefur oft sungið betur og var á
köflum ekki vel hreinn, en í
heild voru tónleikarnir áferðar-
fallegir. Lög Sigurðar Þórðar-
sonar voru vel flutt og hefði
kórinn mátt syngja meira eftir
meistara sinn. Snjallar útsetn-
ingar Jóns Leifs, sem á sínum
tfma voru stórnúmer karlakórs-
ins, voru fyrir smekk undirrit-
aðs of léttar í sér. í þessum
lögum skiptist á þungstíg
hrynjandi og spegilslétt kyrrð,
er á sér fyrirmynd i náttúru
lands okkar, sem Jón Leifs elsk-
aði. Andstætt þessu, á La Git-
ana, eftir S. Heiðar sér enga
samsvörun í ísl. menningu og
stóð þarna á skakk við lögin á
undan og eftir. Kveði, kveði eft-
ir Jón Nordal, er dæmi um það
er tónar, og orð standa rótföst í
ísl. jarðvegi. Kveði, kveði kallar
á alla til þátttöku. Það er meira
en söngur, sem gleður, hann
laðar fram mynd fortíðar sem
blundar í hugsun okkar og end-
urskapast í líðandi athöfnum.
Limrur Þorsteins Valdimars-
sonar eru stælingar á enskum
kveðskap og einhverri veginn
hefur þessi kveðskapur strand-
að við mörk menningarhelgi,
sem þróast hefur í tungutaki og
hugsun íslenskrar þjóðar.
Á þennan hátt varðveitir þjóð
einkenni sín, þroskar þau, en
fylgist þó með menningu ann-
arra þjóða, sér til lærdóms og
þroska. Nótt Árna Thorsteins-
sonar er samin fyrir einsöng og
píanóundirleik og ætti þannig
að fá að vera í friði, sérstaklega
þar seni svona útsetning er ekki
annað en útþynning á laginu og
kórinn er „bara“ látinn ,,púa“
til að hafa eitthvað að gera.
Sama má segja um Sprengisand
eftir Sigvalda Kaldalóns, þar
sem kórútsetningin ber lagið
ofurliði og rænir það öllum
,,ritma“. Þessi tvö síðastnefndu
lög söng Hreiðar Pálsson, úr 1.
bassa kórsins, og gerði það
mjög þokkalega.
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Tvö síðustu lögin á efnis-
skránni voru Landnemar Sig-
urðar og Brennið þið vitar, Páls
ísólfssonar. Þessi lög eru ris-
mikil og falla vel að söngmáta
fsl. karlakóra, sem virðast eiga
mjög bágt með að flytja fín-
gerða tónlist á fíngerðan hátt.
Eftir hlé söng G.A.K. kórinn frá
Ósló.
Það virðist vera einkenni á
starfsemi karlakóra í flestum
löndum, að þeir eru tengdir há-
skólum og .gagnstætt því sem
venja er um aðsókn í ísl. karla-
kóra, virðast góðir raddmenn í
öðrum löndum hafa annað lifs-
markmið en að syngja í karla-
kórum. Undirritaður minnist
þess ekki að hafa heyrt vesald-
arlegri söng, þó segja megi, að
hann hafi ekki verið með öllu
rúinn þokka, og jafnvel smekk-
legur á köflum. Það má vera
nokkur hátiðabrigði séu að
heimsókn erlendra listflytj-
enda, en þá aðeins ef þeir eru
góðir. Þetta afmæli hefði árelð-
anlega markað skýrari timamót
í Isl. menningarsögu, ef kórinn
hefði flutt yfirlit söngsögu
sinnar og ekki sizt, ef eytt hefði
verið tíma og fjármunum i ný-
sköpun. Án tónverka er tón-
flytjandi verkefnalaus, þ.e. tón-
iist er aðeins til i sköpuðum
tónverkum, ekki flutningi ein-
göngu og þróun tónlistar er þró-
un tónsmiði. Flutningstækni er
merkingarlaus án þess að hafa
verið bundin í hugsaðan tón-
bálk og gildi hennar stendur og
fellur að mestu með gæðum
tónverksins. Listflytjandinn
gleymist, en verkið lifir. Ef
frumflutningur verks er frá-
bær og það verður langlíft, eru
líkindi til að frumflytjandans
verði minnst við hvern endur-
flutning þess. Þannig er sagan
miskunnarlaus og sá sem hefur
skapað eitthvað, jafnvei sá
aumasti okkar, mun lifa og vera
munaður, þegar stórmenni sam-
tíðar hans eru orðin nafnlaus,
eins og t.d. Æri-Tobbi. Karla-
kór Reykjavíkur hefur með
starfi sinu áunnið sér línu i
sagnabók ísl. tónlistarsögu, sér-
staklega fyrir þa sök, að hafa
verið frumflytjandi margra
þeirra tónverka, sem sett hafa
svip á ísl. tónlist.
