Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNl 1976 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Dagsins í gær, 1. júní 1976 mun lengi verða minnzt í sögu islenzku þjóðar- innar. Þessi dagur markar þátta- skil í áratuga langri baráttu fyrir fullum yfirráðum yfir auðlindum okkar, fiskimiðunum við Island. Með samkomulagi því, sem undirritað var í Ósló í gær, við- urkenna Bretar 200 mílna físk- veiðilögsögu íslands og skuld- binda sig til þess að hætta veið- um á íslandsmiðum eftir 1 des- ember n.k. nema þeir geti náð samningum við íslenzk stjórn- völd um slíkar veiðar. Þeir skuldbinda sig til þess að láta af því hernaðarofbeldi við íslands strendur, sem þeir hafa þrisvar sinnum á tveimur áratugum gripið til. Freigáturnar, sem hurfu úr íslenzkri fiskveiðilög- sögu um miðnætti á sunnu- dagskvöld, sígldu i siðasta sinn frá íslandsmiðum. Þær koma aldrei aftur. f ræðu, sem Bjarni Benedikts- son flutti er samkomulag var gert við Breta í febrúar 1961 við lok hins fyrsta þorskastríðs, komst hann svo að orði, að þetta samkomulag væri ,,einn merkasti stjórnmálasigur, sem íslenzka þjóðin hefði fyrr og síðar unnið'. Þá viðurkenndu Bretar 12 mílna fiskveiðilög- sögu íslands. Morgunblaðið vill nú heimfæra þess orð Bjarna Benediktssonar upp á það sam- komulag, sem gert var í Ósló í gær. Það er einhver hinn mesti stjórnmálasigur, sem íslending- ar hafa unnið frá því að lýðveldi var stofnað á íslandi árið 1 944. Sú þjóð, sem hefur sýnt okkur mestan fjandskap í baráttu okk- ar fyrir fullum yfirráðum yfir auðlindum okkar og þrívegis farið með hernað á hendur okk- ur, hefur nú með samningi skuldbundið sig til að gera slikt aldrei aftur og hætta hér veið- um eftir 1. desember n.k , nema samkomulag takist um slíkar veiðar. Hér er um að ræða slík þáttaskil í landhelgismálum okkar, að engum getur blandazt hugur um, að íslendingar hafa unnið mikinn stjórnmálasigur með þessum samningum. Með samningunum við Breta 1961 og samningunum nú náðist í báðum tilvikum það meginmarkmið íslendinga að fá fulla viðurkenningu Breta á fisk- veiðilögsögu íslands. Árið 1961 fékkst viðurkenning á 12 míl- um, en nú viðurkenning á 200 mílum. Slík viðurkenning fékkst hins vegar ekki með samníngunum, sem gerðir voru í nóvember 1973, og voru þeir samningar þó mikilsverður áfangi í landhelgisbaráttu okk- ar. En I raun er ekki hægt annað en að vorkenna þeim íslenzkum stjórnmálamönnum, forystu- mönnum stjórnarandstöðunnar, sem hafa lýst sig andvíga þeim tímamótasamningum, sem nú hafa verið gerðir. Það er eftir- tektarvert, að menn á borð við forystumenn Alþýðubanda- lagsins, sem samþykktu samningana 1973, sem fólu ekki í sér viðurkenningu á 50 mílunum þá, skuli nú snúast gegn samningum, sem fela ekki í sér viðurkenningu Breta á 50 mílum — heldur 200 mílum. Kommúnistar eru samir við sig. En það er beinlínis sorglegt að fylgjast með þeirri niðurlægingu Alþýðuflokksins, sem lýsir sér í því, að sá flokkur skuli einnig snúast gegn þessum samning- um. Þótt ekkert annað ákvæði þessara samninga, sem nú hafa verið gerðir, kæmi til, réttlætti viðurkenning Breta á 200 míl- unum, gerð samkómulagsins. En þar við bætist, að hér er að öllu öðru leyti um ótrúlega hag- stæða samninga að ræða fyrir okkur. Næstu 6 mánuði verður aðeins 24 brezkum togurum heimilt að vera við veiðar á íslandsmiðum að meðaltali á dag. Þetta eru helmingi færri togarar en voru við veiðar yfir sumarmánuðina í fyrra og helmingi færri togarar en hafa verið við veiðar undanfarnar vikur. Þessi mikla fækkun togara veldur því, að aflamagn Breta á næstu 6 mánuðum verður margfalt minna en það ella hefði orðið. Gert er ráð fyrir, að þessir 24 togarar geti veitt um 30 þúsund tonn af fiski á þessu tímabili þar af um 85% þorsk. En í raun má búast við, að aflamagn þeirra verði heldur minna vegna aukinna friðunar- aðgerða. Á sama tímabili í fyrra veiddu Bretar hér við land um 70 þúsund tonn af fiski. