Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1976 13 NORSKA fréttastofan NTB birti I gærkvöldi langa frásögn af aðdraganda samninganna milli Bretaog Islendinga í fisk- veiðideilunni undir fyrirsögn- inni: „Diplomati“. Þar segir meðal annars: Samningaum- leitanir á bak við tjöldin — I nokkurskonar Kissingerstfl — hafa unnið þýðingarmikinn sig- ur með þvf að binda enda á þriðja þorskastrfðið, sem hefur gjörspillt sambandinu milli NATO-bandamanna f sjö mánuði. Fréttir um málið hafa lekið út eriendis, en ekkert hefur sfazt út f Osló, þar sem blöðin hafa á sinn hátt látið ógjört að skrifa um það, sem þau vissu að gerðist á bak við tjöldin. Það er vitað mál að Knut Frydenlund utanríkisráðherra og helztu samstarfsmenn hans hafa átt merku hlutverki að gegna sem miðlarar í deilunni. Fyrir það fengu Frydenlund og utanríkisráðuneytið þakkir Knut Frydenlund „Er hægt að hugsa sér þetta eða hitt...?” bæði frá Anthony Crosland utanríkisráðherra og Einari Ágústssyni utanríkisráðherra. Á einu stigi deilunnar hélt Frydenlund til Brtissel og lagði eftirfarandi tillögu fyrir starfs- bræður sina hjá hinum NATO- ríkjunum: NATO-ríkin ættu að slá saman i sameiginlegan sjóð til að greiða brezkum togurum það fjárhagslega tap, sem þeir yrðu fyrir ef þeir væru kallaðir heim frá Islandsmiðum meðan samningaviðræður færu fram. Hugmyndinni var mjög vel tekið, en áhuginn smá dofnaði og hugmyndin leið út af þegar til þess kom að tala um fjárveit- ingar. Mesta vandamálið meðan á deilunni stóð var sú stefna íslendinga að þeir vildu ekki heyra nefndar sáttatilraunir. Bretar vildu heldur ekki fallast á hlutverk Noregs, þvi þeir álitu Norðmenn of mikla íslandsvini, enda hafði norski utanrikisráðherrann meðal annars krafizt þess að freigát- urnar yrðu kallaðar heim áður en viðræður gætu hafizt. Noregur var því aldrei beðinn að taka að sér málamiðlun meðan á deilunni stóð. Samkomulagið talið mikill sigur fyrir Frydenlund Framlag Frydénlunds utan- ríkisráðherra lá þó engu að síð- ur í miðlun. Hann fór til dæmis til islendinganna og sagði að Norðmenn gætu ímyndað sér að Bretar gætu hugsað sér þetta eða hitt varðandi ákveðið vandamál í sambandi við þorskastríðið, og svo endurtók hann söguna við Breta um það hvað Norðmenn gætu ímyndað sér að islendingar gætu hugsað sér í málinu. Kosturinn við þetta er aug- ljós. Aðilar fá nefnilega tæki- færi til að tjá sig sammála eða ósammála þeim hugmyndum, sem fram koma, og þannig næst óformlegt samband þeirra á milli. Á einu stigi þorskastríðsins varð ljóst að ekki fengist lausn, sem byggði á ákveðnu þorsk- veiðimagni. Þá komu Norð- menn inn hugsuninni um að byggja lausnina á ákveðnum togarafjölda, en sú varð einnig lausnin. Nú hafði málið þróazt svo að nauðsynlegt var að aðilar kæmu saman til að reyna að knýta saman lausn. Var Bretum ráðlagt að kalla heim togarana og ákveða hvenær samningavið- ræður gætu farið fram. Þá kom að ráðherrafundi NATO, og af tilviljun tókst að láta aðilana hittast. Á lokasprettinum tók svo franska sendiráðið í Reykjavik þátt í tilraununum. Þessar tilraunir Norðmanna lentu oft í vanda vegna seink- ana, eins og við forsætisráð- herraskiptin í Bretlandi, innan- ríkisvandamála hjá báðum aðil- um, og árekstra á miðunum. Þegar