Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1976 _ /---------------\ Efnilepr, íslenzknr sundmaður í Danmörku SVEINBJÖRN Gizurarson heitir ungur íslenzkur sund- maður, sem síðastliðin 2 ár hefur búið í Danmörku or æft þar undir leiðsögn góðra þjálf- ara. Arangur Sveinbjörns hef- ur heldur ekki látið á sér standa og þessi 14 ára sund- maður, sem átti 5 íslandsmet í flokki 12 ára og yngri áður en hann hélt út, hefur stöðugt bætt árangur sinn. Sveinbjörn æfir hjá Glad- saxe-íþróttafélaKÍnu i Kaup- mannahöfn og þjálfari hans þar er Kalman Hinzemann, er þjálfaði um tíma norska og sænska landslíðið í sundi. Ný- lega tók hann þátt í allsterku sundmóti í Kaupmannahöfn og synti þá m.a. 200 m fjórsund á 2:42.0 og 100 m ílugsund á 1:19.6. Loks kepptí hann svo í 100 metra baksundi og fékk tímann 1:12.4 og mun það vera Islandsmet í aldursflokki Sveinbjörns. Sveinbjörn æfði áður en hann hélt-til Danmerkur undir stjórn Friðriks Ólafssonar á Suðurnesjum og var þá einn úr hans efnilega hópi. Sveinbjörn tekur þátt í meistaramóti Dan- merkur í lok mánaðarins og keppir þá sem gestur. _________________4 Evrópumót unglinga: r Island úr leik eftir 3:0 tap ÍSLENZKA unglingalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Spáni 3:0 I Evrópukeppni unglinga- landsliða í Ungverjalandi í gær. Þar með féll ísland út úr keppn- inni. Spánn varð sigurvegari í b- riðli og kemst í undanúrslit ásamt Ungverjalandi, Sovét- ríkjunum og Frakklandi. 1 undanúrslitunum á föstudaginn mætir Spánn Sovétríkjunum og Frakkland mætir Ungverjalandi. í a-riðli vann Júgóslavia Ung- verjaland 4:3 og Wales vann Ítalíu 1:0. I b-riðli sigraði Spánn Island 3:0 og Sviss vann Tyrkland 1:0. I c-riðli vann Vestur- Þýzkaland Tékkóslóvakíu 3:2 en Frakkland og Finnland gerðu jafntefli 0:0. I d-riðli vann Dan- mörk Holland 3:1 og Sovétríkin unnu Norður-írland 2:0. I b-riðlinum hafnaði ísland i 3. sæti með 2 stig, á eftir Spáni, sem var með 5 stig og Sviss, sem hlaut 4 stig. Tyrkland hlaut einnig 2 stig. Island gerði tvö markalaus jafntefli ogtapaði þriðja leiknum. Gerði liðið því ekkert mark í keppninni. I Reuterskeyti segir, að leikur Islands og Spánar i gær hafi verið skemmtilegur og spennandi, en hans er ekki getið að öðru leyti. :' ■ ■ 5. % ISLENZKIR og færeyskir badmintonmenn heilsas- við upphaf landsleiks þjóðanna í badminton í Þórshö'' um síðustu helgi. Til vinstri á myndinni má sjá þá Fi. eif Stefánsson fyrirliða landsliðsins og Harald Koinelíus- son. Fimm mörk skoruð, fimm gulspjöld og þrjú rauð á lofti er Brasilía vannltalíu MIKII, harka var i leik Brasilíu manna og ítala i bandaríska afmælismótinu í fvrrakvöld. Þrír leikmenn voru reknir af velli og fimm voru áminntir fvrir grófan leik. Úrslitin urðu þau að Brasilíumenn unnu leikinn 4:1 og sigruðu þeir þvi í keppninni án þess að tapa stigi. Ahorfendur tóku virkan þátt í þessum leik, sem fram fór i New Haven i Connectieut, en heldur var sú þátttaka óskemmtileg. Italskir Ameríkumenn voru í meirihluta meðal áhorfenda og líkaði þeim illa meðferðin á sínum mönnum og köstuðu appelsinum bæði að dómara leiksins og leikmönnum ítaliu. Auk alls þessa ruddust svo varamenn Brasilíu inn á völlinn er fyrsta leikmanninum var vikið af velli, en það var Brasilíu- maðurinn Lula. Italir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins örfáar sekúndur en Brasilíumenn tóku leikinn fljótlega í sínar hendur og Gil jafnaði í fyrri hálfleiknum. 1 seinni hálfleiknum skoruðu Brasilíumenn þrisvar sinnum, Gil gerði sitt mark númer 2 og þeir Roberto og Zico, sem kallaður hef- ur verið hinn nýi Pele, sáu um hin tvö. Strax í byrjun seinni hálfleiks- ins var ítalska varamanninum Bettega vísað af velli, en hann hafði komið inn á fyrir Capello, einn bezta leikmann Itala, sem meiddist illa á hné. Þá var Italan- um Causio einnig vísað af velli fyrir gróft brot á Rivelino. I fyrrakvöld léku einnig Englendingar og bandaríska liðið og unnu Englendingar 3:1. Keegan skoraði 2 mörk Englands, Francis eitt. Fyrir „Ameriku" skoraði Skotinn Scullion. 'LYMPÍULEIKAR fí/ Í/PC"1” ■ f*""* ftéST/A /D/tO / pf/AA AJ/o'/tSc/J/J/O/ Ja/i aatj/t AAjyrr T/c SU//Jodací ///t<p/ fc o/U>/p <£ Jr/A /. J. 04 X TJA O C HA/S// JA/O/J C T/S//S 4/1 í /o /J/p -sra/j 300 /A. fa S//flT<J /A/tJ/- 0/t d/T\ S/o/>t/A/ 0//// /) A/ý </<} Ax/fÞ/# *<> GÖ/r/cd Úasl/T//J íJýíOJ 6/CP4. ■g/r/A /Aor/A/(.<■/ OAJffAA/JJA /AA/í/Jn JA/t A//60/? Af AAí PA t//AAA/J/f A /Z/ Á /AAAd' PA6. pA S/6AAK A0/tfoA(u.SA) OC' fsrr/ úíY*i///d/r>£'r ð.ödrn. $A/<T£'4 ff£UA /VAfJ fi rf , St/AÁfi /4 /Zy 06 Ald/A/// srA j/0Aro// feW féó/JAi- /f aA 6-fof t S/ÍAA/i/er/A. ty Tœevit-L-iori—avah\ av\ studios 12 Skreyttur svampbotn íylltur appelsínuís. Og þar með er um 6 Emmess ístertur að velja. ZÍSæSKsSa?:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.