Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1976 TEPPAVERZLUNIN FRIÐRIK BERTELSEN, LÁGMÚLA 7, SÍMI 86266 Vertíðarafli Stykkishólms- báta með Afmœliskveðja: Björgvin Jónsson minna móti Stykkishólmi 30. maí. VERTlÐ lauk fyrir nokkru I Stykkishólmi. Var afli með minna móti hér eins og víða annars staðar. Mestan afla var m.b. Þórsnes S.H. 209 með, 570 tonn á netum og I allt frá áramót- um 730 tonn. En Þórsnesið var á línu frá áramótum þar til neta- veiðar hófust eftir verkfall. Skip- stjóri er Kristinn Ó. Jónsson. Þórsnes er nú að búast á Ifnuveið- ar. Grásleppuveiði er mikil hér i vór og eru þær stundaðar af mörg- um. Hafa menn komið að landi með veiði sem skiptir hundruðum stykkja og eru hrognin söltuð sem fyrr til útflutnings, en gráslepp- unni verður annars að henda því ekki er hægt að nýta hana til neins nema hengja upp lítinn hluta og láta það síga. Er leitt til þess að vita að geta ekki nýtt þetta til matar á einhvern hátt. Barna- og gagnfræðaskólanum í Stykkishólmi var slitið við há- tíðlega athöfn f Stykkishólms- kirkju t gær. Skólastjóri, Lúðvíg Halldórsson, taiaði til nemenda og skýrði námsárangur og afhenti nemendum prófskírteini. 25 ára gagnfræðingar afhentu við skóla- slit smásjá til kennslu í skólanum. Ýms verðlaun voru afhent fyrir Ég vil enda þessi orð mín með því að færa þeim hjónum kærar þakkir fyrir hinar ógleymanlegu móttökur á heimili þeirra á af- mælisdaginn, og slíkt mun hinn stóri hópur er þar var hugsa. Kæri vinur, lifðu heill um langa ævi. Jói. 40 ár og hún hefur ávallt verið á einn veg, traust og elskuleg, enda maðurinn traustur og framúr- skarandi heiðarlegur og ábyggi- legur bæði til orðs og æðis. Ég tel mig mikinn gæfumann að hafa átt þess kost að kynnast jafngóðum manni. Allir þeir mörgu er hafa honum kynnst ljúka upp einum munni um að þar sé á ferðinni góður og traustur þjóðfélagsþegn, enda hefur hann unnið til þess sjálfur að öðlast þann orðstir. Á löngum starfsferli hefur hann unnið að margvíslegum störfum, þótt aðal- starf hans hafi verið að sjá borg- arbúum fyrir fiski í pottinn, eins og Reykvikingar vita. Fiskbúðin Sæbjörg á Laugaveginum sannar það best, þótt að hann reki fleiri búðir. Þótt ég leggi ekki út í það að ræða um ævistarf þessa góða manns, vil ég geta þess að hann er mikill bindindismaður og hefur unnið mikið að bindindismálum, enda líka i stjórri stúkunnar. Björgvin er í blóð borin athafna- þrá eins og hann hefur sýnt um langa ævi. Vinur minn, Björgvin Jónsson kaupmaður, Blönduhlíð 29, Reykjavík, varð sjötugur þann 26. maí sl. Mér, sem þessa kveðju sendi, er bæði ljúft og skylt að minnast hins góða drengs á þess- um merki tímamótum ævi hans. Vinátta okkar hefur staðið í 30 — Þar sem um hann hefur verið skrifað bæði í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu tel ég mig ekki hafa ástæðu til þess að hafa þessa kveðju öllu lengri. Ekki verður þó skilið við þessa kveðju öðru vísi en að geta þess að Björgvin er kvæntur hinni elskulega frænku minni, Þórunni Björnsdóttur frá Reyðarfirði, sem alla tíð hefur staðið við hlið mannsins síns eins og klettur í hafinu. Ekki má ég skiljast svo við þessa stuttu af- mæliskveðju að ég ekki minnist á þá einstökunærgætnisemBjörg- vin hefur ætíð sýnt aldraðri tengdamóður sinni. Innri maður Björgvins kemur þar berlega fram. Nylon gólfteppi í fallegum litum. Við tökum mál — sníðum og önnumst ásetningu. Verð fyrir alla. Teppi fyrir alla. GREIÐSLUSKILMÁLAR. Athugið verð hjá okkur áður en þér festið kaup annars staðar. Barnasöngur FYRR á árum voru karlakórar næstum einu frambærilegu tónflytjendurnir og blandaðir kórar áttu mjög erfitt upp- dráttar. Af og til reyndu ýmsir góðir menn að stofna blandaða kóra og jafnvel barnakóra, en hvað sem þvf olli, þá urðu þeir ekki langlffir f landinu. Nú hefur þetta breytzt svo, að blandaðir kórar eru orðnir ómissandi og virtir tónflytjend- ur og unglinga- og barnakórar okkar eru teknir að keppa við erlenda kóra. Kór Öldutúns- skóla f Hafnarfirði hefur nú um nokkur ár staðið f fremstu röð barnakóra á Norðurlöndum og ásamt skólakór Menntaskól- ans f Hamrahlfð, sungið við góðan orðstfr vfða um lönd. Á tónleikum i Háteigskirkju, nú fyrir skömmu, söng kórinn nokkur innlend og erlend lög. Kórinn er ekki eins góður og oft áður, enda er hér um að ræða að nokkru nýendurskipu- lagðan kór, sem tekur tíma að þjálfa. Hætt er við að þjálfun leiði til þess að sönggleðin verði litil og var ekki laust við það á köflum. Tðnlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON I lagi Páls P. Pálssonar við texta eftir Stein Steinarr, voru börnin ekki eðlilega kát, heldur eins og þegar vel siðuðum börn- um er sagt að láta eins og þau séu kát. Lag Páls er skemmti- legt en átti ekki beint vel við í þessu umhverfi og má vera, að þar sé skýringin á óeðlilegri kátínu barnanna. Páll hefur sent frá sér mörg skemmtileg söngverk undan- farið og er hann laginn að fella saman tónhugsun og texta á gamansaman hátt. Á þessum tónleikum voru og frumflutt þrjú barnalög eftir Hallgrim Helgason. Lögin eru falleg og vel unnin, en flutningur þeirra var einum of einlitur til að lag- ferlið kæmi skýrt fram. Egill Friðleifsson er duglegur og vandvirkur stjórnandi, en ein- um of einstrengingslegur í mót- un söngs og laga, sem rænir flutninginn allri kátínu, en mettar hann varasemi og með- vitaðri nákvæmni. Eins og að framan greindi er fsl. söngmenning önnur nú en fyrir nokkrum árum og er það spá mín, að á næstu árum mun- um við eiga þess kost að hlusta á góða ísl. barnakóra flytja alls konar tónlist, bæði í sjálfstæðu starfi og innan skólanna, eig- andi þátt í framþróun fsl. tón- menntar. Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.