hér var komið hafði afstaða Breta breytzt. Tilraunir Noregs til að fá NATO til að greiða brezku togurunum upp- bætur höfðu sannfært brezku stjórnina um að ríkisstjórnin i Osló vildi leysa deiluna eftir beztu leiðum. Sýrlenzk inn- rás í Líbanon Beirut og Jerúsalem, 1. júní AP NTB FJÖLMENNT herlið frá Sýrlandi gerði f dag innrás I Lfbanon á tveimur stöðum og beindist inn- rásin að þvf er virtist að þvf að stöðva bardaga kristinna og múhameðstrúarmanna. Fregnum ber ekki saman um mannfjölda í innrásarliðinu en samkvæmt upplýsingum palestfnskra flóttamanna var hér um að ræða 9.000 manna her og rúmlega 200 skriðdreka. Banda- rfskar heimildir gera minna úr innrásinni og segja að aðeins hafi verið um nokkur hundruð hermanna að ræða. Innrásinni hefur verið illa tekið í Israel og sagði Yigal Allon utanrfkisráðherra við fréttamenn f Jerúsalem f dag að tsrael yrði áfram að áskilja sér rétt til af- skipta f Lfbanon ef innrás Sýr- lendingayrði haldið áfram. Samkvæmt palestínskum heim- ildum hófst innrásin með þvi að 2.000 manna sýrlenzkur her og 60 sovézksmiðaðir skriðdrekar af gerðunum T54 og T62 ruddust inn yfir landamærin nyrzt í Líb- anon. Tókst innrásarhernum að rjúfa umsátur múhameðstrúar- manna um bæina Andket og Qibyat, sem kristnir menn byggja. Seinni innrásarsveitin réðst yfir landamærin um miðbik landsins austur af Beirut til að rjúfa um- sátur um borgina Zahle, er hún er fjölmennasta borg kristinna manna, með um 50 þúsund fbúa, og aðeins um 40 km fyrir austan Beirut. Var hér um 7.000 manna innrásarlið að ræða og 150 skrið- dreka. Að sögn palestinsku fréttastof- unnar WAFA setti innrásarher- inn upp vegatálma og afvopnaði þá palestinska skæruliða og vopn- aða líbanska vinstrimenn, sem til náðist. Ekki hefur komið til neinna stórátaka í innrásinni. Harðir jarð- skjálftar Tókió, i. júni — AP KlNVERSKA fréttastofan Hsinhua hefur skýrt frá þvf að harðir jarðskjálftar hafi mælzt í vesturhluta Yunnan héraðs við landamæri Burma sfðastliðinn laugardag. Skjálftarnir voru tveir, og mældist sá fyrri 7,5 stig á Richterskvarða, en sá seinni 7,6 stig. Ekki minnist fréttastofan neitt á manntjón i þessum skjálftum, en segir að kínverskir jarðskjálfta- fræðingar hafi spáð fyrirfram um hræringarnar. Hafi því verið unnt að grípa til varúðarráðstafana, sem verulega hafi dregið úr tjóni. EBE vill fisk- veiðisamninga Brussel 1. júni. NTB. Á FUNDI utanrfkisráðherra Efnahagsbandalagsrfkjanna f Brússel f dag sagði Roy Hatters- ley vara-utanrfkisráðherra Bret- lands, að tækjust samningar milli Bretlands og Islands um bráða- birgða fiskveiðisáttmála, sem gilda ætti til 1. desember í ár, þyrfti að ganga frá sameigin- legri fiskimálastefnu bandalags- ins fyrir þann tfma, og einnig að ljúka samningum um fiskveiðar innan lögsögu annarra rfkja. Engin niðurstaða fékkst i um- ræðum ráðherranna um stefnu Svikasamníngar og uppgjöf segja brezkir togaramenn bandalagsins í fiskimálum, en Hans-Jiirgen Wischnewski aðstoð- ar utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands hvatti til að því máli yrði hraðað. „Það verður fljótlega að koma á samningaviðræðum um gagn- kvæm réttindi til fiskveiða innan 200 mílna lögsögu við Kanada, Noreg og island," sagði Wischnewski. „Þessi lögsaga