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir eitthvað r minni afla í ár vegna þess að þeír hefðu orðið að veiða undir herskipavernd er Ijóst, að með þessum samningum hefur tekizt að tryggja minnkun aflamagns, sem nemur 35—40 þúsund tonnum. Þessi stórkostlega minnkun afla Breta á sama tima og þorskstofninn er í alvarlegri hættu er svo mikilsverð, að furðulegt má teljast, að þau stjórnmálaöfl skuli vera til á íslandi, sem leggjast gegn slík- um samningum. Á undanförnum mánuðum höfum við orðið að horfa upp á það,að Bretar hafa haft að engu friðunaraðgerðir okkar á fiski- miðunum, að þeir hafa haldið uppi veiðum á friðuðum svæðum, sem eru lokuð íslenzkum fiskiskipum. Fréttir hafa borizt frá Bretlandi um, að þangað hafi togarar komið fullhlaðnir af smáfiski, sem hefur jafnvel verið seldur í gúanó. Með þessu samkomu- lagi hafa Bretar skuldbundið sig til að virða friðunarsvæði og aðrar friðunaraðgerðir íslendinga og er það ákvæði samningsins svo verðmætt, að það er í raun ómetanlegt. Jafn- hliða því að virða friðunarsvæði hefur veiðisvæði Breta verið fært fjær landi. Þar sem þeir áður máttu, skv. samningunum frá 1973, veiða upp að 12 mílum mega þeir nú veiða upp að 20 mílum og þar sem þeir áður máttu veiða upp að 20 mílum mega þeir nú ekki veiða nær landi en 30 mílur. Þetta ásamt þvi,að þeir virða friðunar- svæðin þýðir, að nú verða 52 þúsund fkm. hafsvæðis alger- lega lokaðir Bretum, en skv. samningum 1973 voru 9000 fkm. lokaðir Bretum. Sú viðbót, sem nú lokast Bretum alger- lega, er því 43 þúsund ferkíló- metrar. Loks lýsa Bretar því yfir skv. hinum nýja samningi að þeir muni beita sér fyrir því að bókun 6 hjá Efnahagsbandalagi Evrópu taki gildi, eins og hún hefðí alltaf verið I framkvæmd, þ.e. að þegar i stað lækki tollar jafn mikið og þeir hefðu nú lækkað um, ef þessi bókun hefði frá upphafi komið til fram- kvæmda en skv. henni áttu tollar á íslenzkum útflutningsaf- urðum i EBE-löndum að lækka í áföngum. Þetta þýðír, að markaður í EBE-löndum opnast á ný fyrir ísfisk, freðfisk, lag- meti, rækju o.fl. og hefur það verulega fjárhagslega þýðingu fyrir okkur. Það er hins vegar Ijóst, að ekki verður sagt um það með vissu, hversu fer um bókun 6 eftir 1. desember n.k. Reynslan á eftir að leiða það i Ijós. Jafnframt mun markaður opnast á ný fyrir islenzkan fisk í Bretlandi og hefur það einnig fjárhagslega þýðingu fyrir okkur. Athyglisvert er, að viðbrögðin í Bretlandi við samkomulaginu, sem gert var í gær, eru mjög svipuð því og var 1961. Þá eins og nú lýsa talsmenn brezka fisk- iðnaðarins yfir því, að um upp- gjöf Breta sé að ræða í landhelgisdeilunni við íslend- inga. Nú er því haldið fram af fulltrúum brezka fiskiðnaðar- ins, að samkomulag þetta muni leiða til þess, að um 9000 manns verði atvinnulausir í fiskibæjunum í Bretlandi. Þessi viðbrögð gefa glögga mynd af þvi, hvað þeir Bretar, sem málið snertir, telja samkomulagið vera þeim óhagstætt, en íslending- um hagstætt. Öll þau rök, sem hér hafa verið fram talin vega þungt, þegar afstaða er tekin til samn- inganna, sem undirritaðir voru í Ósló í gær. En þó skiptir mestu máli, að með þessum samning- um hefur friður verið tryggður á fiskimiðunum við ísland. Starfs- menn landhelgisgæzlunnar, sem unnið hafa frábært starf á undanförnum mánuðum, þurfa nú ekki lengur að leggja sig í beina lífshættu við skyldustörf sín á miðunum og fjölskyldur þeirra þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því, að átök milli varðskipa og herskipa leiði til manntjóns, en oft hefur munað mjóu i þeim efnum eins og kunnugt er. í dag fögnum við íslendingar mesta áfanga, sem við höfum náð í landhelgisbaráttu okkar. En um leið og við fögnum, skulum við gera okkur grein fyrir því, að lokasigur er ekki unninn. Það væri rangt að halda því fram. En framvegis verður barátta okkar fyrir fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum háð á allt öðrum grundvelli. I fram- tíðinni getum við tekið ákvarð- anir um hagnýtingu fiskimið- anna út frá hagsmunum okkar, frjálsir af öllum hernaðarlegum þvingunum. Bretar hafa viður- kennt 200 mílurnar og að sex mánuðum liðnum geta þeir ekki veitt innan 200 mílna fiskveiði- lögsögunnar nema með leyfi ís- lenzkra stjórnvalda. Það er sannfæring Morgun- blaðsins, að mikill meirihluti þjóðarinnar muni fylgja þessum samningum, þvi að hér er um að ræða raunverulega sigur- samninga fyrir íslenzku þjóðina. Málstaður íslands hefur sigrað. Málstaður Islands hefur sigrað 28 24 20 16 12 KORT þetta sýnir þau svæði, sem verða algerlega lokuð brezkum togurum skv. samkomulaginu, sem gert var f Oslð f gær. Bretar hafa heimild til að veiða upp að 20 til 30 mflum, eins og kortið sýnir og þeir hafa samþykkt að virða friðunarsvæði tslendinga, sem eru auðkennd sérstaklega ð kortinu. Með samkomulagi þessu eru 32 þúsund fkm. hafsvæði algerlega lokuð Bretum. Er það 43 þús. fkm. aukning frá samkomulaginu 1973 en þá voru 9000 fkm. algerlega lokuð Bretum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.