Gæfu og gengi kórsins, á liðn-
um árum, er ekki aðeins að
þakka góðum flutningi, heldur
og frumskapandi framlagi kór-
stjóranna. Sigurður Þórðarson
var ekki aðeins dugandi stjórn-
andi heldur einn af beztu tón-
höfundum íslenskum. Núver-
andi stjórnandi, Páll P. Páls-
son, er ekki aðeins frábær
stjórnandi, heldur og gott tón-
skáld. Er ekki að efa, að kórinn
á eftir að njóta góðs af og vera
þátttakandi í framþróun ísl.
tónlistarsögu. Til hamingju
með afmælið.
Eyjabakki
Vönduð 3ja herb. ibúð um 86
fm. Stofa, eldhús, 2 svefnherb.
og bað (lögn fyrir þvottayél)
ásamt sér geymslu í kjallara og
sameiginlegu vélaþvottahúsi.
Harðviðarinnréttingar, suður-
svalir, gott útsýni. Útb. um 5
millj
Kaupendur
Höfum ávallt úrval fast-
eigna á söluskrá. Leitið
upplýsinga hjá okkur.
Skák í Mongólíu
I þessum þáttum hef ég stund-
um skýrt frá mótum austur I
Mongólfu. Einu slíku er nú
nýlokið, meistaramóti Ytri-
Mongólfu 1976. Það fór fram f
höfuðborginni Ulan — Bator og
lauk með sigri Lkava, sem hlaut
12 v. 2.—4. Utjumen, Tumurbator
og Mjagmasuren 11, 5. v.
Við lítum nú á eina skák úr
mótinu.
Hvftt: Mjagmasuren
Svart: Lkava
Sikileyjarvörn
I. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5
— e6, 4. 0-0 — Rge7, 5. Hel — a6,
6. Bfl — d5, 7. exd5 — Dxd5, 8.
Rc3 — Dd8, 9. b3 — Rf5, 10. Re4
— Be7, 11. Bb2 — 0-0, 12. Re5 —
Rxe5, 13. Bxe5 — Kh8, 14. Bb2 —
eftir JÓN Þ. ÞÓR
b6, 15. Rg3 — Rd4, 16. c3 — Rc6,
17. Dc2 — Bb7, 18. Hadl — Dd7,
19. Re2 — IIac8, 20. Dbl — e5, 21.
d4 — cxd4, 22. cxd4 — Bb4m 23.
dxe5 — Dg4, 24. Bc3 — Bxc3, 25.
Rxc3 — Rd4, 26. He3 — Hxc3, 27.
h3 — Re2, 28. Hxe2 — Hxh3, 29.
Hed2? — Dh4, 30. gxh3,x3 — Dg5,
31. Kh2 — Df4, 32. Kgl — Df3, 33.
Kh2 — g5!!, 34. Hd5 — Bxd5, 35.
Hxd5 — Dxd5, 36. Df5 — f6, 37.
Bxa6 — Dxe5, 38. Dxe5 — fxe5,
39. Kg3 — Ha8, 40. Bc4 — Hxa2
og hvftur gaf.