verður væntanlega samþykkt á al- þjóða hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna, og ef ekki viðræð- ur hefjast fljótlega, eigum við á hættu einhliða útfærslu við Kanada og Noreg," sagði hann. Framkvæmdastjórn Efnahags- bandalagsins fékk ekki umboð á fundinum til að hefja strax við- ræður við fulltrúa annarra ríkja. en ráðherrarnir ákváðu að ræða málið á ný á næsta utanrikisráð- herrafundi bandalagsins, sem verður i Luxembourg 28. júni. London, 1. júni. Rcuter. VIÐBRÖGÐIN f Bretlandi við lausn þocskastrfðsins létu ekki á sér standa. Talsmenn fiskiðnaðar- ins, sjómanna og útgerðarmanna sögðu samninginn vera „svika- samning" og „uppgjöf", en tals- manni togaraeigenda varð að orði: „Við bjuggumst við því versta. Þetta er það versta.“ Talsmaður togaraeigenda sagði að áhrif þessa samnings yrðu svip- uð og ef 60 verksmiðjur hættu skyndilega starísemi. „Þetta er hörmulegt áfall fyrir hvaða iðnað sem er, en verður sérstaklega erf- itt fyrir starfsmenn togaraiðnað- arins, sem þegar hefur orðið fyrir miklu tjóni undanfarið hálft ann- að ár.“ Anthony Crosland utanríkisráð- herra, sem undirritaði samkomu- lagið í Ósló, sagði fyrr í dag að báðir aðilar hefðu gagnrýnt sam- komulagið og sagt það vera svika- samninga, en það benti til þess að meðalvegurinn hefði verið farinn. ..Ég lít ekki á samkomulagið sem uppgjöf annars aðilans, heldur sem sigur heilbrigðrar skynsemi beggja aðila.“ Patrick Wall þingmaður ihalds- flokksins var á öðru máli, og sagði að samningurinn væri „svik rikis- stjórnarinnar í garð úthafstogara- hafnanna." Talsmenn brezka . togaraeig- endafélagsins áætla að samkomu- lagið leiði til atvinnuleysis 1.500 sjómanna — og að minnsta kosti 7.500 stöður tengdar sjávarútveg- inum f landi muni glatast. „Það gætu fleiri en 9.000 misst atvinn- una,“ sagði talsmaður útgerðar- manna. Hann sagði að undanfarið hálft annað ár hefði úthafsflotinn minnkað svo að 1.400 sjómenn hefðu misst atvinnuna, og urðu þessir menn að leita sér nýs lífs- viðurværis eða lifa á atvinnuleys- isbótum. Samkvæmt fyrra land- helgissamningi hafi, 139 brezkir togarar haft veiðilðyfi við island og gátu þeir aflað 130 þúsund tonna á ári. Nýja samkomulagið takmarkar fjöldann við 24 á dag, og hámarksafii þeirra á sex mán- uðum færi ekki yfir 30 þúsund tonn. „Við munum krefjast ríkis- uppbóta,“ sagði talsmaðurinn. „Eftir þetta grimmúðlega verð, sem island hefur látið okkur greiða, munum við vænta þess að dregið verði úr veiðum íslendinga við okkar strendur.“ Talsmaður yfirmanna á togur- um í Grimsby, Dave Hawley, sagði: „Margir togarasjómenn segja þetta svikasamninga og uppgjöf. Viðbrögð min eru skelfing. Það eru erfiðir dagar framundan f Grimsby," sagði Hawley, en Grimsby er einmitt kjördæmi Croslands. ihaldsþingmaðurinn Michael Brotherton sagði að sig „hryliti við þessari algjöru uppgjöf utan- rikisráðherrans í Ósló. Maður hlýtur að spyrja, um hvað var þorskastríðið eiginlega? Var það til þess að komast að svona sam- komulagi, eins og undirritað var i dag, sem heimiiar brezkum tog- aramönnum mun minna athafna- frelsi og mun minni afla en feng- izt hefði ef við hefðum gengið að tilboði islands um 65 þúsund tonn ifyrra?“ ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.